Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BIRGIR STEINDÓR
KRISTJÁNSSON
+ Birgir Steindór
Kristjánsson
fæddist á ísafirði 9.
ágnst 1931. Hann
lést 6. júlí síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Kristján Lár-
usson, framkvæm-
dastjóri, f. 11.7.
1905 að Saurbæ í
V.-Húnavatnssýslu,
d. 5.12. 1973 og
kona hans Björg
Steindórsdóttir,
húsmóðir, f. 18.5.
1909 að Brandsbæ, Hafnarfirði,
d. 30.7. 1935. Hann ólst upp í
Reykjavík hjá föður sínum og
móðursystur, Ragnhildi Stein-
dórsdóttur kaupkonu.
Alsystur Birgis eru Díana
Þórunn, f. 1928 og Auður, f.
1930. Hálfsystir hans samfeðra
er Áslaug, f. 1927.
Hinn 30. nóvem-
ber 1963 kvæntist
Birgir Steindór
Sigríði Einarsdótt-
ur frá Moldnúpi, f.
11.8. 1930. Foreldr-
ar hennar voru
Eyjólfína Guðrún
Sveinsdóttir f. 9.1.
1897, d. 27.5. 1967
og Einar Sigurþór
Jónsson f. 26.4.
1902, d. 30.10.
1969.
Birgir Steindór
stundaði nám í véltæknifræðum
í þijú ár í London. Vann siðan
ýmis störf tengd því og siðustu
20 árin hjá Hampiðjunni.
Utför Birgis Steindórs fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Nú kveðjum við hinstu kveðju
kæran vin. Okkur langar með fá-
tæklegum orðum að minnast hans
þótt tregt sé tungu að hræra. Birg-
ir var giftur Sigríði móðursystur
okkar og frá fyrstu tíð hefur Bói,
eins og hann var kallaður, alltaf
verið hluti af okkar lífi. Minning-
arnar eru svo ótal margar, allt frá
því er við systkinin vorum lítil í
Kópavoginum, síðan uppvaxtarárin
heima að Moldnúpi, námsárin í
Reykjavík og loks eftir að við
stofnuðum okkar fjölskyldur og
eignuðumst böm, alltaf hafa Sigga
og Bói verið við hlið okkar og hluti
af okkar lífi. Alltaf saman og alltaf
nefnd saman, og hjá börnunum
runnu nöfnin saman í eitt „Sigga-
bói.“ Bói var alveg einstaklega
bamgóður maður og hafði oft gam-
an af þvi sem aðrir vildu meina að
félli undir óþægð eða prakkara-
skap, gmn höfum við um að hann
hafi séð sjálfan sig í sumum uppá-
tækjum unga fólksins og gaman
hafði hann af að segja frá eigin
æskubrekum. Það var skemmtilegt
að hlusta á hann segja sögur af sér
og samtímafólki sínu gegn um árin
og notaði hann þá óspart orðatil-
tækið „það var algert bíó“ í frá-
sögnunum og allt andlitið geislaði
af frásagnargleði. Já, það var svo
margt sem Bói hafði upplifað til
sjós og lands.
Ungur missti hann móður sína
en varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
móðursystir hans, Ragnheiður, eða
Ragna í Spörtu eins og hún var
kölluð, tók að sér að halda heimili
fyrir systkinin og Kristján föður
þeirra. Bóa þótti alveg einstaklega
vænt um Rögnu og var aðdáunar-
vert að fylgjast með hvernig hann
og Sigga önnuðust hana á efri ár-
um. Margt er það sem við vildum
þakka í þessari hinstu kveðju, svo
ótal margir greiðar við fjölskyld-
una og alltaf svo sjálfsagt að koma
þegar aðstoðar var þörf. Það var
eins og vandræði væri ekki til í
orðaforða Bóa, bara verkefni sem
þurfti að leysa og gera það eins vel
og hægt væri - eða aðeins betur,
því fúsk var nokkuð sem hann ekki
þekkti og bera öll hans verk merki
einstakrar natni og fagmennsku. I
því sem og öllu öðru voru þau hjón-
in samtaka.
Ár er nú liðið síðan Bói hætti að
vinna og þau Sigga fóru bæði á eft-
irlaun. Á þessu ári hafa þau notið
þess að hafa tíma til að ferðast og
njóta lífsins. Maður hefði svo óskað
þess að þau gætu átt saman mörg
ár enn, en um það fáum við víst
ekki ráðið. Bói varð bráðkvaddur
heima í Moldnúpi að kvöldi 6. júlí
eftir yndislegan dag þar sem allt
lék í lyndi og hann hafði eins og svo
oft áður verið kallaður til aðstoðar
og leyst úr málum.
Söknuðurinn er mikill hjá okkur
öllum en mest hefur hún Sigga
okkar misst. Sorgin er djúp en
einnig þakklætið fyrir að hafa
fengið að kynnast einstökum
manni. En minningarnar eigum við
eftir og með tímanum lærum við að
lifa með þeim og leyfum þeim að
blómstra innra með okkur.
Eyja, Árný og Sveinn.
Þau óvæntu og sviplegu tíðindi
bárust miðvikudaginn 7. júlí að
Birgir Steindór Kristjánsson hefði
orðið bráðkvaddur kvöldið áður.
Birgir, eða Bói eins og hann var
oftast kallaður, var eiginmaður
Siggu, föðursystur minnar og við
andlát hans er höggvið stórt skarð
í föðurfjölskyldu mína. Bói var
einnig góður vinur og nágranni um
árabil.
Við fráfall Bóa verður manni
hugsað tilbaka og margar minning-
ar koma í hugann. Flestar þeirra
tengjast heimili hans og Siggu, en
til þeirra hefur alltaf verið gott að
koma. Það er gaman að koma í hús
þar sem húsráðendur eru alltaf
hressir og kátir og taka vel á móti
gestum. Þegar ég man fyrst eftir
mér bjuggu Sigga og Bói í litlu húsi
í í Fossvoginum en heimsóknir
þangað voru ósvikin ævintýri.
Alltaf var tekið jafnvel á móti okk-
ur og síðan var umhverfið svo
skemmtilegt. Lóðin var óvenju stór
og skógi vaxin að hluta þannig að
aðstaða til útileikja var góð. Garð-
urinn í kringum húsið var snyrti-
legur og fyrir ofan íbúðarhúsið stóð
lítill burstabær sem var uppspretta
margra heilabrota hjá forvitnum
strák. Ekki má gleyma að til
skamms tíma áttu Sigga og Bói tík-
ina Millý, en hún hafði mikið að-
dráttarafl, ekki síst þegar hún átti
hvolpa.
Um miðjan áttunda áratuginn
fluttu Sigga og Bói í nýtt og glæsi-
legt einbýlishús í Dynskógum sem
er í næsta nágrenni við heimili for-
eldra mína. Síðan eru liðin tæplega
tuttugu og fimm ár og hefur sam-
gangur við foreldra mína og fjöl-
skyldu verið mikill allan þennan
tíma. Sérstaklega hafa samskiptin
verið mikil síðustu ár og þau eru
ófá ferðlögin, bæði innanlands og
utan, sem foreldrar mínir hafa far-
ið með Siggu og Bóa.
Bói var hávaxinn maður og
hraustlegur. Hann var duglegur og
einatt að dytta að einhverju þegar
hann var heima við. Oftar en ekki
fann maður hann í bílskúrnum, en
Bói var handlaginn og sérstaklega
flinkur að gera við vélar og tæki.
Það var bjart yfir Bóa og stutt í
brosið og hláturinn. Hann var
alltaf hress og kátur og hlátur hans
var hávær og smitandi. Þannig
man ég hann best og þannig vil ég
geyma minninguna um hann. Lífið
getur verið óskiljanlegt og mis-
kunnarlaust. Það er erfitt að sætta
sig við að maður við góða heilsu
skuli á einu andartaki og án nokk-
urs fyrirvara vera hrifinn burtu úr
þessu lífi. Það er óskaplega sárt
fyrir okkur sem eftir lifum, en í
staðinn getum við huggað okkur
við að Bói þurfti ekkert að kveljast.
En eftir sitjum við skilningsvana
og lútum höfði í virðingu við hinn
látna.
Elsku Sigga frænka. Missir þinn
er mikill, en mundu að fjölskyldan
stendur öll með þér. Ég sendi öll-
um ættingjum og vinum Bóa inni-
legar samúðarkveðjur.
Gunnar Baldvinsson,
Eyjólfur
Sverrisson
fæddist í Reykja-
vík 15. maí 1939.
Hann lést á Land-
spitalanum laugar-
daginn 3. júlí síð-
astliðinn og fór út-
förin fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 12. júlí.
Það var ánægjulegt
að eiga samskipti við
Eyjólf Sverrisson.
j^Iann er einn af þeim
-feamferðamönnum sem standa upp
úr þegar litið er yfir farinn veg.
Eyjólfur hafði marga kosti en lík-
lega er mér efst í huga hversu góð
áhrif hann hafði á nánasta um-
hverfi sitt og samstarfsmenn.
Þessi eiginleiki Eyjólfs birtist
í mörgum myndum. Oft mátti sjá
wann inni á skrifstofum sam-
starfsfólks í djúpum
samræðum og stund-
um myndaðist biðröð
fyrir utan herbergi
hans. Eftir ráðum
hans var sóst í stór-
um málum og smáum.
Flest verkefni á Þjóð-
hagsstofnun voru á
einhverju stigi rædd
við hann enda velti
hann gjarnan upp
óvæntum hliðum og
heilbrigð skynsemi
greiddi ósjaldan úr
kenningaflækjum. St-
arfsmenn Þjóðhagsstofnunar leit-
uðu einnig til Eyjólfs í persónu-
legum málum. Hann var nokkurs
konar sálufélagi allra starfs-
manna. Eyjólfur var því burðarás
á stofnuninni, bæði faglega og
sem félagi.
Hlýlegt viðmót, festa og yfir-
vegun einkenndi Eyjólf. Hann var
með afbrigðum góður hlustandi og
unnt var að skeggræða við hann
um allt milli himins og jarðar. En
jafnframt gat hann verið mjög
fastur fyrir. Til marks um það má
nefna að margir reyndu að hagga
honum varðandi vísitölur, verð-
bólguuppgjör og tengd atriði. En í
þessum efnum held ég að hann
hafi ekki hreyft sig um þumlung í
aldarfjórðung eða svo, enda senni-
lega haft rétt fyrir sér allan tím-
ann.
Ég kynntist Eyjólfi fyrst fyrir
um það bil aldarfjórðungi. Þá var
ég sumarmaður hjá Þjóðhags-
stofnun. Hann hafði nýlega hafið
þar störf. Þeir eiginleikar sem ég
hef þegar nefnt voru þá þegar
áberandi í fari hans.
Síðar kynntist ég honum betur,
eða þegar ég varð forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar fyrir rúmlega 10 ár-
um. Þessi kynni mín af Eyjólfi
staðfesta þá mynd sem ég hef
reynt að draga upp í fáum drátt-
um.
Ég, eiginkona og börn vottum
Margréti og börnum þeirra inni-
lega samúð.
Þórður Friðjónsson.
EYJÓLFUR
SVERRISSON
EIÐUR
BALD VINSSON
+ Eiður Baldvins-
son fæddist á
Akureyri 1. nóvem-
ber 1917. Hann lést
á dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 7.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður Arn-
ardóttir, f. 27.7.
1901, d. 31.8. 1962
og Baldvin Sig-
mundsson, f. 20.8.
1895, d. 4.11. 1956.
Sigríður giftist síð-
ar Valmundi Guð-
mundssyni, f. 29.6.
1890, d. 24.4. 1963. Þeirra börn
voru: Árni, f. 17.4. 1923, d.
11.10. 1995; Anna, f. 9.1. 1925;
Guðný, f. 17.8. 1926, d. 24.1.
1989 og Einar, f.
28.3. 1928. Baldvin
kvæntist síðar Guð-
rúnu O. Jórams-
dóttur, Hún var
fædd 13.10. 1899 og
lést 20.6. 1982.
Dætur þeirra eru
Sigurrós, f. 16.8.
1925 og Erna, f. 7.4.
1930.
Eiður ólst upp hjá
föðurafa sínum og
ömmu, þeim Sigur-
rós Arnardóttur og
Sigmundi Baldvins-
syni. Eiður var
ókvæntur og barnlaus.
Eiður verður jarðsunginn frá
Höfðakapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það er margs að minnast frá elsta
læknahúsinu, Aðalstræti 14, á
Akureyri. Þar var fólkið ekki þjóf-
hrætt, ef einhver var heimavið voru
allar dyr ólæstar, en ef fólkið brá
sér af bæ, hékk lykillinn að íbúðinni
á snaga á bak við derhúfu, svo vinir
gátu farið inn að vild. Það sem ein-
kenndi Eið og hans föðurfólk var
gestrisni, húsið stóð öllum opið.
Eiður ólst upp hjá afa og ömmu
ásamt Pálma og Pálínu, föðursystk-
inum sínum, og var oft mannmargt
á heimilinu. Eftir fráfall afa, ömmu
og Pálínu bjuggu þeh- Pálmi einir,
þar til Pálmi kynntist Jónínu, sem
var fráskilin með 2 börn og fluttu
þau inn til þeirra í Aðalstræti 14.
Oft var gestkvæmt og glaðværð
ríkti á heimilinu. Jónína var yndis-
leg kona, skapgóð og hláturmild.
Þegar Pálmi féll frá bjuggu Eiður
og Jónína áfram tvö ein í Aðalstræti
14 uns hún flutti í íbúð fyrir aldraða,
en þangað heimsótti Eiður hana oft.
Sem drengur varð Eiður fyrir því
að tapa heyrn og háði það honum
allt lífið. Eiður var vel lesinn og
hafði góða kímnigáfu. Hann samdi
leikrit og sögur, en hógværð hans
og hlédrægni kom í veg fyrir að aðr-
ir nytu verka hans í miklum mæli.
Hann var hagleiksmaður mikill og
sést það best á því hve vel hann
gerði upp gamla læknabústaðinn.
Eiður var mikill áhugamaður um
skógrækt og lagði sitt af mörkum til
skógræktar. Hann hafði og yndi af
því að gróðursetja tré og ræktaði
upp brekkuna fyrir aftan gamla
læknabústaðinn. Þegar kraftar Eiðs
fóru þverrandi fluttist hann í íbúðir
aldraðra og svo í Hlíð, þar sem vel
var búið að honum síðustu æviárin.
Starfsfólkið í Hlíð, svo og Svala,
Edda frænka og Vilhelm eiga þakkir
skilið fyrir vináttu sína og hjálpsemi.
Elsku bróðir, þín helstu einkenni
voru hvað þú varst dulur, heiðarleg-
ur og hógvær, þú gast verið spaug-
samur og hafðir gaman af orða-
hnippingum. Snyrtimennskan var
þér í blóð borin. Hvíl í friði.
Þín systir
Sigurrós.
Eg mætti gömlum manni
í morgunskúra veðri.
Karlinn hann var klæddur
í kápu úr brúnu leðri.
Eg sá hann vildi’eitthvað segja
svo ég aðeins beið.
Já, einmitt sagð’ann já, einmitt.
Og fór sína leið.
Þessi vísa er ein af mörgum vís-
um sem Eiður Baldvinsson, uppeld-
isbróðir móður minnar, Ástu
Ottesen, kenndi mér. Hann lést á
dvalarheimili aldraðra, Hlíð á Akur-
eyri, 7. júlí síðastliðinn og verður
jarðsunginn í dag. Mig langar í
nokkrum orðum að kveðja þennan
vin minn.
Eiður hefur verið fastur stólpi í lífi
okkar systkinanna misjafnlega mik-
ið; ef til vill voru mest samskiptin við
mína fjölskyldu þar sem við bjugg-
um fyrir norðan. Hann fór eins og
stendur í skrítna kvæðinu hér að of-
an alltaf sínar eigin leiðir. Eiður var
einrænn og þurfti oft harðan skráp
til að taka eitruðum athugasemdum
hans þegar hann var í því skapinu.
En mér fannst ég alltaf finna undir
stóryrðunum vin sem mér þótti svo
undurvænt um. Þessi umhyggja hélt
áfram enda þótt hún Didda hans full-
orðnaðist, gifti sig og eignaðist böm.
Hann bar hag bama minna fyrir
brjósti og fylgdist með þroska þeirra
úr fjarlægð.
Það voru ekki margir sem Eiður
umgekkst. Þannig vildi hann hafa
það. Edda frænka hans og Villi
komu honum einu sinni í ferðalag til
Hamborgar. Sú ferð varð þvílíkur
hafsjór af minningum svo ekki sé
minnst á öll fínu fótin sem vinurinn
keypti sér en það var eitt af mottó-
um Eiðs „að vera flottur í tauinu"
eins og sagt var á Gamla spítalanum.
I mörg ár var sungið „Ég vild’ég
væri ennþá út í Hamborg", eftir
þessa ferð. Einnig kom Jónína syst-
ir honum til Svíþjóðar og Danmerk-
ur til að heimsækja ættingja. Það
hefði verið gaman að vera fluga á
vegg þegar Jónína lét Eið klæða sig
í stuttbuxur og fór með hann á bað-
strönd. En svona var Eii, það þurfti
harðjaxla til að fá hann til að lifa líf-
inu lifandi.
Sú sem reyndist honum hvað best
og sýndi honum ómælda þolinmæði
var Svala. Svala heimsótti Eið í
hverri viku eftir að Ninna amma dó
og Eiður þurfti að flytja af Gamla
spítalanum - húsinu sem hann hafði
dyttað að og lagfært og gætt þess
að engir tískustraumar kæmust þar
inn. Hún hjálpaði honum við jóla-
undirbúninginn og gætti þess að
hann væri flottur í tauinu til síðasta
dags, en þess hafði Eiður óskað.
Nærgætni Svölu við gamla manninn
var einstök.
Nú er fátt orðið eftir af gömlu
góðu vinunum úr innbænum á
Akureyri. Minningarnar þegar ég
kveð Eia hrannast upp. Otrúlegir
karakterai- sem komu á Gamla spít-
alann til Ninnu ömmu og Pálma afa,
mikið fjör og mikil gleði og oft á tíð-
um mikill hávaði þegar menn
slepptu sér í umræðum um pólitík.
En mitt í öllum gleðskapnum gekk
maður „afar“ hægt um gleðinnar
dyi’. Sá maður var Eiður Baldvins-
son. Eiður, ég þakka þér fyrir kynni
er náðu yfir næstum hálfa öld.
Hólmfríður Sigrún
Benediktsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.