Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 29
NEYTENDUR
Eru allir þessir
bflar keyptir
á lánum?
Fjármál heimilanna
Fjöldi nýrra glæsibifreiða á götum borgar-
innar vekur athygli vegfarenda, ekki
síst erlendra gesta. Elín Sigrún Jónsdóttir
segir að það þurfí þó ekki glöggt auga
gestsins til að sjá að bifreiðaflotinn á
Islandi er glæsilegri og nýrri en víðast
annars staðar í heiminum.
HVERNIG er þetta hægt? Er hin
mikla endurnýjun bflaflotans til
marks um góðæri á Islandi? Eða
eru þessi bflakaup fjármögnuð
með lánum til langs tíma? Erfitt
er að fá skýra mynd af því sem er
að gerast á bflalánamarkaði, þ.e.
hve stórt hlutfall viðskiptanna er
fjármagnað með lántöku, hver
fjárhæð lánanna er, lánstími og
upplýsingar um aldur lántekenda.
Þessar upplýsingar eru ekki að-
gengilegar.
Barist um lántakendur
Margir lánveitendur berjast um
hituna og hart er slegist. Það er
barist um lántakendur. Eigna-
leigufyrirtækin og tryggingafélög-
in eru þar langstærst. Til viðbótar
koma síðan almenn bankalán, yfir-
dráttarheimildir, lífeyrissjóðslán
og lán kreditkortafyrirtækja. Op-
inberar tölur sýna að bifreiðainn-
flutningur er nú meiri en nokkru
sinni. Sama er að segja um neyslu-
lán til heimila, þau hafa stórauk-
ist. Svo virðist sem skuldir heimil-
anna séu orðnar hærri hér á landi
en í nokkru öðru OECD-ríki. Við
höfum slegið enn eitt heimsmetið
og það í heimilisskuldum.
Bflalán upp á
tugi milljarða
Hjá Seðlabankanum fengust
þær upplýsingar að skuldir heim-
ilanna við tryggingafélög og
eignaleigur, sem eru fyrst og
fremst bflalán, nema nú um 20
milljörðum. Bifreiðaeign heimil-
anna er metin á um 100 milljarða.
Þessar tölulegu upplýsingar eru
ógnvekjandi og hljóta að segja
okkur þá sögu að verulegur hluti
þeirra glæsikerra sem á götunum
aka séu fjármagnaðar með lánum.
Z
TM
ínaxin
(emoiferhylkQ
Hvaða lán borgar sig að taka?
Dæmi: Fjölskyldan kaupir bíl á 2.000.000 kr. Gamli bíllinn er settur upp í kaupverð og greitt
með sparnaði 500.000 kr. Þá vantar fjölskylduna 500.000 kr. lán í 10 mánuði.
Yfirdráttar-
heimild
17% vextir
Veltukort
17% vextir
Bílalán
11,3% vextir
Skuldabréf
13,5% vextir
Heildarafborgun 500.000 500.000 516.701 512.500
Vextir og kostnaður 38.958 38.958 26.761 31.711
Útskriftargjöld 1.700
Færslugjöld Gíróseðlar 110 2.750 3.700
Fastagjald
Raðgreiðslu-
samningur
13,9% vextir
515.000
32.810
1.200
Heildargreiðsla 538.958 540.768 546.212 547.911 549.010
Meðalgreiðsla á mán. 53.896 54.077 54.621 54.791 54.901
Þessi lán eru að sjálfsögðu ekki
ódýr frekar en önnur lán. Og ekki
er hægt að segja að fjárfesting í
bifreið sé arðbær fjárfesting.
Mikil verðrýrnun
í mörgum tilvikum eru bifreiða-
kaup argasta eignaupptaka. Ljóst
er að margir lenda í erfiðleikum
með afborganir lánanna. Það er
auðvelt og fljótgert að taka þessi
lán. Hægt að ganga frá þeim með
einni undirskrift hjá bifreiðaum-
boðinu en afborgunarbyrðin er
ekki öllum að sama skapi létt. Lít-
ill gaumur er gefinn að greiðslu-
getu lántakenda bifreiðalána. Og
ungur aldur og eignaleysi virðist
algengt. Það kann að vera freist-
andi að kaupa sér nýjan bfl og
fjármagna kaupin á einfaldan hátt
með láni. En mikilvægt er að
reikna dæmið til enda. Afnota-
gjaldið kann að vera hátt þegar
heildarkostnaður er skoðaður. Af-
borganir, verðbætur, vextir, af-
skriftir og ekki má gleyma rekstr-
arkostnaði og tryggingum.
Margir kostir í boði
Hvaða möguleikar eru í boði?
Hvað kosta þessi lán? Margvísleg-
ir kostir eru í boði, hjá trygginga-
félögum, eignaleigum, bönkum og
lífeyrissjóðum. Ef tekið er algengt
dæmi eru forsendur eftirfarandi:
Ný bifreið kostar 2.000.000. Kaup-
in eru fjármögnuð að 50% með
eldri bifreið og sparnaði og 50% er
lántaka til 5 ára. Lánið er verð-
tryggt og ber 7,8% vexti. Lán-
tökugjald er 3,75% og stimpilgjald
er 1,5%. Miðað er við 3% verð-
bólgu. Meðalgreiðsla þessa láns er
um 22.866 kr. á mánuði í 5 ár.
Heildarkostnaður vegna lánsins
að fimm árum liðnum er um
Það kostar
að eiga bfl
SAMTALS er heildarkostnaður
við rekstur á nýjum 2 milljóna
króna bfl „ef miðað við 15.000
km akstur á ári“ 643.601
krónur á ári eða 53.633 krónur
á mánuði.
1.371.942 kr. Bifreiðin hefur þá í
raun kostað kaupanda
2.371.942.kr. Ef tekið er mið af
10% afföllum á ári, má reikna með
að kaupandinn geti selt bifreiðina
á um 1.100.000 kr. við næstu end-
urnýjun að fimm árum liðnum.
Rekstrarkostnaður
Mikilvægt er að gefa gaum að
rekstrarkostnaði bifreiðar. Al-
gengt er að sá útgjaldaliður sé
ekki tekinn inn í dæmið. Hjá FIB
er að finna mikilsverðar upplýs-
ingar varðandi rekstrarkostnað.
Ef tekið er mið af þessum nýja bíl
sem ekinn er 15.000 km. pr. ár. Þá
er reiknað með að beinn kostnað-
ur vegna notkunar þ.e., bensín,
viðhald, viðgerðir og hjólbarðar sé
235.800 kr. á ári, tryggingar,
skattar og skoðun 102.400 kr.,
bflastæði og þrif 18.800 kr. Verð-
rýrnun á ári 196.000 kr. og fjár-
magnskostnaður 90.600 kr. Sam-
tals er heildarkostnaður á ári
643.601 kr. eða 53.633 kr. á mán-
uði og 1.787 á dag. Sem er sam-
bærilegt við almennan húsnæðis-
kostnað. Af þessum útreikningum
má ljóst vera að það kostar sitt að
eiga og reka bifreið.
Það er því mikilvægt að þörfin
fyrir kaupin sé raunveruleg.
Stakk ætti að sníða eftir vexti
fjárhagsins hverju sinni.
Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðu-
waður Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna, skrifar reglulega pistla
á neytendasíðu.
Fæst í apótekum
og heilsutaúöum
Paö er munur á engifen.
Zinaxin inniheldur staðlaðan engifer-extrakt
sem tryggir jafnan styrk virku efnanna í hverri framleiðslu.
Sömu gæðin í hvert sinn.
í Kína hefur engiferrót verið notuð við ferðaveiki, sem styrkjandi
fyrir meltingarfærin og við bólgum og stirðleika í liðum.
Tilraunaræktun á
úrvals kálfakjöti
HAFIN er tilraunaræktun
á 100 daga gömlum kálfum
til manneldis í samstarfi
Sláturfélags Suðurlands á
Hvolsvelli og Ólafs Egg-
ertssonar á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum. Tveimur
kálfum hefur verið slátrað
og gafst tilraunin það vel,
að ákveðið hefur verið taka
nokkra kálfa í eldi um
næstu mánaðamót. Verða
þeir þá tilbúnir til slátrunar
í lok nóvember eða byrjun
desember.
Hugmyndin að þessari
tilraunaræktun kemur frá
Leifi Þórssyni verksmiðju-
stjóra SS. „Mér fannst
vanta inn í nautgriparækt-
ina hér á landi það sem á
ensku er kallað „veal“.
Þetta er flokkur sem er á
milli kálfs og ungneytis, en
er þó ekki það sama og
nefnt er alikálfur hér á landi. Þessa
kálfa á að ala í 100 daga á mjólk og
örlitlu af úrvals heyi,“ segir Leifur.
„Ólafur Eggertsson, sem rekur
eitt virtasta bú hér á landi í naut-
griparækt, var tilbúinn að fara í
þessa tilraun með okkur og tók
hann tvo kálfa í mars, sem hann
hafði á sérstökum bás. Hvor um sig
fékk 4-5 lítra af mjólk á dag, en á
síðustu dögunum gaf hann úrvals-
hey með. Hundrað daga gömlum
var þeim slátrað og voru þeir þá
orðnir um 52 kfló hvor. Kjötið fékk
að hanga í kæli í viku áður en það
var hlutað niður og því pakkað. Við
prófuðum bæði að skera niður steik-
ur með beini og án þess, en bein-
ÓLAFUR Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri
og Leifur Þórsson verksmiðjustjóri SS.
lausu stykkin komu mun betur út.“
Leifur segir að hann eigi eftir að
semja við nokkra bændur í viðbót,
til þess að hægt verði að bjóða nægi-
legt magn kjöts fyrir jól. Einnig ætl-
ar Friðrik Sigurðsson matreiðslu-
meistari að vera Leifi innan handar
með uppskriftir. „Hann smakkaði
kjötið og líkaði það mjög vel. Við er-
um ákaflega spenntir að sjá hvernig
til tekst og hverjar viðtökur við-
skiptavina verða, en ég reikna með
að kílóverðið verði heldur meira en á
nautakjöti, alla vega á meðan bænd-
ur fá greitt fyrir umframjólk.
Kálfakjötið meltist mjög vel og
það er fitulaust, þannig að um gæða-
kjöt er að ræða.“
Vegna vegaframkvæmda
Fjögurra króna afsláttur af hverjum
eldsneytislítra við sjálfsafgreiðslu
á Gagnveginum!
+80 aurar
á hvern frtra
á Safnkortíð