Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SamviniiiiferBipLaiidsj/ii Milliuppgjör 30. júní 1999 Rekstrarreikningur jan.-júní 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 851,3 775,1 +10% Rekstrargjöld án afskrifta -874,2 -792,6 +10% Afskriftir fastafjármuna -11,3 -9,7 +17% Rekstrartap -34,2 -27,2 +26% Fjármagnskostnaður -14,6 -11,2 +30% Tap fyrir skatta -48,8 -38,4 +27% Tekjuskattar 14,5 12,7 +15% Tap tímabilsins -34,3 -25,7 +33% Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting Fastafjármunir Milljónir króna 205,7 180,4 +14% Veltufjármunir 967,7 775,7 +25% Eignir samtals 1.173,4 956,2 +23% Eigið fé 327,9 308,0 +6% Langtímaskuldir 75,2 29,5 +155% Skammtímaskuldir 770,2 618.7 +24% Skuldir og eigið fé samtals 1.173,4 956,2 +23% Kennitölur 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 28% s o'- CM CO Veltufjárhlutfall 1,26 1,25 i ípsr Veltufé frá rekstri Milljónir króna -33,7 -27,8 +21% Afkoman í sam- ræmi við áætlanir SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hf. var rekið með 34,3 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins og er það svipað og á sama tímabili á síð- asta ári en þá var tapið 25,7 milljónir króna. Niðurstaðan er í samræmi við áætlanir félagsins en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir 40 milljóna króna haganaði af rekstrinum á þessu ári. Eðli þeirrar starfsemi sem félagið stundar, þ.e. rekstur ferðaskrifstofu, veldur því að meiri tekjur verða til á síðari hluta árs en þeim fyrri. Petta skýrir miklar sveiflur í afkomu fyrir- tækisins milli árshluta. „Tekjurnar eru þó að aukast nokk- uð milli ára og það er að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka framboð," segir Helgi Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar. Heildareignir Samvinnuferða- Landsýnar nema rúmlega 1,1 millj- arði króna og eigið fé er 327 milljón- ir. Eiginfjárhlutfallið er 28% og veltufjárhlutfallið 1,26. = HÉÐINN SMIÐJA hf. = Árshlutareikningur 30. júní 1999 Rekstrarreikningur jan.-júní 1999 1998 Breyting Ftekstrartekjur Milljónir króna 546 495 +10% Rekstrargjöld 485 431 +13% Hagnaður fyrir afskr. og fjármagnsliði 61 64 -5% Afskriftir -13 -12 8% Fjármagnstekjur og (gjöld) 2 2 0% Tekju- og eignarskattar -17 -18 -6% Hagnaður ársins 33 36 -8% Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting I Eignir: ] Milljónir króna Fastafjármunir 285 267 +7% Veltufjármunir 288 295 -2% Eignir samtals 573 562 +2% I Skuldir ofl eigið fé: ,! Eigið fé 391 303 +29% Tekjuskattsskuldb. og langtímaskuldir 23 29 -21% Skammtímaskuldir 159 230 -31% Skuldir og eigið fé samtals 573 562 +2% Sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 49 48 +2% Eiginfjárhlutfall 68,2% 53,9% Héðinn hf. með 33 milljóna hagnað REKSTRARHAGNAÐUR Héðins hf. samkvæmt rekstrarreikningi fyrstu sex mánuði ársins nam 33 milljónum króna, sem er 8% lægra en á sama tíma árið áður. Tekjuaukning var 10% en rekstrarkostnaður hækk- aði um 12%. Eigið fé í lok júní síðast- liðins nam 391 milljón króna að með- töldu hlutafé að nafnvirði 100 milljón- ir ki-óna og hefur eigið fé hækkað um 29% á einu ári. A tímabilinu voru greiddar 15 milljónir króna í arð. Skuldir voru 182 milljónir í lok júní og hafa þær lækkað um 30% milli ára. í frétt frá félaginu kemur fram að samdráttur sé fyrirsjáanlegur í þjón- ustu við fiskimjölsiðnaðinn. Á yfir- standandi ári verði fjárfestingar í framleiðslutækjum um 50 millj. kr., sem ætlað er að bæta enn frekar sam- keppnisstöðu félagsins með þjónustu við fiskiskipaflotann, ásamt ^plötu- smíði og smíði úr ryðfríu stáli. A aðal- fundi félagsins í mars síðastliðnum var samþykkt að breyta nafni félags- ins úr Héðinn Smiðja hf. í Héðinn hf. Rekstrarhagnaður Samherja hf. 200 milljónir króna Afkoman mun lakari en í fyrra fgm SAMHERJI hf. |>fͧ Samstæðureikningur Úr milliuppgjöri 1999 Rekstrarreikningur 1/1- IQQ 30/6 1/1- IQO 30/6 Breyting Rekstrartekjur, milljónir kr. Rekstrargjöld 4.552 3.813 4.809 3.810 -5,3% +0,1% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsliðir 739 (454) (13) 999 (436) 48 -26,0% +4,1% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur (gjöld) 272 (72) 611 (105) -55,5% -31,4% Hagnaður ársins 200 506 -60,5% Efnahagsreikningur 30.06.99 31.12.98 Breyting Veltufjármunir, milljónir kr. Fastafjármunir 4.306 9.416 3.262 9.185 +32,0% +2,5% Eignir alls 13.722 12.447 +10,2% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir, skuldb. og styrkir Eigið fé 3.393 5.434 4.535 3.343 4.788 4.316 +1,5% +13,5% +5,1% Skuldir og eigið fé alis 13.722 12.447 +10,2% Kennitölur 1999 1998 Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri/r e kstra rtekj u m 33,0% 1,27 13% 34,7% 0,98 16% REKSTRARHAGNAÐUR Sam- herja hf. fyrstu 6 mánuði yfírstand- andi árs nam 200 milljónum króna, og er þetta mun lakari afkoma en á sama tímabili í fyi’ra, en þá nam hagnaðurinn 506 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 4.552 milljónir króna fyrstu 6 mán- uði ársins, samanborið við 4.809 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 3.813 milljónum króna en voru 3.810 millj- ónir króna árið áður og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 739 milljónum króna en 999 milljón- um árið áður. Afskriftir námu 454 milljónum króna og fjármagnsgjöld 13 milljón- um króna samanborið við 48 milljóna króna fjármunatekjur á sama tíma- bili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi íyrir skatta nam 272 millj- ónum króna, reiknaður tekju- og eignarskattur var 120 milljónir króna og aðrar tekjur 37 milljónir króna. Eignir samstæðunnar þann 30. júní sl. námu 13.722 milljónum króna. Eigið fé nam 4.535 milljónum króna, langtímaskuldir og skuld- bindingar voru 5.794 milljónir króna og skammtímaskuldir 3.393 milljónir króna. Veltufé frá rekstri samstæðu nam 580 milljónum króna, eiginfjár- hlutfallið var 33,0% og veltufjárhlut- fallið 1,27. Eignir móðurfélagsins 30. júní sl. námu 11.156 milljónum króna. Eigið fé nam 4.535 milljónum króna, lang- tímaskuldir og skuldbindingar voru 4.290 milljónir króna og skammtíma- skuldir 2.331 milljón króna. Veltufé frá rekstri móðurfélagsins nam 583 milljónum króna, eiginfjárhlutfallið var 40,7% og veltufjárhlutfallið 1,63. Slök afkoma Deutsche Fischfang Union I tilkynningu frá Samherja segir að afkoma móðurfélagsins á fyrstu sex mánuðunum hafi verið viðunandi og veltufé frá rekstri á tímabilinu 583 milljónir samanborðið við 575 milljónir árið á undan. Afkoman hafí verið góð hjá frystiskipum félagsins, sem vegi að mestu upp lakari af- komu í uppsjávarfiski og rækju. Af- koman í veiðum og vinnslu uppsjáv- arfisks hafi verið talsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fram kemur að afkoma erlendra dótturfélaga hafí verið misjöfn. Hagnaður varð af rekstri Onward Fishing Co. í Bretlandi, en rekstur Deutsche Fischfang Union, DFFU, gekk á hinn bóginn mun verr nú en á sama tímabili í fyrra, og er meginá- stæðan slök aflabrögð. „DFFU gerir út stóra úthafssjáv- artogara, sem eru fljótir að skila tekjum þegar vel afiast, en rekstur- inn er erfiður þegar aflabrögð eru treg, vegna mikils fasts kostnaðar. Afli hefur verið tregur í Barentshafi, þar sem stór hafsvæði hafa verið lok- uð fyrir veiðum. Þá var afkoma í upp- sjávarveiðum félagsins mun lakari en árið áður. Þessi slaka afkoma DFFU er meginástæðan fyrir lakari afkomu samstæðunnar í heild samanborið við fyrra ár. Stjórnendur Samherja binda vonir við að aflabrögð á síðari hluta ársins verði betri auk þess sem markvisst hefur verið unnið að því að draga úr föstum útgerðarkostnaði. Þá hefur útgerðarmynstri verið breytt að hluta með aukinni áherslu á rækjuveiðar og félagið á enn eftir stóran hluta af grálúðukvóta sínum. Ekki er gert ráð fyrir tapi á DFFU á seinni hluta ársins,“ segir í tilkynn- ingunni frá Samherja. „Þessar tölur undirstrika það sem margoft hefur komið fram að sjávar- útvegurinn er sveiflukennd atvinnu- grein. Hins vegar er rekstur Sam- herja fjölþættur og þó að illa hafi árað í Þýskalandi er félagið vel í stakk búið til að mæta þessum sveifl- um,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja. „I sjálfu sér er hagnaður upp á 200 milljónir og 580 milljóna króna veltufé frá rekstri á fyrri hluta ársins alls ekki afleit niðurstaða þegar hafðar eru í huga þær miklu sveiflur sem orðið hafa í uppsjávarveiðum og rekstrarum- hverfi dótturféiagsins í Þýskalandi. Við teljum hana hins vegar ekki við- unandi og væntum þess að batnandi tímar séu framundan. Undanfarin ár hefur verið markvisst unnið í að skera niður kostnað hjá DFFU. Þar hefur náðst mikill árangur. Vandinn nú er fyrst og fremst tekjuvandi, vegna slælegra aflabragða. Við það er erfítt að ráða, en mér sýnist þó flest benda til þess að afkoman á síð- ari hluta ársins verði betri hjá þeim en á þeim fyrri og að Samherjasam- stæðan skili þokkalegri afkomu þeg- ar árið verður gert upp í heild sinni.“ Eftirlitshlutverk með inn- herjaviðskiptum skilgreint PÁLL G. Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir talsverða vinnu hafa farið fram hjá Fjármála- eftirlitinu og Verðbréfaþinginu til að skilgreina hlutverk Verðbréfaþings Islands annars vegar og Fjármáia- eftirlitsins hins vegar og sú vinna standi enn yfír. „Okkur er fuilljóst hlutverk okkar í eftirliti á verðbréfa- markaði. Að því er varðar það mál sem vísað er til er það ekki venjan í máium sem þessum að upplýsa um það hvort og með hvaða hætti mál eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlit- inu,“ segir Páll og segir jafnframt ýmis tilvik innherjaviðskipta hafa komið til skoðunar hjá Fjármálaeft- iriitinu. Hugsanlegt tómarúm á milli Verðbréfaþings Islands og Fjár- málaeftirlitsins á sviði eftirlitshlut- verks með innherjaviðskiptum varð umtalsefni Innherja í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. „Við erum að skilgreina betur samskipti okkar við Verðbréfaþing- ið, en menn öðlast betri þekkingu á skilunum þarna á milli eftir því sem tilvik koma upp. Ef reynslan sýnir að eitthvað þurfi að skilgreina betur í lögum, verður óskað eftir því. En það liggur ekki fyrir að þessi vinna verði kynnt sérstaklega," segir Páli. „Verðbréfaþingið hefur að mörgu leyti skýrari stöðu sem einkaréttar- legur aðili en áður, eftir að það hefur fengið starfsleyfi sem kauphöll sam- kvæmt nýju lögunum um starfsemi kauphalla og skipulagðra tilboðs- markaða. Hiutverk þingsins er eftir sem áður að fylgjast með því að verðbréfamarkaðurinn sé heilbrigð- ur.“ 111. grein laganna kemur fram að hlutverk kauphallar sé „að stuðla að því að skráning viðskipta og verð- myndun í kauphöllinni verði á skýr- an og gagnsæjan hátt og kappkosta að jafnræði sé með aðilum að við- skiptum sem þar fara fram og tryggja að starfrækt sé skipulagt viðskipta- og upplýsingakerfi". Samkvæmt níundu grein í sömu lögum segir að Verðbréfaþingi beri að greina Fjármálaeftirlitinu frá því ef þeir verða þess áskynja að aðrar reglur séu brotnar. „Starfsmenn Verðbréfaþings fylgjast með viðskiptum frá degi til dags og þeir eru líklegri til að sjá það fyrr en við ef eitthvað er óeðii- legt. En við getum að sjálfsögðu tek- ið mál upp að eigin frumkvæði ef at- vik eru þannig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.