Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 21 ERLENT Allt að fjörutíu stiga hiti í austurhluta Bandaríkjanna 23 deyia af völdum hitabylgju NewYork. AP. ^ ^ ^ MIKIL hitabylgja hefur verið í austurhluta Bandaríkjanna sl. daga og hafa að minnsta kosti 23 látist af völdum hennar. Samkvæmt veður- spám er ekki útlit fyrir að hitinn minnki í bráð, en hann hefur náð allt að 40 stigum. „Petta er eins og steikarpottur," sagði Greg Woods á mánudag er hann var að slá grasið skammt frá Louisville í Kentucky, en þar var 38 stiga hiti í fyrsta skipti í átta ár. Sjö létu lífið í Cincinnati í Ohio- fylki um helgina, ellefu í Illinois-fylki í vikunni, þ.á m. drengir á aldrinum tveggja og eins og hálfs árs. Þá létu einnig fimm lífið í Missouri-fylki af völdum hitans. Meðal fómar- lambanna var 82 ára gömul kona er fannst látinn á heimili sínu í Illinois á laugardag. Allir gluggar á húsi henn- ar voru lokaðir og loftkælingin var í ólagi með þeim afleiðingum að hitinn þar inni var 39 gráður á Celsíus. í Cincinnati hefur hitinn verið yf- ir 32 gráður á Celsíus sl. tuttugu daga og því hefur bæjarfélagið brugðið á það ráð að hafa sundlaug- ar opnar lengur og verslanir og miðstöðvar með loftkælingu eru einnig opnar lengur til að fólk geti kælt sig niður. Hitinn hefur valdið uppskeru- bresti á landsvæðinu frá Kansas að Atlantshafi, sérstaklega í norð- austurhlutanum. Þá hefur Penn- sylvania lýst yfir neyðarástandi auk Maryland og Delaware. Aukin notkun hefur verið á rafmagni til að knýja loftræsikerfí með þeim afleiðingum að raforkufyrirtæki hafa þurft að skammta rafmagn til notenda. „Ekki er útlit fyrir að hitinn minnki," sagði Carl Parrott, dánar- dómstjóri í Ohio. „Reyni fólk ekki að forðast hitann eru fleiri dauðsföll óhjákvæmileg.“ „Agengir“ spilakassar verði bannaðir NORSKIR spilakassaeigendur horfa nú fram á um sextíu pró- senta tekjutap ef fyrirætlanir norsku stjórnarinnar ná fram að ganga. Að því er fram kemur í Aftenposten hafa stjórnvöld ákveðið, eftir gagngera endur- skoðun á reglum um spilakassa, að núverandi gerðir „ágengra" spilakassa skuli teknar af markaðnum og minni og lát- lausari kassar sem hafi minni tekjuþörf, komi í þeirra stað. Rök ríkisstjórnarinnar eru þau að hinir áberandi spilakass- ar sem nú eru við lýði dragi að sér almenning - börn þ.á m. - með lítið fé á milli handa í svo miklum mæli að hver kassi get- ur aflað um 100.000 ísl. kr. á mánuði. Að sögn ríkisstjórnar- innar munu tekjur nýrrar gerð- ar spilakassa, sem komnar verða á markaðinn fyrir 1. apríl árið 2001, ekki fara yfir um 40.000 kr. á mánuði. I rannsókn sem norsk stjórn- völd létu nýlega gera fyrir sig kom fram að allt að því 30.000 börn og ungmenni ættu erfitt með að ganga fram hjá spila- kassa án þess að setja í hann pening. Samtök spilakassaeigenda hafa lýst fyrirætlununum sem „brjálæði“ og telja að alls muni spilakassaeigendur fara á mis við um sex milljarða ísl. króna í tekjur. KitchenAid Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ✓1 Isaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára liábær reynsla. Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 20 - simi 562 2901 og 562 2900 Fylltu skottið á Select Alltafferskt Ekki tefja þig í stórmarkaönum. Á Select-stöóvunum færöu grillkjötið, kartöflurnar, grillið, salatiö, leikföngin, veiðivörurnar og áb sjálfsögöu allt fyrir bílinn! belect í farangurinn frá Select SPORT L.... Maarud skrúfur..................... 139 kr. Ritter Sport........................119 kr. Pepsi 1/2 I plast........................85 kr. Pik Nik................................ 145 kr. Grillkol og grillvökvi..................298 kr. Ferðagasgrill...................... 4690 kr. /VyARUD www.skeljungur.is ÍSIENSKA AUCIÝSINCA5T0FAN EHF. / SÍA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.