Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 25 • • Oflugur skjálfti í Costa Rica ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Mið-Ameríkuríkið Costa Rica snemma í gær en olli engum umtalsverðum skaða, og kost- aði engin mannslíf að sögn embættismanna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og var nægilega öflugur til að hús og byggingar hristust töluvert, og rafmagn fór af á mörgum stöð- um, en fyrst og fremst olli hann miklum ótta meðal íbúa í ná- grenni upptaka skjálftans, sem voru í fasta svefni þegar hann reið yfir. Upptök skjálftans voru tæplega níutíu kílómetra suður af höfuðborginni San Jose, á afar strjálbýlu svæði í nágrenni Kyrrahafsstrandar Costa Rica. Gaddafi vill stofna Banda- ríki Afríku MUAMMAR Gaddafi, forseti Líbýu, sagði í gær að tími styrj- alda í Afríku væri liðinn og stakk upp á því að stofn- uð yrðu Bandaríki Afríku. í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði Gaddafi að tími væri til kominn að Afríkuríkin eyddu kröftum sínum í þróunarstarf en ekki stríðsrekstur. I næsta mánuði eru þrjátíu ár liðin síð- an Gaddafi komst til valda í Lí- býu. Mannskaði í Iran ÞRJÁTÍU og sjö fórust þegar veggur féll á fólk, sem saman var komið til að fagna brúð- kaupi, í litlu þorpi í norðvestur- Iran í gær. Fjölmiðlar í Teher- an greindu jafnframt frá því í í gær að tuttugu og tveir hefðu látist af völdum flóða í tveimur héruðum íran undanfarna daga. Bjóða upp- reisnarmönn- um grið WIRANTO hershöfðingi, æðsti yfirmaður indónesíska hersins, bauð í gær uppreisnarmönnum í Aceh-héraði grið ef þeir legðu niður vopn sín. Sagði hann að stjórnvöld myndu ekkert aðhaf- ast gegn skæruliðum í Aceh, sem barist hafa gegn yfirráðum stjórnvalda í Jakarta undanfar- in ár, hættu þeir öllum hernaði. Lítil sekt fyrir nauðgun FJÓRUM ungmennum, tveim- ur Norðmönnum og tveimur Svíum, sem játuðu að hafa nauðgað 16 ára gamalli stúlku á Kýpur, var aðeins gert að greiða sekt, rúmlega 110 þús. ísl. kr., fyrir verknaðinn og var sleppt að því búnu. Var málið tekið fyrir hjá dómstól á Kýpur í gær og var dómarinn innan við klukkustund að komast að þessari niðurstöðu. Fimmti unglingurinn var sýknaður. ERLENT Skipt um beinmerg í Raísu Berlín, Moskvu. Reuters. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Raísa Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna, gangist undir merg- skipti en hún er undir læknishendi í Þýskalandi vegna bráðahvítblæðis. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ræddi í gær við Gorbat- sjov og óskaði konu hans góðs bata. Raísa, sem er 67 ára að aldri, dvelur nú á sjúkrahúsi í Miinster í Þýskalandi. Var líðan hennar mjög slæm er hún kom þangað en að sögn lækna líður henni betur nú. Verður skipt um merg á næstu vik- um eða þegar læknar telja hana undir það búna. Ljúdmíla Tít- arenkó, yngri systir Raísu, flýgur í dag til Þýskalands þar sem kannað verður hvort hún er heppilegur beinmergsgjafi. Hefur Gorbatsjov verið við sjúkrabeð konu sinnar all- an tímann. Pútín ræddi við Gorbatsjov í gær og bauðst til að veita honum alla þá hjálp, sem hann þyrfti á að halda. Fyrr í mánuðinum sendi Borís Jeltsín, forseti Rússlands, Gorbat- sjov skeyti þar sem hann lýsti yfir samhug sínum með þeim hjónum í þrengingum þeirra Sagt er, að Raísa, sem kenndi fé- lagsfræði við háskóla, hafi haft mjög mótandi áhrif á skoðanir mannsins síns og sjálf var hún um- deild, m.a. vegna sjálfstæðs stíls í klæðaburði. Reuters Raisa Gorbatsjova ásamt eiginmanni sinum. 111111111 * góði hirðirinn NYTT NAFN kaffi og kökur í dag kl. 12-16 NytjamarkaSur Sorpu og líknarfélaga Hótúni 12, S: 562 7570 OpiS virka daga kl: 12-18 Bryndís Jóbannsdóttir i 2001 JSi Ls “69Ö59VM \V W \y ÞETTA ER MÁLIÐ ! 400 LEO Celeron 400Mhz Celeron 8,4Gb Harðurdiskur 64Mb Vinnsluminni LEO 17" Skjár 8Mb skjákort 16 bita hljóðkort 40x Geisladrif Hátalarar CSW020 56k modem 4 mánaða Internetáskrift ^jn Windows 98 Á:; Lyklaborð & mús Norton AntiVirus 99.900 LEO Plll 450Mhz Pentium III LEO 8,4Gb Harðurdiskur 128Mb Vinnsluminni 17" Skjár 16Mb TNT Skjákort Sound Blaster Live 5x DVD Geisladrif 4 point hátalarar m/bassaboxi 56k modem 4 mánaða Internetáskrift 0$ Windows 98 Lyklaborð & mús Norton AntiVirus SoftPC-DVD, Unreal 139.900 450 LEO Plll 450Mhz Pentium III LEO 13Gb Harðurdiskur 128Mb Vinnsluminni 17“ Skjár 32Mb Savage4 skjákort Sound Blaster Live 5x DVD Geisladrif 4 point hátalarar m/bassaboxi 56kmodem 4 mánaða Internetáskrift Windows 98 Lyklaborð & mús Norton AntiVirus Unreal ■ 69.9 aco PC / skipholti 17 sími / 530 1800 www.aco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.