Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tvisvar á tæpu ári ekið á barn á sama stað á Alfhólsvegi Ibúar vilja hraðahindrun Kópavogur DRENGUR varð fyrir bfl á Álfhólsvegi móts við Hjalla- skóla á miðvikudagskvöld og meiddist á höfði. Annar drengur varð fyrir bíl á sama stað í fyrrahausfy Jóhannes Egilsson, íbúi við Álfhólsveg, ætlar að hefja undirskriftar- söfnun til að krefjast þess að sett verði upp hraðahindrun á götuna, á austasta kaflan- um, móts við Hjallaskóla. Hann segir að hraðahindrun sem var þar hafí verið fjar- lægð fyrir nokkrum árum. Drengurinn var á hjóli og lenti fyrir sendiferðabfl á leið vestur Álfhólsveg, móts við hús nr. 143. Hann rak hjálm- laust höfuðið í bifreiðina og kastaðist aftur á bak í göt- una. Að sögn lögreglu missti hann meðvitund um tíma. Ólafur Gísli Jónsson, læknir á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástand drengsins væri eftir atvikum gott en hann þyrfti að vera á sjúkrahúsinu til eftirlits um tíma. Jóhannes Egilsson varð vitni að slysinu, sem varð fyrir utan heimili hans. 7. nóvember sl. horfði hann einnig á þegar ekið var á dreng á gangi yfir götuna og hlaut sá opið beinbrot. Hann segist vita til að ekið hafí verið á annað barn þarna fyrir fáum árum. Á nokkur hundruð metra kaíla milli Þverbrekku og Álfabrekku eru nú tvær hraðahindranir, önnur við gatnamótin við Álfabrekku en hin nokkuð frá gatnamót- unum við Þverbrekku. Slysin hafa orðið milli þeiiTa. Hraðahindrun var fjarlægð Jóhannes segir að fyrir nokkrum árum hafi verið ráðist í framkvæmdir á Álf- hólsvegi, hraðahindrun, sem var móts við Hjallaskóla, um 5 metra frá slysstaðnum, hafi verið fjarlægð en nýju hraða- hindranimar settar upp hraðahindranir hvor við sinn enda götunnar. Jóhannes segir gagnslaust að setja hraðahindranir þar sem öku- menn þurfi hvort sem er að hægja á ferð. Hins vegar vanti hraðahindrun til að draga úr hraðanum milli gatnamótanna. Jóhannes hefur eftir ná- grönnum sínum að kvartað hafi verið undan þessum breytingum á sínum tíma og farið á fund bæjarstjóra en þau svör hafi fengist að það ætti að sjá til hvað gerðist og enginn vilji hafi virst til að taka á málinu. „Á þessum kafla ná bílarn- ir mestum hraða. Það er að draga úr umferð þarna og minnka hraðann. Það er bamaskóli, leikskóli og gæsluvöllur þarna á þessu svæði þannig að það má segja að börnum sé beinlínis stefnt á þennan stað og yfir Morgunblaðið/Þorkell Tvisvar á tæpu ári hefur verið ekið á börn rétt við heimili Jóhannesar Egils- sonar. götuna,“ segir Jóhannes. „Það eru lágmarksúrbætur að fá eina hraðahindrun við skólann. Ég ætla að hafa samráð við fólk í næstu hús- um og reikna með að við göngum í hús við götuna, söfnum undirskriftum og fá- um skólann í lið með okkur með haustinu og sendum umferðarnefnd erindi þar sem við krefjumst úrbóta." Jóhannes segist almennt telja að hraði sé of mikill í Kópavogi og telur að mun víðar ætti að lækka há- markshraða niður í 30 km/klst og ekki leyfa meiri hraða nema á örfáum safn- götum í bænum. „Þessa götu keyrir fólk t.d. ekki nema það eigi þangað erindi. Þess vegna á að lækka hámarks- hraðann." Endurunnið MENNINGARNÓTT Reykja- víkur er í kvöld og vegna hennar hefur verið komið upp fímm verk- um eftir Ingu Ragnarsdóttur myndhöggv- ara við Ánanaust í Reykjavík. Verkið er unnið á vegum Sorpu, sem er eitt átta fyr- efni í listaverk irtækja í borginni sem hafa fengið myndlistarmenn til að vinna verk tengd starfsemi þeirra. I verki sínu hefur Inga Ragnarsdóttir unnið með hráefni Sorpu, endurnýjanleg verðmæti sem aðrir hafa hent. Grandi Framkvæmdum við lokaáfanga Hofsstaðaskóla að ljúka Hilmar Ingólfsson skólastjóri með tveimur nemenda sinna og einn verðandi í fanginu á skólalóðinni. í skól- anum er lögð áhersla á að kenna nemendum umhverfis- vemd og uppgræðslu gróðurs. Verið er að leggja lokahönd á þriðja og síðasta áfanga skólans. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Hofsstaðaslcóli í Garðabæ. Til vinstri sér í nýbyggingu skólans. Lengri skóladagur og breyttar áherslur Garðabær SMÍÐI nýrrar álmu við Hofsstaðaskóla er nú að ljúka og verður hún tekin í notkun í september. Nem- endum hefur fjölgað jafnt og þétt við skólann, og varð hann einsetinn fyrir tveimur árum. í fyrra var skóladag- urinn lengdur um einn tíma á hvem bekk og segir Hilmar Ingólfsson skólastjóri það skila góðum árangri og gefa svigrúm til að breyta áhersl- um í skólastarfinu. Hann segir að í haust verði sett upp ný þjónusta í skólanum sem nefnist atferlismótun. Hofsstaðaskóli var fyrst settur á laggirnar árið 1977 og var þá til húsa í safnaðar- heimili Vídalínskirkju. Hilm- ar segir að í upphafi hafi hann verið stofnaður til að „taka tímabundið yfirfall úr Flataskóla" eins og það var kallað í fundargerðum. Skól- inn flutti í núverandi hús- næði árið 1994 og er þetta í annað sinn sem hann er stækkaður frá þeim tíma. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt. í skólanum voru um 240 nemendur árið 1994 en þeir eru nú orðnir ríflega 400. í skólanum eru 6-12 ára börn. I haust hefja 74 nemendur nám í 1. bekk. Hilmar segir Hofsstaðaskóla vera nokkuð sér á báti varðandi skiptingu í bekki og stefni hann að færri og fjölmennari bekkj- um en tíðkast í öðrum skól- um. Hann segir að aðrir skólar myndu skipta þessum nemendafjölda í 4 bekki sem allir hefðu einn kennara. í Hofsstaðaskóla fara þessir krakkar í þrjá bekki. Þannig segist Hilmar spara eina stofu og því fái hann heimild til að ráða tvo aðstoðarmenn. Þannig stendur hann uppi með fjóra kennara og tvo að- stoðarmenn sem kenna þremur bekkjum, eða tvo á hvern bekk. Það skapi mikið svigrúm til að skipta bekkn- um í hópa í ýmiss konar verkefnavinnu og takast á við þá sem þurfa sérstaka aðstoð. Hilmar segir að í Garðabæ hafi menn tekið þá ákvörðun að fjölga tímum á hvern bekk um 5 og lengja þannig skóiadaginn. Hann segir þetta afar skynsamlega ákvörðun sem virðist henta nemendum og foreldrum vel. Þessi aukatími er síðan fyrst og fremst notaður til að ræða málin og spjalla um líf- ið og tilveruna við krakkana. Aðrir tímar nýtist betur fyr- ir bóknámið og Hilmar telur skólann eiga að ná betri ár- angri með lengingu skóla- dagsins. Tekist á við hegðunar- vandamál Hilmar er bjartsýnn á komandi vetur og segir að það sé stuð í liðinu. Verið sé að sækja fram á veginn, fólk að venjast húsnæðinu og kennarar séu mikið í endur- menntun. Núna eru kennar- ar á námskeiði í atferlismót- un, og segist Hilmar vera mjög spenntur fyrir því. Hann segir að vantað hafi sérmenntaðan aðila í skólann til að taka á hegðunarvanda- málum. Krakkarnir hafi bara verið sendir til skóla- stjóra og skammaðir, en það hafi jafnan borið takmarkað- an árangur. í haust er ætlunin að setja á laggirnar nýja stuðnings- deild í skólanum sem tekur á hegðunarvandamálum nem- enda með atferlismótun. Ætlunin með þeirri deild er að taka krakka, sem eiga í einhverjum vandræðum með hegðun, í sérstakt atferlis- mótunarprógramm. Reiknað er með að þar verði fjórir starfsmenn; sér- kennari, félagsráðgjafi og tveir aðstoðarmenn. Hilmar segist hafa viljað fá félags- ráðgjafa inn í skólann sem geti sinnt hverjum og einum krakka sem á í vanda með hegðun. Að sögn Hilmars verður þetta mikil og góð þjónusta við börnin, heimilið og kennarana. Það sé einnig gífurlega mikils virði fyrir börnin, þegar þau eldast, að þau séu góð í samskiptum. „Ef þetta tekst vel skilar þetta öðruvísi aga, öðruvísi skóla, menn verða jákvæðari og minna verður um vanda- mál,“ segir Hilmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.