Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SAGAN HEFST KVlKMYiVDIR Regnboginn, Kfðhöllin, Kringlubfð, Laugarásbfð, IVýja Ríð Akureyri, IVýja Bfð Keflavík STJÖRNUSTRÍÐ irk Fyrsti hluti - Ógnvaldurinn „Star wars: Episode 1 the Phantom Menace". Leikstjórn og handrit: Ge- org Lucas. Kvikmyndatökustjóri: Da- vid Tattersall. Tónlist: John WiIIiams. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd, Ian McDiramid, Pernilla Aug- ust. 20th Century Fox. 1999. ÞAÐ skiptir líklega engu máli hvað sagt er um Stjörnustríð: Ógnvaldinn, þessa löngu boðuðu Stjörnustríðsmynd George Lucas. Það munu allir telja sig verða að sjá hana og upplifa það fyrirbæri sem gert hefur verið úr henni. Slíkur er máttur markaðssetning- arinnar. Líklega hefur ekki áður tekist að auglýsa mynd af eins miklum þrótti, bæði beint og óbeint, eða þar til ekki skiptir lengur máli hvernig myndin er heldur aðeins hvað hún er. Hún gæti vel heitið Stjörnustríð: Fyrsti hluti Markaðssetningin. Ekki skemmir fyrir að það er gríðarleg- ur áhugi fyrir myndinni um allan heim vegna þriggja forvera henn- ar. Er hún þá góð eða vond? Hún er í sjálfu sér gott bíó en hún er líka vond kvikmynd. Hún hefur til að bera alla kosti gamla þrjúbíósins en enga kosti alvöru bíómyndar. Sagan um Svarthöfða ungan er nánast engin og varla nema afsök- un fyrir Lucas að hengja á allar milijón tölvutæknibrellumar sínar. Lucas hefur ekki leikstýrt sjálfur bíómynd í um tvo áratugi og það sést á leikaravinnunni. Honum fer svo miklu betur að vinna með dauðum tölvuteikningum. Upp- byggingin er eins og í hinum þremur geimóperunum og kemur í engu á óvart: Uppreisnaröflin safnast saman í kringum áræðna prinsessu/drottningu og úr verður lokabardagi sem klárast uppreisn- aröflunum í hag rétt áður en myndinni lýkur. Þetta er fjórða Stjömustríðsmyndin með þessari sömu nauðaeinföldu uppbyggingu. Lucas á eftir að gera a.m.k. tvær í viðbót og það er engin ástæða til að ætla annað en hann haldi sig við sömu formúluna. Á hinn bóginn er formúlumynd- in einstaklega litfögur, gullfalleg á köflum, sviðsmyndirnar allar frá- bærar og tölvubrellumar, sem í raun bera hana uppi, hinar skemmtilegustu þótt maður finni fyrir því að þær em notaðar af því að þær em fyrir hendi en ekki af því að þær þjóna sérstökum til- gangi fyrir söguna. Þær era lífleg- ar en minna einnig á að það er furðulega lítið um alvöra mannleg- ar tilfínningar í þessari mynd sem á að vera svo mannleg og fjallar um frið og elsku og mátt sem er öllu æðra. Einhverjir sögðu mér að þeir hefðu séð hana tvisvar og látið bamið í sér ráða ferðinni í seinna skiptið og þá hafi hún virkað bet- ur. Það er ekkert skrýtið að þeir skyldu ekki fínna bamið í sér í fyrstu atrennu. Maður þarf að hafa talsvert fyrir því. Ég get hins veg- ar ekki ímyndað mér að nokkur nenni á myndina tvisvar. Lucas og vinur hans og ævin- týramyndabróðir, Steven Spiel- berg, bera ábyrgð á því framar öðram að gömlu Hollywood B- myndirnar era orðnar allsráðandi í kvikmyndunum að vestan. Þær verða stærri og dýrari með hverju árinu og þær verða sífellt lélegri (næstum eina undantekningin í langan tíma er uppfinningasöm mynd, mun betri en þessi, „The Matrix“). Lucas og Spielberg hafa tekið við af gömlu framleiðendum amerísku skrímslamyndanna og ef Spielberg hefði ekki gert Lista Schindlers og Björgun óbreytts Ryans væri hann B-mynda kóng- urinn í Hollywood. Lucas ber þann titil með sóma. Það er svo auðvelt að markaðs- setja þá. Það skipti ekki máli þótt Júragarðurinn 2 væri virkilega ömurleg mynd og blettur á löng- um ferli leikstjórans. Spielberg gerði hana og það vora tölvubrell- ur í henni og hún græddi millj- arða. Á sama hátt skiptir ekki máli hvernig þessi fjórða Stjörnu- stríðsmynd er. Það er nóg að hún sé gerð og hún græðir milljarða. Gömlu skrímslamyndasmiðirnir höfðu ekki þessa virkt en þeir vora mikið til að gera sömu hlut- ina með talsvert minni peninga í höndunum. Fyrsti hlutinn markar upphaf Stjörnustríðssögunnar og er því ekki framhaldsmynd hinna þriggja sem á undan henni komu á áttunda og níunda áratugnum. Hún rekur forsögu þeirra, gerist 30 áram fyrr, og segir af tveimur Jediridd- uram, annar er Obi-Wan Kenobi sem Alec Guinness lék í fyrstu myndinni, er lenda í hættum í sendiför sinni til hinnar fögra prinsessu Amidala. Þeir kynnast ungum dreng, Anakin geimgengli, kallaður Ani í myndinni, og það glittir í pólitíkina sem skapa mun hið Illa heimsveldi. Sagan er eins og áður sagði sáralítil og alltof lítil og myndin virkar að því leyti aðeins sem stuttur inngangur að því sem koma skal. Lucas hefur reynt að brúa bil beggja, yngri og eldri áhorfenda, og endar með hálfgerð- an hrærigraut í höndunum; póli- tíska umræðan er of flókin jafnvel fyrir fullorðna, spennandi geim- flaugakeppni er of langdregin jafn- vel fyrir böm. Það vantar líka Svarthöfða. 111- þýðið í myndinni er andlitsmálaður og smáhymdur bardagamaður að nafni Darth Maul og fyllir hvergi nærri það tómarúm sem Svarthöfði skilur eftir sig; þá saknar maður mikið hins ábúðarmikla lagstubbs sem ætíð fylgdi honum. Liam Neeson og Ewan McGregor leika Jediriddarana tvo og er sambandið milli þeirra furðulega dauflegt og óspennandi. Þeir era sífellt að tala út í loftið við tölvuteikningar sem síðar er skotið inn í myndina og það er eins og þeir tali þannig hvor við annan líka, út í loftið. Minna ber á öðram leikuram. Vélmenni og tölvufígúrur fara svo með önnur hlutverk. Það besta í myndinni er gullfal- legt og glitfagurt umhverfið, stór- fenglegar sviðsmyndir og risastór- ir bardagavellir því myndin er virkilegt bíó nú á tímum þegar hvíta tjaldið er næstum notað eins og sjónvarpsskermur af kvik- myndagerðarmönnum. Fólk sem gerir ekki miklar kröf- ur til myndarinnar mun skemmta sér best. Arnaldur Indriðason RULLETTA eftir Helgn Magnúsdóttur. Helga Magnúsdóttir sýnir í Borgarfirði HELGA Magnúsdóttir opnar sýn- ingu á málverkum í Safnhúsi Borgarfjarðar í dag, laugardag, kl. 15. Helga stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum. Verk eftir hana eru til í opinberri eigu, m.a. Listasafni ís- lands, og í eigu fyrirtækja. Vinnustofa Helgu er á Lauga- vegi 22 en hún fæddist í Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Sýningin er opin alla daga kl. 13-18 til 19. september. HROLLVEKJA í GEGN LEIKIR Silent Hill Konami gaf nýlega út svar sitt við Resident Evil-leikjunum frá Capcom. Leikurinn ber heitið Silent Hill og er fyrir PlayStation. í STAÐ ÞESS að apa eftir Res- ident Evil-leikjunum eins og svo margir hrollvekjuleikir gera í dag ákvað Konami að leggja meiri áherslu á söguþráð og persónur leiksins sem fjallar um ungan mann (Harry) sem ákveður að fara í sumarleyfí með sjö ára gamalli dóttur sinni. Leiðin liggur til gam- als bæjar að nafni Silent Hill, en á leiðinni lenda þau í undarlegu slysi þegar lítil stelpa stendur allt í einu beint fyrir framan bíl Harrys á veginum. Þegar Harry rankar úr rotinu sér hann að dóttir hans er horfin. Þegar maður er léleg skytta, á aldrei nóg af skotfæram, sér ekki nema nokkra metra í kringum sig og djöfullegar verur ofsækja mann úr öllum skuggum; hvað er þá hægt að gera? Þetta er spurning sem vaknar líklegast hjá flestum spilendum leiksins, því í stað þess að apa á nokkurn hátt eftir Res- ident Evil höfðar Konami til ímyndunarafls spilandans. Til þess að spilendur lifi sig sem mest inn í leikinn eru tveir hlutir sem skipta meginmáli; Harry er 100% venjulegur gaur úti í bæ og umhverfishljóð leiksins virðast alltaf geta hrætt mann, hvenær sem er. Silent Hill heldur manni spennt- um frá byrjun til enda, Harry hef- ur aðeins lítið vasaljós sem drífur alls ekki langt og því heyrir leik- andi oft í óvinum löngu áður en hann sér þá. Oftast er engin leið til að vita hvaðan óvinurinn kemur og ef það er niðamyrkur alls staðar í kringum viðkomandi getur þetta verið töluvert ógeðfellt. Þannig nýtir leikurinn hljóð til fullnustu, frá því að standa í skóla fullum af blóði og heyra barn kjökra ein- hvers staðar til þess að heyra eitt- hvert dýr klóra í gólfíð einhvers staðar undir manni í niðamyrkri. Grafík leiksins er ágæt, nógu góð til að ná andrúmsloftinu sem Konami var að sækjast eftir, en ekki jafngóð og í Tekken 3. Borð leiksins era í raun bara einn stór heimur þar sem Harry getur ráfað að vild. Þessi heimur er afar vel hannaður og er í raun skrýtið hversu mikið af honum er sýnt í einu án þess að þurfa að stoppa til að hlaða meira. Silent Hill er hrein snilld, en hef- ur þó sín vandamál eins og nær all- ir leikir í þrívídd. Það getur stund- um verið pirrandi að reyna að fá Harry til að fara þangað sem mað- ur vill að hann fari, sérstaklega ef það er fullt af litlum skrímslum að ráðast á hann, og það getur líka verið pirrandi að reyna að fá Harry til að hlaupa. Silent Hill er leikur sem höfðar kannski ekki til þeirra sem vilja bara hlaupa um og skjóta höfuðið af uppvakningum, heldur þéttari og dýpri leikur. Fyrir alla þá sem hafa gaman af því að verða virki- lega hræddir öðra hvoru gæti hann ekki verið betri. Ingvi Matthías Árnason MARGMIÐLUN J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.