Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 47^ og gerði minna úr ef að var spurt. Sigga í Hjarðarholti, eins hún var alltaf kölluð af samferðafólkinu, var mikil félagsmálakona. Á þeim vett- vangi kom hún víða við. Hún vann vel í félaginu sínu, Ungmennafélagi Stafholtstungna, og var um hríð for- maður. Þá var hún virk í starfí UMSB. Var í stjóm um árabii og formaður í þrjú ár, 1986-1988. Hún var einmitt formaður UMSB þegar ákveðið var að sækja um 22. lands- mót UMFÍ er fór fram í Borgamesi 1997. Þar sýndi stjóm UMSB mikið hugrekki og framsýni er markað hefur heillaspor fyrir Borgarfjarð- arhérað í heild. Sigga starfaði að mörgum verkefnum innan UMSB og vann þau öll af alúð og samvisku- semi. Lagði hún fram starfskrafta sína þar sem hún taldi að verk hennar kæmu að sem bestum not- um, frekar en að vinna aðeins að áhugamálum sínum. Mörg síðustu landsmót UMFI sá hún t.d. um veit- ingar í tjaldi UMSB ásamt öðrum. Hún sat í ritnefnd Borgfirðings og ýmsum nefndum innan UMSB og var einning í starfshópum á vegum heildarsamtakanna - UMFI. Sigga var vel ritfær og gat kastað fram stökum þótt hún flíkaði lítt þeim hæfileikum. Hún var mikil náttúru- unnandi og náttúruvemdarsinni og leiklistin var henni mikið áhugamál. Vann hún vel að þeim málum innan leikdeildar Ungmennafélags Staf- holtstungna og einnig á landsvísu. Það var einmitt í leiklistarstarfi í mars 1998 sem röddin brást henni. Við rannsókn kom í ljós sú mein- semd sem hrifið hefur hana frá okk- ur. Æðruleysi og tillitssemi ein- kenndi framkomu Sigríðar Þor- valdsdóttur. Hún var alltaf tilbúin að fóma tíma sínum í félagsstörf og æðraðist lítt þótt eitthvað kæmi upp á. Var hún fljót til og leysti verkefn- in af hendi eins rösklega og kostur var. Minnisstætt er tölvuslysið mikla hjá UMSB. Nokkrir dagar vom í ársþing, en Sigga var þá for- maður. Búið var að leggja mikla vinnu í ársskýrslu og komið að loka- frágangi. Við þá vinnu varð óhapp sem olli því að margra vikna starf var að engu orðið. Þegar henni vora tjáð tíðindin sagði hún aðeins: „Segðu mér bara hvað ég get gert til að flýta fyrir." Við störfuðum með þér í áratugi í stærstu félagsmálahreyfinu lands- ins - ungmennafélagshreyfingunni. Við þökkum þér áralaga vináttu og ánægjulegt samstarf, allt það sem þú lagðir af mörkum. Biðjum góðan Guð að styrkja ástvini Sigríðar í Hjarðarholti í sorg þeirra - vitandi að enginn getur tekið minningamar um hana frá okkur. Ingimundur Ingimundarson, Einar Ole Pedersen. Það er með miklum söknuði og harm í huga sem við félagar í Leik- deild Ungmennafélags Staf- holtstungna kveðjum félaga okkar og foringja, Sigríði Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti, hinstu kveðju. Sigga í Hjarðarholti, eins og hún var alltaf kölluð, var einn af stofn- endum leikdeildarinnar. Hún tók þátt í öllum uppfærslum hennar og síðustu ellefu árin var hún formaður og formennska hennar var ekki nein sýndar toppstaða heldur raun- veraleg forysta. Hún hvatti fólk og örvaði til starfa, gekk í öll verkefni af krafti og áhuga, hvort sem það var að fá leikstjóra, lesa leikrit sem til greina kom að sýna eða telja fé- lögum, sem tregir voru að taka að sér hlutverk, hughvarf og fá þá upp á sviðið. Oft tók hún aðkomuleik- stjóra inn á heimili sitt án þess að telja til endurgjalds og ferðir sem hún fór í erindum leikdeildarinnar vora óteljandi. Þetta gerði hún með- fram húsmóðurstarfi á umsvifa- miklu heimili þar sem rekinn var myndarlegur búskapur og margir áttu erindi á vegna félagsstarfa beggja hjóna. Þannig mætti áfram telja, en það sem þó skipti mestu var hvílíkur aflgjafi hún var í hópn- um. Það sem okkur hinum þótti meiri háttar vandamál var í huga hennar aðeins verkefni sem þurfti að leysa og hún gekk að því heils- hugar. Enda er sannleikurinn sá, að væri leikdeildin nefnd kom mönnum Sigga í hug og hvenær sem Siggu var getið var leikdeildin það sem menn minntust fyrst og hafði hún þó víða tekið rösklega til hendi í fé- lagsmálum og á öðram sviðum. Það segir betur en nokkuð annað hve mikið við höfum misst. Forysta hennar einkenndist ekki af fyrir- gangi eða pilsaþyt, hvar sem hún fór laðaði hún að sér fólk með hóg- værð, Ijúfmennsku og góðlátlegri kímni og ró hennar og yfirvegun var jafnan söm og jöfn, þó að illa liti út, komið að framsýningu og allt á suðumarki. Hún var laus við alla sýndarmennsku og tildur, kom eins fram við alla, unga og aldna, og átti létt með að vinna með bömum, enda stjómaði hún sýningum nem- enda grannskólans á Varmalandi með góðum árangri. Um leið og hún veitti deildinni okkar farsæla forystu var hún virk í samtökum áhugaleikfélaga. Var fulltrúi okkar á þingum Bandalags íslenskra leikfélaga og átti sæti í varastjóm þess og í hópi sem veitti umsögn um handrit sem til greina kom að sýna. Þar naut hún virðing- ar fyrir störf sín og þekkingu og áhuga á íslenskri leiklist, enda fylgdist hún með öllu sem gerðist á þeim vettvangi og var tíður gestur í leikhúsi, ekki síst hjá áhugamanna- félögum, og var fréttaritari Leiklist- arblaðsins á Vesturlandi. Leiklistin er öðram fremur nefnd list augna- bliksins og þeir sem gefa sér tóm til þess að njóta hennar eignast mörg gullin augnablik, sem þeir geta geymt með sjálfum sér, en eiga ekki alltaf létt með að láta aðra njóta með sér. Við leikdeildarfélagar eig- um minningar um mörg slík augna- blik sem við eigum henni Siggu að þakka. Þessar minningar þyrpast að okkur nú á kveðjustund og slá birtu á þungan skýjabakka sorgar og eftirsjár. Við vitum að skarðið í deildinni okkar er stórt og skarðið í vinahópnum og frændgarðinum enn stæira, en huggun okkar er sú að yfir minningunni er birta og heiðrík fegurð. Við biðjum þann Guð sem gefur og tekur að styrkja fjölskyldu, ætt- ingja og alla sem nú syrgja og sakna í sorginni og biðjum hann að blessa þeim minningu merkrar og sérstæðrar konu. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Leikdeild ungmennafélags Stafiioltstungna. Heilsa frá hlýrri brekku hvannir og mjaðurt ljós burkni bljúgur í skúta hjá bakkanum eyrarrós. (Halldóra B. Bjömsson) Þannig var okkur beklqarsystr- unum úr Kvennaskólanum í Reykjavík heilsað haustið 1992, er farið var í ferðalag um Borgarfjörð og tvær skólasystranna heimsóttar. Onnur þeirra, Sigríður Þorvalds- dóttir, bjó þá að Hjarðarholti í Staf- holtstungum, arfleifð foreldra sinna, þeirra Þorvalds Tómasar Jónssonar, óðalsbónda, og Laufeyj- ar Kristjánsdóttur Blöndals, ásamt fjölskyldu sinni. Okkur var vel fagn- að og rausnarlega bornar fram veit- ingar að hætti Blöndæla. Laufey var sonardóttir Lárusar Blöndals, sýslumanns á Komsá í Vatnsdal, Bjömssonar, ættföður Blöndalsættarinnar, Auðunssonar og konu hans Guðrúnar Þórðardótt- ur, sem Bólu-Hjálmar færði að gjöf fallega útskorinn skáp með nafni hennar og varðveittur er í Þjóð- minjasafni. í ljóðabréfi Guðnýjar Ólafsdótt- ur, konu Hjálmars, rituðu 1839 til frænku hennar Guðrúnar, kemur fram, að þær hafi leikið sér saman böm, en ekki sést í meir en þrjátíu ár, uns þær endurnýja vináttuna við heimsókn Bólu-hjónanna, eftir þungbæra reynslu þeirra árinu áð- ur, og lýsir Guðný móttökunum á sýslumannsheimilinu að Hvammi í Vatnsdal: Breiddi mér mundir báðar móti eins og elskurík einkasystir og Blöndalsættin má vel við una fyrirbænum Guðnýjar: Æxlist í erfðir yðar heillir, meðan fósturfold fleytir niðjum, yðar kvenkosti í kynþáttum dragi sér niðjar sem dýrstan arf. Fyrirbænir Guðnýjar og höfð- ingslund hafa gengið eftir í afkom- endum eins og við bekkjarsystumar kynntumst í áðumefndri heimsókn til Sigríðar í Hjarðarholti. Sigga Þorvalds, eins og við köll- uðum hana, var samtíða okkur í Kvennaskólanum í Reykjavík á ár- unum 1952-1956, sem þá var ein- göngu skipaður stúlkum. Hann naut álits og færri fengu skólavist en vildu. Skólinn veitti ekki aðeins góða uppfræðslu undir handleiðslu mætra kennara, hann veitti einnig nemendum hollt uppeldi og aga, sem æskufólki reynist síðar dýr- mætt veganesti. Á námsáranum 'bundumst við skólasystumar þeim vináttubönd- um, sem aldrei hafa rofnað, þótt leiðir skildu og nokkurt hlé hafi orðið milli samfunda. Hópurinn var glaðvær og margt var brallað á þessum árum. Farið var í ýmsa leiki utan dyra, sprett úr spori í frí- mínútunum og farið í snjókast, þegar tilefni gafst til, en strang- lega var bannað að yfirgefa skóla- lóðina. Helstu skemmtanir vetrarins vora eplakvöldið og bekkjarkvöld með heimaunnu skemmtiefni, að ógleymdri árshátíð skólans, en námsmeyjar skrýddust þá síðkjól- um, og aðal höfuðverkurinn var að finna herra til að bjóða með sér. Að vori var farið í ferðalög út á land undir leiðsögn kennara, og urðu þau þátttakendum ógleyman- leg, einkum vegna spaugilegra at- vika, en ekki er víst, að kennarinn hafi notið þeirra í jafn ríkum mæli og við stelpumar. Nokkrar skólastúlknanna stund- uðu nám í dansskóla Rigmor Han- sen, sem starfræktur var í gamla Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti á þessum áram og þess er minnst, hve ánægjulegt var að fara á dansæfingamar í félagsskap Siggu Þorvalds. Henni fylgdi ævinlega líf og fjör, og hún stendur okkur fyrir hugskotssjónum, glettin, glaðvær og góður félagi. Að lokinni skólagöngu hittumst við skólasysturnar á fimm ára fresti, oftast á heimili einnar úr hópnum, en síðastliðinn áratug á hverju ári. Sjaldnast lét Sigga Þor- valds sig vanta og var hún ævin- lega hrókur alls fagnaðar, þegar rifjuð vora upp skondin atvik frá skólaáranum. Hennar verður sárt saknað við fyrirhugaða samfundi í haust. Blátt vatnið er kvöldrautt undir sól þegar jörðin lokar augum undir sólstöðukyrran svefn. (Matthías Johannessen) Eiginmanni Sigríðar, börnum þeirra og öðrum aðstandendum flytjum við einlægar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Sigríðar Þorvaldsdóttur. Bekkjarsystur. Mig langar í fáum orðum að rifja upp góðar minningar sem tengjast Siggu í Hjarðarholti sem nú er farin til starfa í öðram heimi. Við sem ólumst upp í Borgarfirð- inum fyrir „nokkrum" áram minn- umst góðra stunda þegar komið var saman af ýmsu tilefni. Það var íþróttakeppni á Varmalandsvellin- um, sundmót í Hreppslaug, leik- deildarskemmtun í Munaðarnesi,^J_ frjálsíþróttamót í Borgamesi eða Stínuball. Alltaf var Sigga mætt fyrst og oftast átti hún dijúgan þátt í því að komið var saman. Hún var óstöðvandi félagsmálakona og nut- um við krakkamir krafta hennar, félags- og íþróttastarf var blómlegt. Ef ég gæti þakkað Siggu fyrir hennar þátt í þessu starfi myndi hún eflaust brosa sínu stóra hlýja brosi. Þannig ætla ég að muna Siggu; brosandi og gefandi í senn. Ég ætla líka að muna hvernig hún gat spjallað um menn og málefni án þess að halla nokkra sinni á * nokkum mann. Ef umræðan snerist yfir í að hnýta í náungann þagnaði Sigga, horfði í hina áttina og eftir smástund var hún farin tala um eitt- hvað allt annað. Það var alveg sama hvað okkur stöllum datt í hug á unglingsárum alltaf tók Sigga fréttunum brosandi og hvatti okkur áfram, keyrði okkur jafnvel á staðinn ef þannig stóð á. Minnisstæðar era stundir sem við áttum saman á Varmalandi þegar ég og Ragnheiður Laufey gerðumst atvinnurekendur og vinnukraftamir vora mömmur okkar og Olga. Þá var oft hlegið og sagðar sögur eftir að við höfðum framreitt hund- raðmanna veislu, vaskað upp á met- tíma, skúrað allt og áttum stund af- lögu til að spjalla áður en hver hélt til síns heima. Og ekki var síðra að setjast niður og spjalla við Siggu eina. Hún vissi margt um menn og málefni og hafði gaman af að segja frá. Nú er Sigga farin. Hún hélt áfram sínu starfi í þágu leiklistar og félagsstarfa allt til loka og kveður með reisn, en allt of snemma, senni- lega þarf einhversstaðar á einhverj- um ókunnum stað að drífa af staðj leikdeOd eða íþróttafélag. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég fjölskyldu og vinum. Lilja Magnúsdóttir. ERNA GUÐRUN EINARSDÓTTIR + Erna Guðrún Einarsdóttir fæddist í Ffladelfíu í Bandaríkjunum 24. júlí 1944. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Frflrirkj- unni í Reykjavík 6. ágúst. ættu sitt eigið tungu- mál. Hinn 31. maí í fyrra var hún við skírn eldri sonar míns og Harðar Traustasonar, Trausta Lés, og lét ekki á því bera, að hún væri fár- veik. Hún lét rétta sér drenginn og hélt lengi á honum í fangi sínu, þótt þungur væri, og lét varnaðarorð mín um að hún mætti ekki ofreyna sig sem vind um eyru þjóta. Móðursystir mín, Ema Guðrún Einars- dóttir, lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Þótt vitað væri um sjúkdóm hennar um nokkurt skeið var enginn búinn undir að endalokin bæri svo brátt að. Erfíð veikindi era nú að baki og ég trúi því að nú sé hún hjá ömmu og afa. Ema vann hjá Gjaldheimtunni frá tvítugsaldri, en heimili hennar bar þess ekki vott að hún væri úti- vinnandi. Þvert á móti. Þar var eins og farið væri um með fægiklútana frá morgni tO kvölds og veislurnar hennar verða lengi í minnum hafð- ar. Hún eldaði og bakaði allt sjálf, kókoskakan ljúffenga var auðvitað ómissandi, og hún bað aldrei um að- stoð. Hún var sjálfstæð og dugleg svo að af bar. Samband þeirra systra, Ernu og móður minnar, Dóra, var einstakt. Á þeim var tveggja ára munur og systkin þeirra mörgum árum yngri. Þær ræddust við daglega og höfðu gaman af því að skiptast á sögum og rekja ættir. Erna var á margan hátt dul, en lék á als oddi með þeim sem næst henni stóðu, ekki sist systur sinni, en þær gátu hlegið endalaust að einhverju, sem enginn annar botnaði í. Það var líkast því að þær Nú ert þú horfin í himinsins borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sóibjörtum himnanna sal. Peim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tObúið heimilið er, þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú hjá þér. (Ingibj. Jónsd.) Elsku Sigurður, Halldóra, Theó- dóra og Guðríður. Við Hörður og strákarnir vottum ykkm- djúpa samúð. Við syrgjum Emu öll, en minning hennar mun ætíð lifa með okkur. Brynhfldur Jónsdóttir. Elsku Halldóra, fíngerða fallega vinkona mín! Orð fá því varla lýst hvernig mér líður núna. Mamma þín var yndisleg kona, alltaf hress og glaðleg og mun ég alltaf minnast hennar með bros á vör. Eitt af því sem ég sakna eftir að ég flutti úr borginni er að komast ekki lengur í afmælin til þín, Hall- dóra mín, og hitta fjölskyldu þína og þá sérstaklega mömmu þína eins og ég hafði alltaf gert frá því að Erna Katrín fæddist og við urðum vin- konur. Það er auðvitað alltaf sárt að kveðja en hún var búin að þjást nógu lengi og núna er hún öragg- lega með Fikka minn í fanginu og brosir til okkar, hvíldinni fegin þótt auðvitað hefði hún viljað vera hjá okkur lengur. Halldóra mín, Árni, Erna Katrín, Pétur Theodór og aðrir ástvinir! Guð styrki ykkur nú á þessari erf- iðu stundu. Seinna, þegar mesti sársaukinn er farinn úr hjartanu, sitja eftir fallegar minningar um fal- lega konu. Blessuð sé minning hennar. Magnea á Húsavík. Elsku Erna mín. Nú þegar ég sit og skrifa þessar línur á ég erfitt með að skrifa um þig án þess að hugsa um mömmu. Þú hefur alltaf verið stór hluti af henni. Ég sakna stundanna þegar ég, þú og mamma sátum inni i stofu hjá mömmu og hlógum og hlógum að mömmu leika einhvem á sinn furðulega hátt. Þú varst alltaf ró- ^ leg, yfirveguð og á jörðinni en mamma algjör andstæða. Þú fékkst krabbamein fyrir nokkram árum og þegar ég heimsótti þig upp á spítala spurðir þú hvernig væri í vinnunni hjá mér og hvernig börnin mín hefðu það. Þú talaðir ekki um hversu erfitt það væri hjá þér heldur hafðir þú áhyggjur af því að mér og minni fjölskyldu liði ekki vel. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin fyrir fullt og allt, það er erfitt að hugsa til þess að þú verðir ekki viðstödd þegar litla stelpan þín * hún Guðríður eignast sitt fyrsta barn nú í ágúst. Guð gefi Sigga, Halldóra, Theó og Guðríði styrk í þessari miklu sorg. Takk fyrir stundirnar sem við áttum saman, Ema frænka, og Guð geymi þig. Einar Halldór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.