Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
sært fætur hrossa. Furðusagnii- eru
einnig tengdar Hraunsvatni og var
fyrrum hald manna að undirgangur
væri úr vatninu til sjávar og þannig
hefði fiskur komist í það og því gætti
þar flóðs og fjöru. Þar sáust líka tor-
kennilegir undirborðsfuglar, sem
gripu í fætur annarra fugla og héldu
þannig fuglalífi í skefjum. Nikur eða
vatnahestur átti einnig að vera í
vatninu, og var hann talinn valda
flóði og fjöru með brölti sínu sérstak-
lega ef hann stíflaði tímabimdið und-
irgöngin til sjávar.
Vel má ganga umhverfis vatnið, en
þá verða á vegi manns bæði Vatns-
dalsáin sem fellur í suðurenda vatns-
ins og Hraunsáin sem fellur norður
úr því, en þær eru flestum lítil fyrir-
staða. Ef menn vilja ekki fara sömu
leið til baka að Hálsi má ganga niður
með Hraunsánni, en hún rennur í fal-
legum sveigum úr vatninu, en hverf-
ur oftast í hraunið nokkru neðar, og
síðan má rölta um ævintýraheim
Hraunsstapanna, niður að Hálsi. Vilji
menn koma annars staðar til byggða
má ganga að Hrauni, ótrúlega fallega
gönguleið. Er þá skemmtilegast að
vaða yfir Hraunsána upp við vatnið
°g fylgja fjöruborðinu upp að
Drangafjalli, og er þá komið í lægð
sem liggur norður með fjallinu og
nefnist Drangabollar. Lægðinni
fylgja menn til norðurs uns hún
beygir niður að Hrauni og gæti ferð-
in tekið 3-4 tíma í ævintýralegu um-
hverfi með tígullegt Drangafjall og
Hraundranga yfirgnæfandi. Þetta er
auðveld leið og fær með öllu frísku
fólki og gangandi börnum sem kom-
ast yfir ána. Einnig má fara þessa
leið með hesta.
Auðnaháls yfir í Hörgárdal
Auðnaháls (547 m) er eina göngu-
leiðin í þessum þætti sem var hefð-
bundin samgönguleið fyrrum. Hún
er hestafær, en sýna þarf varúð
Hörgárdalsmegin til að komast niður
klettabelti þar. Auðveldast er að fara
frá bænum Auðnum, sem er utar en
Hraun, en einnig má fara frá Hrauni.
Býöames
FJögukerling
Auðnir!
Staðarb'akki
Einbúi
Hraundrangi 0»
rðarstaðasef'
/Hrauns;
/stapar
fgfiaunsá
/ < ip^ Engfmýrý
Þverbreklfi'
vQÍn I
‘ ' />
Þverbrákka
Bessahlaða -/r-yh/i/
tinjúkur. / / ,' , }),
iíJfirfi- '■ Sesss
Fagranes-
7 fjall
Bötarhúsagff.
jSwSM'/ ) f)
^ ..../////
H i Tjk/H
Gilshnjúkur
Beinast liggur við að stefna á Auðna-
hálsinn þar sem hann er lægstur
(það gera hestamenn) og er þá farið
utan við stakstætt fell, Einbúa, og
rétt utan við endann á Drangafjall-
inu, sem nefnist Hallok. En vilji
menn fara fegurri en erfiðari leið er
gengið upp lægðina ofan við Hraun
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 31
og síðan upp bratta melbrekku og of-
an við Einbúa og norður á hálsinn
fyrir utan Hallokið. Yfir Hörgá kom-
ast menn á brú hjá bænum Búðar-
nesi. Þessi ferð gæti tekið 4-5 tíma.
Nú verða nefndar meiri gönguleið-
ir um fjöll og skörð í nágrenninu, sem
flestar eru dagsferðir.
Drangafjall
Hægt er að fara geysifagra útsýn-
isferð á Drangafjall (1.123 m), en á
það er gengið norður úr Sandsskál
sem er við vestanvert Hraunsvatn.
Nokkuð bratt er upp úr skálinni, en
fjallið er flatt að ofan. Sé gengið
norður eftir fjallinu, er fljótlega
komið að mjóum og gjörsamlega
ófærum klettahrygg, þar sem
Hraundrangi (1.075 m) ríkir mið-
svæðis. Hraundrangi er ekki við-
fangsefni venjulegra göngumanna
heldur vel búinna og þjálfaðra klifur-
manna. Hann var fyrst sigraður árið
1956 og margoft síðan. Lengra norð-
ur verður ekki komist og þarna
horfa menn niður á Hraundranga og
njóta góðs útsýnis bæði austur yfir
Öxnadal og vestur yfir Hörgárdal,
vítt og breitt um Tröllaskaga. Fara
má sömu leið til baka.
Kiðlingsdalur yfír
í Hörgárdal
Vestur úr Vatnsdal gengur lítil
dalskora, Kiðlingsdalur, og greinir
Kiðlingshnjúkur hana frá Vatnsdaln-
um, en framhald Drangafjallsins til
suðurs nefnist Háafjall og greinir
Kiðlingsdal og Vatnsdal frá Hörgár-
dal og afdölum hans. Þarna má fara
yfir í Grjótárdal sem er hliðardalur
Hörgárdals. Er þá farið inn með
Hraunsvatni vestanverðu og upp úr
Kiðlingsdalsbotni (1.060 m) yfir í
Grjótárdal og út Hörgárdal. Yfir
Hörgá komast menn á brú hjá bæn-
um Staðarbakka í Hörgárdal, sem er
undir Hraundranga vestanverðum.
Þverbrekkuhnjúkur
Flestir sem aka um Öxnadal gætu
hugsað sér að standa á tindi þessa
tígullega fjalls. Fari menn inn með
Hraunsvatni að austanverðu, má
ganga inn undir dalbotninn og
sveigja austur í Bessahlaðaskarð
(1.000 m) og þaðan út á Þverbrekku-
hnjúk (1.200 m). Þar er gestabók þar
sem hægt er að skjalfesta afrekið, en
af hnjúknum er fögur sýn út Öxna-
dalinn og yfir dali og fjöll umhverfis.
Fara má til byggða niður Bessa-
hlaðaskarð í Öxnadal. Þegar komið
er í Öxnadal má annaðhvort stefna á
brú hringvegarins yfir Öxnadalsána,
sem er nokkru framar í dalnum, eða
stefna út fjallshlíðina undir Þver-
brekkuhnjúki, alllanga leið að brúnni
hjá Hálsi, þar sem farartækin bíða
líklega.
Varmavatnshólafjall
og nágrenni
Þegar komið er inn í Vatnsdals-
botn má klöngrast upp botnjökulinn
(1.160 m) og yfir í svonefnd Grjótár-
dalsdrög, en þar liggur Gilsgil niður
í Öxnadal við eyðibýlið Gil, sem er
skammt utan við Bakkasel. Þegar
gengið er niður Gilsgilið er rétt að
virða fyrir sér fallega fossa í gilinu.
Rétt er þó, þegar komið er upp
botnjökulinn úr Vatnsdalnum, að
ganga út á Varmavatnshólafjall
(1.230 m) en þaðan er fagurt að líta
þó Þverbrekkuhnjúkur byrgi nokk-
uð norðursýn. Hafi menn hins vegar
næga krafta og tíma í Grjótárdals-
drögum má, í stað þess að fara nið-
ur Gilsgilið, ganga suður svonefnd-
an Grjótárdal og er þá komið niður
á Öxnadalsheiði í námunda við
slysavarnaskýlið Sesseljubúð, sem
margir kannast við af hringvegin-
um.
Flestum þessara leið er lýst í Ár-
bók Ferðafélags íslands 1990. Verið
velkomin á bemskuslóðir Jónasar
Hallgrímssonar.
Höfundur er formaður Ferðafélngs-
ins Hörgs og starfar sem náttúru-
fræðingur hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins á Möðruvöllum í
Hörgárdal.
Vökum af list í Galleríi
Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta
t/ Listamenn sýna vinnubrögð í galleríinu, svo sem olíu- og vatnslitamálun og leirkeragerð.
✓ Þrykkt á fyrstu grafíkpressu sem kom til íslands.
t/ Listamenn teikna portretmyndir af yngstu gestunum - í boði Gallerís Foldar.
✓ Teiknisamkeppni fyrir börn, 12 ára og yngri - verðlaun veitt fyrir bestu teikningar í hverjum aldursflokki.
✓ Eins og ávallt - mörg hundruð myndverk til sýnis og sölu eftir um 200 listamenn.
✓ Heitir drykkir og sætar kökur fyrir börn og fullorðna.
ý Opið frá klukkan 17.00 til 1.00
Katrín H. Ji Shen Hrafnhildur Hjördís Gréta Berg Páll Heimir Ólöf Kjaran Gunnella
Ágústsdóttir Teiknarbömin Bemharðsdóttir Guðmundsdóttir Teiknarbömin Pálsson Vatnslitur 21-24 Olíumálun 22-01
Vatnslitur 17-20 17-20 01íumálun 19-22 Leirker 20-23 20-23 Þrykk 21-24
Sem stendur höfum við til sölu verk eftir neðangreinda listamenn:
Asgrím Jónsson - Agúst Pctersen - Asgerði Búadóttur - Alfreð Flóka- Anne Tine Foberg - Axel Einarsson - Asdísi Guðjónsdóttur - Ásgeir Smára Einarsson - Atla Má - Arnar Herbertsson - Ásdísi
Sigurþórsdóttur - Brynhildi Ósk Gísladóttur - Braga Ásgeirsson - Braga Hannesson - Birnu Matthíasdóttur - Björn Þórðarson - Björgu Þorsteinsdóttur - Barböru Árnason - Baltasar - Benedikt
Gunnarsson - Blöku (Guðrúnu Jónsdóttur) - Dröfn Friðfinnsdóttur - Daða Guðbjörnsson - Dominique Ambrose - Eirík Smith - Eyjólf J. Eyfells - Einar G. Baldvinsson - Eirík K. Jónsson - Eggcrt
Guðmundsson - Einar Hákonarson - Eyborgu Guðmundsdóttur - Erró (Guðmund Guðmundsson) - Eggert M. Laxdal - Eddu Jónsdóttir - Elínu Magnúsdóttur - Erling Jón Valgarðsson - Einar Má
Guðvarðarson - Ernu Guðmarsdóttur - Elínu G. Jóhannsdóttur - Eyjólf Einarsson - Finn Jónsson - Gísla Jónsson - Guðrúnu Sigurðardóttur - Garðar Pétursson - Guðrúnu Benediktsdóttur - Guðmund
Björgvinsson - Guðmund Einarsson (frá Miðdal) - Gunnlaug Blöndal - Gerhard Henning - Gunnlaug Scheving - Gunnar R. Bjarnason - Gunnlaug Stefán Gíslason - Guðbjörgu Lind Jónsdóttur - Gunnar
Hjaltason - Gunnellu (Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur) - Guðmund Þorsteinsson - Gunnar Örn Gunnarsson - Gunnar Karlsson - Guðmund R. Lúðvíksson - Dósl (Hjördísi Bergsdóttur) - Hjalta Einar
Sigurbjörnsson - Hekiu Björk Guðmundsdóttur - Hrafnhildi Bernharðsdóttur - Hring Jóhannesson - Halidór Pétursson - Helga Þorgils Friðjónsson - Harald Bilson - Hafliða Hallgrímsson - Hafdísi
Ólafsdóttur - Hans Christenscn - Hauk Dór - Hörpu Björnsdóttur - Ingu Elínu Kristjánsdóttur - Ingu Hlöðversdóttur - Irene Jensen - Ingibjörgu Hauksdóttur - Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur -
Ingunni Eydal - Ingibcrg Magnússon - Jóhannes S. Kjarval - Jón Stefánsson - Jón Thor Gíslason - Jón Hróbjartsson - Jóhanncs Jóhannesson - Jóhann Briem - Jóhann Eyfells - John Lennon - Jón
Þorleifsson - Jón Baldvinsson - Jónas Guðmundsson - Jón E. Guðmundsson - Jón Engilberts - Jónínu Láru Einarsdóttur - Jónas Braga Jónasson - Jónas Viðar Sveinsson - Jóhannes Geir Jónsson - Jón
Reykdal - Karl Kvaran - Kristján Magnússon - Kristján Davíðsson - Kristínu Hauksdóttur - Kristínu Jónsdóttur - Kára Eiríksson - Kristínu Arngrímsdóttur - Karólínu Lárusdóttur - Kristberg Pétursson
- Klaus Kertzer - Kristínu Guðjónsdóttur - Katrínu H. Ágústsdóttur - Ki Ko Korriro (Þórð Valdimarsson) - Kristján Guðmundsson - Katrínu Pálsdóttur - Kjartan Guðjónsson - Leif Breiðfjörð - Lindu
Richardson - Línu Rut Wilberg - Lýð Sigurðsson - Lu Hong - Lfsu K. Guðjónsdóttur - Magnús Þorgrímsson - Marlyn Herdfsi Melik - Megas - Magnús A. Arnason - Magdalenu Margréti Kjartansdóttur
- Magnús Kjartansson - Nínu Sæmundsson - Nikulás Sigfússon - Nínu Gautadóttur - Ómar Stefánsson - Ólöfu Davíðsdóttur - Ólöfu Kjaran - Ólöfu Einarsdóttur - Ólaf Túbals - Pétur Gaut Svavarsson -
Pétur Friðrik Sigurðsson - Pál Guðmundsson frá Húsafelli - Piu Rakcl Svcrrisdóttur - Pétur Behrens - Rósu Gísladóttur - Ragnar Pál - Ragnheiði Jónsdóttur - Richard Valtingojer - Rósu S. Jónsdóttur -
Sverri Haraldsson - Sossu (Margréti Soffíu Björnsdóttur) - Sigrúnu Sveinsdóttur - Simonas Skrabulis - Sigríði Gísladóttur - Svein Þórarínsson - Svein Björnsson - Sigurð Sigurðsson - Sveinbjörn Blöndal
- Snorra Svein Friðriksson - Stórval (Stefán Jónsson frá Möðrudal) - Svavar Guðnason - Steinunni Marteinsdóttur - Sigurð Þóri - Sigurð Örlygsson - Snorra Arinbjarnar - Sigurð Eyþórsson - Susanne
Christensen - Sigurbjörn Jónsson - Sigurjón Jóhannsson - Sigríði Helgu Hauksdóttur - Sigríði Gyðu Sigurðardóttur - Sólveig Baldursdóttir - Sigríði Önnu E. Nikulásdóttur - Sigrúnu Einarsdóttur
(Bergvík) - Sören Larsen (Bergvík) - Sigrfði Oddnýju Stefánsdóttur - Soffíu Sæmundsdóttur - Ji Shen - Söru Vilbergsdóttur - Sigrúnu Eldjárn - Sigurð Hauk Lúðvigsson - Sigríði Ágústsdóttur - Tryggva
Ólafsson - Tolla (Þorlák Kristinsson) - Vapen (Valdimar Bjarnfreðsson) - Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur - Valgarð Gunnarsson - Vilh jálm Bergsson - Veturliða Gunnarsson - Valtý Pétursson - Valgerði
Guðlaugsdóttur - Weissauer - Þorstcin Hclgason - Zhang Hong - Þorfinn Sigurgeirsson - Þorbjörgu Höskuldsdóttur - Þórð Hall - Þorgerði Sigurðardóttur - Örlyg Sigurðsson - Örn Þorsteinsson
Sem sagt - eitthvað fyrir flesta!
Fold
RAUÐARÁRSTÍG 14
SÍMI 551 0400
0PIÐ TILKL. 01.00
íNún