Morgunblaðið - 15.07.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.07.1999, Qupperneq 10
 10 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999______________________________________________ MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Alvarlegs flugmannaskorts ekki orðið vart hérlendis að söffn talsmanna flugfélaganna Atlanta og Flugleiðir auglýsa eftír flugmönnum Flugrekstrarstj órar flugfélaganna Atlanta og Flugleiða segjast ekki hafa orðið varir við alvarlegan skort á flugmönnum. Fram hefur komið að t.d. í Bandaríkjunum sé skortur á flugmönnum orðinn svo alvarlegur að landshlutaflugfélög eru farin að ráða til sín flugmenn með allt niður í 800 flugtíma reynslu í stað 2.000 áður. NOKKUR erlend flugfélög hafa ákveðið að draga úr flugtíðni á ákveðnum leiðum sökum skorts á flugmönnum. Hérlendis er ekki sömu sögu að segja og bæði Atl- anta og Flugleiðir eru að auglýsa eftir flugmönnum um þessar mundir. Jens Bjarnason flugrekstrar- stjóri Flugleiða kveðst telja það ólíklegt að Flugleiðir lendi í sam- keppni við erlenda aðila um ís- lenska flugmenn. „Maður veit auð- vitað aldrei, en við búum svo vel hjá Flugleiðum að margir sækjast eftir að vinna hjá okkur og þegar menn eru komnir hér í vinnu leita þeir yfirleitt ekki annað. Ég hygg hins vegar að á uppgangstímum eins og núna eru, séu það frekar þeir hjá minni félögunum eða flug- skólunum sem eiga kannski erfítt með að halda í sína menn. Það kann að vera sambærilegt við það sem er að gerast hjá landshlutafé- lögunum í Bandaríkjunum," segir Jens. Aðeins auglýst ytra Atlanta auglýsti, að sögn Haf- þórs Hafsteinssonar flugrekstrar- stjóra félagsins, eftir 15-20 flug- mönnum í Evrópu í seinustu viku, vegna samninga um flug til Saudi- Arabíu og segir hann viðbrögð hafa verið góð, jafnvel betri en forsvarsmenn félagsins væntu. í næstu viku verður auglýst aftur. Verið er að leita að reyndum mönnum, að sögn Hafþórs, enda hafi félagið ekki tíma til að ráða óreynda menn að þessu sinni og kenna þeim starfíð. Ekki er aug- lýst hér á landi, þar sem eingöngu er verið að leita eftir mönnum með tegundaáritanir á þær vélar sem Atlanta hefur í sinni þjónustu, og að sögn Hafþórs eru engir á lausu hérlendis sem hafa þá þekkingu. „Við greinum ekki skort á flug- mönnum, enn sem komið er, en við finnum hins vegar fyrir skorti á mönnum með mikla reynslu á þær vélar sem við erum að fljúga. Þeim fer fækkandi, bæði vegna þess að menn eru komnir á aldur eða hafa færst til á aðrar vélar, en einnig vegna þess að menn hafa verið ráðnir til annarra flugfélaga.“ Hafþór segir að fyrirtæki hafi til þessa sett skilyrði um að nýráðnir flugmenn hefðu 1.000 flugtíma reynslu, þar af 100 tíma reynslu á fjölhreyflavélar og bók- leg flugstjóraréttindi. Menn sem klára atvinnuflugmannsréttindi eru ekki með undir 250-300 tímum þegar þeir fá skírteinið í hendur. „Það er ekki komið að því ennþá að endurskoða eða lækka kröfurn- ar, en það gæti farið svo ef skort- ur á flugmönnum vofir yfir,“ segir Hafþór. Tæplega 200 flugmenn- og flug- vélstjórar starfa um þessar mund- ir fyrir Atlanta að sögn Hafþórs og eru um 25% þeúra Islendingar. Skortur á reyndum mönnum „Við höfum alltaf ráðið íslenska flugmenn einu sinni ári, yfirleitt á haustmánuðum, en gerðum reynd- ar undantekningu á reglunni íyrir mánuði, þegar við réðum fimm flugmenn. Á sama tíma erum við að ráða erlenda flugmenn með meiri reynslu, en það er helst að skorti á reynslu manna á þær flugvélateg- undir sem við erum að fljúga. Þeir íslendingar sem við höfum ráðið eru yfirleitt menn sem við tökum til þjálfunar á þær vélar, þ.e. gef- um þeim tegundaáritanir á vélarn- ar sem Atlanta rekur. Þá erum við að tala um flugmenn sem hafa 1.000 flugtíma reynslu eða meira. Við erum fyrst og fremst að leita eftir flugmönnum sem hafa svokölluð JAR-skírteini, þ.e. skír- teini frá sameinuðum flugmálayfir- völdum í Evrópu. 1. júlí sl. breyttust reglurnar varðandi þessi skírteini og nú eru sömu kröfur gerðar innan aðildar- landa samtakanna í Evrópu. Is- lendingar hafa verið meðlimir frá stofnun fyrir einum átta áram og hafa undirritað sáttmála þar að lút- andi. Þetta þýðir að við eigum mjög erfitt með að ráða t.d. Banda- ríkjamenn, Kanadamenn, Ástrala og aðra þá sem eru fyrir utan Evr- ópska efnahagssvæðið. Þeir hafa hins vegar undanþágu til tólf mán- aða, ef skírteini þeirra voru fullgild íyrir 1. júlí sl. en síðan þrengjast heimildir mjög, þannig að við höf- um þann forgang á að ráða menn með Evrópuskírteini," segir Haf- þór. Nýráðnir fljúga innanlands Jens segir að Flugleiðir hafí í gegnum tíðina sett nýráðna flug- menn í innanlandsflugið, enda hafi það treyst sér til að taka menn inn á þeim vettvangi án mikillar reynslu. „Ef hins vegar á að ráða beint á þotu eru manni ýmis tak- mörk sett, því markaðurinn er ein- faldlega mjög lítill," segir Jens. Hann segir að um þessar mundir séu Flugleiðir að auglýsa eftir flug- mönnum og sé þeim auglýsingum alfarið beint að íslenskum flug- mönnum, enda séu allir flugmenn félagsins Islendingar. Umsóknar- fresturinn rann út fyrir nokkrum dögum og segir hann fjölda um- sókna svipaðan og verið hefur, jafnvel ívið fleiri en venjulega, eða um 140 umsóknir. Verið er að ráða í ekki færri en tíu stöður, að sögn Jens. „Okkar umhverfi er þannig að erfitt er að hafa þetta öðra vísi en að ráða Islendinga, ég tala nú ekki um í innanlandsflugi, og á meðan heimamarkaðurinn sinnir okkar þörfum viljum við ekki leita annað,“ segir Jens. Hann segir að Flugleiðir geri einvörðungu þá kröfu til flug- manna sinna að þeir hafi atvinnu- flugmannsskírteini með blindflugs- réttindum, auk stúdentsprófs eða náms sem metið er jafngilt. Ekki séu gerðar kröfur um önnur rétt- indi eða ákveðna flugreynslu fyrir utan það. „Við lítum svo á að þeir sem hafa á annað borð lokið þess- um prófum og fengið réttindi séu gjaldgengir í innanlandsflugið, en þeir geta ekki farið beint í flug á þotunum.“ Landslið Islands í hestaíþróttum valið Sigurður og Prins frá Hörgshóli síð- astir í liðið Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MEÐ góðri frammistöðu í fimmgangi og gæðingaskeiði á Islandsmót- inu tryggðu Sigurður Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli sór sæti í landsliðinu. SIGURÐUR Sæmundsson lands- liðseinvaldur hefur nú valið þá tvo knapa sem eftir var að velja í ís- lenska landsliðið í hestaíþróttum. Síðastur inn í liðið er valinn Sig- urður Sigurðarson með Prins frá Hörgshóli en þeir sigruðu í gæð- ingaskeiði á nýafstöðnu íslands- móti og urðu í öðra sæti í fimm- gangi á mótinu. Þá urðu þeir Is- landsmeistarar í fimmgangi í fyrra. Áður hafði Sigurður valið Jóhann R. Skúlason og Feng frá íbishóli en þeir hafa náð mjög góðum árangri í tölti í Danmörku og víðar. Er þá liðið þannig skipað auk áð- urnefndra knapa. Auðunn Krist- jánsson og Baldur munu keppa í fimmgangi og mjög líklega slaktaumatölti og gæðingaskeiði. Olil Amble mun keppa á Kjarki frá Horni í tölti, fjórgangi og fimi. Ás- geir Svan Herbertsson mun keppa á Farsæli frá Arnarhóli í fjórgangi og hugsanlega einnig í tölti. Einar Öder Magnússon mun keppa á Glampa frá Kjarri í tölti og Logi Laxdal mun keppa á Freymóði frá Efstadal í 250 metra skeiði. Hug- myndir um að hann skilji Freymóð eftir heima og mæti til leiks sem heimsmeistari á Sprengi Hvelli frá Efstadal era út úr myndinni, að sinni að minnsta kosti. Freymóður fer í læknisskoðun í dag, flmmtu- dag, og ef hann stenst hana mætir Logi með hann á mótið. Þannig er liðið skipað á þessari stundu en ekki er útilokað að einvaldurinn kunni að gera einhverjar breyting- ar á liðinu fram að brottför og eins er mögulegt að breytingar verði gerðar þegar út er komið. Ekki er útséð með hvort Sigur- björn Bárðarson mæti með Gordon frá Stóra-Ásgeirsá til leiks sem heimsmeistari í samanlögðu og gæðingaskeiði en hesturinn átti að fara í læknisskoðun nú í vikunni. Sagði Sigurbjörn að ef Gordon stæðist læknisskoðun myndi hann leggja til að hesturinn yrði hvíldur þangað til viku íyrir mót. Þá myndi hann skoða hestinn og þá réðist hvort hann mætti með hann til leiks. Eiganda Gordons hefur ekki gengið vel með hestinn í sumar og hefur hann varla legið sprett á skeiði á þessu keppnistímabili. En nokkuð öraggt er að Styrmir muni mæta með Boða frá Gerðum og Vignir Siggeirsson fer út á föstu- dag til að prófa Þyril frá Vatns- leysu. Ef Vigni líst vel á klárinn verður hann ytra fram yfir mót og mætir að sjálfsögðu til leiks. Eftir er að velja varaknapa og hesta og þykir líklegt að Sigurður muni velja Rúnu Einarsdóttur og Snerpu frá Dalsmynni en þau hafa sem kunnugt er staðið uppi í hár- inu á helstu keppinautum Islend- inga, Þjóðverjum, í töltinu á mót- um þar ytra. Rúna kveðst tilbúin að taka sæti á varamannabekknum verði til hennar leitað. Þá hafa bæði Páll Bragi Hólmarsson með stóðhestinn ísak frá Eyjólfsstöð- um og Sveinn Ragnarsson með stóðhestinn Reyk frá Hoftúni lýst sig tilbúna að taka sæti á vara- mannabekknum ytra. Einnig er líklegt að Tómas Ragnarsson sem sýnir hryssu sína Hyllingu frá Korpúlfsstöðum í kynbótasýningu mótsins verði tiltækur í fimmgang- inn ef á þarf að halda. Gengið verður frá vali varaknapa á næstu dögum. Búið er að birta röð þjóðanna í keppninni á heimsmeistaramótinu og er ísland með 3. keppenda inn á völlinn í töltkeppninni. Þátttöku- þjóðirnar verða sautján og þýðir það að annar keppandi Islendinga verður þá 20. í röð inn á völlinn og svo koll af kolli. í fjórgangi er Is- land í 10. sæti og 2. keppandi verð- ur því 26. inn á völlinn. í fimm- gangi er ísland 1. keppanda inn á völl og 2. keppanda í slaktauma- tölti. Best þykir að vera með þeim síðustu inn á völl og þykir því þessi niðurstaða ekki sérlega hagstæð fyrir Islendinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.