Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 3ri2S¥* FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 11 FRÉTTIR Bandarískur skurðlæknaprófessor kynnir íslenskum starfsbræðrum nýjungar Finnum mismunandi leið- ir til að leysa vandann Dana K. Andersen, bandarískur prófessor í skurðlækningum, hefur síðustu tvær vikur dvalið við störf og flutt fyrirlestra á Landspít- alanum en hann er sér- fræðingur í aðgerðum vegna sjúkdóma í brisi. Jóhannes Tómasson ræddi við hann og Jónas Magnússon, forstöðulækni hand- lækningasviðs Land- spítalans, sem segir að slíkar heimsóknir séu ómetanlegar fyrir íslenska lækna. Morgunblaðið/Ásdís HÉR eru þau saman komin á skurðdeild Landspítala. Frá hægri: Dana K. Andersen, Cindy Gingalewski og Jónas Magnússon. lestrar og aðferðin nær út- j breiðslu.“ j Líka sérhæfing á íslandi , „Þetta atriði snertir líka það sem i rætt hefur verið varðandi íslenskt heilbrigðiskerfi, að vegna fámennis ættu t.d. sjúkrahúsin í Reykjavík að skipta nokkuð verkum og leggur Jónas orð í belg hvað það varðar. „Við getum annast aðgerðir á brisi bæði hér á Landspítala og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Best væri auðvitað að sameinast um slíkar aðgerðir og þá á ég ekki við að ann- ar hvor spítalinn sæi um þær held- ur að þjálfaður væri hópur lækna og annarra sem þarf til að sinna þessum verkefnum og hann gæti gert það á hvorum staðnum sem er eða báðum ef því er að skipta.“ Jónas segir að heimsókn banda- rísku læknanna sé ómetanleg fyrir starfsfólk handlækningasviðs Landspítalans. Þau kynni margvís- lega þekkingu og reynslu og það sé mikilvægt skurðlæknum í því skyni að halda við færni sinni. Landspít- alinn ber ekki annan kostnað af heimsókninni en ferðimar og uppi- hald og segir Jónas að einn sjúk- lingur sinn hafi líka stutt heim- sóknina fjárhagslega en þau taka ekki sérstaka greiðslu vegna fyrir- lestranna eða vinnu sinnar hér. „Við gerum þetta bara af ánægju og áhuga á fagi okkar og vonumst til að geta komið hér aftur næsta ár,“ segja þau en hér dvöldu þau í nærri tvær vikur. EGAR við skurðlæknar frá ýmsum spítölum eða lönd- um hittumst finnst okkur jafnan áhugavert að ræða hvernig þetta eða hitt er gert hjá hinum og þarna erum við oft að ræða hrein smáatriði en það getur oft gefið okkur ný sjónarhorn á hlut- ina,“ segir bandaríski skurð- læknaprófessorinn við Yale-New Haven-háskólaspítalann, Dana K. Andersen, í samtali við Morgun- blaðið. Prófessorinn var staddur hér á dögunum til að flytja fyrirlestra og vinna með skurðlæknum á Landspítalanum og kom nú hing- að í annað sinn að tilhlutan Jónas- ar Magnússonar, prófessors og forstöðulæknis handlækninga- sviðs Landspítalans, og Margrét- ar Odddsdóttur, skurðlæknis og sviðsstjóra fræðslusviðs spítalans. Dana K. Andersen og unnusta hans, Cindy Gingalewski, sem er sérfræðingur í barna- skurðlækningum, unnu með íslenskum starfs- bræðrum, héldu fyrir- lestra og lögðu á marg- víslegan hátt ýmislegt af mörkum til að fræða heilbrigð- isstarfsfólk og kynna hér nýjar aðferðir og leiðir. Dana K. Ander- sen er sérfræðingur í aðgerðum á brisi og segir hann ýmislegt að gerast í þeim efnum: „Ég hef í fyrirlestrum kynnt nýjar aðgerðir við vissum sjúk- dómum í brisi, til dæmis brottnám á hluta af briskirtilhaus, og lýst reynslu minni af þeim. Síðan hef ég tekið þátt í allmörgum aðgerð- um, stórum og smáum, og þar fyr- ir utan eru alltaf óformlegar við- ræður við starfsfólkið um hvað- eina sem tengist þessari vinnu,“ segir Anderson. Cindy Ginga- lewski tók einnig þátt í aðgerðum á sérsviði sínu, barnaskurðlækn- ingum, og með þeim hafa verið ís- lenskir sérfræðingar. Hægt að fara ýmsar leiðir En aftur að þessum umræðum og skoðanaskiptum sérfræðing- anna. „Það er svo oft hægt að fara ýmsar leiðir við skurðaðgerðir og þegar við fylgjumst með aðgerð- um hver hjá öðrum sitjum við ekki bara rólegir og horfum á hina vinna heldur ræðum um reynslu okkar, tæknina, verkfærin og aðferðir við skurð eða saum og hvernig við leysum hin ýmsu vandamál og höf- um þannig eitthvað fram að færa. Og þarna erum við oft í miklum smáatriðum, eins og ég nefndi áðan, því öll grundvall- aratriði eru unnin á sama hátt og raunar hefur það oft komið mér á óvart hversu miklu fleiri atriði eru sameiginleg skurðlæknum í Evrópu og Ameríku heldur en það sem skilur þá að.“ Bandaríski prófessorinn segir læknisfræði á síðustu áratugum hafa þróast í átt til æ meiri sér- hæfingar og eigi það ekki síst við um skurðlækningar. „Áður voru menn oft kallaðir almennir skurð- læknar og gerðu næstum hvaða aðgerðir sem var en í dag er sér- hæfingin mjög mikil. Ég er til dæmis sérhæfður í aðgerðum á brisi og myndi ekki treysta mér í neitt annað í dag. Jónas hefur sér- hæft sig í aðgerðum á meltingar- vegi og Cindy er barnaskurðlækn- ir. Þessi þróun kemur ekki síst til með aukinni tækni sem notuð er í hvers konar lækningum," segir prófessorinn og segir þessa þróun snerta umræðuna í Bandaríkjun- um um stefnur og strauma í heil- brigðismálum: Á að þróa áfram mjög sérhæfðar miðstöðvar? „Rökræðan gengur nokkuð út á hvort þróa á áfram mjög sérhæfð- ar miðstöðvar eða sjúkradeildir í lækningum, ekki síst skurðlækn- ingum, miðstöðvar sem sinna ein- göngu aðgerðum vegna ákveðinna sjúkdóma þar sem starfsfólkið hefur mikla færni og reynslu vegna þess að það sinnir svo mörgum aðgerðum á þessu þrönga sviði. Hins vegar eru svo almenn sjúkrahús sem hafa á að skipa læknum og öðru heilbrigðis- starfsfólki sem sinnir mjög breiðu sviði sjúkdóma. Hér er því spurn- ing um það hvort við metum meira þörf sjúklingsins fyrir bestu mögulegu meðferð eða al- mennan áhuga lækna og þörf þeirra fyrir það að sinna sem flestum sviðum og fá tækifæri til að kynnast sem flestum vanda- málum. Mér sýnist þróunin stefna frekar í fjölgun þessara sérhæfðu miðstöðva því oft er unnt að sýna fram á að árangur er betri þar sem sérhæfing er mikil og ef sjúk- lingar hafa val hljóta þeir að horfa á árangur." Dana K. Andersen leggur líka áherslu á að nýjungar og þróun í læknisfræði gerast helst þar sem sérhæfðir læknar annist mikinn fjölda aðgerða. „Læknar með mikla reynslu á ákveðnu sviði eru fremur líklegir til að velta stöðugt fyrir sér nýrri nálgun eða nýjum aðferðum en þeir sem sinna margs konar verkefnum. Þetta ger- ist líka þannig að lækn- arnir þreifa sig svolítið áfram, kanna hvort ár- angur batnar með breyttri aðferð og þegar þeir sannfærast um það fara þeir að kynna hana fyrir öðr- um læknum á öðrum spítala til að kanna hvort þeir ná einnig betri árangri og í framhaldi af því eru skrifaðar greinar og fluttir fyrir- Byggja upp tengsl við bandaríska háskólaspítala Sem kunnugt er sækja íslenskir læknar framhaldsmenntun sína til Norðurlandanna, Bretlands og í nokkrum mæli til Bandaríkjanna og hefur það einkum átt við lyf- lækna. „Síðustu árin höfum við unnið að því að byggja upp tengsl við bandaríska háskólaspítala til að geta sent þangað einn eða tvo ís- lenska lækna á ári, fleiri þarf ekki,“ segir Jónas. „Það sem þarf líka að gera er að gefa læknum tækifæri til fram- haldsmenntunar í meira mæli en verið hefur. Það væri til dæmis mjög verðmætt fyrir okkur að geta dvalið í nokkrar vikur í Bandaríkjunum eða Evrópu til að kynna okkur nýjar aðferðir og öðlast reynslu sem við getum flutt heim. Þarna er ég að tala um við- bótartækifæri til framhalds- menntunar og hefur Skurðlækna- félag Islands bent á þá þörf og þetta er einnig til um- ræðu hjá stjórnarnefnd Ríkisspítalanna. Skurð- læknar geta ekki lært nýjar aðferðir af bók- um, við verðum að sjá aðra vinna og taka þátt í slíkri vinnu til að öðlast reynslu. Það getum við gert bæði með því að fá sérfræðinga í heimsókn og með því að dveljast um nokkurra vikna eða mánaða skeið á erlendum há- skólaspítala.“ Fleiri tækifæri til endur- menntunar Ómetanlegt að fá slíkar heimsóknir Útsalan hefst í dag kl. 8.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.