Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mótmæla áformum Viðbrögð Belgrad-stjórnarinnar við fjöldamótmælafundi Filippseyj afor seta Manila. AFP. TUGIR þúsunda mótmælenda komu saman í Manila á Filipps- eyjum í gær og sökuðu Joseph Estrada forseta um að hafa látið viðgangast að einveldi Ferdin- ands Marcosar kæmist á í land- inu. Fyrrverandi forseti, Corazon Aquino, og erkibiskupinn í Manila, Jaime Sin, fóru fyrir mótmælendunum og fullyrtu að „Marcosarhópurinn" svonefndi, nánustu aðstoðarmenn Estradas, stæði fyrir umdeildum áætlunum um að breyta stjórnarskránni. Þetta eru fjölmennustu mót- mælin gegn Estrada frá því hann tók við völdum í júní í fyrra. „Þeir sem silja að völdum í dag eru hinir sömu og fólkið hafnaði í gær,“ sagði Aquino á útifundi og skírskotaði til uppreisnarinnar 1986 þegar Marcos hrökklaðist frá völdum. Estrada bar af sér ásakanir um að hafa verið greiðvikinn við erf- ingja og virktavini Marcosar. Á enn fjölmennari útifundi í Manila í gær sagði hann að stjórnar- skrárbreytingarnar vörðuðu ein- ungis efnahagslega þætti og mið- uðu að því að auðvelda erlenda fjárfestingu í landinu. Úrhellisrigning skall á í Manila þegar útifundur mótmælendanna stóð yfír í fjármálahverfinu. Á spjaldi eins mótmælandans má sjá andmæli gegn fyrirhugaðri stj órnarskrárbreytingu. Fundurinn sagður hafa verið „mistök“ Belgrad. AFP, AP. LITIÐ var gert úr fjölmennum mótmælafundi stjórnarandstöðuafl- anna í Belgrad í gær í þeim fjölmiðlum er hallir eru undir Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta og ríkisstjórn hans. Var fundurinn kallað- ur „mistök“ og sagt að hann hafi valdið stuðningsmönnum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) vonbrigðum. Á fundinum sem haldinn var síð- degis á fimmtudag safnaðist um 150.000 manns saman og krafðist þess að Milosevic hyrfi frá völdum. Stjórnarandstöðuöflin er stóðu að fundinum lýstu yfir ánægju sinni með þátttöku almennings en hafa menn þó enn af því áhyggjur að lítil samstaða virðist ríkja meðal helstu stjórnarandstöðuleiðtoga. „Misheppnaður stuðningsfundur NATO“ stóð í fyrirsögn hins ríkisrekna dagblaðs Politika. Fullyi-ti blaðið að aðeins 25.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælaaðgerðunum. Reuters „Ekki er ljóst hverjir hafa orðið iyrir mestum vonbrigðum, skipu- leggjendurnir, þátttakendurnir eða forystumenn NATO,“ sagði í frétt serbneska ríkissjónvarpsins eftir að fundurinn fór fram. Á fundinum ítrekuðu sumir ræðu- haldarar kröfur sínar um að Milos- evie segði skilyrðislaust af sér emb- ætti og höfnuðu tilboðum ríkis- stjórnarinnar um kosningar innan skamms tíma. „Serbneska þjóðin vill að Slobodan Milosevic hverfi frá og hún vill engar málamiðlanir eða samninga við stjórnina,“ sagði Vlad- an Bacic, einn leiðtoga Breytinga- bandalagsins, samtaka nokkuira stj órnarandstöðuflokka. Ótti um að mál kunni að þæfast í innbyrðis deilum Misvísandi ræður stjórnarand- stæðinga virtust hins vegar rugla almenning sem hlýddi á í ríminu og undirstrikuðu þá óeiningu sem ríkir um næstu skref stjórnarandstöð- unnar og hver eigi að leiða þau öfl í baráttunni gegn veldi Milosevics. Margir fundarmenn hrópuðu ókvæðisorð að Vuk Draskovic, leið- toga Endurreisnarbandalagsins, er hann sagði að Milosevic mætti sitja að völdum uns fram færu kosningar í nóvember nk. „Láttu þig hverfa, Vuk!,“ „Farðu og fáðu þér kaffi hjá Miru [Miru Markovic, eiginkonu Milosevics]," og „Svikari," var meðal þess sem heyrðist á meðan á ræðu Draskovics stóð. Höfuðandstæðingur Draskovics í liði stjórnarandstæðinga, Zoran Dj- indjic, leiðtogi Lýðræðisflokksins, tók upp mun dýpra í árinni og gaf Milosevic fimmtán daga frest til að hverfa úr embætti. Ræða Djindjics vakti ánægju meðal fundargesta en margir óttuð- ust að tilraunir til að koma Milosevic frá völdum myndu þæfast í innbyrð- is deilum stjórnarandstöðuaflanna. „Eg er afar vonsvikinn," sagði Zor- an Gavrilovic, einn þeirra er mættu á fundinn. „Þeir geta ekki komið sér saman um neitt, eins og böm, á meðan enginn hugsar um hvað geti gerst á morgun.“ Fresturinn til 21. september í gær sagði Djindjic í viðtali við AFP að Milosevic yrði gefinn frest- ur fram til 21. september að víkja úr embætti. Aðrir stjórnai’andstæðing- ar sögðu að fundurinn á fimmtudag hafi sent stjórnvöldum skýr skilaboð um vilja til breytinga. Djindjic sagði ennfremur að þátttaka Draskovics í mótmælunum hafi verið ákjósanleg og að ekki væri rígur þeirra í milli. „Þetta var smátt skref í átt að vilja fólksins um að stjórnarandstaðan vinni saman.“ Milan Dinkic, skipuleggjandi mót- mælafundarins og forsvarsmaður G- 17 hópsins, sagði í gær að hann myndi hætta að reyna að eiga frum- kvæði að því að koma á einingu með- al stjórnarandstöðuaflanna ef þau kæmu sér ekki brátt saman um næstu skref. Finnar heita túlk- un á þýzku ÞJÓÐVERJAR og Austurríkis- menn hyggjast hætta að snið- ganga óformlega fundi ráð- herraráðs Evrópusambandsins (ESB), eftir að Finnar, sem fara með forsæti í ráðherraráð- inu þetta misserið, lofuðu að á sumum þeirra yrði ekki aðeins boðið upp á túlkun á ensku, frönsku og finnsku - tungu for- mennskuþjóðarinnar - heldur einnig á þýzku. Finnar tóku við formennsk- unni í ESB 1. júlí og fulltrúar beggja þýzkumælandi þjóðanna í ESB hafa vegna tungumála- deilunnar ekki mætt á þá tvo óformlegu ráðherrafundi sem búið er að halda síðan. Tveir slíkir óformlegir fundir eru fyr- irhugaðir áður en Finnar láta af formennskunni um næstu áramót, og hafa þeir reyndar sagt að ekki verði boðið upp á þýzkar þýðingar nema á öðrum þeirra. Segjast talsmenn finnsku stjórnarinnar ekki hafa beygt sig undir þýzkan þrýsting í deilunni, en ________ Finnum var farið að finnast súrt í broti að dagskrá for- mennskutíðar þéirra félli í skuggann af deilum um ekki veigameira mál en þetta. Á formlegum ráðherrafund- um er túlkað á allar ellefu tung- ur aðildarþjóðanna. Meint misferli Romanos Prodis Rannsókn hafín á ný The Daily Telegraph, Reuters. YFIRVÖLD á Italíu hafa á ný hafið rannsókn á meintu misferli Romanos Prodis, væntanlegs for- seta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), aðeins hálfum mánuði áður en Evrópu- þingið í Brussel staðfestir útnefningu hans. Rannsóknin beinist að ráðgjafariyrirtæki í Bologna, sem er í eigu Prodis og eiginkonu hans, Analisi e Studi Economici (ASE), en það mun hafa fengið sem svarar tæplega 160 milljónum króna í ráðgjafarlaun í byrjun níunda áratugarins, þegar Prodi gegndi opinberu embætti. Sagt er að hann hafi látið undir höfuð leggjast að tilkynna um tengsl sín við fyrirtækið þegar hann var yfirmað- ur stærsta eignarhaldsfélags ítalska ríkisins. Kann þetta að stangast á við reglugerðir um breytni opinberra embættismanna á Ítalíu. Saksóknari í Bologna til- kynnti í vikunni að hafin væri ný rannsókn á fyrirtækinu í kjölfar írétta í breska blaðinu The Daily Telegraph. Prodi sagði þetta koma sér óþægi- lega á óvart, en hann vænti þess að verða hreinsaður af öll- um grun fljótlega. „Prodi er sallarólegur yfir þessari rann- sókn,“ sagði talsmaður hans í gær. „Þetta er eldgömul saga.“ Fyrirtækið var rannsakað af embætti saksókn- ara í Bologna 1996 í kjölfar fjölmiðlafregna um hugsanlegt misferli. Ekkert athugavert fannst við framferði Prodis þá. Romano Prodi Svíar taki ákörðun um EMU-aðild sem fyrst EVROPA^ Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn, sem nú situr í ríkisstjórn landsins, varð fyrir auknum þrýstingi í lok vikunnar í þá veru að dagsetja þjóðarat- kvæðagreiðslu sem haldin verður um aðild lands- ins að Myntbandalagi Evrópu (EMU) eftir að einn forystu- manna í flokknum lýsti þeirri skoðun sinni að afar mikilvægt væri að Ijúka málinu sem fyrst. Pierre Schori, fyrrverandi ráðherra sem situr á Evrópu- þinginu fyrir hönd sænskra jafnaðarmanna, sagði á föstu- dag að hann myndi hvetja miðstjórn flokksins til að taka ákvörðun sem fyrst í þessu pólitíska hita- máli. „Ræða verður þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fyrst. Spurningunni verður að svara fljótlega," sagði Schori. Sagði hann að á meðan hagkerfið væri óðum að hnattvæðast yrðu Svíar að taka upp sameiginlega mynt Evrópusambandsins. Það myndi veita landinu mikilvæga kjölfestu. Sænsk stjórnvöld kusu að standa utan Mynt- bandalagsins vegna neikvæðrar afstöðu almenn- ings en lýstu því yfir að síðar yrði þjóðin látin ráða, helst í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnaðar- mannaflokkurinn hefur stefnt að því að taka ákvörðun um málið á flokksþingi í mars nk. en sumir óttast að ákvörðuninni verði frestað. 1 Danmörku, sem einnig er utan EMU, er stefnt að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild fyrir marsmánuð 2002. Niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar sem Gallup birti í gær sýndu að andstaða við aðild er enn sterk í Svíþjóð. 38% aðspurðra sögðust andsnúin henni en svipaður fjöldi var fylgjandi. Blair-stjórnin segir Ihalds- flokkinn á valdi öfgasinna Lopdon. Reuter>. RIKISSTJORN breska Verkamannaflokksins lét í gær til skarar skríða gegn viðhorfi stjórnar- andstöðu Ihaldsflokksins til Evrópumála og sagði öfgamenn hafa náð tangarhaldi á Ihalds- flokknum og toguðu hann sífellt lengra til hægri. Geoff Hoon Evrópumálaráðherra sagði við fylgismenn Verkamannaflokksins í kjördæmi sínu í gær að íhaldsmenn stefndu á „útidyr Evr- ópusambandsins“ og að það myndi kosta millj- ónir starfa. Sagði Hoon að William Hague, leiðtogi Ihaldsflokksins, ætti að gera afstöðu flokksins skýra. „Flokkur hans stefnir á afstöðu til Evr- ópu sem myndi þrefalda atvinnuleysi svo að segja á augabragði,“ sagði Hoon. Fréttaskýrendur telja að orð Hoons bendi til þess að stjórnin sé orðin ákveðnari í að vekja máls á Evrópusamstarfinu sem málaflokki í fyrsta sinn síðan hún beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins í júní, þegar Ihaldsflokkur- inn vann sigur. Segja Evrópustefnuna óbreytta Talsmaður íhaldsflokksins í Evrópumálum, Archie Norman, fullyrti að stefna Hagues er varðaði Evrópusamstarf væri óbreytt og sagði Hoon vera „ógagnrýninn Evrópudýrkanda“ sem væri staðráðinn í að selja öll ráð í hendur yfir- mönnum Evrópusambandsins. „Það er móðgun við Breta að segja að stuðn- ingur þeirra við stefnu [Hagues] geri þá að öfgasinnum," sagði Norman. „Þetta er hefð- bundin stefna og það var hún sem hjálpaði okk- ur til sigurs í Evrópuþingkosningunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.