Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 43 V MARGIVIIÐLUN i H Það er gott að vera vondur Dungeon Keeper II fjrir PC Bullfrog gaf nýlega út leik að nafni Dungeon keeper 2. Leikur- inn er beint framhald hins geysi- vinsæla Dungeon Keeper sem gef- inn var út veturinn 1997. I DUNGEON Keeper 2 tekur spilandinn að sér að stjórna stórri dýflissu fyrir æðri máttar- völd og reka í burt góðar hetjur sem haldið hafa dýflissunum undir jörðinni í þúsundir ára. Grafík leiksins er stórbrotin, spilendur sjá dýflissuna að ofan mestan part leiksins og hægt er að stækka einstök svæði og snúa myndinni að vild. Lýsing dýflissunnar er ótrúlega flott og ef spilendur nýta sér einn af göldrum leiksins er hægt að and- setja dýrin í dýflissunni og sjá allt sem hún hefur upp á að bjóða í 100% þrívídd. í raun er Dungeon Keeper 2 ekki mjög ólíkur fyrsta leiknum, markmið leiksins er það sama og stjórnin hefur lítið breyst, spilandinn stjórnar með stórri hendi sem ber heitið Hönd illsk- unnar. Með hendi þessari er hægt að færa dýr á milli staða, velja grjót sem spilandinn vill að sérstakir púkar grafi í burtu eða slá dýrin til að auka afköstin. I byrjun leiksins koma nokkrir möguleikar til greina, spilendur geta val- ið hvort þeir vilji fara í stuttan bardaga, reyna að byggja stærstu og bestu dýflissu í heimi eða fara í herferð gegn góðum hetjum heims- ins. Ein af skemmti- legri nýjungum leiks- ins er nýr valmögu- leiki er ber heitið My Pet Dungeon, eða uppáhaldsdýflissan. Þar er hlutverk spilandans að byggJa ems stóra og trausta dýflissu og hægt er og stjórnar spilandinn þá sjálfur hvenær hetj- urnar gera innrás. Ein af stærstu breytingunum sem greinarhöfundur kom auga á er breytingarnar í bardögum. í fyrri leiknum var venjulega nóg að taka bara helling af dýr- um/skrímslum og henda þeim í miðjan bardagann, en dýrin rot- ast nú í stutta stund þegar þau eru látin detta og þarf þá lítið til að slátra þeim. Þetta og það að dýrin berjast með mismunandi aðferðum neyðir spilandann til að fhuga þróaðri leiðir til bardag- arma. Hægt er að byggja sérstök herbergi fyrir verði sem láta vita ef einhver ræðst á dýflissuna, einnig er hægt að nota smíða- stofur leiksins til að búa til gildr- ur, hurðir og viðvörunarkerfi. Greind kvikinda leiksins hefur verið bætt gífurlega frá fyrri leiknum. Hvert kvikindi hefur sinn eigin persónuleika, sem dæmi eru tröÚ ótrúlega löt og oft þarf að læsa þau inni til að þau yúki því sem þau áttu að gera. Hver tegund kvikinda hefur líka sínar sérarfir, sum dýr þurfa mikinn mat og gera sér alltaf greni nálægt honum, sum dýr hafa kalt blóð og reyna að gera sér greni nálægt bráðnuðu hrauni og svo framvegis. Eitt af flottustu atriðum fyrri leiksins var að hægt var að and- setja dýrin með sérstökum álög- um sem spilandinn gat lagt á þau. Þetta er mun mikilvægara í þessum leik, spilandinn getur til dæmis andsetið þjóf og læðst inn í óvinadýflissu og stolið gulli, eða andsetið álf og notað hann til að drepa verði óvinarins úr fjar- lægð. Þetta er þó aðeins einn af fjöhnörgum göldrum leiksins, spilandinn getur valið úr fjölmörgum göldrum ásamt því að geta andsetið kvikindi þau hlotið hafa betri þjálfun en önnur og nýta hæfileika þeirra til galdra. Eitt af erfiðari atriðum leiksins er að halda kvik- indunum ánægðum. Til þess þarf spilandinn að eiga nóg af gulli til að geta borgað laun þeirra, nóg af mat til að halda öllum söddum að ógleymdu áfenginu og fjárhættuspil- inu; það er ekki óalgengt að sjá lítinn púka blindfullan að dansa diskó í pilavíti dýflissunnar. Fólk um allan heim hefur vænst mikils af framhaldi Dungeon Keeper og víst er að það mun ekki valda neinum vonbrigðum. Otrúlega vana- bindandi leikur sem undirstrikar að það er gott að vera vondur. Ingvi Matthías Árnason Hópvinnu- kerfaglíma HELSTU hópvinnukerfi heims eru Lotus Notes og Microsoft Exchange. Lotus Notes, sem er í eigu IBM, náði snemma yfirburða markaðsstöðu, en Exchange frá Microsoft hefur gert að því harða hríð. Lotus Notes hefur ýmislegt upp á að bjóða sem hópvinnukerfi, en margt annað fylgir með, þar á meðal póstforrit. Exchange er aftur á móti upphaf- Iega pdstforrit sem Microsoft-menn hafa bætt við hópvinnumöguleikum, ekki síst til að etja kapp við Notes. í könnun bandaríska markaðsrannsóknafyr- irtækisins IDC, sem sjá má á vefsetri fyrirtækisins, www.idc.com, kemur meðal annars fram að fleiri tóku upp Exchange á fyrri hluta ársins en Lotus Notes vestan hafs, en í Evrópu var þcssu öfugt farið þar sem talsvert fleiri tóku upp Notes. Fréttaskýrendur hafa gert því skóna að betri árangur Exchange vestan hafs byggist ekki síst á því að fjölmargir sem hafi fram að þessu notað Microsoft Mail séu að bregðast við komandi áramótum, enda MS Mail ekki tilbúið fyrir árið 2000. Lotus Notes hefur aftur á móti verið tilbúið fyrir 2000 í nokkurn tíma. Linux sækir á MIKIÐ hefur verið látið með Linux stýrikerfið og suinir gengið svo langt að segja það helstu ógn sem Microsoft hafi staðið frammi fyrir á síðustu árum. Æ fleiri nota Linux og þá helst innan fyrirtækja, en samkvæmt nýlegri rannsókn hafa 13% fýrirtækja vestan hafs tekið upp Linux. Fyrir tveimur árum voru Linux-notendur ekki mælanlegir. Markaðsrannsóknafyrirtækið IDC kannaði Linux notkun og spurði um lfkt leyti hvort fyrirtæki hygðust taka upp Windows 2000 sem er væntanlegt á næstu vikum. Niðurstaðan er nokkuð ái'all fyrir Microsoft, því í könnuninni kom ekki bara fram mikil aukning á notkun á Linux heldur að fyrirtæki ætli almennt að fara sér hægt í að taka upp Windows 2000, ekki síst í ljósi þess hve fyrri stýri- kerfi Microsoft hafi reynst óstöðug og illskeytt í fyrstu útgáfum. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsetri IDC ætlar helmingur fyrirtækja að bíða með að selja upp Windows 2000 þar til næsta út- gáfa stýrikerfisins kemur á markað. Enn þykir nokkuð áfall fyrir Microsoft að æ fleiri forritarar eru teknir að færa sig úr Windows-um- hverfi í annað, til að mynda Linux/Unix, enda skiptir Windows æ minna máli í ]jósi forritunar fyr- ir Netið og dreifða vinnslu. Gummi versla aðeins ÍBT. Borga þú of ^ mikið? Afhverju að borga meira en þú þarft? Hjá BT býðst þér meira úrval og betra verð! Það er engin Q tilviljun að l hagfræðingar og snillingar eins og Nýi "single" Vengaboys diskurinn frá Björk. klikka ekki á þessum "Party Album" Nýjasta myndin frá Disney á VHS. Skemmtileg og hugljúf mynd f rá Disney sem fjallar um söguna um Arthur konung.l BAMNAÐ BÖRMUM Það er ekki að ástæðulausu sem KINGPIN var bannaður börnum inna 16 ára. Leikurinn er það raunverulegur að það hálfa væri helmingi of mikið. Ef þú kaupir DVD mynd helgina færðu miða á Inspector Gadget sem frumsýnd verður 10. sept. ® j OPIÐ Laugardaga 10:00-16:00 Sunnudaga 13:00-17:00 BT Skeif unni en lokað BT Hafnarfirði. ^ BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 \LLTAf= eiTTHVAÐ /V)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.