Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 27
ERLENT
Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir ummæli um fjárstuld á alþjóðlegu hjálparfé* í Bosníu röng
Washington. Reuters.
JAMES Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, fór á
fimmtudag fram á að stórblaðið The
New York Times leiðrétti frétt um
stórtækan stuld háttsettra embætt-
ismanna í Bosníu á alþjóðlegu hjálp-
arfé. Sagði hann ummælin stuðla að
misskilningi og grafa undan stuðn-
ingi bandarísku þjóðarinnar við al-
þjóðlega hjálparstarfsemi. Féllst rit-
stjóri blaðsins á að hafa nefnt of háa
upphæð en sagðist standa við aðrar
spillingarásakanir er fram komu í
grein blaðsins.
I frétt dagblaðsins, er birt var á
þriðjudag, voru nafngreindir áhrifa-
menn í Bosníu sem sagðir voru hafa
komið undan allt að einum milljarði
bandaríkjadala af alþjóðlegu hjálp-
arfé. Sagðist blaðið byggja á niður-
Tap en ekki stuldur
stöðum sérstakrar nefndar er kann-
að hefði spillingu í landinu. Á mið-
vikudag efndi Craig Buck, forseti
nefndar, sem fyrir hönd Alþjóða þró-
unar- og hjálparstofnunar Bandaríkj-
anna, USAID, fer með málefni Bosn-
íu, til blaðamannafundar og sagði sér
hvorki kunnugt um tilurð umræddr-
ar skýrslu né heldur um að hjálparfé
hefði lent í röngum höndum.
Skýrslan ekki til
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna kallaði á fimmtudag, í umboði
USAID, til blaðamannafundar til að
Rússar um START-viðræðurnar
Segja Bandaríkjamenn
hindra samkomulag
Moskvu. Reuters.
HÁTTSETTUR rússneskur emb-
ættismaður sagði í gær að Banda-
ríkjamönnum væri um að kenna að
ekki væri unnt að koma á nýjum
samningi er kveði á um fækkun
kjarnavopna stórveldanna. Ummæl-
in koma í kjölfar þriggja daga samn-
ingaviðræðna rússneskra og banda-
rískra embættismanna um START-3
samninginn sem lauk á fimmtudag.
Leoníd Ivashov, hershöfðingi og
yfirmaður alþjóðasviðs varnarmála-
ráðuneytisins, sagði að Bandaríkja-
menn væru að hindra framgang
START-3 samninga vegna áherslu
þeirra á að breyta ABM-samningn-
um sem kveður á um bann við vörn-
um gegn langdrægum eldflaugum og
var undirritaður árið 1972. Banda-
ríkin hyggja nú á smíði varnarbún-
aðar er hamlað gæti eldflaugum
ríkja á borð við íran og N-Kóreu, að
hæfa skotmörk í Bandaríkjunum.
Ivashov sagði í gær að slíkt væri í al-
gerri andstöðu við ABM-samning-
inn.
,ABM-samningurinn er sá grunn-
ur sem allir síðari afvopnunarsamn-
ingar hafa verið byggðir á. Ef spilla
á þeim grunni myndi allt afvopnun-
arferlið vera í hættu," sagði Ivashov.
START-3 samningnum er ætlað
að fækka í kjarnavopnabúrum Rúss-
lands og Bandaríkjanna umfram það
sem START-2 kveður á um. Rúss-
neska þingið hefur enn ekki staðfest
START-2 en sex ár eru liðin frá und-
irritun hans.
eríkanar eru
ekki eiris o% viö
Hjá Símanum getur þú fengið leigðan
farsima sem hægt er að nota í Bandaríkjun-
um, fyrir aðeins 300 kx. á dag.
Þessir símar henta sérstaklega vel fyrir fólk
sem er á ferð um heimirm, þar á meðal um
austurströnd Bandaríkjanna.
Þú ert í öruggu simasambandi hvort heldur
er í viðskiptaerindum eða ferðalögum.
Símana er aðeins hægt að fá leigða í
afgzeiðslu Símans í Ármúla 27. -_
Frekari upplýsingar um GSM dreifikerfið í
Bandaríkjunum er að finna á heimasíðu
www.omnipoint.com.
/ Bandaríkjunum
eru öðruvísi GSM
dreifikerfi en á
Islandi.
skýra hlið stjórnvalda á málinu.
Sagði James Rubin, talsmaður utan-
ríldsráðuneytisins, að starfsmenn
þess, sem unnið hafa sleitulaust við
að kanna réttmæti spillingarásak-
ana, hefðu komist að því að umrædd
skýrsla hefði aldrei litið dagsins ljós.
Hann viðurkenndi hins vegar að
hjálparstofnunin.hefði tapað allt að
1,1 milljón bandaríkjadala, en féð
var lánað til bankastofnunar í Bosn-
íu rétt fyrir gjaldþrot hennar. Hafa
ráðstafanir verið gerðar til að inn-
heimta upphæðina frá seðlabanka
Bosníu. „En upphæðin er þúsund
sinnum lægri en haldið var fram í
grein Tiie New York Tirnes," sagði
Rubin.
Rubin sagði það ekkert launung-
armál að allmargir háttsettir emb-
ættismenn í Bosníu væru flæktir í
mjög alvarleg spillingarmál. Hann
vildi hins vegar ekki gangast við
þeim ásökunum að hjálparstofnanir
alþjóðasamfélagsins og erlend
sendiráð hefðu reynt að gera lítið úr
spillingu af ótta við að hræða fjár-
festa og erlenda lánardrottna frá
landinu.
Enn er óupplýst hvað varð um
tuttugu milljónir bandaríkjadala af
alþjóðlegu hjálparfé sem lagðir voru
inn á bankareikning í Bosniu og
aldrei komust í hendur þarlendra
stjórnvalda. Rubin sagði að sérstök
nefnd, sem starfi á vegum fulltrúa
vesturveldanna í Bosníu, kanni nú
um 220 tilfelli þar sem talið er að
spilling hafi átt sér stað.
Alija Izetbegovic, forseti Bosníu-
Hersegóvínu, ásakaði í gær starfs-
menn vesturveldanna í landinu fyr-
ir að veita fjölmiðlum rangar upp-
lýsingar um spillingu og fjárstuld
þarlendra embættismanna. Sagði
hann að ásakanirnar ættu eftir að
valda landinu ómældum skaða og
krafðist þess að erindrekar vestur-
veldanna yrðu gerðir ábyrgir fyrir
mistökunum.
i/œnti
¦ A ÞINU HEIMILI?
FUBDRD
OPIÐ:
Mán. - fös. 10:00 -18:00
Fimmtud. 10:00-20:00
Laugard. 11:00-16:00
Sunnud. 13:00-16:00
Eigum húsgögn i ævintýralegu úrvali.
Sjón er sögu ríkari!
Z/O^ TM - HÚSGÖGN
^^^y SíSumúla 30 - Sími 568 6822
^--------¦ - œvintýri líkusl
Áxmúla 17, sí mi 550 7800