Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 45^
:
' :
eldrum og biðum við spennt eftir að
þið kæmuð. I ágúst í fyrra þegar
geislameðferð var búin og allt leit
vel út, var gaman að taka á móti
ykkur hér í Eyjum. Manstu allar
óvissuferðimar sem við fórum og
manstu hvað þú varst alltaf hissa
þegar einni ferðinni var lokið og ég
sagði þér að ein væri eftir og fleiri
tækju við? Pú fórst í ævintýraferð í
náttúrugripasafnið þar sem þú
fékkst að gefa fiskunum og fengum
við að rölta um búrin vegna sér-
stakrar góðvildar safnvarðarins
sem sagði þér nöfnin á fiskunum um
leið og þú gafst þeim loðnu eða ann-
an mat. Nú, síðan fórum við í heim-
sókn til vinar okkar sem gaf þér
fullt af nammi í poka og þvílík veisla
framundan, enda var gaman að
fylgjast með hvað augu þín geisluðu
af gleði yfir hverri óvissuferðinni
sem farin var. Síðan fórum við út í
höfða til að sjá hvað Eyjan er falleg
í sólsetrinu og manstu hvað þú varst
hugfanginn af öllu saman? Já, við
tókum eftir því að það var svolítill
Vestmannaeyingur í þér. Þú hafðir
þennan kraft og lífsneista sem við
öll þurfum.
Já, elsku frændi, við höfum lært
margt af þér, þú gafst okkur mikið
og eigum við þér margt að þakka.
Sú ferð sem við fórum til Húsavíkur
í sumar var alveg yndisleg því þá sá
maður hvað þú varst orðinn hress
og var ekki að sjá að þú hefðir
gengið í gegnum allar þær þjáning-
ar sem meðferðin hefur í fór með
sér. Ferðin tók enda og var leiðin-
legt að kveðja þig og ykkur öll, en
ákveðið var að þið mynduð koma til
Eyja núna í ágúst þegar lunda-
pysjutíminn byrjaði. Við vorum rétt
komin til Eyja þegar afi þinn
hringdi í okkur og sagði að þú hefð-
ir verið fluttur tU Reykjavíkur með
sjúkraflugi núna í byrjun ágúst og
það væru ekki góðar fréttir af þér,
sjúkdómurinn hefði tekið sig upp
aíftur, en auðvitað trúðum við á
kraftaverk, sem dugði okkur þó
ekki. Þú varst sendur heim aftur tU
að dvelja í fangi mömmu þinnar og
pabba og afa og ömmu því ekkert
var hægt að gera, aðeins tíminn
myndi leiða í ljós hversu lengi þú
fengir að vera hjá okkur.
Elsku frændi minn, þvílík sorg og
eftirsjá, ég er fátækur af orðum en
ósk okkar er sú að þér Uði vel og þú
sért þar sem þín hefur verið beðið í
faðmi góðs fólks sem mun vera stolt
af þér og finna þá blíðu sem þú
sýndir okkur. Elsku frændi, hugur
minn mun ávallt vera hjá þér og
pysjuveiðamar sem við áttum eftir
að fara á, þær skulum við eiga í
minningunni fyrir okkur tvo. Elsku
frændi, áfallið er mikið fyrir okkur
öll, en fyrir foreldra þína og afa og
ömmu er það ólýsanlegt.
Ég skal lofa þér því, kæri frændi,
að ég skal hugsa vel um mömmu
þína og pabba, afa og ömmu, fólkið
sem þér hefur verið svo kært og
fólkið sem hefur umvafið þig hlýju í
veikindum þínum. Vonandi sjáum
við í gegnum þetta dökka ský sem
lagst hefur yfir okkur öll, því við
verðum að trúa að lífið haldi áfram
því við höfum fyrir svo margt að
lifa, litla bróður þinn sem kveður
þig hinsta sinni og skilur ekki til-
ganginn með því að þú sért tekinn
frá honum.
Pétur minn, við eigum eftir að
hittast og þá förum við í margar
óvissuferðir, ferðir þar sem þú verð-
ur leiðsögumaðurinn og ég fylgi þér
eftir. Ég kveð þig, elsku frændi, og
þakka þér allt sem þú hefur gefið
okkur. Ég tel mig ríkan að hafa
kynnst þér. Linda og stelpumar
senda þér ástarkveðjur, megir þú
hvfla í friði og englar himinsins
vemda þig og varðveita.
Hvífólnarjurtinfriða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar bamið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hvíverðurvonogyndi
svo varpað nið’r í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
Svo spyrjum vér, en vonum
þávísdómDrottinsá
og hugsum sæl hjá honum
vor hjartkær bömin smá.
Þótt hrelling herði’ að brjósti,
vér huggumst við þá trú,
í bestu fóður-fóstri
þau falin séu nú.
(Höf.ók.)
Þinn frændi
Halldór.
Nú ertu farinn frá okkur, elsku
Pétur minn. Það er svo erfitt að
skilja þetta, þetta er svo hryllilega
óréttlátt. Ég sit héma með kökkinn
í hálsinum og tárin streyma enda-
laust niður. Þetta er svo sorglegt og
erfitt. Þú varst aðeins níu ára gam-
all og áttir allt iífið fram undan og
ansi varstu efnilegur strákur. Þú
varst svo vel gefinn og hraustur, svo
skemmtilegur og ofboðslega góð
sál. Svo allt í einu hrynur allt þegar
þú greinist með þennan hræðilega
sjúkdóm. í fyrstu vomm við svo
svartsýn á að þér myndi batna en
þú sýndir okkur hvað í þér bjó og
þú varst svo mikil hetja og náðir að
sigrast á þessum hræðilega sjúk-
dómi. En svo þegar allt gekk svo vel
þá kom annað áfall. Krabbameinið
var komið aftur og nú gátu lækn-
amir ekkert gert og þú, hetjan okk-
ar allra, varðst að játa þig sigraðan.
Við emm öll svo dofm og vfljum
ekki trúa því að þú sért dáinn.
Þú varst svo yndislegur strákur,
algjör gullmoli. Þú varst svo mikil
sál og vildir öllum allt gott enda
fékkstu yndislegt uppeldi frá þínum
ástríku foreldram og speglaðist það
líka í þinni kærleiksríku framkomu.
Það var svo skemmtilegt að koma í
heimsókn til þín. Ég fann alltaf
hvað þér þótti gaman að fá gesti til
þín og hversu vel þú tókst alltaf á
móti mér. Ég man þegar ég kom
norður á Húsavík á nýársdag fyrir
einu og hálfu ári. Það var svo yndis-
legt. Eg settist í sófann hjá ömmu
og afa og þú varst um leið kominn
til mín og þú settist alveg klesstur
við hliðina á mér, tókst utan um mig
og gafst mér mynd sem þú hafðir
teiknað af öllum sem vom á staðn-
um, þar á meðal mér og kærasta
mínum, og þú varst líka búinn að
skrifa nöfnin okkar við. Það var líka
skemmtilegt að tala við þig því þú
varst svo vel gefinn enda sást það á
einkunnunum þínum í skólanum
þegar þú gast ekki einu sinni mætt í
skólann nema í klukkutíma á dag í
vetur. Samt varstu með þeim hæstu
í bekknum. Mamma þín lagði sig
líka alla fram við að kenna þér
heima og passa upp á að þú myndir
ekki dragast aftur úr. Það var svo
fallegt samband á milli þín og
mömmu þinnar. Þið vomð svo mikl-
ir félagar og háð hvort öðm.
Eitt skiptið þegar ég kom norður
á Húsavík í heimsókn fór ég að
horfa á þig á fótboltaæfingu.
Mamma þín var búin að segja mér
að þú hefðir svo sem ekkert sér-
staklega mikinn áhuga á þessu en
þú hefðir nú bara gott af þessu. Það
fyrsta sem ég sá á vellinum varst þú
þar sem þú hljópst fremstur í flokki
með boltann og nokkrir krakkar á
eftir þér. Þegar þú sást mig koma
skápti boltinn engu máli lengur, þú
einbeittir þér af að heilsa mér stolt-
ur og glaður og um leið var boltinn
farinn af fótunum þínum. En þér
var alveg sama, þú náðir að heflsa
mér. Þessu augnabliki gleymi ég
aldrei.
Þegar þú varst héma í Reykjavík
í meðferðinni reyndi ég að heim-
sækja þig sem oftast, það var svo
yndislegt þegar þú komst hlaupandi
á móti mér niður stigann og hopp-
aðir í fangið á mér. Þú varst svo
ófeiminn við að sýna tilfinningar
þínar og ofboðslega varstu við-
kvæmur fyrir því þegar maður var
að hrósa þér. Við fómm líka í sund
saman og fengum okkur hamborg-
ara á eftir en þú borðaðir ekkert
þar sem þú hafðir eytt öllum þínum
kröftum í sundinu þar sem þú
reyndir að „tortíma" mér og
kærasta mínum, eins og þú orðaðir
það svo skemmtilega. Það var ekki
að sjá í sundlauginni að þú hefðir
verið alvarlega veikur því þú ham-
aðist og hamaðist við leik. En svona
varstu bara, ákveðinn og staðráðinn
í að skemmta þér þar sem þú varst
búinn að hlakka svo til að fara í
sund með okkur. Við skemmtum
okkur líka konunglega og það var
svo saman að sjá hvað þú varst
ánægður.
Elsku Pétur Davíð minn, mér
þótti svo leiðinlegt að geta ekki hitt
þig héma fyrir sunnan fyrir stuttu
og fá að kyssa þig bless þar sem þú
varst svo veikur því ég vissi að ég
myndi ekki hitta þig aftur eftir að
þú færir norður. Minningamar sem
ég á um þig em svo dýrmætar í
huga mér og ég mun allaf minnast
þín sem yndislegs drengs og góðs
vinar.
Elsku Anna Soffía mín, Pétur
Guðni, Brynjar Friðrik, amma og
afi, missir ykkar er svo mikill og ég
bið guð um að styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Guð geymi þig, elsku Pétur Davíð
minn.
Þín frænka
Matthildur Halldórsdóttir.
Elsku frændi, það eru mörg orð
ósögð um þig, en við vitum það
báðir að þú ert baráttumaður mik-
ill. Ég minnist þess þegar við vor-
um saman á spítalanum ásamt for-
eldrum þínum og þið vorað að kalla
mig ýmsum skrítnum nöfnum. Þá
var mikið hlegið og ég mun ávallt
hlæja og gleðjast í hjarta mínu
þegar ég rifja upp þessa daga sem
við áttum saman. Á því er enginn
vafi að án hjálpar þinnar, Önnu
frænku og Péturs Guðna hefði
dvölin verið löng og ströng. Ég hef
átt marga erfiða daga eftir að dag-
ar þínir voru taldir, en ég trúi því í
hjarta mínu að við eigum eftir að
hittast á ný.
Anna frænka, Pétur Guðni,
Brynjar Friðrik, amma og afi, ég
sendi ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og megi Guð vera með
ykkur.
Þinn frændi og vinur
Hafþór Axel.
Kæri frændi og vinur!
Árin þín vom alltof fá, en minn-
ingamar um þig em margar, allar
jafn bjartar og fallegar.
Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur hug þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín. (Kahlil Gibran)
Ég og pabbi þökkum fyrir þær
stundir sem við áttum með Pétri
Davíð. Elsku Anna, Pétur, Brynjar
Friðrik, amma Matta, afi Daddi og
aðrir ástvinir, megi Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Þínir frændur
Daníel Orn og Einar Axel.
Á stundum sem þessum spyr
maður sig margra spuminga. Sp-
uminga sem fást ekki svör við. Því
að taka svo góðan dreng frá okkur?
Dreng sem var alltaf svo góður við
alla og í bióma lífsins. í dýpi sálar
minnar hef ég þó fengið sannfær-
ingarkraft og víst er að þér er ætlað
mikið og stórt hlutverk. Ég mun
ávallt minnast tilvistar þinnar hér á
meðal okkar meðan sála þín var
klædd musteri sínu, en á því leikur
enginn vafi að í hjarta mínu er stað-
ur sem enginn kemst að nema þú og
ég. Þann stað ætla ég að rækta og
þar finnum við kærleikann saman.
Það er svo margt sem ég átti eftir
ósagt, en ég vil að þú vitir að í dýpi
sálar þinnar hvflir mikill friður sem
þú gast gefið af þér meðan þú varst
á meðal okkar. Þú sýndir mér hve
mikilvægt er að rækta það góða
sem í okkur býr og að þakka fyrir
það góða sem við eigum. Því vii ég
þakka fyrir það að hafa fengið að
kynnast þér og kveð með þessum
orðum góðan vin með miklum sökn-
uði og táram. Vin sem á stað í
hjarta mínu, að eilífu.
Hlutverk þitt
er æðra en mitt.
En lítilmegnugur er
sá sem ekki sér.
Hafið líkt og sálin
tilgang þann ber.
Vér sjáum glöggt
bamið þann ber.
Gjöfinaþúgafstmér
í hjarta er.
Græt um nætur,
en er þjá þér.
Veginn gengur
dyr Guðs opnast þér.
Vak yfir mér
þá Ijós þitt sé.
(Halldór Bjarki.)
Elsku Anna Soffía, Pétur Guðni
og litla ljósið Brynjar Friðrik, afi
Daddi og Amma Matta, ég sendi
ykkur öllum sem og öðmm ástvin-
um mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi Guð almáttugur láta blessun
sína og Ijós sitt lýsa yfir ykkur.
Halldór Bjarki.
Elsku Pétur Davíð.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
hugsa tij þess að þú sért farinn frá
okkur. Árin þín vom allt of fá, þú
varst ekki nema níu ára. Við vomm
svo lánsamar að fá að kynnast þér,
þú hafðir svo marga kosti til að
bera.
Þú varst mikið náttúmbam og
hafðir gaman af því að fara í veiðit-
úra með mömmu, pabba og afa
Dadda.
Dýravinur varstu mikill og máttir
ekkert aumt sjá.
Tónlistin var þér í blóð borin og -
fórstu snemma að spila á hljóðfæri
með góðum árangri.
Þú varst traustur vinur og eign-
aðist marga góða vini, bæði stóra og
smáa. Baráttumaður varstu, sem
sýndi sig best í erfiðum veikindum
þínum en aldrei gafst þú upp og
ekki heyrðum við þig kvarta né
kveina þótt við sæjum að þér liði
ekki alltaf vel.
Elsku Pétur, þú varst svo lán-
samur að eiga góða foreldra og
bróður og aldrei vom amma Matta
og afi Daddi langt undan.
Kæri vinur. Það er sárt að þurfa
að kveðja þig en minning þín er
sterk og mun hún lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð. Við vitum að -
þú ert í góðum höndum. Vertu sæll,
góði vinur, og guð blessi þig.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
guð í skjóli þínu.
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vakni þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Elsku Anna Soffía, Pétur Guðni,
Brynjar Friðrik og aðrir ástvinir.
Guð styrki ykkur í þessari miklu
sorg en megi minning um yndisleg-
an dreng verða ykkur huggun í
framtíðinni.
Hjördís og Eyrún.
OLAFUR
ÞORSTEINSSON
+ Ólafur Þor-
steinsson fædd-
ist í Neskaupstað
11. ágúst 1929.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 4.
ágúst siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Reyðar-
fjarðarkirkju 12.
ágúst.
Það em alltaf viss
þáttaskil í Mfi manns
þegar andlát náins ætt-
ingja ber að, jafnvel þótt um
nokkum aðdraganda hafi verið að
ræða. Þannig fór fyrir mér þegar ég
frétti að Óli fóstbróðir væri allur.
Mig langar að minnast hans með
nokkrum orðum, en hann var lagð-
ur til hinstu hvílu við hhð konu
sinnar Guðnýjar Stefánsdóttur
fimmtudaginn 12. ágúst. Foreldrar
Óla hétu Jarþrúður og Þorsteinn
Einarsson og áttu heima í Nes-
kaupstað og þaðan kom Óli. Fullt
nafn hans var Ólafur. Til Reyðar-
fjarðar kom hann 1939 og var þá
rétt 10 ára gamall. Hann var kom-
inn til að dvelja hjá nánum ættingj-
um sínum um lengri eða skemmri
tíma, þeim Jónasi P. Bóassyni og
konu hans Valgerði Bjarnadóttur.
Þegar ég frétti að Óli væri allur
hrönnuðust upp minningar frá liðn-
um ámm og hugurinn reikaði til
unglingsáranna heima
á Bakka. Foreldrar
mínir tóku honum með
mikilli blíðu og um-
hyggju og kappkost-
uðu að láta honum Mða
vel. Þegar þetta er var
móðir hans dáin fyrir
nokkmm ámm og
hann því oft búinn að
vera einmana Mtfll
drengur. Fljótlega fór
ÓM að una hag sínum á
Bakka og falla inn í
hið daglega líf og starf
heimilins. Oft var
margt um manninn og
mikið fjör og var ÓM þar enginn
eftirbátur. Hann varð fljótlega
einn af Bakkasystkinunum. Sér-
stök vinátta varð með þeim Bjarna
bróður okkar og honum og áttu
þeir saman margar ánægjustundir
og brölluðu ýmislegt sem ekki
verður rakið hér.
Þegar fram liðu stundir varð
hann Reyðfirðingur í húð og hár og
þar ól hann allan sinn aldur. Óli var
mikill eljumaður, duglegur og ósér-
hlífinn og stundaði alla almenna
verkamannavinnu bæði til sjós og
lands. Nú síðastliðin 20 ár var hann
verkstjóri í Sfldarbræðslunni á
Reyðarfirði og starfaði þar meðan
þrek entist. Hann hafði gaman af
ferðalögum og þau hjón brugðu sér
oft út fýrir landsteinana. Enska
tungu kunni Óli nokkuð vel, enda
ólst hann upp á tímum hersetunnar
og kunni þar frá mörgu að segja.
Eiginkona Óla hét Guðný Stefáns-
dóttir en hún lést sumarið 1994.
Hún var líka frá Reyðarfirði og var
mikill Reyðfirðingur í sér. Þau
vora leikfélagar og vinir frá bam-
æsku og ólust upp sitt hvorum
megin við Bakkalækinn. Þau eign-
uðust sjö böm en misstu ungan
dreng. Systkinin era öll efnisfólk
sem gott hefir verið að kynnast.
Þau em öll búsett á Reyðarfirði
nema elsta dóttirin, sem er kennari
í Fellabæ. Ólafur hefði orðið 70 ára
núna 11. ágúst og má því segja að
farsæl ævileið sé á enda gengin þó
gjarnan hefðum við kosið að njóta
hans lengur.
Kæra systkin og fjölskyldur, nú
kveð ég Óla fóstbróður og þakka
honum samfylgdina og ykkur votta
ég samúð og hlýhug. Megi Guð *
hugga ykkur og okkur öll sem hon-
um voru náin.
Guð blessi góðan dreng.
Nú lýkur degi sól er sest,
nú svefnfrið þráir jörðin mest.
Nú blóm og fuglar blunda rótt
og blærinn hvislar: Góða nótt
(Vald. V. Snævarr)
Auður Jónasdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru'-
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 669 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
t*að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar^j^
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
I