Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 67

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 67C MYNDBÖNP Undirförla fyrirsætan Traustur vinur (My Very Best Friend)_ Wrama Vz Framleiðendur: Richard Davis og Laurette Hayden. Leikstjóri: Joyce Copra. Aðalhlutverk: Jacklyn Smith, Jill Eikenberry og Tom Mason. (88 mfn.) Bandaríkin. ClC-myndbönd, júní 1999. Bönnuð innan 12 ára. DANA er fyrrverandi fyrirsæta sem notað hefur útlitið sér til fram: dráttar og vaðið yfír fólk alla tíð. í augum Barböru, bestu vinkonu hennar, er Dana hins vegar heill- andi kona sem hefur verið óheppin í ástum. Þó fara tvær grímur að renna á Barböru þegar hin undirförla Dana leggur til atlögu við eiginmann hennar. Sem sagt, enn eitt dæmið um þær stöðluðu hugmyndir um hlut- verk og eðli kvenna sem mynda uppistöðuna í frásögnum banda- rískra sjónvarpsmynda. Erkitýp- urnar birtast okkur hér ljóslifandi. Dana er falleg en fölsk framakona sem skortir bæði eiginmann og börn. Hún er því vitanlega óham- ingjusöm og til alls ills líkleg. Andstæða hennar er Barbara sem er góð, fórnfús en grandalaus móðir sem byggt hefur upp fallegt heimili. Að sjálfsögðu sigrar hið góða hið illa í lokin en það breytir engu um það að þetta er vond mynd. Heiða Jóhannsdóttir STRAKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! ítsalan er hafin IIANZ KRINGLUNNI LEIKARINN Sylvester Stallone og bróðir hans Frank hafa kom- ist að samkomulagi í tveimur málum er þeir höfðuðu gegn framleiðendum myndarinnar „The Good Life“ sem aldrei komst á hvíta tjaldið. Deilurnar hófust árið 1997 er Stallone krafði framleiðendur myndar- Stallone semur innar um 1.400 milljónir króna fyrir að auglýsa myndina „The Good Life“ sem „Sylvester Stallone-mynd“ þótt hann léki aðeins minniháttar hlutverk í myndinni. Það var hins vegar bróðirinn Frank sem fór með stórt hlutverk í myndinni. Upp- hæðin sem leikarinn krafði framleiðendurnar um er svipuð þeirri sem hann fær fyrir að fara með aðalhlutverk í kvik- mynd. Framleiðendurnir kærðu Stallone-bræðurna á móti og sökuðu þá um að haga sér eins og glæpamenn. Kröfurnar voru látnar niður falla en ákveðin samningsatriði eru enn ófrá- gengin. Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _e/TTH\SA£} NÝTT Oft hefup vöruúpvalið vepiö mikið og verðiö gott... MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM, REGNFATNAÐI 0G SUNDBOLUM A DIDA S FATNAÐUR í Ú R V A L I Verð Áður Verð Nú Reebok skór 3.990- 990- Reebok skór m/púða 7.990- 3.990- Fótboltaskór 3.990- 1.990- íþróttagallar S-XXL 7.290- 2.990- íþróttagallar 128-176 5.990- 1.990- Regnjakkar ^ 8.590- 2.990- ^ ■ 'BOLTAMAÐUR'NN LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599 Rceboh adidas canvERSE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.