Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ ■*o0 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 Nýjar myndir vikulega á mbl.is Svipmyndir vikunnar er vefur á mbl.is þar sem birtar eru myndir sem Ijósmyndarar Morgunblaösins hafa tekið. Á vefnum er einnig hægt að ná í ókeypis myndir til að nota sem skjámyndir og eru endurnýjaðar á tveggja mánaða fresti, kaupa myndir úr Myndasafni Morgunblaðsins -p og tengjast ýmsum áhugaverðum Ijósmyndavefjum. vg'mbl.is UMRÆÐAN Lögmætar og ólögmætar hópuppsagnir í GREIN sem birtist hinn 7. júh' sl. fjallar Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASI, um það sem hann telur vera ólögmætar hóp- uppsagnir vinnuveit- enda. Par túlkar hann gildandi reglur um hópuppsagnir mjög frjálslega og ber sam- tökum atvinnurekenda og þá væntanlega VSI jafnframt á brýn að virða ekki skyldur sín- ar í því sambandi. Þessar ásakanir koma mjög á óvart þegar litið er til þess að VSI hefur gengist fyrir víðtækri kynningu á efni laga um hópupp- sagnir og þeim skyldum sem vinnu- veitendum eru lagðar á herðar með þeim. í því skyni hefur VSÍ m.a. gefið út sérstakan bækling um hóp- uppsagnir og kynnt reglur sem um þær gilda reglulega á námskeiðum. Þá leita aðildarfyrirtæki samtak- anna yfirleitt ráðgjafar hjá VSI þurfi þau að grípa til slíkra að- gerða. Er þá jafnan haft að leiðar- ljósi að fylgja sem best þeim regl- um sem lög kveða á um enda skal ekki um það deilt að eftir lögum og samningum skuli fara. Fram- kvæmdin hefur líka sjaldnast valdið ágreiningi. Magnús M. Norðdahl vill standa vörð um það sem hann kallar félags- leg réttindi launþega með öllum ráðum. Slík réttindi eru þó lítils virði nema fyrirtækin séu þess megnug að veita atvinnu. Hópupp- sagnir þær sem lögin taka til eru al- mennt liður í endurskipulagningu eða rekstrarbreytingum fyrirtækja með það að markmiði að bæta rekstur þeirra og tryggja þar með atvinnu þegar til lengri tíma er litið. Það er einmitt sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar sem á snaran þátt í að hér á landi hefur ekki skapast viðvarandi kerfislægt atvinnuleysi á sama hátt og í flestum ríkj- um Evrópu þar sem strangar reglur um ráðningarvemd virka sem hemill á nýráðn- ingar. Islensk fyrir- tæki hafa því verið fljót að bregðast við sveifl- um og getað verið óhrædd að ráða fólk til vinnu þegar úr rætist. Þessum hópupp- sögnum er ekki á neinn hátt ætlað að hafa áhrif á samningsbundin launakjör starfsmanna. Sameiginlegar upp- sagnir starfsmanna sem undanfarið hafa verið til umræðu era af öðrum toga. Hér er því um tvennt ólíkt að ræða. Um þær síðamefndu gilda reglur laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt 19. gr. Uppsagnir Uppsagnir vegna rekstrarbreytinga og hópuppsagnir starfs- manna sem liður í kjarabaráttu, segir Hrafnhildur Stefáns- dóttir, eru tvennt ólíkt. þeirra jafngildir það verkfalli segi starfsmenn upp störfum tO að ná sameiginlegu markmiði í kjaramál- um og brýtur gegn friðarskyldu kjarasamninga. Með slíkum aðgerð- um er því vegið að kjarasamnings- kerfinu sem slíku en friðarskyldan hefur frá upphafi verið einn af hom- steinum þess. Höfundur er lögfræðingur VSJ. Hrafnhildur Stefánsdóttir Einn vinsælasti síminn i dag! • Þyngd:150 gr. • Skjár:3 línur x 12 stafir • Rafhlaða: 80 klst. í bið 3 klst. i tali Innbyggður titrari 5110 ► Sá vinsælasti • Þyngd:167 gr. • Skjár:4 línur x 16 stafir • Rafhlaða: 270 klst. I bið 5 klst. I tali Klukka, vekjari, leikir ofl. Ef þú kaupirT3£., þ.e. geristTímaTALs áskrifandi í tólf mánuði með kreditkorti, bjóðast þér þessir símar á frábæru TAL12 verði. Athugið:TALkort kostar 1.999,- og er selt aukalega. Hægt er að velja mismunandi þjónustuleiðir.Til dæmisTímaTAL 30 sem innrfelur 30 mínútna taltíma, talhólf, númerabirtingu og SMS textaskilaboð. Allt fyrir aðeins kr. 990,- á mánuði. <EITTH\SA£> /VVTT III »T:I: 'lpnnnl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.