Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN Afsakið en ég heiti ekki „gestur“ ÁRNI Ámason ritar grein í Morgunblaðið þann 17. ágúst sl. þar sem hann segir stuðn- ingsmenn Jónasar Þórs Guðmundssonar kasta steinum úr gler- húsi þegar þeir gagn- rýna val stjómar Heimdallar á 35. þing SUS sem haldið verður í Vestmannaeyjum um helgina. I þessu sam- bandi vitnar hann í stjómarfund Týs, fé- lags ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi, sem haldinn var í vikunni þar sem endanlegt val stjómarinnar átti sér stað. Telur hann þar hafa verið brotið á sér þar sem um ellefu einstaklingum sem hann bar upp, var hafnað í að- almannasæti og settir í vara- ^ mannasæti í staðinn. Einnig virðist það hafa farið fyr- ir brjóstið á Árna að ég hafí setið þennan stjómarfund, svo mikið að hann treystir sér ekki til að nafn- greina mig í pári sínu í Morgun- blaðinu, og nefnir mig þess í stað „gest“. Lesendum blaðsins til glöggvunar er það ég, Jón Kristinn Snæhólm, fýirverandi formaður Týs í Kópavogi, fv. formaður utan- ríkisnefndar SUS, fv. varaformað- ur SUS og fv. ritstjóri Stefnis, sem mætti á þennan fund að beiðni for- manns félagsins. Ég hef ekki lengur tölu á því hve marga stjómarfundi ég hef setið hjá Tý, félagi ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi, en ég man eftir mínum fyrsta fundi sem var 1. október 1983 þegar ég var kjörinn sem stjórnarmaður í félaginu. Var þetta eftir hörkugott sambands- þing SUS á Hótel Loftleiðum mán- uðinum á undan en þar var vinur minn, Geir H. Haarde, endurkjör- inn formaður samtakanna. Síðan ég hætti formennsku í Tý hef ég verið kallaður á stjómar- félagsins til skrafs og ráðagerða og ekki mér að vitandi verið amast við því á nokkurn hátt. Þannig er að for- maður Týs bað mig að mæta á umtalaðan stjómarfund til að vera stjóminni innan handar með formið á vah fulltrúanna og gera stjórnarmeðlim- um grein fyrir tækni- legum þáttum þings- ins ef upp kæmu ein- hverjar spumingar. Á síðasta þingi var ég þingforseti og á Sel- foss-þinginu fræga 1993 var ég for- maður kjömefndar og því nokkuð kunnugur staðháttum. Árni hafði borið upp fjölda ein- Formannskosning Sagt hefur verið með réttu að rónarnir hafí komið óorði á brenni- vínið. Forysta Heimdallar hefur því miður, segir Jón Krist- inn Snæhólm, unnið frelsinu sama ógagn. staklinga sem enginn kannaðist við, þar á meðal ekki ég, sem á að þekkja æði marga sjálfstæðismenn í Kópvogi eftir 18 ára stjórnmála- þátttöku þar í bæ. Átti stjóm Týs að henda út starfandi fólki af full- trúalistanum svo að Árna yrði full- nægt? Nei, auðvitað ekki. Hvaða hagsmuni hafði Ámi af því að sprengja upp tillögu stjómarinnar sem öll stóð að henni? Jú, hann varð að gefa vinum sínum í Heimdalli skálkaskjól við sínar miður góðu aðferðir við valið á sín- um fulltrúum. Var Ami ósáttur við einstaklingana sem tilnefndh- vom af stjórn Týs? Nei, en hann vildi samt sitt fólk inn til þess að láta fella það, til þess að geta skrifað stúf um yfirgang og vonsku í sinn garð innan Týs. Gallinn við glerhúsin er sá að enginn heilvita maður kastar stein- um úr þeim því þá er voðinn vís. Grjóthríðin úr glerbúri Árna vekur því furðu. Mín vegna getur Árni kastað gangstéttarhellum út úr súrefnistjaldi á Svalbarða en hann veit það manna best að tilgangur hans með því að fara gegn tillögu stjórnar Týs var ekki til þess fall- inn að fá sitt fólk samþykkt, heldur fellt. Þannig þjónaði hann hags- munum forystu Heimdallar best. Aðferðarfræði við val fólks á SUS-þing Eins og sjá má á þessum skrif- um mínum hef ég töluverða reynslu af SUS og SUS-þingum. í þau skipti sem slagur hefur verið um formennsku í samtökunum hafa deilur um fulltrúavalið komið upp. Hins vegar hafa menn einatt passað sig á því að velja þá einstak- linga sem starfað hafa vel og dyggilega innan félaganna og horft framhjá því hvað þeir kjósa í for- mannsslag. Þetta hefur vissulega þýtt að sá kandídat sem forysta fé- laganna styður hefur ekki haft full- an stuðning allra fulltrúa viðkom- andi félags sem síðan hefur leitt til ósigurs á SUS-þinginu sjálfu. Þetta gerðist til dæmis á þinginu 1993 en þar studdi forysta Heimdallar Jónas Fr. Jónsson gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þetta veit núverandi forysta Heimdallar sem styður Sigurð Kára gegn Jónasi Þór Guðmunds- syni, fyrsta varaformanni SUS. Þessi „mistök“ frá ‘93 á ekki að Jón Kristinn Snæhólm Dagskrá Menningarnætur Reykjavíkurborgar og umfjöllun um sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík fylgir Lesbók í dag. Taktu blöðin með í bæinn! endurtaka nú, það sést vel á full- trúavali Heimdallar. Sigurður Kári verður að fá amk. 90 prósent at- kvæða Heimdallar til að vinna kosninguna. Það er langur listi yfir þá öflugu ungu sjálfstæðismenn sem ekki fá að fara á þingið í Vestmannaeyjum. Þetta fólk hefur starfað í fjölda ára sem forystumenn Heimdallar og SUS en liggja undir þeim ægilega grun um að vera stuðningsmenn Jónasar Þórs. Hér eru nokkur nöfn máli mínu til stuðnings: Áslaug Magnúsdóttir, fv. varaformaður Heimdallar og SUS, Andri Teits- son, fv. formaður sjávarútvegs- nefndar SUS, Hrafnhildur Bridde, ív. stjórnarmeðlimur Heimdallar, Árni Sigurðsson, fv. formaður ut- anríkisnefndar SUS og ritstjóri Stefnis, Amar Jónsson, fv. fram- kvæmdastjóri SUS, Andrés Pétur Rúnarsson, formaður hverfafélags Laugarneshverfis og fv. SUS stjórnarmeðlimur, Þórunn Páls- dóttir, fv. varaborgarfulltrúi, Magnús Árni Skúlason, núverandi stjómarmeðlimur í viðskipta- og neytendanefnd flokksins og í stjórn SUS ‘95 til ‘97, og svona má lengi telja. Frelsi Sem frjálshyggjumaður hef ég verið hrifinn af starfsemi Heimdallar í gegnum tíðina. Reyndar hafa ungir sjálfstæðis- menn verið í fararbroddi nýrra hugmynda sem nú þykja sjálfsögð mannréttindi en nóg er eftir til að berjast fyrir. Forystumenn Heimdallar hafa því miður sett hugmyndabaráttu sína mörg ár aftur í tímann með því að hafa fallið frá einu þýðingar- mesta hugtaki frelsisins, þ.e. skoð- anafrelsinu. Einstaklingar sem ekki hafa sömu skoðanir og foryst- an fá ekki að tjá sig á þinginu né kjósa þann forystumann sem þeim líkar. Sagt hefur verið með réttu að rónarnir hafi komið óorði á brenni- vínið. Forysta Heimdallar hefur því miður unnið frelsinu sama ógagn. Höfundur er fyrrverandi varafor- maður SUS. Fylgja ber lögum UM HELGINA er sambandsþing ungra sjálfstæðis- manna haldið í Vest>- mannaeyjum. Á þinginu hafa um 450 fulltrúar seturétt. Mun verða gengið til formanns- og stjórn- arkosninga og munu verða teknar til at- kvæða ályktunartil- lögur í hinum ýmsu málaflokkum. Ungir sjálfstæðismenn munu taka afstöðu til þess hvort Sig- urður Kári Krist- jánsson eða Jónas Þór Guðmundsson verður formað- ur SUS. Mikilvægt er að fulltrúar á þinginu séu löglega valdir. Því mið- ur virðist fulltrúavalið hafa farið fram með ólöglegum hætti í mörg- um tilvikum. Stuðningsmenn Jónasar Þórs til formennsku í SUS hafa m.a. meiri- hluta í Tý í Kópavogi og Stefni í Hafnarfirði. Bæði félög eru með 37 fulltrúa á þinginu. I báðum þeirra var enginn stuðningsmaður hins frambjóðandans settur á lista yfir aðalfulltrúa. Ef til vill hefði lítið verið við því að gera ef ekki hefðu farið fram lögbrot til þess að ná því markmiði. Lögheimih margra ungra sjálf- stæðismanna sem búa utan Kópa- vogs og Hafnarfjarðar hafa verið flutt til þessara sveitarfélaga svo hægt sé að setja þá á hsta og hafna félagsmönnum sem styðja þann frambjóðanda sem er í ónáðinni hjá stjómarmönnum félaganna. Voru lögheimilin flutt án þess að við- komandi sjálfstæðismenn hafi í raun átt aðsetursskipti. Þessi verknaður er skýrt brot á lögum nr. 21/1990 um lögheimili, lögum nr. 73/1952 um tilkynningar aðset- ursskipta, lögum SUS og skipu- Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 lagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Brot á lögum um tilkynningar að- setursskipta getur varðað viðurlög- um. Sjálfsagt vita fæstir þeirra full- trúa sem fluttu lögheimili sitt í þessum tilgangi að þeir voru að fremja refsivert brot á lögum með sus Því miður, segja þeir Haukur Örn Birgisson, ----------—----7-------- og Emar Orn Olafsson, virðist fulltrúavalið hafa farið fram með ólöglegum hætti í mörgum tilfellum. því að breyta lögheimih sínu án þess að hafa aðsetursskipti. Sjálf- sagt munu þeir flestir leiðrétta þetta að eigin frumkvæði þegar þeir komast að því enda sjálfstæð- ismenn flestir góðir og gegnir borgarar. Munu þá löglegir félags- menn í þessum félögum sem ein- ungis fengu að vera varamenn komast á þingið í staðinn. Það er mikilvægt að þar til bærir aðilar athugi hins vegar vel hvort þeir sem skipt hafa um lögheimili fyrir þingið hafi raunverulega haft aðsetursskipti til þess að tryggja að farið sé að lögum. Þetta er prinsipmál sem kemur afstöðu til frambjóðendanna ekki við og höf- um við því fulla trú á að á því verði tekið. Haukur Órn Birgisson er laganemi við HÍ og Einar Örn Ólafsson er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.