Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 35
Abraham-
sen forstjóri
Kvikmynda-
sjóðs
SVEND Abrahamsen verður
næsti forstjóri Norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðsins.
Hann hefur störf 1. janúar á
næsta ári og situr í fjögur ár.
Norræni kvikmynda- og
sjónvarpssjóðurinn hefur 60
milljónir norskra króna til ráð-
stöfunar árlega og nýtur til
þess framlags Norrænu ráð-
herranefndarinnar, tíu nor-
rænna sjónvarpsstöðva og
fimm norrænna kvikmynda-
stofnana.
Svend Abrahamsen er nú
dagskrárstjóri við Rás 2 (TV2)
í Danmörku þar sem hann fer
með stjóm mála sem varða
danskar og norrænar kvik-
myndir. Hann hefur áður verið
aðstoðarframleiðslustjóri við
danska útvarpið og í því sam-
bandi unnið að norrænni sam-
vinnu í kvikmyndagerð.
EIN myndanna úr myndröðinni
Eldhúsverk.
Eldhúsverk
í Galleríi
Nema hvað
SIGURBJÖRG Agnes Eiðsdóttir
hefur opnað sýningu á ljósmynd-
um og skúiptúr í Galleríi Nema
hvað, Skólavörðustíg 22c.
Þetta er önnur einkasýning
Sigurbjargar en hún hefur
einnig tekið þátt í nokkrum
samsýningum.
Sigurbjörg fæddist 1965 og
stundaði nám í fjöltæknideild
Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1986-90.
Sýningin stendur til 23. ágúst
og er opin miðvikudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
Vatnslitamyndir
Ingunnar J ensdóttur
INGUNN Jensdóttir sýnir um
þessar mundir vatnslitamyndir í
Café Mfiano í Reylqavík. Ingunn
hefur haldið sýningar áriega sl.
11 ár. Hún starfar einnig sem
leikstjóri.
Sýningin er opin daglega á
afgreiðslutíma Café Mflano.
Aulalegur
apamaður
KvikruYMim
Sambfóin
TARZAN AND THE LOST CITY
★%
Leiksljóri: Carl Schenkel. Handrit:
Bayard Johnson byggt á persónunni
Tarzan eftir Edgar Rice Burroughs.
Aðalhlutverk: Casper van Dien,
Jane March og Steven Waddington.
Warner Bros. 1998.
LÍKT og í „The Lost World“
eftir Steven Spielberg og fleiri út-
þynntum framhaldsmyndum vin-
sælla ævintýramynda, segir hér
frá vondu mönnunum sem koma í
frumskóginn í leit peningagróða.
Þeir eru vondir við dýrin, inn-
fæddu leiðsögumennina, vilja eyði-
leggja helgidóminn og drepa aðal-
hetjuna sem auðvitað snýr á þá.
Tarzan, sem nú er orðinn John
Clayton lávarður af Greystoke,
snýr aftur til sinna villtu heim-
kynna til að hjálpa vinum sínum í
vanda og á eftir fylgir hin verðandi
brúður Jane.
Það er Tarzan sem klikkar í
þessari mynd og þá er fokið í flest
skjól. Casper van Dien tekst eng-
an veginn að gera hann heillandi,
enda er persónan flöt og öll atriðin
hans eru klisjukennd og algjörlega
laus við allan húmor. Bíógestir
fóru samt að hlæja, svo neyðarlegt
er atriðið þegar hann fyrst sést
sveifla sér gólandi milli himinhárra
trjánna. Jane March var einu
sinnu sæt stelpa og var flott í
myndinni „Elskhuganum" eftir Je-
an-Jacques Annaud, en hún er
ekki sérlega hrífandi kona og ekki
mjög góð leikkona heldur, svo ekki
tekst henni að bæta Tarzan karl-
inn upp í hlutverki hins helmings-
ins, hennar Jane.
Jæja, þá er komið að því sem
ágætt er og það eru leikararnir í
minni hlutverkunum. Steven
Waddington leikur vonda karlinn
og er bara býsna góður. Það sama
má segja um flesta í hans illræmda
fylgdarliði og Afríkubúarnir eru
góðir gæjar. Búningar og leik-
mynd standa fyrir sínu, auk kvik-
myndatökunnar. En þegar aðal-
hetjan og sagan sjálf standa á
brauðfótum geta allir heimsins
bestu aukaleikarar ekki bjargað
málunum.
Hildur Loftsdóttir
Saga af þroskaheftum
KVIKMYIVPIR
Sambíð
THE OTHER SISTER
★★
Leikstjórn: Garry Marshall. Handrit:
Garry Marshall og Bob Brunner. Að-
alhlutverk: Juliette Lewis, Giovanni
Ribisi, Diane Keaton og Tom Skerrit.
Touchstone 1999.
VISSULEGA er þroskaheft fólk
hrífandi í barnslegu sakleysi sínu
og það getur verið býsna skondið
eins og flest mannfólk. En að gera
kvikmynd þar sem nær einungis er
verið að hlæja góðlátlega að því og
innOeika þess, án þess að fjalla um
tilveru þess og tilfinningar á raun-
sæjan hátt, af dýpt eða sýnilegri
reynslu af aðstæðum þroskaheftra,
er eitthvað svo tilgangslaust. En
það er eflaust ekki af illgimi sem
Garry Marshall segir þessa hug-
ljúfu og jafnframt stefnulausu sögu
um raunir þroskaheftra sem eru að
reyna að fóta sig í lífinu.
Carla Tate er þroskaheft ung
stúlka sem kemur aftur heim til að
búa með fjölskyldunni sinni eftir að
hafa verið í sérskóla í tíu ár. Það
reynist snobbaðri mömmu hennar
erfitt að horfast í augu við það
hvemig stúlkan hennai’ raunveru-
lega er og ekki batnar það þegar
Carla hittír Daníel og þau verða ást-
fangin.
Juliette Lewis og Giovanni Ribisi
(sem leikur bróður hennar Pheobe í
Vinum) leika Cörlu og Daníel og
standa sig sæmilega. Það tekur
mann smástund að venjast þeim í
hlutverkunum og þegar sú stund er
liðin em þau oft á köflum bara
ósköp sæt og hrífandi. Það er helst
að hlutverk móðurinnar, sem er í
höndum Diane Keaton, sé einhver
ádeila á snobbað fólk eða ráðríkt en
það ristir of grunnt til að bera boð-
skap eða hafa áhrif á áhorfendur.
Annars er þetta allt spurning um
húmor.
Hildur Loftsdóttir
Allt um örvænt-
ingarfullar konur
KVIKMYNDIR
Háskólabfó
ALLT UM MÓÐUR MÍNA -
(„TODO SOBRE MI MADRE“)
★★★★%
Leikstjóri og handritshöfundur:
Pedro Almodóvar. Kvikmyndatöku-
stjóri: Alfonso Beato. Tónskáld:
Alberto Iglesias. Aðalleikendur:
Cecilia Roth, Eloy Azorin, Marisa
Paredes, Penélope Cruz, Candela
Pena, Antonia San Juan, Rosa Maria
Sarda, Toni Canto. 110 mín. Spænsk.
E1 Deseo/G2/Góðar stundir, 1999.
AÐALPERSÓNA nýjustu myndar
Almodóvars er lengst af á flótta.
Manuela (Cecilia Roth) flúði vanfær
bamsfóður sinn írá Barcelona til Ma-
drid fyrir 18 áram og eignaðist soninn
Esteban (Eloy Azorin), í höfuðborg-
inni. Á 17. afmælisdegi sínum ferst
hann í bílslysi svo Manuela sest aftur
upp í lestina, nú til að flýja minning-
amar. Eins ætlar hún að hafa upp á
föðurnum, en feðgarnir vissu aldrei
um tilvist hvor annars. Lái Manuelu
nokkur þótt hún hafi ekki komið sér
að þvi að segja Esteban að pabbi
hans væri með stærri brjóst en hún
ogyæri farinn að kalla sig Lolu.
í Barcelona koma margar og ný-
stárlegar persónur til sögunnar. La
Agrado (Ántonia San Juan), gamall
vinur sem er klæðskiptingur og hóra;
nunnan Rosa (Penélope Cruz),
þunguð og sýkt af alnæmi; móðir
hennar, broddborgarinn. Leikkon-
umar Huma Rojo (Marisa Paredes),
gamalfi-æg á sviðinu, og Nina (Cand-
ela Pena), meðleikari hennar og hjá-
svæfa.
Það sem við tekur er púsluspil
mannlegra tilfinninga í völundarhúsi
undarlegrar hegðunar. Flestar eru
persónumar konur og úti á jaðri í
mannlegum samskiptum. Allar berj-
ast þær við örvæntingu, sorg; kvíði og
veikindi jafnan handan við homið.
Óheilsusamlegt líferni, skaufatal,
samkynhneigð, háir og lágir þjóðfé-
lagsþegnar, þessi kunnuglegu vöra-
merki Almodóvars koma mikið við
sögu. Jafnframt glæðir hann myndina
sínu ómissandi skopskyni, einkum
með hjálp hinnar kúnstugu og bráð-
fyndnu La Agrado. Nýja myndin
hans, og sú langbesta eftir öldudal
(síðasta myndin hans, Carne
Trémula, (?97), sýndi reyndar augljós
batamerki), er þvi tragikómedía í
anda Kvenna á barmi taugaáfalls og
Kika, bestu verka leikstjórans. Að
venju er umhverfið litríkt, í orðsins
fyllstu merkingu. Almodóvar hefur
sem fyrr dálæti á sterkum litum,
skrautlegum persónum og krassandi
tungutaki. Konurnar í forgrunni; fá-
tækar, ríkar, gagnkynhneigðar, les-
bískar, hraustar, veilai’, klárar, kunn-
áttulausar og almennt vansælar.
Hann tileinkar mynd sína nokkrum,
snjöllum leikkonum og þeim hæfi-
leika sumra einstaklinga að geta leik-
ið þótt þeir séu ekki menntaðir til
þess. Vísar í því skyni mikið til hinnar
sígildu leikkvennamyndar, AIl About
Eve, (?50), og andi þeirra frægu
systra, Stellu og Blanche de Bois, í
Sporvagninum Girnd, gerir meira en
að fléttast inn í söguþráðinn, heldur
vakir yfir vötnunum.
Almodóvar leiðir okkur af öryggi
um þetta annarlega völundarhús.
Áhorfandinn tapar aldrei áttum þrátt
fyrir kraðak kynlegra kvista og
óhefðbundinn söguþráð, sem reyndar
er truflaður stöku sinnum með óþörf-
um stílbrigðum stílbrigðanna vegna
hjá tökustjóra, og einstaklega
ánægjulegt að sjá að þessi persónu-
legi og ki-aftmikli leikstjóri er kominn
á fullt skrið að nýju. Sem fyrr er leik-
araval hans hárrétt, nánast óaðfinn-
anlegt, enda leikkonurnar sumar
hverjar skólaðar í ,Almódrömum“.
Líkt og Marisa Paredes (Kika,
Tacones Lejanos, La ílor de mi
secreto), og Penélope Cruz (Carne
Trémula), þar fékk hún lítið að njóta
sín, líkt og í hinni mislukkuðu banda-
rísku Hi-Lo Country, sem sýnd var á
dögunum. Tomi Canto er þrjóstum-
kennanleg(-ur) Lola og Antonia San
Juan er hinn nauðsynlegi gleðigjafi,
sem fyrr segir, í hlutverki klæðskipt-
ingsins La Agrado. Best af öllum er
Cecilia Roth, sem spilar á allan til-
finningaskalann og heldur áhorfand-
anum föngnum. Hún endar þessa
mögnuðu mannlífsmynd á einkar já-
kvæðri ræðu sem hún heldur yfir
yngsta Estebarnum, þar sem hún út-
skýrir fyrir honum staðreyndir lífs-
ins. Manuela er hætt að flýja.
Sæbjörn Valdimarsson
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
49.900 kr.
\m>ádurkr. 69.900
H} Electrolux
Uppþvottavél
Tilboð
• Tekur borðbúnað
fyrir 12 manns
• Bamalæsing
• Mjög hljóðlát
• 5 þvottakerfi
• Þurrkun með elementi
• Þriggja ára ábyrgð á
vinnu og varahlutum
• H:82-88 sm,
B:60 sm, D:57 sm