Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HRAKSTRANDARFOSS í Jökulsá í Fljótsdal.
s
I þúsund ár hafa
smalamenn úr
Fljótsdal gengið
framhjá Jökulsánni
og virt fyrir sér fossa
hennar, án þess
svo mikið sem að
gefa þeim nafn,
skrifar Helgi Hall-
grímsson, sem fjallar
hér um fossana
meðfram Jökulsá
í Fljótsdal.
JÖKULSÁRGIL neðra og Kleifarskógur, sem er einn þeirra skóga sem
teygir sig hæst yfír sjó á Islandi, eða upp í um 400 metra hæð.
Á slóðum Ferðafélags íslands
Fossafylgd
meðfram
Jökulsá í
Fljótsdal
STUNDUM
kemur það
manni á óvart
hvað landið
okkar er lítið
þekkt. í þús-
und ár hafa
smalamenn úr
Fljótsdal
gengið meðfram Jökulsánni og virt
iyrir sér fossa hennar, án þess svo
mikið sem að gefa þeim nöfn. Foss-
arnir voru ekki á venjulegum ferða-
mannaleiðum, og jafnvel rannsókna-
menn fóru fram hjá þeim eða veittu
þeim litla athygli.
Aðeins efsti fossinn, Eyjabakka-
foss, er nefndur í heimildum frá síð-
ustu öld, en hinir hafa líklega ekki
hlotið nöfn fyiT en á þessari öld og
nokkrir voru nafnlausir þar til á síð-
ustu árum, að greinarhöfundur fór að
kynna þá í austfirskum blöðum og
tímaritum og gefa þeim nöfn.
Jökulsá í Fljótsdal
Jökulsá í Fljótsdal kemur undan
Eyjabakkajökli, sem er með minni
sló-iðjöklum Vatnajökuls, um 140 fer-
kílómetrar. Áin er blanda af jökulsá
og dragá eða sigá, og verður oft mjög
lítil á vetrum, en í sumarhitum getur
hún orðið býsna vatnsmikil og jökul-
korguð, en verður þó sjaldan eins
dökkleit og Jökulsá á Dal. Samt nær
áin að gefa Lagarfljóti jökulvatnslit
allt til ósa.
Fyrstu 15 km rennur Jökulsá í
mörgum kvíslum um Eyjabakkaslétt-
una, sem hún hefur myndað með
íramburði sínum. Á milli kvíslanna er
fjöldi hólma, sem kallast Eyjar
(Þóriseyjar) og eru yfirleitt vel grón-
ir. Eyjabakkar verða settir undir
miðlunarlón, ef til virkjunar Jökulsár
kemur. Við Hafursárufs, NA við
Snæfell, þrengir að ánni, og eftir það
fellur hún lengst af í gili, með mörg-
um og fjölbreytilegum fossum og
flúðum. Munu þeir vera um 15 talsins
á um 20 km kafla, frá Eyjabakkafossi
að Kleif í Norðurdal Fljótsdals. Á
tímabilum hafa komið nokkuð árviss
hlaup í ána, að jafnaði í júlímánuði. í
einu slíku mældist hámarksrennsli
428 rúmm/sek. Hlaupin koma úr Há-
öldulóni við vesturjaðar Eyjabakka-
jökuls. Þá á Eyjabakkajökull það líka
til að hlaupa fram um nokkra km. Er
vitað um fjögur slík framhlaup síð-
ustu 100 árin. Fylgja þeim vatnavext-
ir og mikill jökulkorgur í ánni.
Sveinn Pálsson heyrði þau munn-
mæli hér eystra, að Jökulsá hefði
fyrrum verið „lítill lækur“, má vera
að bak við þau leynist minning um
þann tima er Vatnajökull var miklu
minni og Eyjabakkajökull ekki til.
Aðkoma og gönguleiðir
Flestir ferðamenn aka nú nýlegan
hlemmiveg upp frá Bessastöðum inn
eftir Fljótsdalsheiði að Laugafelli,
síðan upp með Laugará norður og
vestur fýrir Snæfell að Snæfells-
skála. Sumir skreppa þó einnig að
efsta fossinum, Eyjabakkafossi, eftir
jeppaslóð sem þangað liggur frá
Laugafelli. Þar er áætlað að stífla
Jökulsá, og þar er hægt að komast
yfir ána á stórum jeppum og fjallabfl-
um þegar hún er ekki í miklum vexti.
Niður með Laugará, er um um 2
km þvervegur að Laugakofa, en þar
er laugin sem áin og fellið heita eftir.
Þar er upphlaðinn baðpollur. Við
laugina var gangnamannakofi, sem
nú er fallinn, en þar eru nú tveir
skálar, sem' báðir eru lokaðir al-
menningi, og er aðstaðan þarna hin
hörmulegasta. Frá Laugakofa er um
2 km greiðfær gönguleið að tveimur
stærstu fossum árinnar: Faxfossi og
Kirkjufossi, og um 3 km á milli
þeirra.
Til að skoða allt fossavalið í Jök-
ulsánni þarf að leggja í lengri göngu-
ferð. Er þá ekið inn Norðurdal að
innsta bænum, eyðibýlinu Kleif og
gengið þaðan upp með ánni að norð-
anverðu upp að Eyjabakkafossi. Það
eru um 20 km, og því nokkuð stíf
dagleið fyrir flesta, enda heldur
ógreiðfært á köflum. Ráðlegra er að
skipta henni á tvo daga, og gista við
Laugará eða Laugakofa. Ef farið er
að austanverðu, er ekið að eyðibýlinu
Glúmsstaðaseli, og gengið þaðan upp
með ánni að Eyjabakkafossi. Áð
jafnaði verður þá að ganga sömu leið
til baka, en hægt er að gista í kofa
við Hrakstrandarfoss, sem er um 5
km neðar en Eyjabakkafoss. Það
hefur ýmsa kosti að ganga austan
megin ár. Það er greiðfærari leið,
einnig njóta sumir fossamir sín mun
betur þaðan, og á það sérstaklega
við fossana í Norðurdalnum, en líka
við stærsta fossinn, Kirkjufoss.
Sama á við um Neðra-Jökulsárgilið
Ljósmyndir/Helgi Hallgrímsson
FAXFOSS eða Faxi. Sagt er að Friðrik Stefánsson, bóndi á Hóli, hafi gefið honutn þetta nafin,
vafalaust vegna líkingar við fax á hrossi.
og Kleifarskóg. Auk þess blasir
Snæfellið jafnan við sjónum þeim
megin, en sést aðeins á köflurn að
norðanverðu. Eftirfarandi lýsing
verður samt aðallega miðuð við norð-
urleiðina, sem ætla má að flestir fari
meðan ekki er komin göngubrú á
ána uppi á hálendinu.
Frá Kleif að Ófæruseli
Við hefjum gönguna á eyðibýlinu
Kleif, en þar má sjá gamlan kláf yfir
Jökulsá, sem fyrrum var mikið not-
aður til að komast á milli fremstu
bæja í dalnum. Ofan við gnæfir
klettaveggur mikill, allt að 100 metra
hár, sem Kleifarbjarg kallast, en í
skriðum undir því er nokkur skógar-
gróður. Innst í túninu eru fjárhúsa-
tættur sem Miðsel kallast, og niður
af þeim er neðsti fossinn í Jökulsá,
Miðselsfoss, um 4-5 metra hár flúð-
foss, og nokkru innar sá næsti,
Stóralækjarfoss, 5-7 metra hár fall-
foss, kenndur við læk sem er rétt
fyrir innan hann. Fyrir neðan foss-
inn eru miklar flúðir, sem undir-
strika myndugleik hans.
Ófærusel er um 4 km innan við
Kleif, þar sem Kleifarbjarg endar.
Þar eru tættur beitarhúsa frá alda-
mótum 1900. Ofan við selið er stuðl-
að klettabelti, vaxið kjarrskógi fram
á brún, og stakar hríslur eru einnig
fyrir neðan það. Þarna er tilvalið að
stansa og kasta mæðinni.
Ófæruselsfossar tveir eru í Jök-
ulsá fyrir neðan selið. Neðri fossinn
er varla nema 4-5 metra hár, og
stefnir þvert á árgilið. Efri fossinn,
sem oftast er nefndur Ófæruselsfoss
(Hjörleifur kallar hann Ófærufoss),
er 10-12 metra hár, fellur frá hlið of-
an í gilið, og snýr því hérumbil þvert
í austur. Af þeim sökum nýtur hann
sín lítt af vesturbakka árinnar, en
því betur að austanverðu, þar sem
hann ber fagurlega við Kleifarskóg-
inn í norðurhlíðinni.
Innan við Ófærusel fellur Jökulsá
í klettagili um 3 km vegalengd. Gilið
fer jafnt og þétt dýpkandi er innar
dregur, og liggur alveg upp við norð-
urhlíð dalsins, svo undirlendi er ekk-
ert þeim megin. Næst fyrir innan
selið er snarbrött og grýtt brekka,
grasi vaxin, sem Ófæra kallast, og
síðan tekur við skógi vaxin hlíð, all-
brött, en þó með smáhjöllum utan-
og neðantil. Þetta er Kleifarskógur,
einn þeÚTa skóga sem teygir sig
hæst yfir sjó á íslandi, eða upp í um
400 metra hæð. Neðan við skóginn,
innantil, eru allt að 50 metra háir og
þverhníptir klettar í gilinu, með
þykkum, röndóttum sandsteinslög-
um, en ofan á þeim er stuðla-
bergslag. Fyrir innan þennan kafla
eru skógi vaxnir klettastallar, og
þangað er illfært fólki og fé. Síðan
taka við allmargar gjár eða þvergil,
sem skerast spölkorn upp í norðu-
hlíðina.
Þar fellur lítil þverá, sem Öxará
kallast, ofan í aðalgilið, í fjórum
bunufossum. Gatan að liggur þarna á
gilbarminum og yfir Öxárá á brún
efsta fossins. Við Öxará endar skóg-
urinn, en þó eru kjarrtorfur lengra
inn eftir gilinu. Litlu innar en Öxará-
in, kastast Ytri-Snikilsá í 30-40 m
hárri bogalaga fossbunu ofan í gilið
að austanverðu . Jökulsárgilið er
ægifagurt á þessum slóðum, sérstak-
lega þegar horft er út eftir því
skammt fyrir innan Snikilsána, þar
sem umræddir fossar blasa við. Mik-
ið er af millilögum úr rauðum leir-
steini, sem lita klettana á köflum, og
mjmda ótrúlega kontrasta við dimm-
grænar skógartorfur og svartar
lækjarákir í björgunum að norðan-
verðu, en í gilbotninum fellur ösku-
grá jökulsáin, straumhörð milli stór-
grýttra bakka sem víða eru vaxnir
hvönnum. Eg hika ekki við að full-
yrða að þetta gil er í flokki fegurstu
staða á Islandi, en fegurðar þess og
fjölbreytni verður ekki notið, nema
að ganga meðfram því að austan-
verðu.
Gjögurfossar ytri og innri
Um 1 km fyrir innan Öxará beyg-
ir Jökulsáin fyrir klettahöfða, og
fellur í þrengslum og fossafollum á
bakvið hann, ofan í gilið sem fyrr
var lýst. Þar kallast Ytra-Gjögur. í
króknum eru Ytri-Gjögurfossar,
þrír að tölu. Hæð þeirra samtals
getur verið 15-20 metrar. Utan við
krókinn að norðan heitir Dýjatangi.
Þaðan njóta fossamir sín best, og
virka nánast sem einn foss, en ferða-
löngum á austurbakkanum sést
gjarnan yfir þá. I gilsveignum að
norðanverðu er fallegur hvammur í
klettaskjóli, með vöxtulegum birki;
skógi, sem kallast Skógarbás. I
brekkunum fyrir utan básinn eru
gríðarlegar breiður af eini, eins og
ofan við Kleifarskóg.
Þar fyrir innan fellur Jökulsá í
gi-unnu og víðu gili. Þar er aftur dá-
lítið undirlendi báðum megin við
ána, og heitir Víðimes að norðan-
verðu. Þar fellur Stórilækur ofan
hlíðina í smáfossum. Stutt fyrir inn-
an hann er Raufarfoss sérkennileg-
ur foss í ánni, þar sem hún fellur
nokkuð jafnt frá báðum hliðum ofan
í þrönga klettarauf. Er þá brátt
komið að öðmm sveig í gilinu sem
kallast Innra-Gjögur. Svipar því
mjög til hins fyrmefnda. í framhaldi
af aðalgilinu er aukagil (sniðgil),
sem Innri-Snikilsá fellur eftir, ofan í
Jökulsá.
Utanvert í sveignum og utan við
hann er sérkennilega fögur syrpa
þriggja fossa, er kallast Innri-Gjög-
urfossar. Þeir em hver með sínu lagi
og býsna ólíkir útlits. Efst er hrika-
legur flúðfoss, bakvið höfðann, lík-
lega 10-15 metra hár. Hann sést best
af norðurbakka árinnar. Nokkra neð-
ar er lágur og breiður foss, sem líkist
mest yfirfalli á manngerðri stíflu.
Hann er varla meira en 2-3 mefra
hár, en gæti verið um 40 metra breið-
ur. Stutt fyrir neðan hann fellur áin
frá hlið ofan í gilþröng, um 5-7 metra
fall. Vegna fjölbreytni sinnar eru
Innri-Gjögurfossar vinsælt mynda-
efni, en þeir njóta sín varla sem heild
nema af austurbakkanum.