Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
TÓMAS
JÓNSSON
+ Tómas Jónsson
fæddist á Gili í
Dýrafirði 6. júní
1925. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafírði 15.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Sigurðs-
son, skósmiður og
síðar bóndi, og Val-
gerður Efímía Tóm-
asdóttir. Systkini
hans, sem öll eru
látin, voru: Harald-
ur, Sigurður (dóu
ungir), Ingibjörg,
Jóhannes og Oddur.
Hinn 7. ágúst 1955 kvæntist
Tómas Sigríði Guðrúnu Stein-
þórsdóttur, f. 29. aprfl 1933.
Foreldrar hennar voru Steinþór
Guðmundsson og Sigríður Guð-
rún Bjarnadóttir frá Lambadal.
Börn Tómasar og Sigríðar eru:
1) Jón Júlíus, kona hans er Mar-
ía Olafsdóttir, börn þeirra
Katla, Örvar og Tómas. 2) Val-
gerður, barn hennar Tómas
Kristjánsson, sambýlismaður
hennar Grétar Ingi Símonar-
son, barn þeirra Magni. 3)
Steinþór Vigfús,
kona hans Ýlfa
Proppé Einarsdótt-
ir, börn þeirra Ein-
ar Eðvarð og Sig-
ríður Edda. 4)
Elísabet Árný, börn
hennar Heiða Björk
Birkisdóttir og Guð-
mundur Björn Birk-
isson, sambýlismað-
ur hennar Skarp-
héðinn Garðarsson,
barn þeirra Garðar
Árni.
Tómas lauk prófi
frá Iþróttakennara-
skólanum á Laugarvatni og síð-
ar frá Kennaraskóla Islands.
Hann stundaði kennslu og var
lengst af skólastjóri á Þingeyri.
Hann vann lengi í Sparisjóði
Þingeyrarhrepps og var um
árabil sparisjóðsstjóri.
Tómas tók alla tíð virkan þátt
í félagsstörfúm og ósjaldan var
hann stjórnandi, sögumaður
eða leikari skemmtanahalds á
Þingeyri.
Utför Tómasar fer fram frá
Þingeyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn. Aldrei hefði ég
trúað því hvað það hefur reynst mér
erfítt að vita af þér og horfa upp á
þig í þessum veikindum þínum og
þjást með þér í huganum.
Af hverju í ósköpunum þurfti
þetta að koma fyrir þig? En við fá-
um líklega aldrei svör við því. En nú
hefur Guð leyst þig frá þeim þraut-
um og tekið þig til sín, og nú getur
þú sungið, spilað og hlegið á himn-
um;
Eg ætla ekki að rekja hér sögu
þína né allar þær góðu minningar
sem ég á um þig, en þær geymi ég í
hjarta mínu. Eg vil þakka Guði fyrir
að hafa átt þig fyrir pabba, og allt
sem þú hefur gert fyrir mig, ekki
síst fyrir hvað þú hefur reynst
Tómasi syni mínum og nafna þínum
einstakur vinur og afí. Því miður
fær Magni minn ekki að njóta þess
sama en minningu þinni verður
haldið á loft við hann. Ævinlega
verð ég þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér síðustu stundirnar sem þú
lifðir.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra fmni,
? þá sofna ég hinzt við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ó. Andrésd.)
Guð gefi elsku mömmu minni sem
á heiður skOið fyrir hvað hún hefur
hugsað vel um þig í þessum erfiðu
veikindum og reyndar alla tíð, og
okkur hinum sem höfum misst svo
mikið, styrk í þeirri sorg sem við
þurfum nú að takast á við.
Að lokum vil ég biðja góðan Guð
að geyma þig og varðveita, elsku
pabbi minn.
Þín dóttir
Valgerður.
Elsku pabbi minn. Mér finnst
nærri ómöguleg tilhugsun að eiga
aldrei eftir að hitta þig aftur. Það
var svo gott að vera nálægt þér og
þú varst alltaf svo hress og
skemmtilegur. Margt kemur upg í
hugann þegar ég hugsa til baka. Ég
man vel þegar ég var lítil stelpa og
hljóp á móti þér þegar þú varst að
koma heim úr skólanum. Þú varst
með opna arma og snerir mér í
hringi og síðan gengum við saman
heim. Margar góðar stundir áttum
¥ við saman í fjárhúsunum og hest-
húsunum upp í hlíðinni fyrir ofan
Þingeyri. Við fengum alltaf að fara
með þér í gjafimar og í reiðtúra.
Það sem er efst í huganum í minn-
ingunni um þig er söngur, gleði og
grín. Þú varst snillingur í að sjá
spaugilegu hliðarnar á öllum hlut-
um og þá ekki síst á sjálfum þér. Þú
> varst mjög félagslyndur enda alltaf
opið hús hjá ykkur mömmu á
Brekkugötu 28. Þangað voru allir
velkomnir og margir eiga góðar
minningar þaðan. Söngur var þitt líf
og yndi. Mjög oft heyrðist söngur
óma úr eldhúsinu, enda talaðir þú
um að hljómurinn þar væri svo góð-
ur, og margar söngæfingamar fóru
þar fram. Akveðin lög minna mig
alltaf á þig, t.d. Seljadalsrósin,
Sveinar kátir syngið og mörg fleiri.
Elsku mamma, missir þinn er
mestur. Þið vomð svo mikið saman
og þú stóðst eins og klettur við hlið
hans alla tíð. Þið áttuð yndisleg
sumur á Hrafnseyri og ætluðuð
ykkur að vera þar líka í sumar en þá
kom þessi alvarlegi sjúkdómur í
ljós.
Elsku pabbi. Það er huggun
harmi gegn að þú þurftir ekki að
þjást lengur. Þetta hefur verið erf-
iður tími fyrir þig og okkur öll, en
vonandi líður þér vel núna. Ég kveð
þig, pabbi minn, með djúpum sökn-
uði en um leið þakka ég þér fyrir
aUt.
Um stræti rölti ég
og hugsa um horfinn veg
á kinnar mínar heit falla tár.
Allt sem áður var eru nú minningar
því aldrei aftur koma þau ár.
Hjarta sárt ég kenni saknaðar
er hugsa ég til þín
af því ég man er ég lítil var
hver kyssti tárin mín.
(G. Ægisson.)
Þín dóttir,
Elísabet Árný.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt og ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund. Það er skrítið að
hugsa til þess að eiga ekki eftir að
hitta þig aftur. Síðustu mánuðir eru
búnir að vera erfiðir, þó sérstaklega
fyrir ykkur mömmu.
Við biðjum góðan Guð að vera
með þér, og gefa mömmu þann
styrk sem hún þarf á þessum tíma-
mótum.
Jón Júh'us og fjölskylda.
Elsku tengdapabbi minn, nú hef-
ur þú fengið hvfld eftir erfiða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Ég segi
bara eins og Sigríður Edda sagði:
„Mamma, er ekki bara betra að afi
fái að deyja, þá líður honum betur?“
Mig langaði í fáum orðum að kveðja
þig, Tommi minn. Ég var svo
lánsöm að fá að njóta þess að um-
gangast þig til margra ára og verð-
ur mér alltaf efst í minni yndislegi
húmorinn sem alltaf var til staðar.
Ég held að ég megi segja að flest-
um bamabömum þínum hafi verið
kennt að segja, rétt byrjuð að tala:
„Hvemig segir afi?“ Þá hljómaði
skýrt: „Bom, bom, já, já,“ og þá
hlóst þú manna mest. Ég man
hvernig Einar Eðvarð gat setið og
horft á þig og skemmt sér innilega,
þegar andlitið á þér og tungan fóru
að hreyfast. Vissi hann þá, að nú
kæmi eitthvað skemmtilegt. Það er
svo margt sem mig langar að segja
og telja upp en ég mun varðveita
þessar yndislegu stundir sem ég
fékk að vera með þér.
Ég kveð þig, elsku tengdapabbi,
og þakka þér allt sem þú hefur gefið
mér. Það tekur tíma að sætta sig við
fráfall þitt. Guð geymi þig.
Elsku Sigga mín, þú ert alltaf
sami kletturinn. Megi guð hugga
þig og styrkja.
Ýlfa.
Söngurinn, sögumar, vísurnar,
hestarnir, glaðværðin, jafnaðargeð-
ið, frásagnarhæfileikinn.
Þetta er það sem kemur upp í
hugann þegar ég minnist þín. Alltaf
varstu tilbúinn til að segja eina góða
sögu, kasta fram vísu, svo ekki sé
minnst á að taka lagið með fjöl-
skyldunni og vinunum.
Mikið var oft gaman og glatt á
hjalla á Brekkugötunni þegar þú
tókst flugið í góðri sögu. Innihaldið
sjálft þurfti ekki að vera merkilegt
eða stórbrotið. Þú glæddir hvers-
dagslegustu atburði og einföldustu
hluti þvflíku lífi í frásögnum þínum
að hver einasti maður sem á hlýddi
hreifst með og dáðist að sérstökum
hæfileikum þínum og skopskyni. Ég
veit að svona minnast þín margir
sem hafa kynnst þér á lífsleiðinni.
Ég vil þakka þér fyrir allt það sem
þú hefur gefið mér af þínum fróð-
leik og gleði þennan of stutta tíma
sem við höfum þekkst. Ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert nú.
Vonandi eru þar ortar vísur og
mikið sungið.
Guð blessi og styrki þá sem eftir
lifa og sakna þín sárt.
Ingi.
Elsku afi minn. Það er erfitt að
sætta sig við að nú sért þú farinn.
Að ætla að skrifa um þig nokkur orð
er nánast ómögulegt, bæði því þú
varst mér svo góður vinur og félagi
að góðu minningamar eru svo
margar að þær myndu fylla heila
bók.
Þín verður sárt saknað af öllum
þeim sem þér hafa kynnst því þú
varst svo mikill persónuleiki að allir
voru vinii- þínir. Ég mun alltaf
minnast hesthússins, rauða Su-
barusins, bryggjunnar, frásagnanna
þinna og svo margs annars í tengsl-
um við þig.
Alltaf voruð þið amma tilbúin að
taka á móti mér á hverju sumri og
alltaf var afi mættur raulandi á
flugvöllinn að taka á móti mér.
Þennan tíma verð ég alltaf þakklát-
ur fyrir þó ég hefði viljað óska að
hann hefði verið mikið lengri. Elsku
afi, ég hefði viljað segja svo margt
við þig áður en þú fórst, en það er
mér þó huggun að nú færð þú hvfld
eftir allt of erfiða baráttu við sjúk-
dóm þann sem smá saman dró úr
þér bæði þrek og þrótt.
Að liðnum öllum þessum þrautum
þessum þrotlausu erfíðleikum
þessum endurteknu vonbrigðum
þessum hverfulu gleðistundum
spyrjum við þrátt fyrir allt
þegar því er skyndilega lokið:
Hversvegna ekki einn dag enn
aðeins einn dag ?
(Halldóra B. Björnsson)
Elsku amma mín, Guð styrki þig í
sorginni.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Þinn vinur og dóttursonur,
Tómas.
Samferðamenn okkar verða hluti
af lífshlaupi okkar. Þar marka sum-
ir dýpri spor í minningunni eins og
gengur, þannig er um Tómas vin
minn Jónsson. Lát Tómasar kom
ekki á óvart. Veikindi steðjuðu að
síðastliðinn vetur. Hinn miskunnar-
lausi sjúkdómur gaf engin grið. Á
fijgrum sumarmorgni var hann all-
ur. Fyrstu kynni mín af Tomma
eins og við kölluðum hann gjarna,
urðu þegar hann gerðist skólastjóri
við bamaskólann á Þingeyri ungur
maður. Kunningsskapur okkar fór
ósköp hægt af stað, þrátt fyrir að
konur okkar væru vinkonur. Með
árunum óx vináttan traust og góð,
þeim mun betur sem lengra leið.
Tómas var óvenjulega vel gerður
maður, sérstakur persónuleiki, fór
ekki alltaf troðnar slóðir, sjálfstæð-
ur í hugsun og gerðum. Húmoristi,
gamansamur vel, maður sem alltaf
var gaman að hitta og hafa félags-
skap við. Skapríkur gat hann verið,
en fór vel með, var fljótur til sátta
ef í odda skarst.
Kjarkmaður var Tommi í besta
lagi. Til dæmis um það sýndu verk
hans í félagslegu starfi. Vflaði hann
ekki fyrir sér að hafa forgöngu um
erfið verkefni þegar farið var í ná-
grannabyggðir með leikrit eða kóra
svo dæmi sé nefnt. Stóð Tómas og
einnig oft fyrir sönghátíð um páska.
Datt honum eitt sinn í hug, en þá
fannst honum vanta atriði til að ná
eðlilegri lengd prógrammsins, að
kalla okkur saman sem áttum
harmonikkur og spiluðum. Þótti
fólki þetta hinn besti augnamatur,
en kannske minna eymahunang.
Heyvinnutæki áttum við Tómas
saman til margra ára. Lágu tún
okkar saman og vorum við tíðum að
heyja á sama tíma, en hesta og
kindur áttum við. Aldrei, ekki í eitt
skipti, varð ágreiningur um notkun
tækjanna. Meðferð hans á tækjun-
um var svo emstaklega góð, að vart
verður komist lengra í slíku.
Ekki verður gleymt starfi Tómas-
ar fyrir hestamannafélagið Storm.
Var hann ókrýndur foringi móts-
nefnda árum saman. Áttum við þar
mikið samstarf. Mikils var um vert
að mótshald færi vel fram og
hnökralaust, við fyrstu mótun. Nut-
um við þekkingar Tómasar úr
íþróttahreyfingunni, en hann hafði
menntun íþróttakennara og þekkti
framkvæmd íþróttamóta.
Tómasi var gefin sú náðargáfa að
semja stuttar, hnyttnar smásögur,
sem hann mælti af munni fram með
leikrænum tilþrifum. Voru sögurn-
ar meitlaðar og flutningur að sama
skapi, svo að engu mátti skeika, í
þessu var hann hreinn listamaður.
Við stærri samfundi og menning-
arviðburði, þar sem tilhlýðilegt
þótti að ávarpa samkomuna, kom
aðeins einn til greina, það hlutverk
tilheyrði Tómasi og fórst honum
það frábærlega.
Tómas fékkst við múrverk og
smíðar að sumrinu um árabil. Var
oft fátæklegt um efniviðinn eins og
gekk stundum í þá daga, en það var
eins og hann gæti gert allt úr engu.
Smíðaverkfæri hafði hann ekki
fleiri en brýnasta nauðsyn krafði.
Eitt sinn tókst hann á hendur að
smíða fyrir mig skúrviðbyggingu
við hesthúsið mitt. Vorum við að-
stoðarmenn hans ég og frændi
minn. Unglingnum lék forvitni á að
vita hvað hann hefði af verkfærum
með sér. Sá hann hamar, sög og lít-
inn járnkarl. Reis skúrinn hratt og
vel. Var frænda mínum starsýnt á
smiðinn við verkið og sagði stundar-
hátt er verkinu hafði miðað vel
áfram: „Hann hefur ekki hallamál
og ekki vinkil og virðist ekki koma
að sök. Nú skil ég merkinguna sem
felst í orðinu smiðsauga," sagði Jón.
Bridsspilari var Tómas góður, og
marga hfldi háði hann við spilaborð-
ið í keppni með frábærum árangri.
Kom hann þar sumum á óvart sem
oftar. Við vinir Tómasar í Fella-
sókn, en svo köllum við hesthúsa-
byggðina á Söndum, höfðum orð á
því, þegar sá í hvað stefndi um
heilsufarið, að hann færi alltof fljótt,
að við mættum ekki missa hann, og
missirinn er stór.
Hamingjumaður var Tómas í fjöl-
skyldulífi. Hann eignaðist að lífs-
förunaut hana Sigríði sína, glæsi-
lega mannkostakonu, sem bjó hon-
um fallegt heimili, þar sem rausn og
gestrisni réðu ríkjum. Bömin og
bamabömin veittu honum ómælda
gleði. í hveiju byggðarlagi þróast
vel mannlíf, að félagsstarf sé gott.
Án Tómasar hefði tilveran verið fá-
tæklegri í okkar litla samfélagi,
sönglífið verið fátæklegra, félagslíf-
ið og félagsstarf allt litlausara.
Byggðarlaginu var það mikil bless-
un að þau hjón hösluðu sér völl hér
á Þingeyri. Með Tómasi er genginn
góður og mætur maður. Ég er
þakklátur fyrir okkar góðu kynni,
og kveð Tómas með söknuði.
Við Olöf biðjum Guð að vernda og
styðja fjölskyldu þína í söknuði sín-
um.
Guðmundur Ingvarsson.
Eitt sinn var Gissur, sonur Is-
leifs, hins fyrsta biskups á íslandi
og Döllu eiginkonu hans, staddur í
Noregi og varð tíðrætt um hann við
hirð Haralds konungs harðráða. Þá
mælti konungur: „Af Gissuri má
gera þrjá menn:
Hann má vera víkingaforingi og
er til þess vel fallinn. Þá má hann og
vera konungur af sínu skaplyndi og
í þriðja lagi biskup, og er hann til
þess best fallinn. Það mun hann
hljóta og þykja ágætismaður.“
Þetta foma minni kemur í hug-
ann þegar Tómas Jónsson, skóla-
stjóri á Þingeyri í Dýrafirði, er
kvaddur hinsta sinni. Tómas var
einn þeirra persónuleika sem fjöl-
hæfnin gerir þá um flesta hluti ólíka
öðram mönnum. Hann var
húmoristi, sagnamaður og söng-
maður. Iþróttamaður, hestamaður
og bridgemaður prýðilegur. Bók-
haldsmaður og trésmiður. Fyrir-
taks ræðumaður, gleðimaður í
góðra vina hópi og á mannamótum.
Liðtækur leikari og afbragðs smali,
svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta og
margir fleiri góðir eiginleikar ein-
kenndu þennan sérstæða Dýrfirð-
ing. Hæfileika sína setti hann ekki
undir mæliker. Hann fór yfuleitt
fremstur í flokki.
Skólastjóm og kennslu stundaði
Tómas lengi sem lifibrauð. Þar sveif
meðalmennskan ekki yfir vötnum.
Kom alltaf á réttum tíma í skólann,
jafnvel eftir svefnlitla gleðinótt, um-
burðarlyndur, en hélt uppi aga sem
menn urðu lítið varir við. Tveimur
dögum áður en skóli byrjaði á
haustin kallaði hann á kennarana og
skipti verkum og setti upp stunda-
skrá. Ef einhver var ragur við að
kenna þetta eða hitt, kenndi hann
það bara sjálfur. Allt áreynslulaust
og eins og af sjálfu sér. Ekkert
múður eða vesen. En það gat komið
fyrir að hann gleymdi að panta
pappír til skólans eða skýrslur til
Fræðslumálaskrifstofunnar bárust
ekki alveg á réttum tíma frá skóla-
stjóranum á Þingeyri. Og sumir
sögðu jafnvel að skólinn á Þingeyri
væri lélegur skóli. Slíkt tilheyrði.
Enginn kippti sér minna upp við
slíkar einkunnir en skólastjórinn.
Hann hélt sínu striki.
Það var eitt sinn að hausti, skóli
nýbyijaður. Þá hringdi móðir eins
drengsins í barnaskólanum til
Tómasar og kvartaði yfir því að
drengurinn lærði ekkert heima og
sagði það ótækt að kennaramir létu
hann komast upp með slíkt. Svaraði
þá skólastjórinn: „Hafðu engar
áhyggjur af drengnum, þetta lagast
þegar snjórinn kemur.“ Þetta gekk
eftir. Slík var sálfræði skólastjór-
ans: Allt hefur sinn tíma. Það fylgir
reyndar sögunni, að eftir samtalið
hafi móðirin sagt við sjálfa sig: „Við
þennan helvítis mann tala ég ekki
oftar.“ Það varð þó ekki, því seinna
gerðist þessi sama kona kennari við
skólann!
Ef einhvers þurfti við í Dýrafirði,
var leitað til gamla skólastjórans á
Brekkugötunni, sem var ungur í
anda til hinstu stundar. Aldrei brást
Tómas. Sama um hvað var beðið.
Hann virtist hafa tíma til alls, enda
bóngóður og greiðvikinn. Setti
aldrei fyrirvara né girðingar. Tók
mönnum eins og þeir voru. Punkt-
ur. Fyrir nokkram dögum sagði
einn af bestu vinum Tómasar við
undirritaðan: „Tómas var snillingur.
Hann fór alltof fljótt.“ Þetta eru orð
að sönnu. Tómas var hógvær maður
og lítillátur, en samt maður andar-