Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ f" VIÐSKIPTI Árshlutauppgjör Haraldar Böðvarssonar hf. Minni hagnaður af reglulegri starfsemi HAGNAÐUR Haraldar Böðvarsson- ar hf. (HB) á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 361 milljón króna sam- anborið við 270 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tekjur vegna sölu á 7% hlut HB í Sólumiðstöð Hrað- frystihúsanna hf. eru meginskýring aukins hagnaðar milli ára en afkoma af reglulegri starfsemi minnkar aftur á móti um 171 milljón, var 68 milljón- ir nú en rúmar 239 milljónir fyrri hluta síðasta árs. „Meginskýringin er sú að verð á mjöli og lýsi hefur verið að lækka síðan í haust," segir Har- aldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri HB. „Þetta hefur þýtt að afla- verðmæti loðnuskipanna var 27% lægra, eða 114 miUjónum króna, á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma- bili í fyrra, jafnvel þótt afli skipanna hafi verið 7.600 tonnum meiri nú. Þegar borin er saman afkoma milli ára verður líka að hafa í huga að fyrri hluti síðasta árs var mjög góður í rekstrinum en það breyttist nokkuð á seinni hluta ársins, aðallega vegna hærri fjármagnsgjalda." Veldur vonbrigðum Haraldur nefnir að til viðbótar erf- iðleikum vegna verðhruns á uppsjáv- arafurðum hafi einn ísfisktogari fé- lagsins, Sturlaugur, orðið fyrir vélar- bilun og þurft að vera frá veiðum í apríl og maí. „Þetta eru hlutir sem menn geta átt von á og það er engin ástæða til að kvarta vegna þessa. Endurskoðuð rekstraráætlun gerir ráð fyrir að afkoma félagsins á seinni hluta ársins verði í jafnvægi og að heildarhagnaður ársins verði um 350 milljónir. Undanfarin þrjú ár hefur loðnuveiðin verið góð í júlí og ágúst en veiðin í sumar hefur verið mun lakari. Spurningin er hvort það verð- ur meiri haustveiði í staðinn, sem áð- ur hefur gerst, en þetta er annars óvissan sem fylgir útgerðinni," segir Haraldur. .Afkoman veldur vonbrigðum og hagnaður af reglulegri starfsemi er ekM viðunandi, eins og fram kom í tilkynningu frá forsvarsmönnum fé- lagsins í gær," segir Guðni Haf- steinsson, verðbréfamiðlari hjá Pjár- vangi hf. „Við hjá Fjárvangi gerðum ekki ráð fyrir því að afkoma í upp- sjávarfiski yrði álíka og í fyrra en átt- um ekki von á svona mikilli sveiflu. Það veldur okkur einnig vonbrigðum að forsvarsmenn fyrirtækisins skuli ekki áætla betri heildarhagnað fyrir árið 1999 og bera fyrir sig óvissu- þætti sem einkenna rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja almennt." Hjá Haraldi Böðvarssyni hefur verið unnið að ýmsum vöruþróunar- verkefnum að undanförnu og er loðnuþurrkunarverksmiðja í Sand- gerði þeirra umfangsmest, að sögn Haraldar Sturlaugssonar. Fram kemur í fréttatilkynningu að verk- efnin hafi haft í för með sér kostnað en séu ekki farin að, skila framlegð Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. í Vagninum á Flateyri hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsíns á landsbyggðinni. Sýningin stendur til þriðjudagsins 31. ágúst og eru myndirnar á sýningunni til sölu. |ltor0itttUaM> Haraldur Böðvarsson hf. • ^ k Úrmilliuppgjöri 1999 ^^ ¦V«B>^^^^^"I^P» ...............___ Rekstrarreikningur mimmr kmna Jan.- júní 1999 Jan.- júní »_„«_,. 1998 Bnrytmg Rekstrartekjur (nettó) 2.033,5 2.270,3 -10% Rekstrargjöld (nettó) 1.703,5 1.815,7 -6% Hagnaður fyrir afskriftir 330,0 454,5 -27% Afskriftir 204,7 193,3 | +6% Fjármagnsliðir nettó 47,0 12,4 +279% Eignaskattur 9,8 9,4 ! +4% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur 68,4 294,5 239,5 -71% 22,1 1.233% Ahrif hlutdeildarfélaga -2,1 ! -8,1 -74% Hagnaður tímabilsins 360,9 253,4 +42% Efnahagsreikningur 3o.,únr. 1999 1998 Breyting I Eignir: | Milljónir króna í Fastafjármunir | 5.861,3 5.500,1 Í +7% Veltufjármunir | 1.311,1 1.054,31 +24% Eignir alls 7.172,4 6.554,4 +9% I Skuídir og eigið fó: | Eigið fé 3.123,4 2.765,21 +13% 2.881,71 +21% 907,6j -38% Langtímaskuldir 3.487,4 561,5 Skammtímaskuldir Skuldir og eigið fé alls 7.172,4 6.554,4; +9% SjÓðstreymÍ Milljónir króna 1/1-30/6'99 1/1-30/6 "98 Breyting Veltufé frá rekstri 221,3 | 375,8 \ -41% Morgunblaðið/Golli Aðalfundur Norrænna markaðsfélaga AÐALFUNDUR Nordisk Markeds- föringsforbund, Norrænna mark- aðsfélaga, var haldinn á Islaudi í fyrsta skipti í gær. IMARK, Félag íslensks markaðsfólks, gekk í sam- tökin í fyrra og tók því nú í fyrsta skipti þátt í vali á Markaðsmanni Norðurlanda, sem valinn er þriðja hvert ár. Á fundinum voru atburðir í starfsemi félaganna næstkomandi ár ræddir, sem og nánari sam- vinna niilli Norðurlandafélaganna. Tekin var ákvðrðun um hver hlyti kjör sljórnar sem Markaðsmaður Norðurlanda 1999. Fulltrúi fslands í þessu vali er Valur Valsson, bankastjóri fslandsbanka, en hann var valinn af sérstakri dómnefnd, skipaðri Boga Ágústssyni, frétta- sljóra Sjónvarpsins, Halldóri Guð- mundssyni, formanni Sambands Is- lenskra Auglýsingastofa, Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, Ingólfi Guðmundssyni, formanni ÍMARK og Þórði Friðjónssyni, ráðuneytisstjóra í Viðskipta- og Iðnaðarráðuneytinu. Tilkynnt verður hver Markaðs- maður Norðurlanda verður ásamt afhendingu viðurkenningar á 75 ára afmæli danska markaðsfélags- ius þann 29. október nk., en IMARK mun einmitt standa fyrir námsferð til Kaupmannahafnar á þessum túna og verða IMARK fé- lagar þá viðstaddir þegar afhend- ingin fer fram. Fram kemur í f réttatil ky iiningu að mikil gróska var í starfsemi IMARK á síðastliðnu starfsári og jókst félagafjöldi um tæp 43% og mikil aðsókn hefur verið á fundi félagsins. Nýtt starfsár er að lielj- ast nú í september og mun fyrsti atburður félagsins verða náms- stefna um beina markaðssetningu, sem haldin verður í lok september. HLUTAFJARUTBOÐI Islenska hugbúnaðarsjóðsins er lokið og var allt hlutafé í útboðinu selt til for- kaupsréttarhafa, samtals 265 miUj- ónir króna að nafnvirði. Verður því ekkert selt í almennri sölu sem vera átti frá 23.-26. ágúst næstkomandi. Forkaupsréttarhafar skráðu sig fyrir rúmum 368 milljónum króna að nafnvirði og því varð umframá- skrift upp á rúmar 103 milljónir króna. Fyrir útboðið voru hluthafar ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins hf. 105 talsins en eftir útboðið eru þeir 166 og hefur því fjölgað um 61. Tíu stærstu Uutiiafarnir eftir útboðið eru Landsbankinn-Framtak hf. með 16,9% hlut, Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins, 8,00%, Lífeyrissjóður- inn Framsýn, 7,44%, Ólafur Daða- son, 6,78%, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankmn hf., 5,76%, Lífeyris- sjóðurinn Hlíf, 5,29%, Lífeyrissjóð- ur Austurlands, 5,06%, Hlutabréfa- sjóður Búnaðarbankans, 4,98%, ís- lenski fjársjóðurinn hf., 4,06% og Jóhann P. Malmquist, 3,58%. I Allt hlutafé selt til forkaupsréttarhafa I U_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.