Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ Nýtt svefn lyf Madison, N.J. New York. A.P. SONATA heitir nýtt svefnlyf sem nýlega var samþykktaf banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu, FDA. Ahrif lyfsins vara einungis í fjórar klukkustundir þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur 'af því að vera undir áhrifum að morgni, jafnvel þótt komið sé langt fram á nótt þegar lyfið er tekið inn. Þá segir í frétt AP-fréttastof- unnar að líklegt sé að fólk muni hafa minni áhyggjur af því að verða háð Sonata en mörgum öðr- um svefnlyfjum þar sem freisting- in til að taka lyfið inn að kvöldi, ef svefninn skyldi láta á sér standa, er ekki mikil. Flestar svefntöflur hafa mun lengri verkun en Sonata þannig að þau verður að taka áður en lagst er til hvílu að kvöldi. Helstu aukaverkanir Sonata eru höfuðverkur og svimi. Samkvæmt heimildum Lyfja- nefndar ríkisins er Sonata ekki á lyfjaskrá á íslandi og þar af leið- andi ekki selt hér en að sögn um- boðsmanns lyfjafyrirtækisins sem framleiðir lyfið er búið að sækja um skráningu þess. Sonata er selt gegn lyfseðli víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 33 Rannsókn ítalskra vísindamanna á hjartasjúklingum haw '-"'¦' '¦¦¦•-"*¦¦ ¦ -M*f-,U [t'<«,»; **& * TT Ooni Cv'.ff - htbmzm WcþTETfí m Tthmm\£ZöQ»i22^ Reuters Lýsi er hollt fyrir fólk sem hefur orðið fyrir hjartaáfalli. Kannski þessi búigarska kona sé einmitt á leið- inni í verslun að kaupa sér glas af lýsishylkjum. Eitt lýsishylki á dag eykur lífslíkurnar Reuters Hann þarf engin svefnlyf, blaða- maðurinn sem hér dottar. London. AP. FÓLK sem hefur orðið fyrir hjartaáfalli getur dregið úr hætt- unni á dauða vegna sjúkdóma, sem tengjast hjartanu, um 30% með því að taka inn lýsishylki á hverjum degi, samkvæmt nýrri ítalskri rannsókn. „Þessi niðurstaða ætti að stappa stálinu í þá sem leita að meira en óbeinum sönnunum fyrir hollustu lýsis," sagði Morris Brown, vís- indamaður við Cambridge-háskóla, sem tók ekki þátt í rannsókninni. Þetta er ítarlegasta rannsókn til þessa á hollustu lýsis fyrir fólk sem hefur orðið fyrir hjartaáfalli. Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í breska læknatímaritinu Tiie Laneet. Vísindamennirnir rannsök- uðu einnig hugsanlega hollustu e- vítamíntafina en ólíkt fyrri rann- sóknum kom ekkert fram sem benti til þess að þær drægju úr lík- unum á frekari hjartavandamálum. „Gnægð óbeinna sannana" Brown sagði að fram hefði komið „gnægð óbeinna sannana" fyiir hollustu lýsis og e-vítamíntaflna. Fyrri rannsóknir á áhrifum þessara næringarefna hafa þó verið nokkuð misvísandi. ítalska rannsóknin náði til 11.324 karla og kvenna sem höfðu orðið fyrir hjartaáfalli allt að þremur mánuðum áður. Þeim var skipt í fjóra hópa og fylgst var með þeim í þrjú og hálft ár. Einn hópurinn tók daglega inn ómega-3 lýsishylki, eitt gramm, og annar 300 millígramma e-vítamíntöflur. Þriðji hópurinn tók inn hvort tveggja á hverjum degi og sá fjórði hvorugt næringarefnanna. Mataræði þátttakendanna var svipað og þeir notuðu einnig svipuð hjartalyf. E-vítamín ekki jafn gagnleg? Vísindamennirnil• komust að þeirri niðurstöðu að eitt ómega-3 lýsishylki á dag minnkaði líkurnar á dauða, heilablóðfalli og hjartaáfalli um 15%. Þegar líkurnar á dauða voru metnar sérstaklega voru þær 30% minni en í viðmiðunarhópnum. Rannsóknin var undir stjórn Ro- bertos Marchiolis, sérfræðings í hjartasjúkdómum við rannsóknar- stofnunina Consorzio Mario Negri Sud á Suður-ítalíu. í rannsókninni komu ekki fram neinar skýrar vísbendingar um hollustu e-vítamína. Þetta stangast á við rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum 1996 og benti til þess að konur sem borða e- vítamínríka fæðu minnkuðu líkurn- ar á hjartasjúkdómum um tæpa tvo þriðju. Bresk rannsókn sama ár benti til þess að þeir sem eru veilir fyrir hjarta minnkuðu líkurn- ar á hjartaáföllum um 75% með því að taka inn e-vítamíntöfiur dag- E-vítamín eru á meðal næringar- efna sem hindra oxun og þránun fitu í líkamsvefjunum og hafa verið notuð til að fyrirbyggja hjartaáföll. Vísindamennirnir leiddu getum að því að skýringin á niðm-stöðu ítölsku rannsóknarinnar um e- vítamínin fælist í mataræði ítala, sem borða yfirleitt e-vítamínríka fæðu og hafa hugsanlega ekki jafn mikið gagn af töflunum og þeir sem tóku þátt í fyrri rannsóknunum. Enn fremur er hugsanlegt að fólk þurfi að taka inn e-vítamíntöflur í lengri tíma til að þær hafi tUætluð áhrif eða stærri skammta. Mikil neysla fítu tengd offítu barna Ncw York. Reuters. NEYSLA fituríkrar fæðu er ein af meginástæðum offitu barna, samkvæmt rannsókn banda- rískra vísindamanna. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að tilraunir „til að koma í veg fyrir offitu barna kunni að bera árangur sé at- hyglinni beint að fituneyslu þeirra allt niður að fjögurra ára aldri," skrifar einn vísinda- mannanna, Shay M. Robertson, í tímarit bandarísku manneldis- samtakanna. Vísindamenn við Endurhæf- ingarmiðstöð Bay-svæðis í Texas rannsökuðu líkamsfitu hóps barna á aldrinum 4-7 ára á hverju sumri í fjögur ár. Þeir öfluðu upplýsinga um mataræði og hreyfingar- venjur barna sem urðu of feit og báru þær saman við samskonar upplýsingar um böirn sem urðu ekki mjög holdmikil. Rannsóknin leiddi í ljós að börnin með mestu likamsfituna neyttu fitu- og prótínríkari fæðu en hin börnin. Báðir hóp- arnir voru sambærilegir hvað varðar kolvetnisinntöku, hreyf- ingu og hæð. Vísindamennirnir segja þó að túlka beri niðurstöðuna var- færnislega og hvetja til frekari rannsókna, bæði til að staðfesta niðurstöðu þeirra og til að kom- ast að því hvaða þættir það eru sem leiða til neyslu fituríkrar fæðu. Hvað er handleiðsla? GYLFI ASMUNDSSON SALFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Á undanförnum árum heyrir maður oft minnst á að starfsfólk fái hand- leiðslu í starfi sínu. Einkum á þetta við um starfsfólk sem vinnur að hjúkrun eða meðferð sjúklinga. Hvað er handleiðsla? Svar: Handleiðsla er oft fólgin í leiðsögn reyndari starfsmanna fyrir þá sem eru að hefja starfsferil á einhverju sviði, kennsla í vinnubrögðum og úrlausn vandamála sem upp kunna að koma í starfinu. Slfk leiðsögn hefur að sjálfsögðu alltaf tíðkast í öllum starfsgreinum. Orðið handleiðsla þekkja menn helst sem handleiðslu guðs, en hefur á seinni árum fengið nýja merkingu hjá fag- fólki sem sinnir meðferð og umönnun sjúk- linga, ekki hvað síst þeirra sem fást við sjúk- linga með geðræn vandamál. Tilgangurinn með handleiðslu er að gera hinn handleidda hæfari til að sinna meðferð- arstarfi, gera hann meðvitaðri um sjálfan sig og hvernig hans eigin persóna og tilfinningar hafa áhrif á meðferðina, hvernig sjúklingur- inn sem persóna hefur áhrif á hann sem með- ferðaraðila og hvernig samspil hans við sam- starfsfólk hefur áhrif á hann sem persónu og starf hans. I handleiðslu á viðtalsmeðferð, sem nefnd hefur verið ferlihandleiðsla, er lögð áhersla á ferli meðferðarinnar yfir lengri tíma og þau öfl, oft dulvituð, sem þar eru að verki. I handleiðslunni er viðfangsefnið hinn hand- Ferlihandleiðsla leiddi sem persóna í starfi sínu. Hún er að ýmsu leyti hliðstæð við reglubundna viðtals- meðferð og á að vera henni fyrirmynd. Gerð- ur er samningur á milli handleiðara og hins handleidda oftast um vikulega tíma og regl- um um mætingar og stundvísi fylgt. Hand- leiðslan beinist að hinum handleidda sem meðferðaraðila og samstarfi hans við aðra starfsmenn, t.d. á sjúkradeild, hlutverki hans og ábyrgð. Handleiðsla fjallar óhjákvæmi- lega um hinn handleidda sem persónu og þau vandamál sem hann kann að hafa í starfí, sem oft ráðast af vandamálum í einkalífí hans. Stundum getur því verið erfitt að tak- marka handleiðsluna við það sem mætti nefna starfssjálf hins handleidda, og fer að snúast meira um einkasjálf hans. Ef hins vegar vandamál hins handleidda eru þess eðlis að hann þurfi sjálfur meðferð er honum ráðlagt að leita sér hennar hjá sérfræðingi í sállækningum. Það þykir mikill kostur fyrir meðferðaraðila að þeir hafi sjálfir gengið í gegnum meðferðarferli til aukins sjálfsskiln- ings og úrlausnar sálrænna vandamála sinna til þess að þeir verði sjálfír hæfari að stunda meðferð á sjúklingum. Á sama hátt og einstaklingshandleiðsla er hliðstæð við viðtalsmeðferð er hóphandleiðsla hliðstæð við hópmeðferð. Oftast eni þá þáttr takendur starfsmenn sem vinna hliðstæð störf, t.d. viðtalsmeðferð á sjúklingum, en einnig getur verið um samstarfshóp á sjúkra- deild að ræða. I slíkri handleiðslu er lögð áhersla á að virkja hópinn sem slíkan fremur en að beina athyglinni að einstaklingunum. Hópeflið er oft áhrifaríkt til skilnings og inn- sæis í samskipti fólks. Ferlihandleiðsla er oftast miðuð við hlið- stæðu sína, sáleflisfræðilega viðtalsmeðferð. Aðferðir hennar og hugmyndafræði geta þó einnig nýst í handleiðslu á hjúkrunarstörf og samstarf á sjúkradeildum. Sömu lögmál gilda þar um samskipti fólks. Einkum á þetta við um störf hjúkrunarfólks á geðdeildum, sem oft þurfa að fást við erfiða sjúklinga og laga sig að ýmiss konar vanda í samstarfí sín í milli. Þetta á einnig við um starfsfólk á al- mennum sjúkradeildum, eins og starfsfólk þar þekkir best. Ekki aðeins geta samskipti við mikið veika sjúklinga verið erfið, heldur geta aðstandendur ekki síður verið erfíðir og skapað álag á starfsfólkið. Þá getur verið mikilvægt að starfsmaðurinn eigi þess kost - að ræða við einhvern handleiðara um vanda- mál sín. Handleiðslu í víðara skilningi má einnig beita við annars konar viðfangsefni eða að- ferðir í meðferð en hér hefur verið lýst, en þá mundi e.t.v. orðið leiðsögn eiga betur við. Til- sögn eða kennsla í rannsóknaraðferðum eða sérstakri meðferðartækni, t.d. atferlismeð- ferð gæti verið dæmi um það. Stopul og til- viljunarkennd ráðgjöf eða tilsögn um einstök mál eða tæknileg úrlausnarefni er hins vegar ekki það sem átt er við með handleiðslu. Fleiri og fleiri starfsmenn og starfshópar, sem vinna með fólk, gera kröfur um að fá handleiðslu í starfi sínu. Til þess að vera góð- ur handleiðandi þarf hann að læra hand- leiðslu og fá þjálfun í henni ekki síður en fólk þarf að læra að stunda meðferð. Nokkur námskeið í handleiðslu hafa verið haldin fyrir starfsfólk á geðdeild Landspítalans og End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands hefur einnig haldið vönduð námskeið. Aðsókn á þessi námskeið sýnir mikinn áhuga á að bæta úr brýnni þörf á þessu sviði. Vinna með fólk og vandamál þess er krefjandi starf sem reynir oft mikið á tilfinningar starfsmanns- ins. Handleiðsla miðar að því að gera þetta starfsfólk hæfara og bæta þjónustuna við sjúklinga og aðra skjólstæðinga. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræð- inginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10ogl7ísíma 569 1100 ogbréfum eða súnbréf- um merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Ennfremur súnbréf mcrkt: Gylfí Ásmundsson, Fax: 560 1720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.