Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Olía lekur enn úr E1 Grillo
EKKERT lát virðist vera á olíuleka úr flaki E1
Grillo sem liggur á botni Seyðisíjarðar. Á þess-
ari mynd sem tekin var yfir fiakinu í gær má
greina olíuflekki á sjávarfletinum. Lögreglan á
Seyðisfirði kannaði ástandið í gær og sagði að
olíuflekkirnir yfir flakinu færu síst minnkandi.
Fúkalyfjafóðrun í landbúnaði
talin hættuleg mönnum
Ekki leyfíleg
hérlendis
í BRESKRI skýrslu um notkun
fúkalyfja í landbúnaði segir að bein
tengsl séu milli notkunar þeirra og
vaxtar „ofurveira“ eins og E-coli,
salmonellu og kampýlóbakter. Petta
kom fram í dagblaðinu Daily Tel-
egraph í fyrradag og þar er ráða-
mönnum bent á að banna svokallaða
fúkalyfjafóðrun. Slík fóðrun hefur
aldrei verið leyfð hérlendis.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi gagnrýni á fúkalyf ætti fyrst
og fremst við þá sem notuðu þau
stöðugt til fóðrunar, en að hans sögn
er það gert víða til þess að halda
niðri bakteríum sem draga úr vexti
dýranna. Halldór sagði að fúkalyfja-
fóðrun væri algengust í svína-,
hænsna- og kálfarækt, en væri ekki
leyfileg hérlendis.
Að sögn Halldórs getur stöðug
fúkalyfjafóðrun leitt til þess að það
myndist stofnar af t.d. E-coli,
salmonellu og kampýlóbakter sem
eru ónæmir fyrir fúkalyfjum.
„Ef þessar bakteríur eru í mat-
Hópur hugsanlegra fjárfesta um byggingu álvers á Austurlandi
RÆTT hefur verið um það meðal
hugsanlegra fjárfesta í álveri á
Austurlandi að kalla til liðs við sig
Bond Evans, sem var tengdur við-
ræðum sem fram fóru milli stjórn-
valda og Atlantsálshópsins svo-
nefnda, sem gerði athuganir á
byggingu álvers á Keilisnesi.
„Það hefur ekki verið gengið frá
neinu slíku. Bond Evans þekkir
ágætlega til hér á íslandi og menn
hafa velt því fyrir sér hvort hann
Rætt um að leita
til Bond Evans
gæti komið hópnum til aðstoðar.
Það hefur ekkert verið ákveðið í
þeim efnum, enda eru menn ekki
komnir í þá stöðu að ákveða slíkt.
En það er rétt að þessari hugmynd
hefur verið velt upp,“ segir Erlend-
ur Magnússon hjá Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins.
Forsvarsmenn fimm íslenskra
fyrirtækja, sem í sumar hafa
skoðað arðsemi þess að leggja
fram hlutafé í álver á Austurlandi,
hittust á fundi í gær. Þar voru
rædd ýmis útfærsluatriði. Erlend-
ur segir að ekki sé búist við því að
komin verði niðurstaða í þessi mál
fyrr en í fyrsta lagi í byrjun sept-
ember.
vælunum og það vill svo slysalega til
að það verður sýking út frá rangri
meðhöndlun matvælanna þá getur
fólk sýkst af þessum ónæmu stofn-
um og þá verður mjög erfitt að
lækna það,“ sagði Halldór.
í grein breska blaðsins kom fram
að Svíar leyfðu ekki notkun fúkalyfja
í landbúnaði. Að sögn Halldórs hefur
fóðrun með fúkalyfjum ætíð verið
bönnuð á íslandi, ísland væri eina
landið í Evrópu sem hefði aldrei
leyft slíka fóðrun. Hann bætti því við
að þótt Svíar leyfðu ekki fúkalyfja-
fóðrun í dag hefði hún verið leyfileg
þar allt til ársins 1986.
Fúkalyf aðeins notuð
til lækninga hérlendis
Halldór sagði að hér væru fúkalyf
aðeins notuð til lækninga.
„Fúkalyfjunum er kannski komið
til skila með fóðri, en slík fóðurgjöf
varir bara i stuttan tíma. Við slíka
gjöf er farið eftir fyrirmælum dýra-
læknis og þess gætt að afurðir fari
ekki á markað fyrr en útskolunar-
tíma er lokið. Fúkalyfjagjöf til lækn-
inga hefur því ekki sömu áhrif og
stöðug fúkalyfjafóðrun."
Aukning kampýlóbakter-sýkinga
hérlendis undanfarið hefur því ekk-
ert með fúkalyfjafóðurgjöf að gera,
að sögn Halldórs.
„Eg var á fundi yfirdýralækna á
Norðurlöndum í byrjun vikunnar og
þar vakti ég máls á aukningu
kampýlóbakter-sýkinga hérlendis og
þá kom í ljós að kollegar mínir höfðu
sömu sögu að segja frá sínum heima-
löndum, en höfðu hins vegar ekki
svör við því hvaðan þessi sýking væri
komin.“
Hannes Hlífar Stefánsson valinn Skákmaður Norðurlanda á 100 ára afmæli Norræna skáksambandsins
Einvígi Friðriks og Bent Larsens
hápunktur hátíðarhaldanna
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
MIÐPUNKTUR afmælishátíðar,
sem haldin var í Tívolí í gær í til-
efni af aldarafmæli Norræna
skáksambandsins, var einvígi
þeirra Friðriks Ólafssonar og
Bent Larsens. Einvíginu lauk með
sigri Larsens. Friðrik átti um tíma
mjög góða möguleika í seinni
skákinni, en einvíginu lyktaði með
bráðabana, sem Bent Larsen
vann.
Að loknu einvígi Friðriks og
Bents Larsen áttust við þeir
Hannes Hlífar Stefánsson og
Jonny Hector, hinn sænski. Þar
fór Hannes með sigur af hólmi,
vann með tveimur vinningum
gegn einum. Eftir það var tilkynnt
val á Hannesi sem Skákmanni
Norðurlanda 1999.
Einvígi Friðriks og Bents Lar-
sen var haldið í minningu þess að
éinvígi þeirra félaga í Reykjavík
1956 um Norðurlandatitilinn þykir
einn eftirminnilegasti atburðurinn
í sögu sambandsins. Einar S. Ein-
arsson framkvæmdastjóri Visa Is-
land stýrði verðlaunaafhendingu,
en Niels Helveg Petersen utanrík-
isráðherra Dana afhenti verðlaun
og viðurkenningar, en hann er
annálaður áhugamaður um skák.
Einvígið 1956 lengi
í minnum haft
„Við tefldum kannski ekki af
sömu leiftrandi andagiftinni og í
gamla daga. Ég þurfti aðeins að
Hannes Hlífar
Stefánsson
átta mig á
manngangin-
um,“ sagði
Friðrik með
bros á vör að
loknum átök-
um gömlu
kempnanna.
Friðrik sagðist
hafa haft gam-
an af keppn-
inni, þó hann
væri ögn ryðg-
aður. „En ég
fann áhugann
fljótt vakna við
taflborðið og
andann örvast.
Ég má vel við
úrslitin una,
því Bent Larsen er atvinnumaður
í greininni, enda fann ég strax að
hann er miklu þjálfaðri en ég.“
Það er hið magnaða einvígi
þeirra Friðriks og Bent Larsens í
Reykjavík 1956, sem svo mjög er (
minnum haft að fundur þeirra fé-
laga við skákborðið var eðlilegur
miðpunktur hátíðarhaldanna í
gær. „Það var hálf galin stemmn-
ing þá,“ segir Friðrik, er hann rifj-
ar þetta upp. Það fór skákfár um
landið og áhuginn var gríðarlegur.
Friðrik sagði að það gleddi sig
vissulega að einvígið væri enn í
minnum haft og það væri heiður
að því að fá að keppa nú á afmæl-
ishátíðinni, auk þess sem það vekti
angurværar tilfinningar.
Friðrik
Ólafsson
Bent
Larsen
Það var þó stutt í glaðværðina,
því þama var Helgi Ólafsson
einnig staddur. Hann benti á að
þeir Friðrik og Bent væru báðir
64 ára og á skákborðinu væru
einmitt einnig 64 reitir. „Við verð-
um þá að bæta við reitum á næsta
ári,“ varð Friðrik þá að orði með
glettnisglampa í augum. Helgi var
ekki fæddur, þegar þeir Friðrik og
Larsen tókust á í Reykjavík 1956,
en segist fyrir stuttu hafa náð í úr-
klippur frá einvíginu og séð af
þeim að þetta hefði verið mjög
sérstakur atburður.
„Þetta var yfirþyrmandi
reynsla,“ segir Bent Larsen, þeg-
ar hann er spurður út í einvígið
1956. Hann stundar enn skák full-
um fetum, býr í
Argentínu og
skrifar daglega
um skák í
Ekstra Bladet.
„Þessi gríðar-
legi áhugi, sem
einvígið vakti,
var alveg ein-
stakur og varð
til þess að
þetta var svo
minnisstæð og
áhrifamikil
reynsla,“ segir
Larsen.
Larsen tefldi
nýlega á minn-
ingarmóti um
skákmeistar-
ann Petrosjan í Rússlandi.
Skákáhugi hefur lengi verið mik-
ill þar, en Larsen sagðist ekki
geta fundið betur en að áhuginn
væri minni nú en fyrir þrjátíu ár-
um. Á mótinu hitti hann Boris
Spassky, sem margir íslenskir
skákáhugamenn kannast við, ekki
síst eftir að hann tefldi heims-
meistaraeinvígi við Bobby
Fischer á íslandi á sínum tíma.
„Það er alltaf jafn þægilegt að
hitta Spassky, en hann teflir ekki
mikið núorðið," segir Larsen.
Undiralda og dulin spenna
„Það var þung staða í skákinni,
mikil undiralda og dulin spenna,"
segir Helgi Ólafsson glettnislega
um skák þeirra tvímenninganna
Friðriks og Larsens. Friðrik hafi
staðið sig með sóma, sérstaklega
framan af, þegar hann átti væn-
lega möguleika í endatafli annarr-
ar skákarinnar. Helgi tók þátt í
fjöltefli, sem þeir Helgi Áss Grét-
arsson og Jón Viktor Gunnarsson
tóku einnig þátt í.
Ymislegt var gert til hátíðar-
brigða í gær, en það var einmitt
fyrir nákvæmlega einni öld að
Norrænasskáksambandið var
stofnað í Tívolí. Auk fjölteflis á
fjórtán borðum við stóra gos-
brunninn í Tívolí, fyrir framan
tónleikahúsið, þar sem einvígi
þeirra Friðriks og Larsens fór
fram, var einnig teflt þar með lif-
andi mönnum. Norðurlandameist-
aramótið í skák var einnig haldið í
vikunni.
I tilefni afmælisins var gefin út
bókin „Nordisk sjakk i 100 ár“ eft-
ir Óstein Brekke. Stiklað er á
stóru í sögu félagsins. Þar rifjar
Friðrik upp minningar frá nor-
rænu skákkeppnunum 1950 og
1953 og Bent Larsen segir frá
keppninni 1956.
Frá því 1950 hafa verið útnefnd-
ir 38 norrænir stórmeistarar. Sví-
ar eiga fjórtán norræna stórmeist-
ai-a, Islendingar níu, Danir sjö og
Finnar og Norðmenn hvorir um
sig fjóra. Sex íslendingar hafa
orðið Norðurlandameistarar í
skák. Baldur Möller varð norrænn
meistari bæði 1948 og 1950, Frið-
rik Ólafsson hreppti titilinn bæði
1953 og svo aftur 1971, Ingi R. Jó-
hannsson 1961, Freysteinn Þor-
bergsson 1965, Margeir Pétursson
1987 og Jóhann Hjartarson 1997.
Auk þess að sigra titilinn í hinu
eftirminnilega móti 1956 varð
Bent Larsen Norðurlandameistari
aftur 1973.