Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 55

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 55 f MARGRÉT HANNESDÓTTIR í dag er Margrét Hannesdóttir, Lang- holtsvegi 15 í Reykja- vík, 95 ára. Hún fædd- ist á Núpsstað í Vest- ur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, hjónun- um Hannesi Jónssyni, bónda þar, lands- þekktum pósti og vatnamanni, og Þórönnu Þórarinsdótt- ur. Margrét er elst tíu barna þessara heið- urshjóna og eru átta þeirra á lífi. Tveir bræðra hennar búa á Núpsstað en hin ann- ars staðar á landinu. Margrét giftist Samúel Kristjánssyni sjómanni árið 1930 en hann andaðist árið 1965. Þau eignuðust fimm börn, fjórar. dætur og einn son. Auður, ein dætranna, lést 1993 eftir langvarandi veikindi. Barnabörn Margrétar eru nú 19 að tölu og langömmu- börnin 26. Margrét býr enn í litla fallega húsinu sínu við Langholtsveginn og hugsar um sig sjálf. Hún er sí- starfandi og ennþá fer hún flestra sinna ferða hjálparlaust. Hún vinn- ur í garðinum sínum og hlúir að trjánum sínum, sem setja fallegan svip á umhverfið. Þau eru flest ætt- uð frá heimaslóðum hennar úr Núpsstaðarskógi og Bæjarstaða- skógi. Margi-ét hefur gaman af ferða- lögum og ekki aftrar aldurinn henni frá að heimsækja æskustöðv- arnar eða vini og ættingja, sem búa utan höfuðstaðarins. Ekki vílar hún heldur íyrir sér að fara utan komin á tíræðisaldur, því 92 ára gömul tók hún sér fari og fór til Þýzkalands til þess að heimsækja dótturson sinn, sem þar býr. Margrét er mjög ern. Hún er hress í tali, heilsan er eindæma góð og það er stutt í bros hennar og dillandi hlátur. Hún er gædd ein- stökum skaptöfrum og henni þykir gaman að lifa. Sérstaka ánægju hefur hún af því að fara á kaffihús og virða fyrir sér mannlífið þar. Mæti maður henni á förnum vegi dettur engum í hug að þar fari hálftíræð kona, svo vel ber hún ald- urinn. A þessum heiðursdegi eru Mar- gréti sendar hjartanlegar ham- ingjuóskir og óskað gleðiríkra ókominna daga. Kæra vinkona, til lukku með daginn. Jón Jónsson. Aðeins þrír dagar eftir og því fer hver að verða síðastur! afsláttur Rýmingarsalan stendur ennþá yfir. Við seljum allt að 1.000 vörutegundir með 30-70% afslætti meðan birgðir endast. Nú gerir þú afbragsgóð kaup - og rúmlega það! OPIÐ ALLA DAGA 10:00- 18:30 VIRKA DAGA 10:00 - 17:00 LAUGARDAGA 12:00- 17:00 SUNNUDAGA ® : -fyrir alla muni Mazda Demeo verð frá 1.215.000 Mazda 323 verð frá 1.295.000 Mazda 626 verð frá 2.010.000 Komið og reynsluakiö! fjölskyldubíllinn f-P’) V____^ mazDa gsp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.