Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AF HVERJU FRUMKVÆÐI RÁÐHERRA? ÞAÐ hefur orðið mikil breyting á stöðu Alþingis gagn- vart framkvæmdavaldinu á allmörgum undanförnum árum. Þingið hefur náð að skapa aukið jafnvægi á milli þess og framkvæmdavaldsins en þetta jafnvægi hafði rask- azt verulega fram eftir öldinni. Á tímabili um og upp úr miðri öldinni var engu líkara en Alþingi væri afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórnir. Tveir forsetar Alþingis öðrum fremur hafa átt þátt í að þoka samskiptum þingsins við framkvæmdavaldið í réttan farveg en það eru þeir Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Ólafur G. Einarsson. Þessi þróun er afar mikilvæg fyrir lýðræðið á íslandi. Því má aldrei gleyma, að á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar fólksins og ríkisstjórnir hverju sinni sækja umboð sitt til Alþingis. Hin nýja staða þingsins kemur m.a. fram í því, að staða forseta Alþingis er veigameiri en áður og er a.m.k. ígildi ráðherrastöðu. Þingnefndir eru áhrifameiri en áður og for- mennsku í þingnefndum fylgja mikil áhrif. Hið sama má segja um formennsku í þingflokkum. Þetta er jákvæð þró- un. Hinn 10. ágúst sl. birti Morgunblaðið frétt um upplýs- ingaskyldu á Verðbréfaþingi. Þar var formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Vilhjálmur Egilsson, alþing- ismaður, spurður hvort breyta þyrfti lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. í frétt Morgunblaðsins sagði m.a.: „Hann (þ.e. Vilhjálmur Egilsson) telur, að viðskiptaráð- herra ætti að hafa frumkvæði í málinu í samstarfí við þing- aðila og samtök í atvinnulífinu. Sagði hann það skoðun sína, að full ástæða væri til að skoða málið, þótt hann gerði sér grein fyrir, að það kynni að vera nokkuð flókið.“ Nú má spyrja hvers vegna viðskiptaráðherra ætti að hafa frumkvæði um þetta mál. Hvers vegna ekki þingið sjálft? Hvað mælir gegn því, að í þessu tilviki efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafí frumkvæði að því að kanna, hvort nauðsynlegt sé að breytá lagaákvæðum um upplýs- ingaskyldu á Verðbréfaþingi? Löggjafarvaldið er í höndum Alþingis - ekki ríkisstjórnar. Þótt ráðherra geti lagt fram tillögur á Alþingi geta einstakir þingmenn eða þingnefndir ekki síður gert það. Hvers vegna er það skoðun þingmanns og þingnefndarformanns, að frumkvæði í þessu máli eða hvaða öðru máli sem er hljóti að koma frá ráðherra? Kjarni málsins er auðvitað sá, að þingmenn eiga mark- visst að vinna að því að endurheimta frumkvæði í lagasetn- ingu úr höndum ríkisstjórnar. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar leggi mál fyrir Al- þingi. En það er ekki síður eðlilegt og sjálfsagt að einstak- ir þingmenn geri það. I eina tíð var skýringin á þessu frumkvæðisleysi þing- manna sú, að þeir höfðu lélega starfsaðstöðu og litla að- stoð, en ráðuneytin voru vel skipuð starfsfólki. Nú er þetta að breytast. Þingmenn hafa betri starfsaðstöðu en áður. Sérmenntuðu aðstoðarfólki fjölgar í þinginu og svo má ekki gleyma því, að þingið sjálft hefur fjárveitingavaldið og getur ákveðið að veita aukna fjármuni til þess að styrkja löggjafarstarfsemi þess sjálfs með ráðningu sérmenntaðra starfsmanna til þess að undirbúa nýja löggjöf. Sú afstaða, sem fram kom í tilvitnuðum ummælum for- manns fjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis, á að heyra fortíðinni til. Þessi þingnefnd á auðvitað sjálf að hafa frum- kvæði um að kanna nauðsyn nýrrar löggjafar á þessu sviði og öðrum í viðskiptalífínu. Þingnefndin á ekki að bíða eftir frumkvæði ráðherra, enda engin ástæða til. Úr því að þing- nefndarformaðurinn telur ástæðu til að kanna málið á sú þingnefnd að hafa aðgang að þeim starfskröftum og fjár- munum sem þarf til þess að undirbúa hugsanlegar breyt- ingar á löggjöf. Alþingi á ekki að líta svo á að frumkvæðið eigi alltaf að koma frá ríkisstjórn eða ráðherrum. Þvert á móti á þingið að telja það sjálfsagt mál, að frumkvæðið komi frá því sjálfu. Þegar sú hugarfarsbreyting hefur orðið hjá þing- mönnum sjálfum er staða Alþingis orðin sú sem hún á að vera gagnvart framkvæmdavaldinu. Rannsókn á vímuefnanotku: Unglingar sem eigin getu eru í n Unglingum við 14 ára aldur, sem telja að utanaðkomandi þættir ráði miklu um gengi þeirra í lífínu, er hættara við að reykja daglega; hafa leiðst út í mikla áfengisneyslu og/eða að hafa prófað hass og amfetamín. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr viða- mikilli rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardótt- ur, prófessors við félagsvísindadeild Háskól- ans, á vímuefnanotkun reykvískra unglinga. Salvör Nordal hitti hana að máli og fræddist nánar um rannsóknina. ur höfðu mikla trú á eig- in getu, ólíklegri til að drekka mikið við 17 ára aldur og mun ólíklegri til að hafa prófað fíkni- efni. Það að telja sig ráða sínu eigin lífi virð- ist því vera nokkur vörn gegn vímuefnaneyslu. Þessi niðurstaða ætti að gefa sterka vísbendingu um hve mikilvægt er að vinna með börnum og unglingum að því að efla trú þeirra á að þeir geti sjálfir haft mikið um það að segja hvernig þeim vegnar í lífinu." Sigrún A« dóttir pi Hátt eða lágt sjálfsmat DR. SIGRÚN Aðalbjam- ardóttir prófessor hefur á undanförnum árum staðið að viðamikilli rannsókn á áhættu- hegðun unglinga. Áður hefur hún meðal annars birt niðurstöður sínar um tengsl uppeldisaðferða foreldra við tóbaksreykingar, áfengis- og fíkniefnanotkun unglinga. Nú hefur hún ásamt aðstoðarmönnum sínum unnið niðurstöður úr þeim þætti rannsóknarinnar sem snýr að sál- fræðilegum þáttum eins og trú á eig- in getu, sjálfsmati og depurð og rannsakað tengsl þeirra við vímu- efnaneyslu unglinganna. „Það er athyglisvert hve sterkt trú unglinganna á að þeir geti haft áhrif á líf sitt virðist spá fyiir um neyslu þeirra á mismunandi tegundum vímuefna. Þeir unglingar sem töldu sig hafa litla stjóm á eigin lífi þegar þeir vora 14 ára vora líklegri við 17 ára aldur til að reykja daglega, drekka mildð áfengi í senn, hafa próf- að hass eða amfetamín,“ segir Sigrún um helstu niðurstöður rannsóknar sinnar. „Það að telja sig geta ráðið gengi sínu í lífinu virðist því vera nokkur vöm gegn vímuefnaneyslu. Þessi niðurstaða gefur sterka vís- bendingu um mikilvægi þess að efla trú bama og unglinga á eigin getu.“ I rannsókninni var unglingunum lylgt eftir frá því þeir vora 14 ára þar til þeir voru 17 ára en þannig gafst sérstakt tækifæri til að athuga hvort einstakir þættir spái fyrir um vímuefnaneyslu unglinganna þrem- ur áram síðar. Spumingalistar vora lagðir fyrir um 1300 14 ára unglinga árið 1994 og siðan aftur fyrir sama hóp þremur áram síðar, en þá náðist í 930 þeirra. Til þessa hluta rann- sóknarinnar hefur Sigrún notið stykja frá menntamálaráðuneytinu, Forvamasjóði, Tóbaksvarnarnefnd, Rannsóknarsjóði Háskóla íslands og Vísindasjóði Rannsóknarráðs ís- lands. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í skýrslum sem Sigrún hefur unnið ásamt Fjölvari Darra Rafnssyni og Leifi Geir Hafsteins- syni. Hver er sinnar gæfu smiður Samkvæmt rannsókn Sigrúnar skiptir miklu að unglingar hafi trú á eigin getu. „Þegar við mælum trú á eigin getu eru lagðar fram spuming- ar um hvort unglingurinn telji sig geta haft áhrif á gengi sitt í lífinu eða hvort honum fínnist það að mestu undir öðrum komið. Sá sem telur sig geta haft áhrif á líf sitt lítur svo á að hann geti gert ýmislegt til að stjórna umhverfí sínu og það sem hendi hann sé afleiðing eigin hegð- unar. Sá sem hefur litla trú á eigin getu telur aftur á móti að það sem gerist í lífi hans sé háð tilviljunum, heppni eða jafnvel örlögum. Dæmi um spumingar sem við lögðum fyrir unglingana vora: „Það er lítið sem ég get gert til að breyta mikilvægum hlutum í lífi mínu.“ „Framtíð mín ræðst aðallega af mér sjálfum eða sjálfri mér.“ „Ég hef litla stjórn á því sem kemur fyrir mig í lífinu.“ Hvemig eru svo tengsl trúar á eigin getu við vfmuefnaneyslu? „Þeir 14 ára unglingar sem telja sig geta stjórnað eigin lífi voru ólík- legri tfl að reykja og neyta áfengis en hinir sem töldu líf sitt háð utan- aðkomandi þáttum. Þannig höfðu til dæmis 70 prósent þeirra sem höfðu neytt áfengis 14 ára með litla trú á eigin getu, en 45% sem höfðu mikla trú á eigin getu. (Sjá mynd)Þær stúlkur sem höfðu mikla trú á eigin getu 14 ára gamlar vora einnig ólík- legri til að reykja daglega þegar þær voru orðnar 17 ára. Þá voru bæði stúlkur og piltar, sem við 14 ára ald- Rannsóknin sýnir einnig að ung- lingar með hátt sjálfsmat 14 ára gamlir era annars vegar ólíklegri tfl að drekka við 14 ára aldur og hins vegar til að reykja daglega eða drekka mikið í senn þegar þeir era 17 ára gamlir, en þeir sem era með lágt sjálfsmat. Þá kemur einnig fram að þeir sem höfðu prófað að reykja við 14 ára aldur en höfðu hátt sjálfs- mat vora ólíklegri til að hafa prófað amfetamín 17 ára en þeir sem höfðu lágt sjálfsmat. „Með sjálfsmati er átt við það mat sem unglingurinn legg- ur á sjálfan sig, hæfni sína og hegð- un. Dæmi um spumingar sem lagðar voru fyrir unglingana til að meta sjálfsmat þeirra era um hvort þeir gætu gert margt jafnvel og aðrir, hvort þeir gætu verið stoltir af ein- hverju sem þeir hefðu gert o.s.frv. Niðurstöðurnar sýna að lágt sjálfs- mat unglinga á fýrri hluta unglings- áranna virðist auka líkur á því að þeir reyki daglega eða drekki mikið síðar. Þannig spáir sjálfsmat ung- linganna greinilega fyrir um þessa áhættuhegðun." (Sjá mynd) Depurð Svipaðar niðurstöður komu fram þegar spurt var um depurð. Fram kom að unglingar sem sýndu fá dep- urðareinkenni við 14 ára aldur voru ólíklegri til að reykja og drekka 14 ára en þeir sem sýndu mörg ein- kenni depurðar. Á sama hátt vora þeir sem sýndu fá depurðareinkenni 14 ára ólíklegri til að reykja daglega eða hafa prófað amfetamín 17 ára gamlir en þeir sem sýndu mörg ein- kenni depurðar. (Sjá mynd) „Unglingur sem sýnir einkenni dep- urðar finnur fyrir aðgerðarleysi og finnst erfitt að takast á við dagleg vandamál. Hann er svartsýnn og það er fátt sem hann hefur ánægju af. Að auki hefur hann lítið álit á sjálf- um sér. Þú segir að þessar niðurstöður gefí Mynd 1. Hlutfall unglinqa, sem neytt hefur á fengis og fíkniefna og tengsl við trú á eigin getu til að hafa áhrif a líf sitt 28% 8% 70% Áfengis- neysla (14 ára) Tóbaksr. Áfengis- Hass- Amfetamín- stúlkna neysla neysla neysla (17 ára) (17 ára) (17 ára) (17 ára) Mynd 2. Hlutfall unqlinga, sem reýkir oq hefur prófað amfetai við sjálfsmat vio 14 ára aldur 67% - Hátt sjálfsm — Lágt sjálfsi 43% 34°/ 23% Áfengis- Áfengis- Tóbaks- neysla neysla reykinga (14 ára) (17ára) (17ára)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.