Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Kajakasiglingar á vegum Ultima-Thule Ýtt úr vör í Vatns- firðinum Boðið er upp á dags- ferðir á kajak á Vatns- fírði, sem henta flest- um, sem á annað borð renna hýru auga til þessarar ört vaxandi vatnsíþróttar, eins -----"---------~--- og Orlygur Steinn Sigurjónsson reyndi fyrir skömmu. - Morgunblaðið/Sigurjón Þórðarson KAJAKASIGLINGAR eru tiltölulega örugg íþrótt, sé rétt að farið og leiðsögumaður er með í hverri ferð hjá Ultima-Thule. AÐ voru ekki gerðar miklar kröfur til okkar ræðaranna þegar við örkuðum niður í fjöru frá hótelinu í Flókalundi eftir að hafa fengið „kajakasvuntu“ hjá Herði Harðarsyni leiðsögumanni og bjuggum okkur undir að fá til- sögn í undirstöðuatriðum róðrar- listarinnar. Við höfðum komið um lengri eða skemmri veg til að róa á Vatnsfirðinum þennan sólríka júlí- dag og höfðum varla komið nær kajak en sem nemur Qarlægðinni frá sófabrúninni að sjónvarpsskján- um, en að lokinni stuttri kennslu- stund hjá hinum reynda leiðsögu- manni, þar sem áratökin voru tek- in standandi í íjöruborðinu var mönnum ekkert að vanbúnaði að smeygja sér í björgunarvestin, troða sér í bátana og ýta úr vör. Það er ferðaskrifstofan Ultima- Thule, sem býður upp á kajaka- ferðirnar á Vatnsfirðinum auk ýmissa annarra kajakaferða ann- ars staðar á landinu. Ferðirnar sem boðið er upp á á Vatnsfirðin- um flokkast til styttri ferða skrif- stofunnar, en fyrir þá sem vilja fara í Iengri ferðir er m.a. boðið upp á nokkurra daga siglingar á Breiðafirði og þaðan af lengri ferðir í Jökulfirði svo dæmi sé tekið. Sigurjón Þórðarson, hótelstjóri í Flókalundi og einn hluthafi Ultima-Thule, segir að meginá- stæða þess að farið var af stað með kajakaferðir á Vatnsfirðinum, hafi verið skortur á afþreyingu í Vatns- firðinum. Því hafi hann haft sam- band við Baldvin Kristjánsson ann- an tveggja stofnanda Ultima-Thule fyrir fáeinum árum og stungið upp á því að hefja dagsferðir á kajak á Vatnsfirðinum. Er þetta þriðja sumarið sem fólki gefst kostur á að leigja sér bát og sigla undir leiðsögn leiðsögumanns meðfram strandlengjunni. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 23. útdráttur 4. flokki 1994 - 16. útdráttur 2. flokki 1995 - 14. útdráttur 1. flokki 1998 - 5. útdráttur 2. flokki 1998 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1999. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 í VATNSFIRÐINUM er hægt að ganga að kajökunum vísum hvenær sem er sumarsins og leiðsögumaður er ávallt tilbúinn að sigla með fólki daglangt og veita því tilsögn. Fast aðsetur fyrir kajakaútgerðina „Fyrir utan Reykjavík er þetta eini staðurinn á landinu sem fólk getur gengið að kajökum Ultima- Thule vísum, því það er hvergi annars staðar sem við höfum fast aðsetur fyrir þessa útgerð, þótt í sjálfu sér sé hægt að flytja bátana hvert á land sem er,“ segir Sigur- jón. „Hér í Flókalundi er ákveðin dagskrá handa þeim sem vilja sigla, en allar lengri ferðir eru sniðnar að þörfum hvers hóps fyr- ir sig.“ Sigurjón segir að kajakasigling- ar séu tiltölulega örugg íþrótt sé rétt að farið og auðvelt reynist fyrir byijanda að staðfesta þau orð hans eftir hálftíma úti á firðinum. „Fólk áttar sig á því, þegar það stígur það skref að fara í kajak, að það getur þetta vel og fær Iflta heilmikið út úr því að sigla. Fólk fær einstakt sjónarhorn á náttúr- una með því að sitja í kajak og sigla meðfram ströndinni innan um fugla og seli.“ í Vatnsfirðinum er töluvert af sel auk æðarfugls og ef siglt er ut- arlega í firðinum má rekast á hnísu og segir Sigurjón að vegna þess hve kajak lætur lítið yfir sér á vatnsyfírborðinu, truflist skepn- umar sáralítið af nálægð þeirra. „Á góðum degi, þegar hvalur eða hnísa stingur upp ugganum, fer um mann sælukenndur hrollur þegar þessi ferlíki gera sig sýni- Ieg. Eftir því sem við höfum lesið erlendis frá hafa menn jafnvel ver- ið að fara í einhvers konar hvala- skoðunarferðir á kajak og hvalim- ir amast ekki við bátunum." f Vatnsfirðinum sigldi hver með sinu lagi þennan dag meðfram ströndinni og þótt við rækjumst ekki á hvali vantaði ekki æðarfugl- inn, sem hélt sig í hundraðavís ná- lægt ströndinni og flaug ekki upp fyrr en ræðarar vom komnir veru- lega nálægt. Má hugsa sér að fugl- inn sé býsna fljótur að Iæra að velja sér vini úr mannheimum ef erindi tvífætlinganna er ekki ann- að en að góna óvopnaður á fiður- fénaðinn. Tveggja manna bátar fyrir fjölskyldufólkið Sé fjölskyldufólk í siglingahug- leiðingum á ferðinni í Vatnsfirðin- um er unnt að fá leigða tveggja manna báta ef fólki þykir vissara að hafa börnin hjá sér í bátunum. Þau böm, sem hér um ræddi í þetta skipti voru ungir sprækir strákar, sem undu þannig hag sín- um ágætlega undir forsjá hinna eldri, en þegar blaðamaður skildi við ferðafélagana að morgni næsta dags höfðu þeir fengið leyfí til að spreyta sig upp á eigin spýtur, en að sjálfsögðu undir almennri leið- sögn. Að sögn Siguijóns em Islend- ingar í meirihluta þeirra sem kaupa sér kajakaferðir á Vatns- firðinum og segir hann að þótt ekki sé fastur verðmiði á ferðun- um megi miða við það tilboð sem Islendingum er vanalega gert. Þannig kostar leiðsögumaður 20 þúsund krónur á dag og getur hann þjónað sex bátum með níu manns. Leiðsögumaðurinn hefur meðferðis sjúkrakassa, fjarskipta- tæki, eldhúsbúnað og eldhústjald. Leiga á bát kostar sfðan 2 þúsund krónur á dag. Matur kostar á bil- inu 1 til 2 þúsund krónur á dag, eftir lengd ferðar en leiðsögumað- ur sér um eldamennskuna í sam- ræmi við óskir ferðafélaganna. Að lokum má benda á þann möguleika að snæða kvöldverð á Hótel Flókalundi að lokinni dagslangri siglingu og ágætis tjaldstæði eru rétt neðan við hótel- ið vilji fólk fá gistingu. Þá er ör- stutt í Flókalaug til að fá sér sund- sprett. _ Frá Isafirði em nimlega 100 kflómetrar niður í Vatnsfjörð, en um sýnu lengri veg er að fara frá höfuðstaðnum. Þannig tekur rösk- ar tvær klukkustundir að aka úr Breiðholtinu út í Stykkishólm það- an sem feijan Baldur fer tvisvar á dag í sumar. Kjósi fólk að nota laugardag til kajaksiglinga eins og blaðamaður gerði er eins gott að vakna snemma til að ná fyrri ferð- inni með Baldri klukkan 9. Þriggja klukkustunda sigling er siðan yfir Breiðafjörðinn með viðkomu í Flatey og þar bíða Sigurjón, Hörð- ur, fuglarnir, selirnir, hnísurnar og kajakarnir. Haustvörurnar streyma inn Láttu ekki happ úr hendi sleppa Enn eru til sumarvörur á tilboði Jakkar Buxur Bolir Pils Blússur frá 3.000 frá 1.690 frá 990 frá 1.900 frá 1.990 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.