Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.08.1999, Blaðsíða 46
-^46 LAUGAKDAGUR 21. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Eflum SUS á nýrri öld SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum stjórnmálum. Sam- bandið er stærsta og áhrifamesta ungliðahreyfing stjómmálaflokk- anna á Islandi og hefur aldrei veigrað sér við að beita sér af krafti í baráttumálum sínum. Ég hef verið svo lánsamur að hafa tek- ið þátt starfi SUS um árabil og fengið tækifæri til að taka að mér ýmis trúnaðarstörf í þágu þess. I gegnum þessi störf hef ég kynnst því hversu miklu er hægt að áorka ef samhentur hópur einsetur sér að ná ákveðnum markmiðum. Sameinumst í baráttunni Nú um helgina verður 35. þing SUS haldið í Vestmannaeyjum. A þinginu verður kosið um hver verður næsti formaður sambands- ins. Þingið verður að því leyti átakaþing. I stórum samtökum eins og Sambandi ungra sjálfstæð- Formannskosning Við megum aldrei gleyma því, segir Jónas Þór Guðmundsson, að baráttumál okkar og hugsjónir eru mikil- vægari en karp og þref um hver skuli leiða baráttuna fyrir þeim. ismanna er þó óhjákvæmilegt að öðru hverju eigi sér stað átök. Þetta er til marks um þann þrótt sem í sambandinu er. Þess verður þó að gæta að umræða sem skap- ast í kringum slík átök skaði ekki sambandið. Við verðum því að líta ISLENSKT MAL Haraldur Sigurðsson bankamað- ur og rithöfundur á Akureyri hefur ódræpan áhuga á velferð íslenskrar tungu. Hann hefur skrifað mér langt bréf og snöfur- legt sem ég þakka kærlega. Ég birti bréfið að langmestu án at- hugasemda. Annað mundi slæva stíl H.S., og auk þess erum við löngum á einu máli. Kemur þá fyrsti hluti bréfsins: Heill og sæll Gísli. Þakka þér margt fróðlegt spjallið og ágæta íslenskuþætti. Ég sendi þér þetta nöldur til at- hugunar og fræðilegrar með- ferðar, einkum þar sem þú hefur skipstjómarréttindi á okkar málfarsskútu. Vemdun málsins og ábendingar um villur verður eflaust eilífðar verkefni ykkar málfræðinganna og ekki mun af veita. 1. Dönsk áhrif í málinu. Enn heymm við og sjáum t.d.: Træk i træk (sí og æ). Dagur í dag 5/8, bls. 6: „...vegagerð hist og her um landið," „út um ditten og datten - allt var á ru og stu í herberginu - á „skjön“ við e-ð, „í den“ (den tid)=forðum, í gamla daga. Umfang (Omfang) - Reisur (Rejser) - redda - fatta - gera sig gildandi (göre sig gældende) - hvergi banginn (bange) veður uppi t.d. í íþróttaþáttum Bj. Fel. og kíkja (kikke pá) er einnig áberandi danska í máli okkar. Er ekki betra bara að skoða, líta á, athuga, rannsaka o.s.frv. 2. Ensk áhrif í málinu. „Kom- inn til að vera“ (bein þýðing á coming to stay). Er ekki skárra: alkominn, endanlega kominn, festa sig í sessi, skjóta rótum o.s.frv. Fréttamenn spyrja oft: Hvað stendur nú helst uppúr? Er þetta ekki bara þunnur ensk- ur hjúpur (what is outstanding?). Betra væri: Hvað væri mark- verðast eða minnisstæðast. Enn em menn að tönnlast á: Fifty- fifty, þar sem nægjanlegt væri bara jafnt, svipað eða ámóta. Forystumenn svara oft „no comment" eða ég commentera ekkert um þetta. Nóg væri bara: Ekkert að frétta af málinu, sem stendur. í sjónv. 9. jan 1993 sagði svo: Parker skorar af öllum mönnum (of all men) og í sjónv. 1. des. 1995 um Hveragerði: „...af öllum stöðum (of all places). Væri ekki öllu skárra að segja bara: Meira að segja Parker skoraði, eða jafnvel Hverag. í útv. (Bylgj.) 8.2. 1993 „Har- drock Café hefur á sínum líftíma (lifetime) þ.e.a.s. ævi, ferli, starfstíma sínum. Og í sjónv. „Venjuleg hús hafa 30 ára líf- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1019. þáttur tíma.“ Hér væri betra -endingar- tíma-... Blessað stafrófið okkar er A-Ö, en í sjónv. 8/4 (1991?) sagði J.B.: Ég er alveg sammála A-Z. Þama er notast við ensk- am. stafrófið að óþörfu. Nóg væri t.d. frá upphafi til enda. - Oft slettum við svo í enda setn- inga t.d.: No limit - eða forever. Við höfum okkar ágætu þorra- blót, bóndadag og konudag og óþarft er að troða hér inn amer- ísku eftiröpuninni Thanksgiv- ingday eða St. Valentinsday. k Bylgj. 11. apr. 1995 sagði ÞÁ: ví-æ-pí (VIP, very import- ant person) var ekki bara nóg: ráðamenn, valdamenn, forystu- menn o.s.frv. Hvar eru blessaðir málfars- ráðunautamir?? Er þetta ekki yfírfarið? 3. Notkun grófari orða til áherslu. Ekki er nú vel gott að líkja samborgurum sínum við refi eða hunda, það er fremur niðrandi. Þó heymm við oft og sjáum t.d.: Hann er gamall refur í knattspyrnunni. Eða sbr. Mbl. 22/5 1987: „Gamlir sveifluhundar í jazzinum." Væri ekki mildara að kalla þá bara fræga, reynda, vana eða gamalkunna. I Mbl. nú 18/7: ..Þjóðverji skaut Emi Amarsyni ref fyrir rass í sund- inu.“ Hún er leiðinleg þessi rass- líking. Hugsaðu þér nú tófuna niðri í lauginni! Væri ekki nóg að sigra, vinna, verða hlutskarpari o.s.frv. Unglingar segja oft: „Drullugur á löppunum, eða skítugur á lúkunum, fés, skank- ar, bífur. Það mætti oftar minna þau á orðin: Hendur, fætur óhreinn o.fl. í Degi nú 30/7 (Versl.m.helg- in): „Búinn að vera ógeðslega oft á Akureyri, hér geðveikt gaman. Furðunöfn hljómsveita er al- veg sérstakur kapituli. Það er enginn að heimta „hugljúf' nöfn eins og Englavængir - eða Vor- blíða. En milli má nú vera. En ekki fegra þau málið eða hljóma sem sálmasöngur nöfnin: Tappi tíkarrass, Píka, Fóstureyðing, Loðin rotta, Skítamórall eða Botnleðja. Hétu ekki plötur þeirra: Drullumall og Fólk er fífl. Því ekki Rassgat, Drulludel- ar eða Éttann sjálfur? „Borgin Eilífa", sem stendur við Tíber-fljót, hét á máli þarlendra manna Roma. Norrænir menn, ef þeir slepptu latínunni, nefndu hana Róm eða Rúm. Lærðar bækur segja að þýða megi nafnið sem „hið nærandi brjóst“, og kann ég hvorki að sanna það né afsanna. Sveinbjöm Egilsson segir í Lexicon poeticum að Róm/Rúm hafi verið haft hvomgkyns enda er eignarfallið í ævagömlum kvæðum Róms/Rúms. Skafti Þóroddsson lögsögumaður, dá- inn 1030, kvað: Máttr es munka dróttins mestr, aflar goð flestu. Kristr skóp ríkr ok reisti Rúms höll veröld alla. Skafti hefur orðmyndina með ú-i, og nefni ég þá samsetning- amar Rúmferð, sem þýðir að vísu annað með litlum staf, og Rúmferill - Rómfari. Oft tóku Islendingar þann kost að búa til samsetninguna Rómaborg - borgin Róm. Þetta er kallað í fræðunum skilgrein- andi samsetning, eins og t.d. möndultré, karlfífl eða kerling- arskass. Enga nauðsyn rekur til þess að hafa fyrri liðinn í eignar- falli, enda þótt Rómverjar væru gefnir fyrir skilgreinandi eignar- fall, gentivus definitivus. Hjá þeim gæti kerlingarskass hafa verið monstrum mulieris. Ef menn sætta sig ekki við að þetta sé skilgreinandi samsetn- ing, þá má fallast á að þetta sé bandstafssamsetning, svo sem eld-i-brandur, ráð-u-nautur eða Hvít-a-Kristur. Samsetningin Rómaborg á sér afar ríka og langa hefð, og í orðabók sinni yf- ir fommálið hefur Johan Fritzner fimm aðrar samsetn- ingar af því heiti. Þá gefur hann orðin Rómaríki, Rómakirkja, Rómaskattur og Rómavegur. Einnig Rúmaborg. En ekki er að finna „Rómar- borg“ í Fritzner, og engri annarri þeirra mörgu orðabóka sem mér em tiltækar. Ég hringdi auk heldur í Orðabók Háskólans, og þau höfðu ekki dæmi um „Rómarborg“. Þegar fólk breytir Rómaborg í „Rómarborg", minnir sú vand- virkni mig á það sem kallað hef- ur verið að gerast kaþólskari en páfinn. Útlendingar kalla mál- breytingar þessa kyns hypercorrection. Við höfum ver- ið að baksast með orð eins og ofrétting, en aðrar uppástungur væra þegnar. Niðurstaðan af þessu spjalli er þá sú, að ekki sé ástæða til að breyta Rómaborg í „Rómar- borg“. Áslákur austan kvað: Svo var það hann Geiri-í-glasi, hann gerðist æ prúóari í fasi því meir sem hann drakk - en María frá Stakk dó edrú úr argaþrasi. til þess að eftir að for- mannskosningum lýkur þá sameinumst við á ný í baráttunni fyrir hug- myndum ungra sjálf- stæðismanna. Því er mikilvægt að öllum krafti sambandsins sé veitt í þann farveg sem best nærir jarðveginn sem hugsjónir okkar spretta úr. Við megum aldrei gleyma að bar- áttumál okkar og hug- sjónir era mikilvægari en karp og þref um hver skuli leiða barátt- una fyrir þeim. Vissu- lega er óþolandi að samstarfsfólk og stuðningsmenn frambjóðenda séu vændir um ósannindi í fjölmiðlum; en í harðri kosningabaráttu fara ýmsir, því miður, fram af meiri ákafa en skynsamlegt getur talist. Slíkt verður að fyrirgefa þegar mesti æsingurinn er yfirstaðinn. Það er hlutverk þess sem með sigur fer í formannskosningum næsta sunnudag að sjá verkefni framtíðarinnar í skýru ljósi. Við- komandi þarf að vera tilbúinn að gleyma ágreiningsefnum fortíðar- innar og stefna ótrauður að enn frekari eflingu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hlutverk forystu SUS Margar af þeim breytingum sem orð- ið hafa á íslensku samfélagi á undan- förnum áram hafa lengi verið baráttu- mál ungra sjálfstæð- ismanna. Mikilvægt er að haldið sé áfram á sömu braut og hraðar sé farið. Til þess að hægt sé að ná árangri í þessari bar- áttu okkar ungra sjálfstæðismanna er nauðsynlegt að alls staðar á landinu sé fólk sem heldur uppi sókn fyrir málstað okkar. Tryggja verður að aðildarfélög SUS séu sterkir málsvarar hug- sjóna sinna og láti einskis ófreistað til að koma þeim á framfæri. Þetta verður einungis gert með því að hlúa að starfi félaganna og SUS verður að aðstoða aðildarfélögin af öllum mætti í baráttu sinni og nota áhrif sín til þess að koma þeim á framfæri. Þá er mikilvægt að forysta SUS gæti þess í hvívetna að ábyrgð hennar er að vera málsvari sameig- inlegrar stefnu stórs hóps. Forysta SUS hefur það hlutverk að svara Jónas Þór Guðmundsson Málefnin í fyrirrúmi ÞAÐ VERÐUR engin lognmolla í Eyj- um um helgina þar sem hálft þúsund ungra sjálfstæðis- manna kemur saman á einu fjölmennasta SUS-þingi fyrr og síð- ar. Á þinginu munu fé- lagar vinna saman að stefnumótun og kjósa sér formann og stjóm til næstu tveggja ára. Ungt sjálfstæðisfólk úr ólíkum landshomum mun einnig nota kær- komið tækifæri til að bera saman bækur sín- ar og eiga gleðistund í góðra vina hópi. Þessi góða aðsókn sýnir að sjálfstæðisstefnan á erindi við ungt fólk og sannar að það treystir Sjálfstæðisflokknum best til að gæta hagsmuna sinna. Málefnin í fyrirrúmi hjá SUS Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur notið þeirrar gæfu að flest stefnumál þess hafa ræst á meðan flestar aðrar ungliðahreyf- ingar hafa þurft að gefa mörg stefnumála sinna upp á bátinn og jafnvel að leggja sjálfar sig niður. Einmitt þess vegna vekur það at- hygli þegar SUS-arar hefja upp raust sína og álykta um stærstu hagsmunamál þjóðarinnar. Það ætti að minna okkur á að vanda vel til málefnastarfs á þinginu og halda grandvallarhugsjónir sjálfstæðis- stefnunnar í heiðri. Þegar ég gaf kost á mér til emb- ættis formanns SUS næstu tvö árin ákvað ég að leggja ríka áherslu á að viðhalda öflugu starfi sam- bandsins og kynna rækilega þau stefnu- mál sem ég stend fyr- ir. Þessi stefnumál hafa verið kynnt í blaðagreinum, heima- síðu minni á Netinu, á fundum og í ótal sam- tölum við unga sjálf- stæðismenn. Málflutn- ingur minn hefur hlot- ið betri hljómgrunn en mig óraði fyrir og sannfært mig um að hjá hinum almenna félagsmanni SUS era málefnin enn í fyrirrúmi. Hörð kosninga- barátta Eins og flestum ætti að vera kunnugt, verður kosið á milli tveggja manna í formannskjöri SUS um helgina. Vegna þess hefur hörð kosningabarátta staðið yfir innan hreyfingarinnar á síðustu vikum og hún hefur að mörgu leyti orðið til góðs. Baráttan hefur leitt af sér fjörugar umræður um hlut- verk og eðli hreyfíngarinnar. Ég er ekki í vafa um að þær styrkja hreyfinguna á margan hátt og búa hana betur undir að gegna hlut- verki sínu sem best á nýrri öld. Málefnin hafa þó ekki verið eina umræðuefnið í þessari kosninga- baráttu eins og fram hefur komið á síðum Morgunblaðsins að undán- förnu. Stuðningsmenn frambjóð- Sigurður Kári Kristjánsson : , . s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.