Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 38
38 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VANDI RIKIS-
STJÓRNARINNAR
RÍKISSTJÓRNINNI er mikill vandi á höndum, þegar
horft er til þeirrar stöðu, sem einkavæðing ríkisbank-
anna er komin í. Eftir að formlega hefur verið gengið frá sölu
á hlutabréfum sparisjóðanna í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf. er Ijóst, að tiltölulega fámennur hópur manna,
sem stendur að fyrirtækinu Orca SA, ræður yfir u.þ.b. 28%
hlutafjár í bankanum. í sölulýsingu vegna útboðs hlutabréfa í
FBA í október á síðasta ári var stefna ríkisstjórnarinnar
skýrt mörkuð. Þar segir: „Jafnframt liggur fyrir sú
ákvörðun, að leitað verði lagaheimildar til að selja allan hlut
ríkissjóðs í FBA fyrir mitt ár 1999 ef aðstæður leyfa. Við þá
sölu verður áfram stefnt að dreifðri eignaraðild og sjálfstæði
FBA sem samkeppnisaðila á íslenzkum samkeppnismarkaði.
í því efni er miðað við, að hlutdeild hvers aðila í frumsölu
verði ekki hærri en sem nemur 5-10% hlutafjár í bankanum.
Jafnframt verði hugað að skráningu félagsins á hlutabréfa-
markaði erlendis til viðbótar skráningu á Verðbréfaþingi ís-
lands. Nánari útfærsla sölunnar mun þó ráðast af þeirri
reynslu, sem fást mun af þeirri sölu, sem nú fer fram og því
sem hagkvæmast þykir á þeim tíma.“
Reynslan af sölu hlutafjár í FBA í kjölfar þessarar sölulýs-
ingar var sú, að nokkrir aðilar hófust handa um að safna
kennitölum og komust þannig framhjá upphaflegum reglum
um hámark hlutafjár til einstakra aðila. Þar voru spari-
sjóðirnir á ferð og nú hafa þeir selt fyrirtækinu Orca SA
rúmlega 22% hlut sinn í FBA, en aðstandendur Orca hafa til
viðbótar keypt nokkurn hlut á markaðnum hér.
Þegar kemur að því að selja seinni hlutann af hlutafé ríkis-
ins í FBA stendur ríkisstjórnin frammi fyrir því, að verði sá
hlutur seldur í dreifðri eignaraðild eins og yfirlýsingar henn-
ar miða við, er ljóst, að Orca SA verður ráðandi aðili í Fjár-
festingarbankanum. Þótt talsmenn Orca hafi vakið athygli á
því á blaðamannafundi í gær, að hlutur fyrirtækisins í FBA
skiptist á milli fjögurra hópa, sem hver um sig ætti um 7% í
bankanum er ljóst, að hér eftir verður litið á þá sem tengda
aðila vegna þess, að þeir mynda sameiginlegt félag um kaup-
in. í samtali Morgunblaðsins við Davíð Oddsson á sl. ári
talaði hann sérstaklega um einstaka aðila og tengda aðila,
þegar hann ræddi um hámark hlutafjáreignar. Ljóst er að
eignarhlutur Orca SA fer langt út fyrir þau mörk, sem for-
sætisráðherra nefndi, sem eðlilega viðmiðun. Að auki sýnir
fengin reynsla að það er ekki nóg að tala um hámark eign-
araðildar í frumsölu, eins og segir í sölulýsingunni, heldur
verður að binda slíkt hámark í lög.
Nú segja sumir: er nokkuð að því að hópur athafnamanna
eignist ráðandi hlut í FBA? A móti má spyrja: eftir að hin
nýja viðskiptablokk, sem gengur undir nafninu Orca SA, hef-
ur eignast 28% í FBA, hvernig mundi þjóðinni hugnast sú
þróun, að t.d. Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélags-
ins, eignaðist ráðandi hlut í Landsbanka Islands við einka-
væðingu hans og að t.d. Sambandsfyrirtækin gömlu eign-
uðust ráðandi hlut í Búnaðarbanka íslands? Eftir viðskiptin
nú með hlutabréf sparisjóðanna væri alls ekki hægt að úti-
loka slíka þróun, ef ekkert yrði að gert og raunar væri mjög
líklegt að mál mundu skipast á þann veg.
Þetta er sá vandi, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Ef þjóðin horfðist í augu við, að þrjár viðskiptablokkir hefðu
skipt bankakerfinu upp á milli sín með þessum hætti má
ganga út frá því sem vísu, að allur almenningur mundi telja
það fráleita niðurstöðu á einkavæðingaráformum ríkisstjórn-
arinnar.
Af þessum sökum er alveg ljóst, að lagasetning, sem trygg-
ir dreifða eignaraðild að bönkum er forsenda þess, að ríkis-
stjórnin geti hrundið stefnumálum sínum varðandi ríkisbank-
ana í framkvæmd. Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar eru skýrar
í þessum efnum. Framsóknarflokkurinn hefur m.a. með
sölulýsingu þeirri í hlutafjárútboði FBA, sem vitnað var til
hér að framan tekið undir þessi meginsjónarmið. FBA heyrir
undir tvo ráðherra, sjávarútvegsráðherra og við-
skiptaráðherra. Það þýðir, að ofangreind sölulýsing er m.a. á
ábyrgð Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra sem með henni
hefur staðfest stuðning sinn við dreifða eignaraðild að banka-
kerfinu.
Gera verður ráð fyrir, að framundan sé viðamikið starf af
hálfu ríkisstjórnarinnar við undirbúning slíkrar lagasetning-
ar. Sala sparisjóðanna á hlutabréfunum í FBA hefur sýnt
mönnum í hnotskurn hvað ekki má gerast við einkavæðingu
ríkisbankanna. Verkefnið nú hlýtur að vera að snúa þessari
þróun við og tryggja í framkvæmd það sjálfsagða og eðlilega
markmið að eignaraðild að einkavæddum bönkum verði
dreifð.
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 39
Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Scandinavian Holding, se^ist sannfærður um réttmæti þess að selja hlut sparisjóðanna í FBA
SCANDINAVIAN Holding,
sem er í eigu sparisjóðanna
og Kaupþings, hefur selt
22,5% hlut sinn í Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins (FBA). Salan
hefur vakið mikla athygli bæði vegna
þess að nýtt félag, Orca SA í Lúxem-
borg, er kaupandi og ekki var upp-
lýst strax í upphafi hverjir eru eig-
endur þess, og eins vegna þess að
margt bendir til þess að salan geti
haft áhrif á áform ríkisstjórnarinnar
að selja hlut sinn í FBA og ríkisvið-
skiptabönkunum.
Guðmundur Hauksson var í upp-
hafi spurður hvers vegna spari-
sjóðirnir og Kaupþing hefðu ákveðið
að kaupa stóran hlut í FBA.
„Þegar það lá fyrir á miðju síðasta
ári að ríkisstjórnin ætlaði að einka-
væða ríkisviðskiptabankana og Fjár-
festingabanka atvinnulífsins lýstu
sparisjóðirnir strax áhuga á því að
koma að þessu máli vegna þess að við
töldum alveg ótvírætt að það yrði
mikið hagræði af því að sameina
Kaupþing og FBA. Við töldum jafn-
framt að þetta myndi samræmast
mjög vel hugmyndum ríkisstjórnar-
innar um samruna, hagræðingu,
dreifða eignaraðild, sem var klárt
markmið okkar, og hugsanlega er-
lendra eignaraðila inn í þessa mynd.
Auk þess sem ríkissjóður fengi mjög
gott verð fyrir sölu hlutabréfanna.
Við hófum viðræður við stjórnvöld
um þessi mál, sem þau síðar slitu þar
sem ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að
fresta sölunni. Ríkissjóður seldi 49%
hlut í bankanum seint á árinu og í
framhaldi af því keyptu Kaupþing og
Sparisjóður Reykjavíkur talsvert
mikið af hlutabréfum sem síðan var
selt til dótturfélags okkar. Mark-
miðið með þessum kaupum var að
finna á ný leið tO að ná fram því
stefnumiði okkar að sameina
Kaupþing og FBA.
Ríkisstjórnin fékk sl. vetur heimild
Alþingis tO að selja bréf sem rfldð
átti eftir í bankanum og því var lýst
yfir að það yrði gert á fyrri hluta árs-
ins 1999. Það gerðist ekki og nú hef-
ur verið sagt að þau verði seld á síð-
ari hluta ársins án þess að enn hafi
verið gerð grein fyrir tímasetningum
og aðferðafræði."
Veruleg hagræðing
af sameiningu
Hvaða hagræðing felst í sameining
Kaupþings og FBA?
„I sameiningu þessara fyrirtækja
felst veruleg hagræðing og við gerð-
um talsvert ítarlega grein fyrir því í
fyrra. Hagræðingarmöguleikarnir
eru fyrst og fremst fólgnir í því að
báðir bankarnir eru mjög traustir og
framsæknir. Þeir eru að vinna á
mjög líkum grunni þó svo að styrkur
þeirra sé ólíkur. Styrkur FBA liggur
fyrst og fremst í mjög sterkum efna-
hagsreikningi, en styrkur Kaupþings
liggur fyrst og fremst í mjög öflugri
fjárvörslu og öflugri og traustri við-
skiptastofu. Við teljum að með því að
sameina kosti þessara banka yrði til
gífurlega öflugt fyrirtæki. Hag-
ræðingin er fyrst og fremst fólgin í
því að báðir aðOar eru að reyna að
sækjast eftir styrkleika hins. FBA er
að reyna að byggja upp öfluga miðl-
unardeOd og viðskiptastofu á sama
tíma og Kaupþing er að byggja upp
öflugri efnahagsreikning. Sameining-
in myndi því flýta fyrir þessari vinnu
sem nú er í gangi. Auk þess má sjá
fyrir sér einhverja kostnaðarhag-
ræðingu samfara sameiningu."
Samkvæmt heimOdum Morgun-
blaðsins könnuðu sparisjóðirnir
möguleika á sölu á hlutabréfum sín-
um í FBA strax í desember á síðasta
ári nokkrum vikum eftir að þau voru
keypt. Hvers vegna var þetta gert ef
þið ætluðu ykkur aOtaf að láta reyna
á hugmyndina um sameiningu FBA
og Kaupþings?
„Ég vek athygli á því að við vorum
að kaupa hlutabréf sem hafa ákveðið
verðgOdi og menn hljóta ævinlega að
vera að spyrja sig þeirrar spurningar
hvort verð þeirra eigi eftir að hækka
eða lækka. I Ijósi þess að menn hafi á
þeim tíma metið stöðuna eitthvað
óvissa þá kann vel að vera að það hafi
eitthvað verið kannað hvort það
fengist gott verð fyrir þau.“
Menn átta sig ekki á lögmál-
um hlutabréfamarkaðarins
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri og
stjórnarformaður Scandinavian Holding, tel-
ur að umræða sem skapast hefur um sölu
sparisjóðanna í hlut þeirrar í FBA til Orca
SA beri keim af því að menn átti sig ekki á
því hvaða lögmál gildi eftir að búið er að
setja fyrirtæki á markað og viðskipti með
hlutabréf þeirra eru orðin frjáls. Hann segir
að sparisjóðirnir hafí talið að of mikil áhætta
fylgdi því að eiga stóran hlut í FBA þegar
engin skýr svör fengust frá ríkisstjórninni
um næstu skref í einkavæðingu bankans.
Hvers vegna var sú leið farin að
stofna dótturfyrirtæki í Lúxemborg,
Scandinavian Holding, til að fara
með hlut sparisjóðanna og
Kaupþings í FBA í stað þess að
stofna fyrirtæki hér á landi?
„Það hefur verið hlutverk
Kaupþings að vera í fararbroddi við
að ryðja nýjungum braut á vettvangi
fjármálalífs á Islandi. Undanfarin ár
hefur lögum verið breytt og boðum
og bönnum aflétt þannig að fjár-
magnsmarkaður hér á landi lýtur
sömu reglum og erlendis. Það sem
við erum að gera er að tileinka okkur
viðskiptahætti sem lengi hafa þekkst
erlendis. Við ákváðum að setja þessi
hlutabréf í dótturfélag í Lúxemborg
vegna þess að okkur var kunnugt um
áhuga erlendra aðOa á að koma að
þessu máli með okkur og þeir þekkja
miklu betur allt lagalegt umhvei-fi í
Lúxemborg heldur en hér á íslandi.
Við töldum þess vegna að það kynni
að verða þægilegri aðkoma fyrir þá
ef þeir kæmu inn með þessum hætti.
Þetta var því undirbúningur undir
þann möguleika að taka inn í þetta
dæmi erlenda aðila.“
Er skattalegt hagi’æði af því fyrir
ykkur að selja þetta gegnum dótt-
urfélag í Lúxemborg?
„Kaupþing og sparisjóðirnir eru að
sjálfsögðu íslensk fyrirtæki sem lúta
íslenskum skattalögum. Verði sölu-
hagnaður greiðum við skatt af hon-
um samkvæmt gildandi lögum. Þau
fyrirtæki sem staðsett eru erlendis
lúta að sjálfsögðu erlendum lögum.
Skattahagræðið ræður ekki úrslitum
í þessu máli.“
Fengum engin svör
frá ríkisstjóminni
Hvers vegna tóku þið ákvörðun um
það í sumar að selja hlut ykkar í
FBA?
„Þegar við gengum eftir svörum frá
ríkisstjóminni um hvenær og ekki
síður með hvaða hætti yrði staðið að
sölunni á 51% hlut rfldssjóðs í FBA
fengum við engin skýr svör. Okkur
þótti óþægOegt að búa við þessa
óvissu í ljósi þess að við
vorum búnir að festa and-
virði þriggja mOljarða í
hlutabréfum í bankanum.
Þegar athygli okkar var
vakin á því að ríkissjóður
kynni að hafa frjálsari
hendur um sölu á bréfunum
heldur en áður var um "
talað, þ.e.a.s. að dreifð eignaraðOd
væri ekki eins afdráttarlaust skilyrði
og áður var rætt um, varð okkur ljóst
að það var talsverð áhætta fólgin í
þessari fjárfestingu okkar. Spari-
sjóðimir geta að sjálfsögðu ekki búið
við þá áhættu sem þessar aðstæður
skapa. Við kynnum að hafa setið uppi
með þriggja mOljarða fjárfestingu án
Hefðum Ifk-
lega ekki selt
bréfin ef við
hefðum fengið
skýr svör frá
stjórnvöldum
þess að hafa náð markmiði okkar og
búið við þá áhættu að geta ekki selt
nema eiga það á hættu að þessi hlutur
okkar lækkaði í verði. Þess vegna
ákváðum við að freista þess að selja
hlutabréfin og innbyrða þann hagnað
sem þau gáfu áður en bréfin kynnu að
lækka í verði ef að framvinda málsins
yrði með öðram hætti en við hefðum
kosið.“
Getur þú sagt eitthvað nánar um
samskipti ykkar við stjórnvöld í vor
og sumar?
„Við höfum fyrst og fremst átt sam-
skipti við viðsldptaráðherra um þetta
mál, en hann fer með bankamál fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar. Við ræddum
við hann í tvígang og hann sett einn
starfsmanna sinn í að hafa samskipti
við_okkur.“
Áttu þið ekki viðræður við forsætis-
ráðherra um þetta mál?
„Nei, við leituðum efth’ fundi með
forsætisráðherra, en því miður tókst
ekki að koma þeim fundi á.“
Nú hafði rikisstjómin lýst því yfir
að hún myndi selja 51% hlut sinn í
FBA á þessu ári og ekkert hafði kom-
ið fram sem benti tO þess að þeirri
ákvörðun yrði breytt. Hefði ekki kom-
ið tO greina að sjá tO í nokkrar vikur
eða mánuði í viðbót og láta reyna á
þessar yfirlýsingar áður en þið selduð
ykkar hlut?
„Eins og ég sagði eram við búnir að
bíða nokkuð lengi og ríkisstjómin hef-
ur áður frestað áformum um sölu.
Þegar við gátum ekki fengið neinar
upplýsingar um tímasetningu sölunn-
ar eða það form sem yrði á sölunni
treystum við okkur ekki til að bíða
lengur.“
Hvenær var sú ákvörðun tekin að
reyna að selja hlutabréfin?
„Þetta átti sér skamman aðdrag-
anda. Við ákváðum að kanna grand-
völl fyrir sölu í júlímánuði."
Orca SA bauð
mun betur
Hvers vegna er farin sú leið að selja
bréfin lokuðum hópi manna í stað þess
að bjóða þau upp á markaði?
„Það er nú einu sinni svo
að á verðbréfamarkaði
gOda lögmálin um framboð
og eftirspurn. Ef sett er á
markað mjög mikið magn
af bréfum á skömmum tíma
er eins líklegt að verðið
lækki. Þetta gera menn því
að sjálfsögðu ekki. Auk
þess kunna að vera fólgin ákveðið
verðmæti í því að selja stóran pakka
hlutabréfa í einstökum hlutafélögum
og þá gerist það ekki á almennum
markaði. Þess vegna var leitað eftir
því að selja þessi bréf utan markaðar-
ins eins og ávaflt er gert í slíkum við-
skiptum. Það era engin dæmi þess að
mjög stór sala fari fram í gegnum
Morgunblaðið/Arnaldur
GUÐMUNDUR Hauksson segir að mikil áhætta hafi fylgt því fyrir sparisjóðina að eiga svo stóran hlut í FBA
þegar óljóst hafi verið um næstu skref í einkavæðingu bankans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HAGNAÐUR sparisjóðanna af sölu hlutabréfanna í Orca SA er áætlaður 1.300-1.400 milljónir króna.
Verðbréfaþingið, a.m.k. ekki á borð
við sölu sem hér er um að ræða.“
Það hefur komið fram opinberlega
að tveir aðOar sýndu því áhuga að
kaupa hlutabréf Scandinavian Hold-
ing í FBA, annars vegar Orca SA og
hins vegar Eignarhaldsfélagið Hof.
Hvers vegna var ákveðið að selja bréf-
in tO Orca frekar en tO Hofs?
„Það er rétt að við fengum tvö tfl-
boð í bréfin og við tókum tOboði þeirra
sem buðu hærra. Það er eingöngu
verðlagningin sem ræður ákvörðun
okkar og engin önnur sjónarmið liggja
þar að baki.“
Var mikfll munur á tflboðunum?
„Já, það var mildll munur á þeim.“
Var forráðamönnum Hofs gefinn
kostur á að hækka tflboð sitt?
„Ég get ekki tjáð mig í smáatriðum
um hvemig viðræður við hugsanlega
kaupendur gengu fyrir sig. Ég tók
ekki þátt í þeim persónulega, en get
fullyrt að af hálfu Kaupþings var allan
tímann haldið á málum með það eitt
að leiðarljósi að fá sem hæst verð fyrir
þessi bréf.“
Höfðu þið vitneskju alveg frá upp-
hafi um hverjir væra eigendur Orca
SA?
„Persónulega hafði ég ekki hug-
mynd um það og mér finnst ósennflegt
að Kaupþing hafi í þessu máli lagt
mikla áherslu á að þekkja fyrirhugað-
an kaupendahóp í smáatriðum. Við
reynum ekki að velja úr okkar við-
skiptavini. Það er ekki okkar hlutverk.
Eftir að hlutabréf koma á markað era
þau seld hæstbjóðanda og nákvæm-
lega það sjónarmið réð ferðinni hjá
okkur.“
Á hvaða verði vora hlutabréfin
seld?
„Það verður kaupandi að upplýsa.
Við eram bundnir af bankaleynd að
öllu leyti hvað þessi viðskipti varðar,
bæði hvað varðar verð og kaupendur.“
Hver er hagnaður sparisjóðanna af
sölu þessara hlutabréfa?
„Hann er einhvers staðar á bflinu
1,3—1,4 mi0jarðar.“
Fjármagna sparisjóðimir eða
Kaupþing þessi kaup Orca og hvemig
er greitt fyrir bréfin?
„Ég get ekkert upplýst um ákvæði
þessa samnings."
Átta sig ekki á lögmálum sem
rflya á markaðinum
Nú liggur fyrir þessi yfirlýsing
forsætisráðherra frá því í ágúst í
fyrra um að það gæti verið skynsam-
legt að setja reglur sem tryggja
dreifða eignaraðild að bönkunum.
Veltu stjórnendur sparisjóðanna
ekkert fyrir sér að þessi sala, sem
fer fram á sama tíma og ríkisstjórnin
er að undirbúa sölu á 51% hlut sín-
um í FBA og á hlut ríkisins í ríkis-
viðskiptabönkunum, gæti sett einka-
væðingaráfonn ríkisstjórnarinnar í
uppnám?
„Nei, því fer fjarri. Við höfum al-
veg frá fyrstu tíð gert öllum ljóst
hver markmið okkar voru og hvaða
óskir við hefðum fram að færa í
þessum efnum. Bæði ríkisvaldið og
öðram aðilum sem hefði haft áhuga á
að koma að þessu máli
með okkur var opið að
gera það allan tímann. Við
leituðum eftir viðræðum
við stjórnvöld um þessi
mál, en þau áttu aldrei
frumkvæði að því að hafa
samband við okkur. Það
að bíða frekar hefði kallað ..... 1,1
á meiri áhættu eins og ég hef áður
sagt og hún var óviðunandi fyrir
okkur.
Ég vil segja um einkavæðingará-
form ríkisstjórnarinnar og þá miklu
umræðu sem farið hefur fram í kjölf-
ar þessarar sölu að mér finnst um-
ræðan hafa borið talsvert mikinn
keim af því að menn hafi ekki áttað
sig á því hvaða lögmál gilda eftir að
búið er að setja fyrirtæki á markað
og viðskipti með hlutabréf þeirra era
frjáls. Ég tel að umræðan um þessi
mál núna sé góð og holl og ég tel að
menn þurfi að ígrunda mjög vand-
lega öll skref áður en þau era stigin.
Þess vegna held ég að þessi sala
okkar, sem virðist hafa komið mörg-
um í opna skjöldu, sé af hinu góða ef
hún getur leitt til þess að menn skilji
betur eðli verðbréfamarkaðar á eft-
ir. Það hefði verið miklu verra ef
ríkisstjórnin hefði verið búin að
stíga skref í sölu hlutabréfa í ríkis-
viðskiptabönkunum án þess að gera
sér að fulla grein fyrir því hvað slíkt
getur haft í för með sér.
Ég vfl taka fram að ég hef fullan
skilning á áhyggjum forsætis-
ráðherra um samþjöppun valds í
þessum málum. Það er hins vegar
svo að ströng lög og mikil höft á við-
skiptum með hlutabréf samræmast
illa verðbréfaviðskiptum í dag. Ekki
liggja almennt kvaðir á fyrirtækjum
sem eru skráð á Verðbréfaþingi ís-
lands, en tfl að tryggja að þróun við-
skiptalífsins sé með eðlilegum hætti
þarf að setja ákveðnar skorður því
að öllu frelsi eru takmörk sett. Þess
vegna er Samkeppnisstofnun
útvörður eftirlits í almennu við-
skiptalífi og ég skil mjög vel að for-
sætisráðherra og aðrir ráðamenn
vilji sjá fyrir sér að eitthvert sam-
bærflegt eftirlit geti verið með
þróun mála í bankakerfinu."
Þú telur þá ekkert óeðlilegt við að
ríkisstjórnin ákveði nú að staldra við
og endurskoða fyrri áætlanir um
sölu bankanna?
„Ég tel nauðsynlegt að ríkis-
stjórnin átti sig á því, sem og Alþingi
og almenningur, hvað opinn og frjáls
verðbréfamarkaður þýðir.“
Nú kann einhver að spyrja, fyrst
fyrirtækjablokk sem stendur á bak
við Orca SA, hefur keypt stóran hlut
í FBA er þá nokkuð óeðlilegt að fyr-
irtækjablokk undir forystu Burð-
aráss kaupi Landsbankann og fyrir-
tækjablokk undir forystu Sam-
bandsfyrirtækja kaupi Búnaðar-
bankann. Er þetta framtíðarsýn sem
þér lýst vel á?
„Nei, almennt er ég á móti blokka-
myndun í viðskiptalífinu. Ég tel að
hún sé ekki af hinu góða. Ég vil sjá
fyrir mér mikla samkeppni því það
er ljóst að mestar framfarir í ís-
lensku efnahagslífi síðustu ár má
rekja tfl aukinnar samkeppni og
sterkari og betri fyrirtækja sem
kunna að athafna sig í slíku um-
hverfi. Nákvæmlega sama þarf að
eiga sér stað á fjármagnsmarkaði og
það gefur auga leiða að einhver skýr
blokkamyndun á þeim markaði væri
óheppileg."
Erum ekki að stuðla
að blokkamyndun
En voru sparisjóðirnir ekki að
stuðla að slíkri þróun með því að
selja hlutabréfin til Orca SA?
„Nei, fjarri lagi og mér finnst
mjög miður ef menn leggja þennan
skilning í gerðir sparisjóðanna. í
grundvallaratriðum er málið ein-
faldlega það að við keyptum hluta-
bréf á almennum markaði og seld-
um þau aftur, sem betur fer með
umtalsverðum hagnaði. Við teljum
ekki að það sé okkar að ákvarða
hver kaupandinn sé nákvæmlega.“
Hefur þú sem einn af for-
svarsmönnum sparisjóðanna engar
áhyggjur af því að þessi sala og það
pólitíska uppnám sem hún virðist
hafa vakið hafi einhver
áhrif á framtíð spari-
sjóðanna, t.d. að lögunum
um sparisjóði verði breytt
og eignarhaldi á þeim
verði breytt?
„Ég tel nú að menn
muni ekki taka neinar
..."".... óvarlegar ákvarðanir í
þeim efnum. Við skulum hafa í huga
að sparisjóðirnir eru elstu fjármála-
fyrirtæki landsins og þau hafa
skilað íslensku þjóðlífi miklum
verðmætum. Þetta eru staðbundnar
stofnanir sem hafa gegnt lykilhlut-
verki í sinni heimabyggð, tekið mik-
inn þátt í atvinnulífinu og uppbygg-
ingu þess, skilað hagnaði, greitt
Gott ef þessi
sala getur leitt
til betri skiln-
ings á frjáls-
um hlutabréfa-
markaði
mikla skatta til samfélagsins og
stutt rið ýmiss konar menningar-
mál. Ég tel að það sé í rauninni leit-~
un að fyrirtækjum sem hafa skilað
þjóðfélaginu jafnmiklum verðmæt-
um og sparisjóðirnir hafa gert. Þess
vegna tel ég fráleitt að láta sér detta
í hug að stjórnvöld fari að breyta
rekstrarumhverfinu nema þá í fullu
samráði við þá sjálfa.“
Þið hafi hagnast vel á sölu þess-
ara hlutabréfa og því vaknar sú
spurning hvað ætlið þið að gera við
þá peninga sem þið eruð nú með í
höndunum. Hafa sparisjóðirnir
áhuga á að nota þessa fjármuni til
að kaupa t.d. hlut í Búnaðarbankan-
um?
„Það hefur engin ákvörðun verið
tekin um það. Við erum rétt að ljúka
þessum viðskiptum og ekki er búið
að móta neina stefnu til framtíðar í
þessum efnum. Sem betur fer hafa
mörg dótturfyrirtæki okkar gengið
mjög vel. Ég vil sérstaklega nefna
Kaupþing í þessu sambandi, sem
kemur að þessu máli og spilar stórt
hlutverk í þessum viðskiptum öllum.
Kaupþing hefur vaxið gífurlega
hratt og þarf á miklum fjárhagsleg-
um styrk að halda varðandi frekari
uppbyggingu. Það kemur til greina
að setja meira eigið fé inn í þann
banka þó um það hafi ekkert verið
ákveðið. Það er allaveg ljóst að
þessir fjármunir munu styrkja stöðu
sparisjóðanna í heild sinni.“
Er áhugi innan sparisjóðanna á að
þeir verði virkir aðilar í þeim breyt-
ingum sem verða á bankakerfinu á
næstu misserum gangi áform ríkis-
stjórnarinnar um einkavæðingu eft-
ir?
„SparisjóðO’nir hafa tekið þátt í
þróun fjármagnsmarkaðar á íslandi
alla tíð. Nú á síðari árum með því að
brydda upp á nýjungum sjálfir í
þjónustu, en jafnframt með því að
stofna dótturfélög sem sinna ein*
stökum þáttum. Oll þess fyrirtæki
hafa gengið mjög vel og spari-
sjóðunum hefur vegnað mjög vel.
Við munum að sjálfsögðu skoða alla
þá möguleika sem kunna að gefast í
einkavæðingaráformum ríkisstjórn-
arinnar. Ef við teljum að einhver
kaup á hlutabréfum ríkisins falli að
hagsmunum sparisjóðanna með ein-
hverri uppstokkun í huga munum
við að sjálfsögðu skoða þau mál
vandlega.“
Samstaða milli
sparisjóðanna
Hafa verið mikil átök innan spari-
sjóðanna um þessa sölu?
„Nei, það er engan veginn hægt
að segja það. Sparisjóðirnir eru
sjálfstæðar stofnanir og allt okkar
samstarf byggist á því að það hefur
hver einstakur sparisjóður rétt til
að tjá sig um þessi mál. Þannig að
segja má að samstarf sparisjóðanna
sé byggt á mjög lýðræðislegum
grundvelli. Slíkt fyrirkomulag kallar
auðvitað á mikil skoðanaskipti og
það kann sitt að sýnast hverjum um
þau mál sem eru uppi á borðum á
hverjum tíma. Almennt talið er góð
samstaða milli sparisjóðanna og við
höfum staðið vel og myndarlega á
bak við öll verkefni sem við höfum
tekið að okkur. Þetta verkefni sem
við erum nú að fjalla um er engin
undantekning frá því.“
Hefur þú verið beittur pólitískum
þrýstingi á síðustu dögum eftir að
þetta mál komst í hámæli?
„Ég hef margoft verið spurður
um þetta á síðustu dögum. Því er til
að svara, að það hefur enginn reynt
að beita okkur þrýstingi í þá veru að
taka ákvarðanir aðrar en þær sem
við teljum eðlilegar og bestar fyrir
sparisjóðina.“
Þú segir að sú ákvörðun ykkar að
selja nú sé ekki síst tilkomin vegna
þess að þið fenguð engin svör frá
ríkisstjórninni um næstu skref. Tel-
ur þú þá að ef óánægja sé innan
ríkisstjórnarinnar með þessa sölu að
geti hún sjálfri sér um kennt?
„Ef okkur hefði verið ljóst hvort
og með hvaða hætti ríkisstjórnin
hygst selja hlutabréf sín í FBA og
að þau áform færu saman við okkar
hugmyndir er líklegt að við hefðui?
ekki tekið ákvörðun um sölu núna.“