Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lyfjakaup Vafasamar verslanir þrífast vel í skjóli Netsins. Aldradir Minni líkur á andlegri ellihningun ef samskipti við aðra eru mikil. Beinrýrð Beinþétting nær hámarki milli 20 og 30 ára aldurs. Táningar eiga á hættu að fá beinrýrð Medical Tribune News Service. TANINGAR sem stunda of mikla líkams- rækt og borða of lítið kunna að eiga á hættu að fá krankleika sem venjulega hefur verið talinn fyrst og fremst hrjá konur sem komn- ar eru yfir breytingaskeiðið. Dr. Laura Bachrach, sérfræðingur í barnalækningum við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum, sagði á ráðstefnu nýverið að forvarnir gegn bein- gisnun yrðu að hefjast strax á bamsaldri. „Við vitum að mesta beinþéttingin næst frá 20 ára aldri til þrítugs, og að þá verður til innstæða sem þarf að endast manni það sem eftir er lífsins. Þeim mun meiri sem innstæð- an er, því lengur getur maður þolað að tekið sé út án þess að maður lendi í vandræðum," sagði Bachrach. Táningar leggi inn á beinabankann Önnur hver kona og einn af hverjum átta körlum yfir fimmtugu verða fyrir þeinbroti sem rekja má til beingisnunar. Táningsstúlk- ur sem eru í of strangri líkamsrækt eiga á hættu að fá beinrýrð, sem er undanfari bein- gisnunar. Of mikil líkamsrækt getur valdið minnkaðri framleiðslu á estrogeni, hormóni sem tengist heilbrigði beinanna. Unglingar með lystarstol eiga einnig á hættu að fá beinrýrð, því mataræði þeirra er of hitaeiningasnautt og það veikir beinin. Sama gildir um astmasjúklinga, sem fá sterameðferð, því slík lyf geta haft áhrif á framleiðslu nauðsynlegra eggjahvítuefna. Einkenni beingisnunar eru þunn og við- kvæm bein sem geta auðveldlega brotnað, en fólk sem greinist með beinrýrð hefur oft ekki orðið íyrir beinbroti þrátt íyrir að beinin í því hafi þynnst. Bachrach telur, að þótt 60 til 80 prósent áhættunnar á beingisnun sé bundin í erfðir, sé mikilvægt að læknar ein- beiti sér að þeim áhættuþáttum sem rekja má til lífsmynsturs. Táningar ættu að bæta „innstæðuna" í beinabanka sínum með því að neyta 1200 til 1500 milligramma af kalki á dag, sem fæst til dæmis með því að drekka fjögur til fimm glös af mjólk, að sögn Bachrach. Reuters Etice Það er alkunna að vatn og sápa þurrka húðina, sérstaklega ef oft er farið í sturtu. Nú er fundin lausn á þessu vandamáli. Nýja pH5-Eucerin sturtuolían, olían sem freyðir, hefur einstaka eiginleika. Hin frábæra, kremkennda olía hreinsar húðina á mildan og árangursríkan hátt svo að húðin verður silkimjúk. Þökk sé góðum olíum og virkum efnum. pH5-Eucerin sturtuolían hefur pH-gildi heilbrigðrar húðar og inniheldur hvorki rotvarnar- né litarefni. Þess vegna er pH5-Eucerin sturtuolían sérstaklega heppileg fyrir þig sem ert með þurra eða viðkvæma húð og einnig fyrir þig sem vilt halda húðinni ferskri og siikimjúkri. pHsí Euœrin SCNSITIVf.SK.IK a OUSCHOqA - verndar þú húðina? í apótekinu þínu Nú þomar þú ekki lengur í sturtu Einangrun eykur líkur á andlegri ellihnignun Medical Tribune News Service. VERULEG félagsleg samskipti í ellinni geta komið í veg fyrir andlega hnignun aldraðra eða seinkað henni, að sögn vísinda- manna í Boston í Bandaríkjun- um. Rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla bendir til þess að aldrað fólk, sem hefur engin félagsleg tengsl, sé tvöfalt Iík- legra til að verða fyrir andlegri hnignun miðað við þá sem hafa mest samskipti við annað fólk í ellinni. Því meiri sem samskiptin voru þeim mun minni voru lík- urnar á andlegri ellihnignun. Þeir sem höfðu lítil samskipti við annað fólk voru mun líklegri til að hnigna andlega eða deyja fyrr og þeim sem einangruðust nýlega (vegna dauða maka eða vina) hnignaði ekki jafnmikið og þeim sem höfðu lengi verið ein- angraðir. Rannsóknin stóð í tólf ár og byggðist á viðtölum við 2.812 manns eldri en 65 ára í New Ha- ven í Connecticut. Enginn þátt- takendanna bjó á elliheimili. Shari Bassuk, sem stjórnaði rannsókninni, tók fram að hún gæti ekki talist endanleg sönnun á því að félagsleg einangrun valdi andlegri hnignun aldraðra og frekari rannsóknir væru nauðsynlegar. „Hugsanlegt er að eitthvað annað, svo sem veikindi, valdi vitrænni hnignun og um leið félagslegri einangrun. Við reyndum að taka tillit til þess töl- fræðilega, til að reyna að girða fyrir þann möguleika, en ekki er hægt að útiloka hann algjör- lega.“ Reuters FÉLAGSLEG einangrun veldur því hugsanlcga að andlcg heilsa fólks hrakar fyrir en ellas.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.