Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 21

Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 21 ERLENT Allt að fjörutíu stiga hiti í austurhluta Bandaríkjanna 23 deyia af völdum hitabylgju NewYork. AP. ^ ^ ^ MIKIL hitabylgja hefur verið í austurhluta Bandaríkjanna sl. daga og hafa að minnsta kosti 23 látist af völdum hennar. Samkvæmt veður- spám er ekki útlit fyrir að hitinn minnki í bráð, en hann hefur náð allt að 40 stigum. „Petta er eins og steikarpottur," sagði Greg Woods á mánudag er hann var að slá grasið skammt frá Louisville í Kentucky, en þar var 38 stiga hiti í fyrsta skipti í átta ár. Sjö létu lífið í Cincinnati í Ohio- fylki um helgina, ellefu í Illinois-fylki í vikunni, þ.á m. drengir á aldrinum tveggja og eins og hálfs árs. Þá létu einnig fimm lífið í Missouri-fylki af völdum hitans. Meðal fómar- lambanna var 82 ára gömul kona er fannst látinn á heimili sínu í Illinois á laugardag. Allir gluggar á húsi henn- ar voru lokaðir og loftkælingin var í ólagi með þeim afleiðingum að hitinn þar inni var 39 gráður á Celsíus. í Cincinnati hefur hitinn verið yf- ir 32 gráður á Celsíus sl. tuttugu daga og því hefur bæjarfélagið brugðið á það ráð að hafa sundlaug- ar opnar lengur og verslanir og miðstöðvar með loftkælingu eru einnig opnar lengur til að fólk geti kælt sig niður. Hitinn hefur valdið uppskeru- bresti á landsvæðinu frá Kansas að Atlantshafi, sérstaklega í norð- austurhlutanum. Þá hefur Penn- sylvania lýst yfir neyðarástandi auk Maryland og Delaware. Aukin notkun hefur verið á rafmagni til að knýja loftræsikerfí með þeim afleiðingum að raforkufyrirtæki hafa þurft að skammta rafmagn til notenda. „Ekki er útlit fyrir að hitinn minnki," sagði Carl Parrott, dánar- dómstjóri í Ohio. „Reyni fólk ekki að forðast hitann eru fleiri dauðsföll óhjákvæmileg.“ „Agengir“ spilakassar verði bannaðir NORSKIR spilakassaeigendur horfa nú fram á um sextíu pró- senta tekjutap ef fyrirætlanir norsku stjórnarinnar ná fram að ganga. Að því er fram kemur í Aftenposten hafa stjórnvöld ákveðið, eftir gagngera endur- skoðun á reglum um spilakassa, að núverandi gerðir „ágengra" spilakassa skuli teknar af markaðnum og minni og lát- lausari kassar sem hafi minni tekjuþörf, komi í þeirra stað. Rök ríkisstjórnarinnar eru þau að hinir áberandi spilakass- ar sem nú eru við lýði dragi að sér almenning - börn þ.á m. - með lítið fé á milli handa í svo miklum mæli að hver kassi get- ur aflað um 100.000 ísl. kr. á mánuði. Að sögn ríkisstjórnar- innar munu tekjur nýrrar gerð- ar spilakassa, sem komnar verða á markaðinn fyrir 1. apríl árið 2001, ekki fara yfir um 40.000 kr. á mánuði. I rannsókn sem norsk stjórn- völd létu nýlega gera fyrir sig kom fram að allt að því 30.000 börn og ungmenni ættu erfitt með að ganga fram hjá spila- kassa án þess að setja í hann pening. Samtök spilakassaeigenda hafa lýst fyrirætlununum sem „brjálæði“ og telja að alls muni spilakassaeigendur fara á mis við um sex milljarða ísl. króna í tekjur. KitchenAid Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ✓1 Isaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára liábær reynsla. Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 20 - simi 562 2901 og 562 2900 Fylltu skottið á Select Alltafferskt Ekki tefja þig í stórmarkaönum. Á Select-stöóvunum færöu grillkjötið, kartöflurnar, grillið, salatiö, leikföngin, veiðivörurnar og áb sjálfsögöu allt fyrir bílinn! belect í farangurinn frá Select SPORT L.... Maarud skrúfur..................... 139 kr. Ritter Sport........................119 kr. Pepsi 1/2 I plast........................85 kr. Pik Nik................................ 145 kr. Grillkol og grillvökvi..................298 kr. Ferðagasgrill...................... 4690 kr. /VyARUD www.skeljungur.is ÍSIENSKA AUCIÝSINCA5T0FAN EHF. / SÍA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.