Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 25
• •
Oflugur
skjálfti í
Costa Rica
ÖFLUGUR jarðskjálfti skók
Mið-Ameríkuríkið Costa Rica
snemma í gær en olli engum
umtalsverðum skaða, og kost-
aði engin mannslíf að sögn
embættismanna. Skjálftinn
mældist 6,7 á Richter og var
nægilega öflugur til að hús og
byggingar hristust töluvert, og
rafmagn fór af á mörgum stöð-
um, en fyrst og fremst olli hann
miklum ótta meðal íbúa í ná-
grenni upptaka skjálftans, sem
voru í fasta svefni þegar hann
reið yfir. Upptök skjálftans
voru tæplega níutíu kílómetra
suður af höfuðborginni San
Jose, á afar strjálbýlu svæði í
nágrenni Kyrrahafsstrandar
Costa Rica.
Gaddafi vill
stofna Banda-
ríki Afríku
MUAMMAR Gaddafi, forseti
Líbýu, sagði í gær að tími styrj-
alda í Afríku væri liðinn og
stakk upp á
því að stofn-
uð yrðu
Bandaríki
Afríku. í
viðtali við
franska
dagblaðið
Le Figaro
sagði
Gaddafi að
tími væri til
kominn að Afríkuríkin eyddu
kröftum sínum í þróunarstarf
en ekki stríðsrekstur. I næsta
mánuði eru þrjátíu ár liðin síð-
an Gaddafi komst til valda í Lí-
býu.
Mannskaði
í Iran
ÞRJÁTÍU og sjö fórust þegar
veggur féll á fólk, sem saman
var komið til að fagna brúð-
kaupi, í litlu þorpi í norðvestur-
Iran í gær. Fjölmiðlar í Teher-
an greindu jafnframt frá því í í
gær að tuttugu og tveir hefðu
látist af völdum flóða í tveimur
héruðum íran undanfarna
daga.
Bjóða upp-
reisnarmönn-
um grið
WIRANTO hershöfðingi, æðsti
yfirmaður indónesíska hersins,
bauð í gær uppreisnarmönnum
í Aceh-héraði grið ef þeir legðu
niður vopn sín. Sagði hann að
stjórnvöld myndu ekkert aðhaf-
ast gegn skæruliðum í Aceh,
sem barist hafa gegn yfirráðum
stjórnvalda í Jakarta undanfar-
in ár, hættu þeir öllum hernaði.
Lítil sekt
fyrir nauðgun
FJÓRUM ungmennum, tveim-
ur Norðmönnum og tveimur
Svíum, sem játuðu að hafa
nauðgað 16 ára gamalli stúlku á
Kýpur, var aðeins gert að
greiða sekt, rúmlega 110 þús.
ísl. kr., fyrir verknaðinn og var
sleppt að því búnu. Var málið
tekið fyrir hjá dómstól á Kýpur
í gær og var dómarinn innan
við klukkustund að komast að
þessari niðurstöðu. Fimmti
unglingurinn var sýknaður.
ERLENT
Skipt um
beinmerg
í Raísu
Berlín, Moskvu. Reuters.
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Raísa
Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls
Gorbatsjovs, fyrrverandi forseta
Sovétríkjanna, gangist undir merg-
skipti en hún er undir læknishendi í
Þýskalandi vegna bráðahvítblæðis.
Vladímír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, ræddi í gær við Gorbat-
sjov og óskaði konu hans góðs bata.
Raísa, sem er 67 ára að aldri,
dvelur nú á sjúkrahúsi í Miinster í
Þýskalandi. Var líðan hennar mjög
slæm er hún kom þangað en að
sögn lækna líður henni betur nú.
Verður skipt um merg á næstu vik-
um eða þegar læknar telja hana
undir það búna. Ljúdmíla Tít-
arenkó, yngri systir Raísu, flýgur í
dag til Þýskalands þar sem kannað
verður hvort hún er heppilegur
beinmergsgjafi. Hefur Gorbatsjov
verið við sjúkrabeð konu sinnar all-
an tímann.
Pútín ræddi við Gorbatsjov í gær
og bauðst til að veita honum alla þá
hjálp, sem hann þyrfti á að halda.
Fyrr í mánuðinum sendi Borís
Jeltsín, forseti Rússlands, Gorbat-
sjov skeyti þar sem hann lýsti yfir
samhug sínum með þeim hjónum í
þrengingum þeirra
Sagt er, að Raísa, sem kenndi fé-
lagsfræði við háskóla, hafi haft
mjög mótandi áhrif á skoðanir
mannsins síns og sjálf var hún um-
deild, m.a. vegna sjálfstæðs stíls í
klæðaburði.
Reuters
Raisa Gorbatsjova ásamt eiginmanni sinum.
111111111 *
góði hirðirinn
NYTT NAFN
kaffi og kökur
í dag
kl. 12-16
NytjamarkaSur Sorpu og líknarfélaga
Hótúni 12, S: 562 7570
OpiS virka daga kl: 12-18
Bryndís Jóbannsdóttir
i 2001 JSi
Ls “69Ö59VM
\V W \y
ÞETTA ER
MÁLIÐ !
400 LEO Celeron
400Mhz Celeron
8,4Gb Harðurdiskur
64Mb Vinnsluminni
LEO
17" Skjár
8Mb skjákort
16 bita hljóðkort
40x Geisladrif
Hátalarar CSW020
56k modem
4 mánaða Internetáskrift ^jn
Windows 98 Á:;
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
99.900
LEO Plll
450Mhz Pentium III LEO
8,4Gb Harðurdiskur
128Mb Vinnsluminni
17" Skjár
16Mb TNT Skjákort
Sound Blaster Live
5x DVD Geisladrif
4 point hátalarar m/bassaboxi
56k modem
4 mánaða Internetáskrift 0$
Windows 98
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
SoftPC-DVD, Unreal
139.900
450 LEO Plll
450Mhz Pentium III LEO
13Gb Harðurdiskur
128Mb Vinnsluminni
17“ Skjár
32Mb Savage4 skjákort
Sound Blaster Live
5x DVD Geisladrif
4 point hátalarar m/bassaboxi
56kmodem
4 mánaða Internetáskrift
Windows 98
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
Unreal
■ 69.9
aco
PC / skipholti 17
sími / 530 1800
www.aco.is