Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 51 .
FRÉTTIR
íslendingar
keppa á
sterku
dansmóti
NOKKUR af sterkustu danspörum
landsins taka þátt í „German Open
Championship" í Mannheim í
Þýskalandi dagana 24.-28. ágúst nk.
Danskeppnin er nú haldin í 13. sinn
og er ein af sterkustu kejapnunum í
samkvæmisdansi sem Islendingar
taka þátt í.
í fréttatilkynningu segir: „í fyrra
náðu íslendingar mjög góðum ár-
angri í keppninni og verður fróðlegt
að fylgjast með gangi mála í ár. Það
sem einna helst hefur borið til tíð-
inda í íslenska dansheiminum að
undanfömu er að Halldóra Osk
Reynisdóttir sem ásamt dansherra
sínum, ísak Nguyen Halldórssyni,
hefur lengi vel verið í flokki bestu
og efnilegustu dansara landsins hef-
ur lagt dansskóna á hilluna. Isak
keppir nú með Helgu Dögg Helga-
dóttur. Þau munu því keppa saman í
fyrsta sinn í þessari keppni.“
íslenski hópurinn undirbýr sig nú
af kappi fyrir keppnina í æfingabúð-
um í Þýskalandi. Þeir sem taka þátt
í keppninni í þetta sinn eru: I
flokki barna: Ámar Georgsson og
Tinna Rut Pétursdóttir, Gulltoppi,
Björn Einar Björnsson og Herdís
Helga Arnalds, Hvönn, og Jónatan
Amar Örlygsson og Hólmfríður
Bjömsdóttir, Gulltoppi.
í flokki unglinga I: Hrafn Hjart-
arson og Helga Bjömsdóttir, Kvist-
um, og Sigurður Ragnar Arnarson
og Sandra Espesen, Kvistum.
í flokki unglinga II: Grétar Ali
Khan og Jóhanna Berta Bemburg,
Kvistum, Gylfi Snær Salómonsson
og Lilja Rut Þórarinsdóttir, Hvönn,
og Hilmir Jensson og Ragnheiður
Eiríksdóttir, Gulltoppi.
í flokki ungmenna: Gunnar
Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr
Magnúsdóttir, Gulltoppi, og ísak
Nguyen Halldórsson og Helga
Dögg Helgadóttir, Hvönn.
---------------
Sportbílasýn-
ing í B&L
HALDIN verður sportbílasýning í
B&L um helgina. Opið verður kl.
10-16 laugardag og 12-16 sunnudag.
Um er að ræða bæði nýja og not-
aða sportbfla sem verða til sýnis en
þar má m.a. finna BMW roadster,
Tiburon, BMW compact, 3 dyra
sport Freelander, Hyundai coupé
auk þess sem frumsýndur verður
nýr Megané coupé með nýrri vél frá
Renault. Einnig munu hljómflutn-
ingsgræjur í bflunum leika stórt
hlutverk.
------♦■♦-♦----
Sýning á
fornbíium í
Hafnarfírði
HALDIN verður sýning á fombfl-
um frá Fombflaklúbbi Islands
sunnudaginn 22. ágúst á planinu við
Smiðjuna, Strandgötu 50, í tilefni af
menningardegi í Hafnarfirði.
Safnast verður saman við
Sjóminjasafnið/Sívertsenshús, Vest-
urgötu 8, kl. 13 og ekið um miðbæ
Hafnarfjarðar að Smiðjunni þar
sem fombflamir verða til sýnis.
Þess má geta að bömum gefst kost-
ur á að keyra rafbíla í portinu við
Smiðjuna.
------♦♦♦------
Lagerútsala
á pappír
PRENTSMIÐJAN Oddi heldur lag-
erútsölu á pappír og ýmsum rekstr-
arvömm. Lagerútsalan verður hald-
in í lager Odda Höfðabakka 7.
Ýmiss konar ritföng og tölvuvör-
ur verða á útsölunni auk þess sem
föndurpappír verður seldur eftir
vigt á 150 kr. kg.
Sími .">{>{> 9000 I'ax ->{»{» 9095 Síóiiiuiíla 2 I
Einbýlishús óskast
25—35 milljónir í boði
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 280-400 fm einbýlishús.
Lágmark 5 svefnherbergi. Æskileg staðsetning: Reykjavík, Hafnarfjörður,
Kópavogur eða Garðabær. Kaupandinn er reiðubúinn að staðgreiða rétta
eign. Húsið má kosta á bilinu 25—35 milljónir.
Nánari upplýsingar veita Óskar og Stefán Hrafn.
I 150.000.- á mánuði í gegn um Internetið! |
[56-1-HERBJ
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið úrval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
Pantaðu núna
® 555 2866
Kays - Argos - Panduro
B.Magnússon
Fax 565 2866 • bm@vortex.is
Brian Tracy :®: Iniernational
Lærðu hugmyndafraeði Brian Tracy á
PHOENIX-námskeiðinu,
Leiðin til árangurs.
3 mán. nám hefst í september, skrán-
ing stendur yfir.
Fanný Jónmundsdóttir,
umboðsmaður Brian Tracy-
námskeiða á íslandi.
www.innsyn.is,
s. 551 5555
VISA m
VISA
VISA ÍSLAND
ÁLFABAKKA 16 109REYKJAVIK sfmi 525 2000 fax 525 2020
veffang www.visa.is netfang visaisland@visa.is
VISA ÍSLAND stendur fyrir myndasamkeppni
fyrir börn á öllum aldri í tilefni Ólympíuleikanna
í Sydney árið 2000.
Þema keppninnar er: VISA OG ÍÞRÓTTIR.
1. verðlaun kr. 10.000
2. - 5. verðlaun kr. 5.000.
Allir þátttakendur fá aukaverðlaun.
Lukkudýr Ólympíuleikanna f Sydney áriö 2000.
Visa er alþjóðlegur styrktaraðili leikanna.
Er töfrastundin þín
runnin upp?
%
Líttu við á Menningarnótt
og renndu Visa-kreditkortinu
þínu í gegnum töfra-
posann.
Tveir vinningar aö
upphæð kr. 10.000
og kr. 5.000
Allir þátttakendur lenda í
töfrapotti sem dregið verður
úr i iok ágúst. í vinning er
ferð fyrir tvo með Flugleiðum
til Evrópu. sL,
j MYNDASAMKEPPNI
* VIÐ HITT HÚSIÐ, AÐALSTRÆTI
KL. 16.00 -19.00
*
OQP
VÍSÁ