Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 49 UMRÆÐAN Innlegg í pólitíska dýrafræði ÞAÐ ER virMlega gaman að vera áhuga- maður um pólitíska dýrafræði þessa dag- ana og fylgjast með því hvernig postular frjáls- hyggjunnar tileinka sér orðfæri kommún- ista og annarra sem þola illa fleiri en eina skoðun á hverju fyrir- bæri. Undanfarið hefur mátt lesa pistla eftir Hannes Hólmstein þar sem þessi boðberi lög- máls markaðarins og valds fjármagnsins hefur útlistað hvernig sumir peningar lykta verr en aðrir. Hannes hefur verið duglegur við að segja okkur hinum hvernig lög- mál framboðs og eftirspurnar sé best til þess fallið að ráða öllu gangverM mannfélagsins. Hann hefur skrifað grein eftir grein þar sem skýrt er út að ekkert sé óeðli- legt við að sá sem á fjármagn kaupi það sem hugur hans girnist. Hvort sem það er vara, þjónusta eða áhrif. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. I ljós hefur komið í pistlum frjálshyggjumannsins að undanförnu að það skiptir höfuð- máli hver á peningana. Rétta fólkið í Vísi hinn 16. ágúst er höfð eftir Hannesi sú mikla uppgötvun hans „að Jón Ólafsson sé að kaupa sér völd með aðild sinni að Orca SA". Það er undarlegt að sjá þetta haft eftir boðbera frjálshyggjunnar eins og einhver ný sannindi, þ.e. að með kaupum á hlutabréfum vilji kaup- andinn ekki aðeins tryggja sér ávöxtun á fjármunum sínum heldur líka völd. Þetta segir Hannes með sömu andfælunum og Humphrey ráðuneytisstjóri í „Já forsætisráð- herra", þegar hann sagði við einka- ritara ráðherrans: „Veistu hvað gerist ef rétta fólkið heldur ekki um valdataumana? Þá fær rangt fólk völdin." I áðurnefndri grein í Vísi kemur þetta líka fram: „Þetta þjóðfélag snýst um peninga. Tengsl við valdakjarnann eru í gegnum peninga. Því meiri pening- ar, því meiri tengsl. Frami í ís- lensku þjóðfélagi er spurning um þetta og að eiga vini, sem eiga vini. Það er partur af þessum leik að þekkja rétta menn." Nýkommúnisminn og viðhorfin Þetta er ekki lýsing á drauma- veröld frjálshyggjunnar eins og maður gæti haldið eftir lestur greinabálka eftir Hannes Hólm- stein. Nei, þetta er tilvitnun Hann- esar í ummæli Jóns Ólafssonar í 12 ára gömlu timaritsviðtali. „Mér finnst það viðhorf, sem kemur fram í þessu viðtali, ekki geðfellt, þótt hitt sé rétt, að Jón Ólafsson hefur síðustu árin getað keypt sér nokkra áhrifamikla vini," segir hinn nýkommúníski Hannes og sýpur hveljur. Hann á ekki til orð yfir hversu óforskammaður Jón er. Segir hann enda svífast einskis í skjóli peninganna í endalausum til- raunum sínum til að ná meiri völd- um. Af þessu má ráða annað af tvennu: Þeir efnamenn sem Hann- es þekkir og eru honum þóknan- legir fjárfesta eingöngu af mann- kærleik og kæra sig ekkert um völd - eða efnamenn Hannesar eru rétta fólkdð og hinir eru ranga fólk- ið. Hvar fellur lögmál markaðarins inn í þessa mynd? Hannes tönnlast líka á því að Jón Ólafsson eigi sér skuggalegan feril sem fjölmiðlum og yfirvöldum á íslandi beri að rannsaka. Þetta styður Hannes engum rökum öðrum en þeim, að Jón svífist einskis í viðstóptum. Skyldi nokkurn undra að við aðdáendur Hannesar séum orðnir dálítið ruglaðir í rím- inu? I saurdreifingar- herferð Eftir að Hannes hafði skrifað grein í Morgunblaðið í einni af saurdreifingarher- ferðum sínum fyrir „rétta valdhafa" brá svo við að fjólmiðlar sýndu greininni enga Heimir Már athygli. Þetta er auð- Pétursson vitað í takt við það sem haft er eftir Hannesi í Vísi: „Það er full ástæða til þess fyrir íslenska fjölmiðla að rannsaka nákvæmlega umsvif og athafnir Jóns Ólafssonar í Skífunni ... en þess er vitaskuld ekki að Stjórnmálaskrif í ljós hefur komið í pistlum frjálshyggju- mannsins að undan- förnu, segir Heimir Már Pétursson, að það skiptir höfuðmáli hver á peningana._____ vænta, að fjölmiðlar hans og bandamanna hans, DV, Dagur, Stöð tvö og Bylgjan, geri slíka rannsókn." En Hannes á sér mikilvægan bandamann í Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Birni líkaði ekki sinnuleysi síns gamla blaðs, Morgunblaðsins, við grein Hannes- ar og ávítti blaðið á heimasíðu sinni fyrir vikið. Nokkrum dögum síðar voru allir fjölmiðlar farnir að fjalla um þann „skuggalega" hóp sem keyptá hlutabréf í FBA, en ekki leið á löngu þar til reiðarslag kom yfir Hannes og félaga. Var ekki Eyjólfur Sveinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, í hópi þessara skuggabaldra. Nú var bleik heldur betur brugðið. Opinberlega og í skúmaskotum Maður sér fyrir sér tárin á vanga Hannesar þegar hann játar fyrir Vísi: „Ég verð að lýsa sér- stakri undrun minni á að sjá Eyjólf Sveinsson, fyrrverandi aðstoðar- mann Davíðs Oddssonar, sitja á blaðamannafundi við hlið þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem hafa ekki sett sig úr færi að ráðast harkalega á Da- víð Oddsson, jafnt opinberlega sem í skúmaskotum. Það var dapurleg sjón." Eins glaður og hress og Hannes er með safaríkt skítkast sjálfs sín og annarra í garð póli- tískra óvina sinna verður hann djúpt særður og hryggur ef ein- hver vogar sér að segja svo mikið sem eitt styggðaryrði um leiðtoga hans Davíð Oddsson. Það er hinn mesti höfuðglæpur sem Hannes bregst við eins og ljónynja þegar ráðist er á unga hennar. Og nú hafa krosstré brugðist í þessum efnum eins og öðrum á heimili frjálshyggjunnar. Fyrrverandi inn- anbúðarmaður hjá Davíð hefur lagt lag sitt við „ótínda glæpamenn". Lögmál markaðarins, framboðs og eftirspurnar, hafa leitt þennan góða mann á glapstigu. Þá er nú betra að hafa þetta allt innan Flokksins, hjá leiðtoganum, sem er svo dæmalaust réttsýnn og góður að hann má ekkert aumt sjá. Ekki einu sinni aumar skoðanir. Hðfundur er framkvæmdastjóri. rain Atttafvon dgóðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.