Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 13

Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 13 Utiguðsþjónusta í Laugardalnum á Kristnitökuhátíð Allir kristnir söfnuð- ir standa að messunni ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin á Laugardalsvelli sunnudag- inn 15. ágúst næstkomandi. Við at- höfnina syngur 1.000 manna kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og 60 manna lúðrasveit leikur undir. Kristinn Sigmundsson syngur ein- söng og biskup íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, predikar. Að úti- guðsþjónustunni á Laugardalsvelli standa allir kristnir söfnuðir í Reykjavíkurpl-ófastsdæmunum. I framhaldi af guðsþjónustunni verð- ur fjölbreytt fjölskylduhátíð í Laugardal. Slegið verður upp tjöldum víðs vegar um Laugardalinn þar sem kristin trúfélög, söfnuðir og ýmis félagasamtök innan þjóðkirkjunnar kynna starfsemi sína. í sölutjöld- um verða veitingar á boðstólum og minni samkomur. Þúsund blöðrum verður sleppt frá vellinum og gefst gestum kostur á að skrifa bænar- efni á miða, binda við blöðruna og senda með henni til himins. Þá flyt- ur Leikfélagið Sýnir leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson en það hefur verið sýnt viða um land. Gospeltónleikar í Laugardalshöll Klukkan 16 hefjast gospeltón- leikar í Laugardalshöll undir stjóm Jóns Ólafssonar. Þar koma fram listamenn eins og Kangakvar- tettinn, Páll Rósinkrans, Sigríður Guðnadóttir, Stefán Hilmarsson og Margrét Eir. Léttsveitin frá Kvennakór Reykjavíkur mun stíga á svið auk Gospelsystra en Gospeltónleikarnir eru eini atburð- ur hátíðarinnar sem selt er inn á. Ágóðinn af tónleikunum rennur til málefna geðfatlaðra bama í sam- ráði við foreldrafélag þeirra. Hátíð- inni lýkur um kvöldið með sameig- inlegri æskulýðssamkomu allra kristinna safnaða í Skautahöllinni og hefst hún kl. 20. Kristnitökuhátíðin í Laugardaln- um er liður í hátíðahöldum í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi. Þau em sameiginleg á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra og þriggja sveitar- félaga, Reykjavíkurborgar, Kópa- vogsbæjar og Seltjarnameskaup- staðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljúfir valsar á Hvammstanga ÞAÐ VAR létt yfir vistmönnum á Heilsustofnununni á Hvammstanga þegar Pétur Að- alsteinsson frá Stóruborg mætti með harmoníkuna á stéttina til þeirra góðviðrisdag einn í vikunni. Fólkið naut þess gfreinilega að hlusta á ljúfa valsa úr dragspil- inu. Hinn árlegi stóraansleikur MILLJÓMAMÆRIMGAririA ásam t E>jama Arasyni, Páli (Dsk ari, Paqnari E>jarnasqni, Stefáni tiilmarssqni og Eoqomil Font Hótel ik Sérstakur gestur e Eyjólfsdóttir I tilefni dagsins verður splunkunýr safndiskur Milljónamæringanna á kynningarverði kr. 1.300. Ath.: Eingöngu á Broadway. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA fimmtudag og föstudag i Hljóðfæraverslun- inni Samspili, Laugavegi 168, sími 562 2710 Laugardag frá kl. 13.00 í Broadway, sími 533-1100 SPARIKLÆÐNAÐUR MIÐAVERÐ KR. 1.500 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 22.00 sa^SPIL HLJOOFÆRAVERZLUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.