Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU GRÆNLAND SLAND Siglingaleiöir rannsóknaskipanna Bjami Sæmundsson Atlantniro Walter Herwig III undna- land Flæmtngia- grunn Bergmálsmælingar á úthafskarfa Ur 1,6 milljónum í 600.000 tonn RÚMLEGA 600.000 tonn af út- hafskarfa mældust ofan við 500 metra dýpi í mánaðarlöngum rann- sóknaleiðangri íslendinga, Þjóðverja og Rússa í sumar. íslendingar og Norðmenn stóðu að sambærilegum leiðangri 1994 og þá mældust 2,2 milljónir tonna en í leiðangri Rússa, Þjóðverja og íslendinga 1996 mæld- ust 1,6 milljónir tonna. Eins og Morgunblaðið greindi irá, þegar leiðangrinum lauk fyrir mán- uði, voru vísbendingar um minni stofn úthafskarfa en áður og þær hafa nú verið staðfestar. „Þetta er ekki nema brot af því sem við höfum áður mælt og við höfum verulegar áhyggjur af því að við höfum ekki náð að fara yfír allt útbreiðslusvæð- ið,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, físki- fræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóri á Bjama Sæmunds- syni í fyrrnefndum leiðangri. „Karf- inn virðist liggja mun suðvestar en áður og við náðum ekki að fara yfir allt það svæði en engu að síður fórum við yfír tæplega 300.000 fersjómílur sem er langmesta yfirferð í leiðöngr- um okkar til þessa. Hins vegar eru forsendumar breyttar ef fískurinn er á öðm svæði.“ Þrjú skip tóku þátt í leiðangrinum. Bjami Sæmundsson, þýska rann- sóknaskipið Walter Herwig III og Atlantniro frá Rússlandi. „1994 vora veiðarnar ofan við 500 metrana í samræmi við mælingarnar en á síð- ustu áram hafa veiðamar nánast al- farið verið úr laginu þar fyrir neðan. Við gerðum tilraunir til að meta það magn með því að toga reglulega og umbreyta niðurstöðunum yfir í fjölda fiska. Þær niðurstöður benda til þess að það sé að minnsta kosti annað eins fyrir neðan og mældist fyrir ofan.“ Þorsteinn segir augljóst að mikið vanmat sé á stofninum en ekki sé hægt að segja hvað það er mikið. „Upphitunin á svæðinu veldur okkur nokkra hugarangri. f skýrslu okkar 1996 kom fram að við teldum hálfri annarri gráðu hærri sjávarhita en mælst hefði áður líklega ástæðu fyrir vanmati, sem þá var. Nú sáum við enn hærri hita á öllu svæðinu en við skráðum 1996 og karfínn virðist hafa fært sig lengra í suðvestur í kaldari sjó, sem er nær því hitastigi sem við mældum 1994.“ Alþjóða hafrannsóknaráðið lagði til í maí að úthafskarfakvótinn yrði færður úr 153.000 tonnum í 85.000 tonn en endurskoða átti þá tillögu að loknum umræddum leiðangri. Þor- steinn sagði að í ljósi niðurstaðnanna væra vart forsendur til að breyta fyrri ákvörðun en það væri í valdi N orðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, að fjalla um tillöguna því hún ákvarðaði kvótann. Meðalaflinn á dag um 10 tonn AFLABRÖGÐ íslensku togaranna í Barentshafí hafa verið með eindæm- um dræm síðustu daga, aðeins 1-2 tonn á sólarhring. Nú era 10 íslensk- ir togarar að veiðum í Barentshafi, á svokölluðu Bjarnareyjarsvæði. Þeir era Frosti ÞH, Eyborg EA, Harald- ur Kristjánsson HF, Margrét EA, Björgvin EA, Snorri Sturluson RE, Skutull ÍS, Barði NK, Sigurbjörg ÓF og Málmey SK. Sigtryggur Gíslason, skipstjóri á Margréti EA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær aflann vera mjög lélegan síðustu vikuna eftir ágætisveiði fyrstu dagana eftir að skipin komu á svæðið. „Fyrstu vik- una var meira líf og talsverður fískur uppi í sjó og mun skárri veiði. Síð- asta vika hefur hins vegar verið ansi hreint léleg. Við höfum verið hér í nærri 20 daga og meðalaflinn á dag nær varla 10 tonnum. Það má ekki minna vera. Stundum hitta menn á bletti sem gefa betri afla. Þannig fengu tvö skip um 6-8 tonn í hali í gærkvöldi [fyrrakvöld] en annars er aflinn ekki nema um 1-2 tonn í hali eftir 6 klukkustunda tog.“ Sigtryggur sagði samskiptin við norsku strandgæsluna hafa verið með ágætum. „Þeir hafa komið tvisvar um borð í sitt hefðbundna eftirlit. Við eram ekkert undir strangara eftirliti en skip frá öðram þjóðum. Hér era einnig um 10 rúss- nesk skip en skipum hefur fækkað mikið undanfarna daga. Fyrir um viku vora hér upp undir 40 skip,“ sagði Sigtryggur skipstjóri. Bush daglega krafínn svara um ólöglega fflmiefnaneyslu Kveðst ekki hafa neytt fíkniefna í 25 ár Washington. AP. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, tjáði fréttamönnum í fyrra- dag að hann hefði ekki neytt fíkni- efna í aldarfjórðung. Vék hann þar með frá þeirri stefnu, sem hann hef- ur fylgt í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana- flokksins, að neita að ræða meinta fíkniefnaneyslu sína á áram áður. Mjög hefur verið þrýst á Bush að leysa frá skjóðunni um þessi mál og á fimmtudag gaf hann lítið eitt und- an. En hann hélt sig við þá stefnu að ef kjósendur gætu ekki sætt sig við að hann segði ekki meira en að hann hefði ekki snert fíkniefni í 25 ár þá gætu þeir „greitt einhverjum öðram atkvæði". Bush er spurður nánast daglega um ólöglega fíkniefnaneyslu, þótt engar vísbendingar eða áreiðanleg- ar fullyrðingar um slíkt hafi komið í ljós. Hefði staðist kröfurnar Bush sagði að hann myndi hafa staðist kröfumar sem gerðar vora í forsetatíð föður hans 1989-93 um að væntanlegir starfsmenn emb- ættisins mættu ekki hafa neytt fíkniefna fimmtán undanfarin ár ef þeir ættu að eiga möguleika á ráðn- ingu. Á miðvikudag hafði Bush tjáð dagblaðinu The Dallas Morning News að hann hefði ekki neytt fíkniefna undanfarin sjö ár, sem er sá tími sem venjulegar athuganir alríkislögreglunnar, FBI, nær yfir. Fáeinum klukkustundum áður en Bush greindi frá þessu hafði hann reynt að banda frá sér spurningum um meinta ólöglega fíkniefna- neyslu á þeim forsendum að slíkar spurningar væru „fáránlegar hvik- sögur“. Stjómmálaráðgjafar bæði í Repúblikanaflokknum og Demókra- FRAMKVÆMDASTJÓRI mat- vælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, Catherine Bertini, segir að útlit sé fyrir að Norður-Kórea geti með áframhaldandi hjálp alþjóðasamfé- lagsins bundið enda á langvarandi hungursneyð í landinu. Óyggjandi sannanir, sem sérfræðingar hafa safnað, sýna fram á að hátt á þriðju milljón manna hafi látið lífið síðast- liðin fjögur ár. Stjómvöld Norður- Kóreu segja töluna mun lægri eða um tvö hundrað þúsund. En orsakir hungursneyðarinnar má helst rekja til óskilvirkni og spillingar innan stjómkerfisins. Síðan 1995 hafa alþjóða hjálpar- stofnanir sent um þrjár og hálfa milljón tonna af matvælum til Norð- ur-Kóreu. Bertini sagði hjálpina enn bráðnauðsynlega enda sé hún aðalástæðan fyrir lækkandi dánar- tíðni í Norður-Kóreu á þessu ári. I viðtali við The New York Times sagði hún að fyrir tveimur árum hefðu starfsmenn hjálparstofnana varla séð vott af matvælum í land- inu. ,Akuryrkja hafði stöðvast að fullu, lítil dýr voru ekki sjáanleg og ég gat talið uxana, sem ég sá, á fingram annarrar handar. I dag sérðu hjarðir geita á beit, uxa á ökram, hunda og ýmis smádýr." En þar sem landið uppsker ekki nóg til að fæða þjóðina og aðstoð alþjóða- samfélagsins einskorðast við lífs- taflokknum segja að þessi stefnu- breyting eigi eftir að koma í bakið á Bush. „Hann hefði átt að halda sig við „ég vil ekki tala um þetta“,“ sagði Dave Brown, ráðgjafi Demókrata í Washington. „Nú munu hrægammamir halda áfram að sveima að eilífu.“ Nánir ráðgjafar Bush, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að honum hefði þótt eðlilegt að spurt væri hvort hann hefði staðist kröfur sem gerðar vora til starfsfólks í Hvíta húsinu. Hefði hann svarað þeirri spumingu eftir að kannað hafði verið hvaða kröfur hefðu verið gerðar. Vonaðist Bush til þess að með því að gefa yfírlýsingu um 25 nauðsynjar er mikil þörf á frekari aðstoð. Þorri bama til sveita er enn vannærður, en þegar hungursneyðin náði hámarki á milli 1996 og 1997 dóu um 15% allra bama undir fimm ára aldri og hungursneyðin stöðvaði eðlilegan líkamsvöxt um 66% sama aldurshóps. Ein mesta hungursneyð tuttugustu aldarinnar Talið er að um 10 af hundraði norður-kóresku þjóðarinnar hafi lát- ið lífið á þessum fjóram áram. Hefur hún verið borin saman við hung- ursneyðarnar miklu í Kína 1958 og í Sovétríkjunum á þriðja áratugnum, enda má rekja ástæður allra þessara hungursneyða til kerfisbundinna mistaka í stjóm og efnahagsmálum. Þjóðarbúskapur Norður-Kóreu- manna byggðist á sósíalískum áætl- unarbúskap sem féll saman fljótlega eftir hran Sovétríkjanna eða þegar tæki fengust ekki til framleiðslu. Náttúrahamfarir tóku síðan við og eyðilögðu þúsundir hektara af upp- skeram víðs vegar um landið. Árið 1995 báðu stjórnvöld í fyrsta skipti um aðstoð hjálparstofnana. Hjálpar- starf hefur ekki gengið sem skyldi því stjórnvöld meina starfsmönnum hjálparstofnana um aðgang að 49 af 112 héraðum landsins og að ráða innfædda til starfa. ár myndi hann sefa allar áhyggjur sem kjósendur kynnu að hafa. Þótt stjómmálaráðgjafar telji að spumingum um fíkniefnaneyslu muni ekki linna muni þetta á endan- um ekki valda neinum vandræðum í kosningabaráttu Bush. James Car- ville, fyrrverandi ráðgjafi Bills Clintons forseta, sagði að fólki stæði nokkuð á sama um persónu- leg málefni á borð við þetta. Sér- staklega eftir Monieu Lewinsky- málið. „Fyrst það skipti á endanum ekki máli þá get ég ekki ímyndað mér að það skipti máli hverju Bush kann að hafa stungið upp í nefið á sér fyrir tuttugu áram.“ Grænlend- ingar fá bætur Kaupmannahöfn. AFP. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Danmörku skipaði ríldsstjóm Danmerkur í gær að greiða andvirði um fimm milljóna ís- lenskra króna í skaðabætur til handa um 600 Grænlendingum sem neyddir vora til að yfirgefa heimahaga sína árið 1953 svo unnt væri að stækka herstöð bandaríska flughersins í Thule. 63 einstaklingar, eða að- standendur þeirra, munu hljóta aukagreiðslu sem nemur um 150-250.000 ísl. krónum, en upphæðin tekur mið af aldri þeirra er flytja urðu frá heimil- um sínum. I dómsniðurstöðunni segir að brottflutningur íbúanna í Thule hafi verið alvarlegt áfall fyrir þá. „Ekkert benti til þess að Grænlendingarnir hafi viljað flytjast á brott. Brottflutning- urinn var ákveðinn einhliða af Dönum eftir kröfur Bandaríkja- manna. Það er því ekki rétt að halda því fram að íbúarnir hafi flutt brott sjálfviljugir,“ sagði oddviti dómsins. Poul Nyrap Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði að ríkisstjórnin myndi ekki áfrýja dómnum og taldi gott að niðurstaða hefði fengist í málinu. Jonathan Motzfeldt, forsætis- ráðherra grænlensku lands- stjórnarinnar, fagnaði niður- stöðunni og sagði að réttlætið hefði loks náð fram að ganga. Tveimur til þremur milljónum manns- lífa fórnað í Norður-Kóreu Hungursneyð- inni að linna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.