Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 42
/ 42 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
V
Heima og
heiman
íslendingar geta augljóslega tileinkað sér
nýja siði í umgengni við áfengi. Hefði það
ekki einhvern tíma þótt saga til nœsta bœj-
ar að einn Islendingur affimm hundruð-
um íflugvél væri drukkinn?
Stundum er því haldið
fram að erfitt sé að
kenna gömlum hundi
að sitja. Líklega rétt,
en það hlýtur þó að
vera hægt. Og fólk getur einnig
tileinkað sér nýja siði. Ný við-
horf og nýja hugsun. Tímamir
breytast og mennimir með;
þriggja-martini hádegisverður
bandarískra bissnessmanna
lagðist af fyrir margt löngu,
svartir menn og hvitir geta lifað
saman í sátt og samlyndi, ekki
þykir lengur sjálfsagt að reykja
hvar og hvenær sem er og gam-
alt fólk notfærir sér nýjustu
tækni. Allt er breytingum háð.
Eg leyfi mér því að fullyrða að
hægt er að
VIÐHORF kenna íslend-
------ ingum að um-
Eftir Skapta gangast áfengi
Hallgrímsson gy0 yej f-dT\
Einhver kann
að hiksta við orðið kenna - ef til
viil væri betra að segjast þess
fullviss að íslendingar geti til-
einkað sér nýja siði í þessum
efnum. Ég held því fráleitt fram
að nauðsynlegt sé að allir lands-
menn drekki; sumir vilja það
ekki og auðvitað er ekkert nema
gott um það að segja. Þeir sem
drekka þurfa hins vegar að
hugsa sinn gang og skynja að
hófdrykkja er af hinu góða, of-
drykkja ekki.
Eyjarskeggjar hér úr Norð-
ur-Atíantshafinu vora lengi vel
alræmdir í sólarlöndum,
svokölluðum, fyrir drykkjulæti.
Það er staðreynd sem enginn
getur neitað; þar var fólk sam-
mála um að Islendingar kynnu
hreinlega ekki að fara með
áfengi, í mörg ár eftir að þeir
fóm að venja komur sínar á
þessa staði.
Ekki er ýkja langt síðan fólk
tók sprett á barinn á Keflavík-
urflugvelli, um leið og komið var
í gegnum vegabréfaskoðun, til
að fá sér bjór. Jafnvel þótt enn
væri sá tími sólarhrings að það
væri alla jafna ekki búið að lyfta
höfði frá kodda. Líklega var
þetta yfirleitt réttlætt með því
að bjór væri til á bamum góða,
en sala hans ekki leyfð annars
staðar hérlendis. Nú er því ekki
lengur að heilsa, sem betur fer.
Leyfilegt er að kneyfa ölkrús
eins og annars staðar í heimin-
um, án þess að eiga á hættu að
vera sakaður um smygl. En for-
boðnir ávextir era alltaf spenn-
andi, eins og allir vita.
Sumum þótti spretturinn á
barinn í gömlu flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli beinlínis til-
heyra utanferðum. Eftir á að
hyggja var þetta þó auðvitað
ákaflega hallærislegt; að setjast
að drykkju eldsnemma morguns
án nokkurrar raunverulegrar
ástæðu. Enda hefur þessi siður
að mestu lagst af, sýnist mér.
Smám saman. Og þannig er
best að breyta hlutunum, smám
saman.
Kunningi minn, nokkra eldri,
rifjaði á dögunum upp fyrstu
sólarlandaferðimar sínar.
Kvaðst muna grátandi böm í
hótelafgreiðslum þegar verið
var að afhenda foreldram
lyklana að íbúðum þeirra.
Margir hafi sem sagt notað
ferðina yfir hafið til drykkju og
mikil vandræði því skapast þeg-
ar á leiðarenda kom. Vitaskuld
vora ekki allir svona, en því
miður var slæm hegðun alltof
algeng, sagði hann.
Hugsið ykkur óorðið sem Is-
lendingar komu á land og þjóð
með slíkri framkomu. Við eram
fráleitt eina þjóðin sem orðið
hefur sjálfri sér til skammar á
þessum vettvangi síðustu ára-
tugi. Þær era því miður miklu
fleiri.
En batnandi fólki er best að
lifa. Hörmulegt hefur verið til
þess að vita hve áfengið hefur
lagt líf margra í rúst, vegna
þess hvernig það hefur verið
misnotað. Það var því ákaflega
ánægjulegt að sjá í sumar hve
mjög íslendingum hefur farið
fram. Það er sem sagt ekki lög-
mál að íslendingar á sólar-
ströndu verði sér til minnkunar
neyti þeir áfengis. Það get ég
upplýst og byggi á því sem mín
eigin augu sáu. Nú fara menn
bersýnilega til sólarlanda til að
láta sér líða vel. Til að njóta
. góða veðursins, leika við bömin
sín og gera þeim ferðina eftir-
minnilega. Undantekningar eru
eflaust til en eftir að hafa dvalið
þrjár vikur á stað þar sem mik-
ið var um Islendinga, og aldrei
séð neinn þeirra fullan - aldrei
einn einasta - sannfærðist ég
um að íslendingar geta lært að
umgangast áfengi.
Vel má vera að ég hafi verið
óvenju heppinn með nágranna,
að þar sem meira er af yngra
fólki sé fjörið meira. Líklega er
þar meira djammað, eins og það
heitir, en ekki endilega víst að
því fylgi mikil drykkja. Það era
að minnsta kosti ekki ungling-
amir sem setja hvað svartastan
blett á áfengið hérlendis, heldur
fullorðnir.
Eftir að hafa horft upp á ís-
lendinga sötra rauðvín með mat,
svala þorsta sínum með bjór,
sitja jafnvel á rökstólum yfir
glasi af sterku víni - þó eftir á
að hyggja sé ég reyndar ekki al-
veg viss um að ég hafi séð
nokkum dreypa á sterku víni
þessar þrjár vikur (!) - án þess
að nokkur hafi orðið drakkinn
er mér því hulin ráðgáta hvers
vegna svo stór hópur sem raun
ber vitni skuli enn veltast um
dauðadrakkinn helgi eftir helgi
á heimaslóð. Er svo miklu erfið-
ara að drekka í hófi heima hjá
sér en í útlandinu?
Besta dæmið um breytt hug-
arfar er þó þetta: Þegar flugvél
með um það bil 500 íslenska
ferðalanga innanborðs lendir í
Keflavík eftir flug frá Spáni er
einn farþegi áberandi drakkinn.
Einn. Það hlýtur að þykja saga
til næsta bæjar, og ekki síður
það að aðrir farþegar era eigin-
lega þrumu lostnir. Ákaflega
undrandi, að sjá drukkinn mann
í Leifsstöð. „Ég hélt þetta væri
liðin tíð,“ heyrði ég einn hvísla.
Það þótti mér góðs viti.
Hugsanlega er ekki hægt að
kenna gömlum hundum að sitja.
En þá er að einbeita sér að
hvolpunum; leiðbeina þeim nógu
snemma.
Lófatölva
með litaskjá
MIKIL gróska er á lófatölvu-
markaði, verð á slíkum
apparötum fer lækkandi og
æ fleiri verða sér úti um slík tól til
að koma skikki á lífið, skipuleggja
tíma sinn betur, eða láta sjást hvað
þeir fylgjast vel með. Vinsælust
slíkra tölva er Palm Pilot, sem er
með um 70% markaðshlutdeild
vestanhafs og talsverða yfirburði í
Evrópu, en þar næst koma ýmsar
tölvur sem nota Windows CE-
stýrikerfið.
Þrátt fyrir harða samkeppni á
lófatölvumarkaði held-
ur Palm Pilot yfirburð-
um sínum og hefur
frekar styrkt stöðu
sína, því Windows CE-
tölvurnar eru með um
17% markaðshlutdeild
og hafa lítið bætt við
sig undanfarin misseri.
Framleiðendur þeirra
hafa þó boðið upp á
ýmsar nýjungar og
endurbætur, betri
nettengingu, betri inn-
rauð samskipti, lita-
skjá, hraðvirkari ör-
gjörva og svo má lengi
telja. Meðal þeirra fyr-
irtækja sem gert hafa
harða hríð að Palm
Pilot er Hewlett-
Packard, sem framleið-
ir lófa- og handtölvur
sem kallast Jomada.
Tvær tölvumar, 620 og
820, era með lyklaborði
og nánast fartölvur, en
sú þriðja, Jomada 420,
er dæmigerð lófatölva.
Allar nota tölvumar
Windows CE-stýrikerfi
Microsoft, sem svipar
um sumt til Windows, í
það minnsta er útíitið
áþekkt. Windows CE
er meðal annars þeim
kostum búið að styðja litaskjá, en
það má einnig hluta niður eftir
þörfum og getur því jafnt hentað í
lófatölvu sem fartölvu; því sem
ekki kemur að gagni er einfaldlega
sleppt.
Jomada 420 er heldur stærri um
sig en hefðbundnar Palm Pilot-
tölvur, að ekki sé talað um Palm V,
og í raun svo stór að ekki er gott að
stinga henni í vasann. f tölvunni er
32 bita 100 MHz Hitachi SH7709a
örgjörvi og 8 MB í vélinni sem
reynd var, en hægt er að auka
minni upp í 16 MB. Kerfisminni er
8 MB. Éinnig er hægt að nýta
Compact Flash-minniskort í tölv-
una, en það eykur rafmagnseyðslu.
Litaskjárinn á tölvunni er skýr
og bjartur, 256 lita kristalsskjár,
240 x 320 pixel. í henni er liþíum
hleðslurafhlaða, en ekki er hægt að
setja í hana venjulegar rafhlöður.
Rafhlaðan er sögð duga í fimm
Samkeppni í lófatölvu-
framleiðslu er lífleg í
meira lagi og sífellt
verða tölvurnar ódýrari
og handhægari. Arni
Matthíasson skoðaði
Jornada 420 frá Hew-
lett-Packard.
tíma, en virtist duga heldur
skemmri tíma, en það fer þó sjálf-
sagt eftir notkun. Rafhlöðurnar
era hlaðnar á meðan tölvan er í
sleða sem tengir hana einnig við
borðtölvu. Á tölvunni er innrautt
tengi sem reyndist prýðilega á
móti Ericsson 8888-síma, en miður
á móti Nokia 6110, sem skrifast á
Nokia.
Hægt er að fá sérstakt lyklaborð
við tölvuna, sem fengið hefur góða
dóma, en ekki var kostur að reyna
það eða hvort hægt væri að setja
inn á vélina íslenskt letur. Til eru
ýmsar lyklaborðs- og staðfærslu-
lausnir fyrir Windows CE-tölvur,
þar á meðal fyrir Hitachi-örgjörva
eins og þann sem í tölvunni er.
Hægt er að taka upp á tölvuna,
til að mynda stuttar athugasemdir
eða viðtöl, með því að þrýsta á einn
hnapp. Hver mínúta af hljóði tekur
þó hálft megabæti, þannig að minni
tölvunnar er fljótt að fyllast. í
henni er innbyggður hátalari sem
hljómaði veralega illa, en einóma
tengi er fyrir heymartól. Vitanlega
má flytja hljóðskrár yfir á borð-
tölvu og hlusta á þær þar.
Á tölvunni er glært plastíok sem
ver skjáinn vel fyrir hvers kyns
hnjaski, en gefur einnig kost á að
kíkja á tölvuna, til að mynda til að
sjá hvað sé næst á dagskrá.
Fer vel í skjalatösku
Þegar lófatölva er notuð í fyrsta
sinn þarf að stilla
hana, meðal annars til
að tryggja að skjárinn
sé að taka rétt við boð-
um frá pennanum.
Reyndar þarf að gera
slíkt nokkuð reglulega,
ekki síst ef tölvan er
mikið notuð. Frum-
stilling Jornada-tölv-
unnar gaf ekki fögur
fyrirheit um framtíð-
ina, kostaði nokkurt
streð og svo fast þurfti
að þrýsta á pennann
að um tíma óttaðist ég
að skjárinn myndi láta
undan. Reyndar þurfti
að skrifa nokkuð fast á
skjáinn, til að mynda
ef verið var að taka
niður punkta, og tók
smá tíma að ná réttum
þrýstingi.
Vélinni er stýrt á
ýmsa vegu, með penn-
anum, hjóli á hliðinni
eða sérstökum fyrir-
mælahnöppum. Fyrir
vikið er hún að sumu
leyti þægilegri í notk-
un en Palm Pilotinn og
sérstaklega er gott að
geta notað hana með
annarri hendi.
Fljótlegt er að læra
á tölvuna og hægt að vinna all-
hratt, enda er örgjörvinn sprækur.
Hún á það þó til að nánast frjósa
öðra hvoru, sem skrifast á
Windows CE en ekki tölvuna
sjálfa. Þeir sem þekkja Windows á
annað borð eru sjálfsagt vanir slíku
og kippa sér ekki upp við það að
þurfa að bíða um stund.
Jornada 420 hefur ýmsa ókosti
eins og getið hefur verið, en kost-
imir eru líka nokkrir, þeirra helst-
ur líklega frábær skjárinn og víst
að þeir sem þekkja Palm Pilot eiga
erfiðara með að sætta sig við skjá-
inn á henni eftir að hafa kynnst
skýram litaskjánum á Jornada 420.
Stýrihnappar á hlið tölvunnar eru
líka bráðsnjöll viðbót, sérstaklega
hjólið, og furðulegt að Palm-menn
séu enn ekki búnir að finna það
upp. Jornada 420 er ekki vél sem
passar í brjóstvasann, en hún fer
vel í skjalatösku.
Morgunblaðið/Sverrir
Compaq í
EKKI er langt síðan Compaq komst í efsta sæti
einkatölvuframleiðenda í heimi, meðal annars með
snjallri markaðssetningu og skjótum viðbrögðum
við markaðsþróun. Þegar fyrirtækið var á hátindi
velgengni sinnar keypti það Digital-tölvufyrir-
tækið, meðal annars til að ná betri fótfestu á fyrir-
tækjamarkaði. í stað þess að styrkja fyrirtækið
hafa kaupin reynst Compaq þungur baggi og nú
þarf að gripa til ráðstafana til að komast á réttan
lqöl að nýju, meðal annars með því að selja hluta
fyrirtækisins.
Cornpaq keypti Digital fyrir rúmu ári og fyrir
nokkrum mánuðum byijuðu sljórnendur fyrirtækis-
ins að rétta skútuna af, meðal annars með fjölda-
uppsögnum og sölu á AltaVista-Ieitarvélinni. Fyrir
nokkrum dögum seldi Compaq siðan stýrigjör-
vaframleiðslu fyrirtækisins og sumir spá þvf að
næst á dagskrá sé að loka ýmsum þróunársviðum
innan þess, þar á meðal þeirri deild sem sinnir
kröggum
Windows NT fyrir Alpha-örgjörvann, en Álpha-
gjörvinn fylgdi með í kaupunum á Digital á sfnum
tfma. Ymsar aðrar deildir eru undir hnffnum, þar á
meðal þróunarsvið fyrir 64 bita útgáfu á Unix,
True64 Unix, því þó hún skili hagnaði sem stendur
telja menn ólíklegt að hún eigi eftir að standast út-
gáfu IBM og SGI á 64 bita Unix, Monterey, snúning.
Hvað NT-deildina varðar er talið líklegt að Compaq
muni frekar leggja áherslu á Linux fyrir Alpha,
enda er markaðshlutdeild NT fyrir Alpha hverfandi.
Ymsar fleiri deildir Digital eru á sölulista að
sögn þeirra sem gerst þekkja og sumir ganga svo
langt að halda því fram að Compaq vilji gjarnan
losna við Alpha-deild sína, enda dýrt að þróa
Alpha-örgjörvann í harðri samkeppni við Intel, sem
setur 64 bita örgjörva, Merced, á markað á næstu
vikum. Þess má og geta að Compaq hefur lýst því
yfir að fyrirtækið muni taka upp IA64-örgjörva-
hönnunina frá Intel og Monterey.