Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR sendingul r » Voium aðfanvja Þvottavél eins og allir vilja eignast serstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur 6 kg • Dvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi ;S • 35 mínútna hraðkerfi • 1000 sn./mín. • Allar innstilllngar mjög auðveldar • Glæsileg hönnun • Vélin er algjorlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Drkunýtniflokkur A • Mjög jtýðgeng og hljóðlát þvottavél - Fljúgandi snilld! SIWAMAT XL hefur litio dagsins Ijós eftir þriggja ára þróunarstarf faerustu hönnuða og verkfræðinga Siemens. Útkoman er ein alskemmtilegasta og besta þvottavél sem framleidd hefur verið. Komið og kynnist þessari frábæru þvottavél að eigin raun. Á frabæru kynningarverði SMITH & NORLAND kr. stgr. v Nóatúni 4 W 105 Reykjavík k Sími 520 3000 www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Austurlensk sælkera- búð á Suðurlandsbraut OPNUÐ hefur verið austur- lensk sælkerabúð á Suður- landsbraut 6 í Reykjavík. Verslun þessi er rekin af veit- ingahúsinu Nings og leggur aðaláherslu á vörur frá Asíu, þó þar megi einnig finna sæl- keravörur frá Italíu, Mexíkó og Spáni. I fréttatilkynningu segir að Sælkerabúð Nings leggi aðalá- herslu á ferskt grænmeti frá Asíu sem ekki hafi fengist áður á Islandi. Megnið af grænmet- inu sé flutt inn vikulega með flugi og að meirihluti þeirrar vöru sem Sælkerabúðin selji sé eigin innflutningur sem tryggi lægra vöruverð. Þess má geta að Sælkerabúðin er bæði með heildsölu og smásölu. Til aðstoðar og ráðgjafar um vörur er Ning de Jesus og veit- ir hann einnig ráðgjöf um mat- reiðslu. Einnig selur Sælkerabúðin frosið Dim-Sum og ýmiskonar austurlenskan pinnamat í veisl- ur. Sælkerabúðin er opin alla daga frá kl. 12-19 og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞYSKI hópurinn í heimsókn hjá Slökkviiiði Reykjavíkur í Skógarhlíð. Þýskir slökkvi- liðsmenn á Islandi ÞYSKIR áhugaslökkviliðsmenn komu í heimsókn til slökkviliðs- manna í Reykjavík um síðustu mánaðamót. Eru þeir frá smá- bæ sem heitir Seelenberg í Schmitten sem er hérað norðan Frankfurt. Samskipti reykvískra slökkvi- liðsmanna og slökkviliðsmanna frá Seelenberg hafa staðið frá árinu 1973. Hingað kom 26 manna hópur með mökum og gistu þeir á heimilum slökkvi- liðsmanna í Reykjavík. Ymislegt var gert meðan á dvöl þeirra stóð, farið í göngu- ferðir um Reykjavík, Reykjanes og farið í fjögurra daga ferða- lag um Vestfírði í blíðskapar- veðri. Þýski sendiherrann bauð hópnum ásamt reykvískum slökkviliðsmönnum og mökum þeirra til móttöku og Reykja- víkurborg var með móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Græni herinn á breyttari og m.a. verður hægt að senda flóknari upplýsingar í SMS- skilaboðum en áður, t.d. grafík og nýja hringitóna íyrir GSM-síma, segir ennfremur. LEIÐRÉTT Varð formaður BSRB 1960 í FRÉTT um andlát Kristjáns Thor- lacius var ekki rétt farið með hve lengi Kristján var formaður BSRB. Hann var kjörinn formaður BSRB á þingi bandalagsins haustið 1960 (ekki 1973) og lét af formennsku haustið 1988. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Seyðisfirði, Húsavík og Ólafsfirði IBUAR Seyðisfjarðar, Húsavíkur og Ólafsfjarðar verða kvaddir til að gegna herþjónustu í Græna hernum nú um helgina. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Dagskráin hefst á Seyðisfirði á fimmtudaginn en þar eiga hermenn Græna hersins að mæta til starfa í fé- lagsheimilið klukkan 12 á hádegi. Á fóstudaginn verður herinn síðan á Húsavík en þar eiga liðsmennimir að mæta á þak Hvalamiðstöðvarinnar á hádegi þar sem þeir þiggja léttar veitingar áður en átök dagsins hefj- ast. Á laugardaginn verður Græni herinn síðan á Olafsfirði og hittist herinn í félagsheimilinu á hádegi sem fyrr.“ „Nánari upplýsingar um Græna herinn er að finna á heimasíðunni www.graeniherinn.is, en þar er jafn- framt hægt að skrá sig til leiks sem og hjá samstarfsaðilum Græna hers- ins en það eru: íslandsflug, Toyota, Landssíminn, Samskip, Sparisjóðirn- ir og 01ís,“ segir þar einnig. SMS-kerfí Sím- ans GSM eflist VERULEGAR endurbætur á SMS- smáskilaboðakerfi Símans GSM voru gerðar aðfaranótt 15. júií þar sem stjómtölva kerfisins var tvöfölduð og eykur það bæði rekstraröryggi og af- kastagetu en notkun viðskiptavina Símans GSM á þjónustu kerfisins hef- ur vaxið hröðum skrefum undanfarna mánuði, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt verður tryggt að engin vandamál komi upp í hugbúnaði kerf- isins er árið 2000 gengur í garð. Þjónusta í kerfinu verður nú fjöl- Sjöunda skóg- arganga sum- arsins í kvöld SJÖUNDA skógarganga sum- arsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslu- samstarfí þeima við Búnaðar- banka íslands, verður í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí kl. 20.30. Skógargöngumar eru skipu- lagðar í samvinnu við Ferðafélag fslands og eru þetta árið helgað- ar athyglisverðum ræktunar- svæðum skógræktarfélaganna á Suðvesturlandi. Þetta eru léttar göngur, við hæfi allra aldurs- hópa. Þessi sjöunda skógarganga sumarsins er í umsjón Skóg- ræktarfélags Álftaness. Hún hefst við Hof á Álftanesi kl. 20.30, þar sem garðurinn þar verður skoðaður. Frá Hofi verð- ur farið í rútu að framtíðarskóg- ræktarsvæði félagsins, Almenn- ingsskógum undir Lönguhlíðum, sem eru á milli Breiðdals við Kleifarvatn og Bláfjalla. Skóg- ræktarfélag Álftaness og Garða- bæjar mun hefjast þar handa við landgræðsluskógarverkefni næsta vor. Jón Gunnar Gunn- laugsson; formaður Skógræktar- félags Álftaness, mun annast leiðsögn í göngunni. Boðið verð- ur upp á veitingar í Almennings- skógum. Gefinn er kostur á rútuferð á 500 kr. að upphafsstað göngunn- ar. Farið verður kl. 19.30 frá húsi Ferðafélags íslands í Mörkinni 6. FASTEIGNA if MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-17. Netfang: http://habil.is/fmark/ FRAKKASTÍGUR Vorum að fá í sölu 3ja- 4ra herb. íbúð á 2. hæð og í risi í góðu timburhúsi við Frakkastíg. fbúðin er öll tekin í gegn, m.a. ný eldhúsinnrétting, nýtt rafmagn, nýtt hitakerfi og nýir gluggar. Hvít lökkuð furugólfborð á gólfum. Suðursvalir. A_______________________________________________Jj NING de Jesus er til aðstoðar og ráðgjafar í Sælkerabúðinni. Miðstræti Sérlega glæsileg efri sérhæð í eldra húsi í Þingholtunum. Húsið er gert upp í upphaflegum stíl og mikið endurnýjað. Rúmgóð stofa með mikilli lofthæð og bitum í lofti, 2 svefn- herbergi. Viðarklætt baðstofuloft. Stórt flísalagt baðherbergi. Ákv. ca 5,1 m í bygg.sj og húsbr. Borgarfasteignir, sími 561 4270

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.