Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 4^ MINNINGAR KIRKJUSTARF GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON + Guðsteinn Þor- steinsson, bóndi og fyrrv. lagermað- ur hjá SÍS, til heim- ilis að Kirlguhvoli á Hvolsvelli, fæddist í Köldukinn í Holtum og ólst þar upp. For- eldrar Guðsteins voru Þorsteinn Ein- arsson, bóndi í Köldukinn í Holtum, og seinni kona hans, Guðrún Guðjóns- dóttir. Hann stóð fyrir búi föður síns og bjó þar fyrst með móður sinni en síðan með Guð- nýju systur sinni. Hann var bóndi í Köldukinn 1956-74 og vann lagerstörf hjá SÍS 1974-87. Guðsteinn kvæntist 10.10. 1968 Aðalheiði Bjarnfreðsdótt- ur, f. 8.8. 1921, verkakonu og fyrrv. alþingismanni. Foreldrar hennar voru Bjarnfreður Ingi- mundarson, bóndi á Efri-Steins- mýri í Meðallandi, og kona hans, Ingibjörg Sigurbergsdóttir hús- freyja. Fósturbörn Guðsteins eru Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 17.12. 1946, dóttir Svövu systur hans, gift Franz Guðbjartssyni, prentara í Garðabæ; Ingigerður Antonsdóttir, f. 20.6. 1945, gift Okkur langar til að minnast afa okkar, Guðsteins Þorsteinssonar, með nokkrum orðum. Varla er hægt að minnast afa án þess að minnast á ömmu um leið, bæði höfðu þau mjög gaman af garðrækt og öllu sem nátt- úrunni viðkom. Það var árviss við- burður hjá okkur krökkunum að fara á vorin með þeim og gróðursetja tré við sumarbústaðinn þeirra í Köldu- kinn. Afi sótti okkur snemma á laug- ardagsmorgni og það var ekið greitt í átt að sumarbústaðnum en alltaf var komið við á Vegamótum til að kaupa pylsur. Afi hafði oft á orði að hann þyrfti ekki að fara til Mallorka þvi það væri nóg að koma heim í sveitina, Bjargmundi Júlíús- syni, bónda á Akur- ey í Landeyjum; Steinunn Birna Magnúsdóttir, f. 22.1. 1947, gift Björgvini Heiðari Árnasyni, jámsmiði; Hlynur Þór Antons- son, f. 10.12. 1952, búsettur í Dan- mörku; Guðmundur Bergur Antonsson, f. 24.11. 1956, stýri- maður. Barnabörn em 20. Systkini Guðsteins, sam- feðra, em Einar á Köldukinn, f. 1904, d. 1932; Carlotta, f. 1907, d. 1986, verkakona í Reykjavík; Gunnar, f. 1909, d. 1984, borgar- starfsmaður í Reykjavík, kvænt- ur Ingibjörgu Guðlaugsdóttur; Guðbjörg, f. 1912, d. 1974, var gift Bjama Guðmundssyni, bif- reiðaeftirlitsmanni Landsímans. Systur Guðsteins em Guðrún Svava, f. 13.9. 1920, verkakona í Reykjavík, gift Siguijóni Schev- ing verkamanni; Guðný Sigrið- ur, f. 4.12. 1922, verslunarmaður í Reylgavík. Utforin fór fram föstudaginn 9. júlí síðastliðinn í Hvolskirkju, Hvolsvelli. setjast út í gróðurhús innan um rós- imar með vindilinn sinn. Hann hafði einnig mjög gaman af því að koma í fjölskylduveislu og borða í gróðurhús- inu og dást að bamabamabömum sínum, sem gátu alltaf komið honum á óvart með gáfum sínum. Á meðan afi og amma bjuggu í bænum var alltaf beðið komu þeirra í sveitina með eftirvæntingu þvi afi lumaði alltaf á einhverju góðgæti handa okkur. Jólin komu aldrei fyrr en afi og amma vom komin og ekki munum við eftir jólunum öðmvísi en með þau hjá okkur. Eftir að amma dó hélt afi áfram að vera hjá okkur á jól- unum. Síðustu jól vora þó undan- GUÐRUN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Suðurhúsum, Borg- arhöfn í Suðursveit, 27. júní 1904. Hún lést 24. júní síðast- liðinn. Utför hennar fór fram 6. júlí. Amma mín hefur ver- ið um sjötugt þegar ég kynntist henni fyrst fyr- ir um 25 árum. Að sjálf- sögðu vora þá bestu ár hennar að baki en kraft- urinn og dugnaðurinn leyndi sér ekki. Eg var skírður í höf- uðið á afa mínum að fyrra nafni og ömmu minni að seinna nafni og kall- aði hún mig alltaf báðum nöfnum. Amma var góð kona og hreinlynd og vel liðin af öllum sem kynntust henni. Eg minnist ömmu helst í eldhúsinu á Leiti í Suðursveit að baka bestu flat- kökur og rúgbrauð sem um getur og er sá gæðastimpill óumdeilanlegur að mínu mati og systur minnar. Amma fór ekki mikið meira út fyrir hús en rétt út á hlað að gefa hænsnunum og hundinum. Amma sagði oft að „eng- inn væri kenndur þar sem hann kæmi ekki“ og hafði hún þá reglu að leiðarljósi allt sitt líf. Hefur mér alltaf þótt mikil viska í þeirri heim- speki. Ég held að amma hafi fyrst farið til Reykjavíkur 1974, þá um sjö- tugt, og þá einungis vegna þess að hún þurfti til lækninga. Afi gamli sá um bæjaflakkið á þeim bænum, en hann var með afbrigðum félagslynd- ur maður. Amma átti oft erfitt með að skilja flakkið á afa en ekki vantaði þó gestrisnina hjá ömmu þegar gesti bar að garði. Allt fram á síðustu ár, líka eftir að hún flutti „suður“, bar á þessari gestrisni sem svo dæmigerð er fyrir fólk úr sveitum. Þótt þrekið færi þverrandi, varð að koma ofan í mann kaffi og með því, hvað sem tautaði og raulaði. Margar sögur hef ég heyrt af ótrúlegum dugnaði ömmu á yngri árum. Ku hún hafa sleg- ið fflefldum karlmönn- um við í þá daga þegar heyskapur var alvöra- vinna og púlað var næstum allan sólar- hringinn. Var hún þá líka fyrst á fætur á morgnana því að auðvit- að sá hún líka um kaffið og matinn á engjamar. Held ég að fá- ar nútímakonur færa þar í skóna hennar ömmu minnar. Guð geymi ömmu og blessi minningu hennar. Skúli Gunnar. öa^ðskom v/ Fossvogskirkjwgafð Sí>ni: 554 0500 H H H H H r w i 11* H h h Erfisdrykkjur t H H H H H H H H Sími 562 0200 ITITIIT P E R L A N tekning en þá dvaldist afi á Sólvangi og vantaði þá eitthvað á jólastemmn- inguna. Afi var mjög bamgóður og hlýr. Eftir að hann er farinn mun verða stórt skarð í fjölskyldunni en við vitum að amma tekur vel á móti honum. Að lokum viljum við minnast hans með þessari vísu: Allar stundir okkar hér er okkur ljúft að muna fyllstu þakkir flytjum þér fyrir samveruna. Hvíl í friði, elsku afi okkar. Aðalsteinn, Sigurlín, Hildur og Júlíus. Með örfáum orðum langar mig að minnast Guðsteins Þorsteinssonar, fyrram bónda í Köldukinn í Holtum. Ég hef sennilega verið innan við tíu ára aldur þegar ég kynntist Guð- steini fyrst. Þau bjuggu þá austur í Köldukinn, hann og Aðalheiður foð- ursystir mín og mér hafði verið boðið austur í réttir. Ekki man ég mikið úr þessari for annað en að ég kom sæll og glaður heim í helgarlok. Þetta var hins vegar upphafið að góðum kynn- um því stuttu síðar fluttu þau Guð- steinn og Heiða til Reykjavíkur og jókst þá samgangur með foreldram mínum og þeim til muna. Þær lifa í minningunni helgarnar sem við Palli bróðir fengum að verja á Kleppsveginum hjá þeim Heiðu og Guðsteini. Þær vora sérstakar fyrir það að í hvert skipti sem við komum þangað í næturgistingu biðu okkar krukkur með klinki í. Þau hjónin höfðu þann sið að safna öllum smá- aurum saman og gáfu okkur svo þeg- ar við komum til gistingar, með einu skilyrði þó. Við urðum að kaupa sæl- gæti fyrir hverja einustu krónu og borða það á staðnum. Þetta þóttu okkur góðar reglur. Ég minnist þess hvemig við sátum á stofugólfinu og sorteruðum aurana í krónur, fimm- kalla, tíkalla og meira að segja fimm- tíukalla, töldum og lögðum saman, þar til ljóst var hversu mikill fjár- sjóðurinn var að þessu sinni. Síðan var allt sett í poka og stormað í sjoppuna þar sem keyptar vora mestu birgðir sælgætis sem við höfð- um sett hendur okkar á. Þetta vora sælustundir. Síðar meir treystust böndin enn, þegar foreldrar okkar byggðu sér sumarhús í landi Köldukinnar, skammt frá bústað þeirra Heiðu og Guðsteins. Við það varð samgangur- inn mikill, við krakkamir sóttum í þau hjónin og ófáar heimsóknir feng- um við frá þeim. I slíkum heimsókn- um gátu þau talað mikið um pólitík, pabbi og Heiða og þótt Guðsteinn segði ekki margt hafði hann sínar skoðanir á hlutunum. Guðsteinn kom mér fyrir sjónir sem hægur, kannski svolítið dulur heiðursmaður. Hann virtist alltaf styðja við bakið á Heiðu, hvort sem það var í störfum hennar fyrir Sókn, þegar hún var komin á Alþingi eða þegar hún átti í stríði við langvinn veikindi. Þeim virtist líða vel saman þótt ólík væra. Eftir að Heiða féll frá hélt Guð- steinn áfram að líta annað slagið til okkar í bústaðinn en aldrei stoppaði hann lengi í einu, vildi halda áfram með það sem hann var að gera. Ég hitti Guðstein síðast þegar hann lagð- ist tímabundið inn á Sjúkrahús Suð- urlands í fyrra. Hann bar sig þá vel og varð glaður að sjá okkur feðga. Nú er hann genginn og þau Heiða ef- laust tekin til við ný verkefni á nýjum stað. Minningin um góðan mann lifir. Árni Magnússon. Suðurhlið 35 ♦ Simi 581 3300 Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Safnaðarstarf Skálholts- hátíð 1999 AÐ vanda verður Skálholtshátíð haldin helgina sem næst er Þorláks- messu á sumri sem er þann 20. júlí. Að þessu sinni hefst hátíðin laugar- daginn 17. júlí með aftansöng í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Kl. 21 á laugardagskvöldið verða athyglis- verðir tónleikar. Þar mun strengja- sveit ungs fólks undir stjóm LUju Hjaltadóttur flytja verkið Gloria eftir Vivaldi. I verkinu syngur Guð- rún Jóhanna Olafsdóttir einsöng. Verður fróðlegt að heyra þetta mæta verk flutt af ungmennum, sem gerist ekki svo oft síðan Vivaldi sjálfur lét nemendur sína flytja það á smurn tíma. Á tónleikunum mun kammerkór Biskupstungna syngja ásamt tón- listarfólki frá Selfossi. Loks mun sá kunni söngvari Bergþór Pálsson flytja þekktar perlur úr tónlistar- arfi kirkjunnar. Sunnudaginn 18. júlí hefst dag- skráin með morgunsöng kl. 10. Klukkan 14 verður messa í Skál- holtskirkju. Þar mun biskup ís- lands, herra Karl Sigurbjömsson, prédika, en Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti þjónar fyrir altari ásamt séra Agli Hallgríms- syni og séra Guðmundi Óla Ólafs- syni. Organisti verður Kári Þormar en söngstjóri Hilmar Öm Agnars- son. Raunar hefur Hilmar Öm um- sjón með allri tónlistardagskrá há- tíðarinnar. Að lokinni messu er kirkjugest- um boðið í kirkjukaffi í Skálholts- skóla. KI. 16.30 verður samkoma í kirkjunni. Þar munu dr. Jónas Kri- stjánsson og Ámi Bergmann flytja stutt erindi um kristniboðstímann og aðdraganda kristnitökunnar. Blásarakvartett undir stjóm Jó- hanns Stgefánssonar mun leika á samkomunni og þar verður almenn-' ur söngur. Munu þeir Jóhann og fé- lagar hans koma við sögu í fleiri at- riðum dagskrárinnar og meðal ann- ars má nefna að lúðrablástur verður úr tumi kirkjunnar á undan sumum dagskrárliðum. Loks mun vígslubiskup flytja bæn og slíta hátíðarhaldinu sem lýkur laust fyrir kl. 18. Sigurður Sigurðarson. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hallgrúnskirlga. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Helgistund í Hraunbúðum kl. 11. Opið hús unglinga í KFUM & K- húsinu kl. 20.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sanÁ koma. Kafteinn Miriam Óskarsdótt- ir talar. LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; * IBS.HELGASON HF ISTEIIUSMIÐ J A| SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 841 o!r Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.