Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ > Dýraglens BlbÖU miÞETTA ER EKKIRYKÁ SKERMINUM - ÞETTA ER MAUR! « ff 1 Í--J5 * £3 Grettir TAKIÖ EFTIR ÞESAR ES KASTA BOLTANUM...ÞA SÆKIR HUNDURINN HANN Ferdinand Smáfólk MEr, MANA6ER,! VE PECIDED IF I HAVE TO PLAV RI6MT FIELD ALLTME TIME, l'D RATHER NOTPLAVATALL.. Heyrðu, framkvæmdastjóri, ég hef ákveðið að ef ég verð að leika á hægri vallarhelmingi þá vil óg frekar spila alls ekki.. reallv?u/ou)!tmat's 6REAT! dOY, WMAT A R.ELIEF!! OKAY, l'LL PLAV ) J KI6MT FIELP.. / S í alvöru? Vá! Það er frábært! Hvflíkur léttir!! Jæja þá, ég skal spila á hægri vallarhelmingi.. * BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eru andarnir í tilvistarkreppu? Frá Atla Hraunfjörð: ÞEIR SEM hafa áhuga á lífi eftir þetta líf, hafa sennilega ófáar bæk- ur lesið þar að lútandi og kunna söguna um systurnar í Bandaríkj- unum, sem hvað frægastar urðu um miðja síðustu öld, sökum hæfi- leika þeirra til sambanda við látna einstaklinga. Fyrirbæri þetta fékk nafnbótina spíritismi og fékk þessi hreyfing geysiöfluga fylgni og einnig andstöðu. Fjölmörg félög spruttu upp víðsvegar um heiminn, þar sem veröld látinna var ýmist rannsökuð, eða reynt að hafa sam- band við látna ættingja, ýmist til huggunar syrgjendum, eða til að svala forvitni. Á fjölmörgum fundum gerðust hin merkilegustu fyrirbæri og nægði aðeins brot af þeim til að sannfæra fjölda fólks, um að hér væri á ferðinni eitthvað stórkost- legt, sem ekki var hægt að ganga fram hjá, án þess að taka afstöðu til. Eins og ætíð voru fjölmargir á móti og yfirieitt þeir sem ekki þorðu að koma nálægt, en leyfðu sér að hafa skoðun úr fjarlægð og hrópuðu hástöfum um hættur og blekkingar. Þeir tóku afstöðu gegn því, sem þeir höfðu ekki kynnt sér. Eitt var þó áberandi og gott hjá sálarrannsóknar- og andatrúar- mönnum, að þeir leituðu skýringa á fyrirbrigðinu og sóttu í smiðju vís- indamanna til skýringar á tilveru andanna. Þegar vísindin uppgötvuðu eter- inn, fannst öndungum gott að geta bent á, að andamir búi á sviðum í eterlíkama. En vísindin höfðu nóg með eterinn að gera, svo öndungar hrökkluðust þaðan í bylgulengdim- ar, því þar voru nokkrar glufur sem vísindin höfðu ekki hugmynd um til hvers voru. En fljótlega fylltu vísindamennirnir skalann og aftur urðu andarnir tilvemlausir. Næst kom andefnið, sem er þeim annmörkum háð, að ef það kemur í snertingu við efni, eyðist hvort tveggja og þar sem enginn sam- bandsmaður (miðill) hafði gufað upp, vora andarnir aftur komnir í tilvistarkreppu. Loksins fengu þó andamir að eiga sér fasta tilveru í alls konar víddum og tíðnisviðum, sem enn var óskrifað blað að mati einhverra. Þá gerist það, að núna í júní, árið 1999, að fram fer alheimsátak í því, að kanna geiminn með útvarps- sjónaukum og vinna úr þeim merkjum sem þaðan koma, ef vera kynni að vitverur væra að senda boð út í geiminn. Stórt vandamál blasti við vísindamönnunum. Hvemig gætu þeir framkallað rannsóknir með þeim tækjakosti sem þeir höfðu yfir að ráða? Einhverjum datt í hug að nota mætti heimilistölvur til verksins, um hundrað milljón stykki, sem var og gert og fékk hver tölva nokkrar (gráður) víddir af tíðnisviðinu til að skoða, en niður- staða þessa átaks kemur seinna. Eitt er víst, að vísindin hafa full not fyrir víddirnar, eða tíðnisviðin, svo búast má við að öndungar verði enn að fara á stúfana og finna nýj- an samastað fyrir andana. Nema þeir hinir sömu, gangist undir kenningar sem vísindamaðurinn dr. Helgi Pjeturss setti fram mjög snemma á öldinni, um að framlífíð ætti sér stað á öðrum hnöttum í geimdjúpinu og gátu allir er beittu fyrir sig vísindalegum þankagangi, fengið sömu niðurstöðu, með því að rannsaka það sem komið hafði fram hjá þeim, er stunduðu sam- bandstilraunir og rannsóknir á líf- inu fyrir handan. „Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goð- heimi, er lífið á öðram hnöttum," sagði dr. Helgi og eru það jafn- framt upphafsorð Nýals, sem kom út árið 1919. Það sem skyggnir og ófreskir hafa séð og telja vera anda í eter, eða einhverjum öðram andlegum líkama, er aðeins hugsanamynstur hinna framliðnu sem þeir beina til ættingja og vina, því hugsun birtist ætíð í mynd sendandans, líkt og al- mynd, (samanber orkumynstur í skammtafræði). Ekkert hefur kom- ið fram í vísindum og aukinni þekk- ingu, sem hrakið hefur kenningar dr. Helga hvað þetta varðar, heldur hitt, að stöðugar framfarir í rann- sóknum og vísindum hafa rennt frekari stoðum undir kenningamar og sýnt fram á, hve framúrskarandi vísindamaður var þarna á ferðinni. í áður birtu lesendabréfi gat ég þess, að breskur rannsóknarhópur sem sérhæft hefur sig í rannsókn- um á framhaldslífi og stóð að yfir- lýsingunni um að framlíf væri vís- indalega sannað, gat þess jafn- framt, að stjórnandi rannsóknar- innar að handan, hefði lýst yfir óá- nægju sinni með gömlu heitin „spíritistar eða „andatrú“ og sagt, „að framliðnir lifðu í efnisveröld og væra jafnefnislegir og jarðarbúar". Það vantaði bara, að stjómand- inn segðist vera í framlífi á öðram hnetti, sem væri háður sömu lög- málum og heimur allur. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hrein*um: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum ofrafmagnandl bónhúft. Sækjum og sendum ef óskai er. J3.....Nýj° tækni lyreinsunin Sólh«imar 35 • Simi: 533 3634 • OSMt 897 3634
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.