Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 12

Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hluthafar í DB ehf. stefna Sveini R. Eviólfssyni Endurbætur á Dyrhóla- eyjarvita UNNIÐ hefur verið að umtals- verðum viðhaldsaðgerðum á vit- anum í Dyrhólaey á árinu. Vitinn var byggður eftir frum- uppdrætti Guðjóns Samúeissonar, þáverandi húsagerðarmeistara ríkisins, og er af mörgum talinn til fegurri vita. Hann var reistur árið 1927, en endurbæturnar eru stærsta viðhaldsverkefni vegna vita á árinu. Endurbætur Dyrhólaeyjarvita eru þáttur í því markmiði Siglingastofnunar að varðveita a.m.k. einn vita þar sem híbýli vitavarðar nálgast það að vera í upprunalegu horfí. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu DB ehf.: „Hluthafar í Eignarhaldsfélag- inu DB ehf., áður Dagblaðinu hf., hafa stefnt Sveini R. Eyjólfssyni persónulega og fyrir hönd félags- ins fyrir að hafa án heimildar í samþykktum félagsins eignast ráðandi hlut í Dagblaðinu hf. og brotið þannig gegn forkaupsrétti annarra hluthafa. Hafa þeir enn- fremur krafist þess að sérstök rannsókn verði gerð á sölu hluta- bréfa Dagblaðsins og annarra eigna þess. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. júní sl. Gert er ráð fyrir að greinargerð stefnda verði lögð fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur 21. september 1999. Meðal hluthafanna eru flestir af stærstu hluthöfum í Eignarhalds- félaginu DB ehf., sem áður hét Dagblaðið hf. Þeir hafa höfðað mál á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, einum aðaleiganda Frjálsrar fjöl- miðlunar hf., fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Gera hluthafarnir kröfu um að viðurkennt verði með dómi að Sveinn R. Eyjólfsson hafi eignast ráðandi hlut í Dagblaðinu hf. án þess að virða forkaupsrétt annarra hluthafa og brotið með því gegn hlutafélagalögum. Ólögmæt viðskipti með hlutabréf Dagblaðsins Dagblaðið hf. var stofnað árið 1975 og voru stofnendur í upphafi 20 talsins. Frá upphafi var kveðið á um það í samþykktum félagsins að allir eigendur þess skyldu hafa forkaupsrétt að fölum hlutum í fé- laginu. Síðan þá hafa stórir eignar- hlutar í félaginu skipt um hendur en jafnan orðið eign Sveins R. Eyj- ólfssonar, án þess að öðrum hlut- höfum hafi verið boðið að kaupa hlutina, þrátt fyrir að þeir hafi haft rétt til þess samkvæmt samþykkt- um félagsins. Meðal annars hafa þeir Jónas Kristjánsson, núver- andi ritstjóri DV, og Páll Hannes- son verkfræðingur selt hluti sína. Yfírráð Sveins R. Eyjólfssonar Sveinn R. Eyjólfsson hefur öðl- ast yfirráð í Eignarhaldsfélaginu á grundvelli hinna umdeildu eignar- hluta sem hann hefur komist yfir í andstöðu við samþykktir félagsins og lög um hlutafélög að mati ann- arra hluthafa. Halda aðrir hluthaf- ar því fram að hann hafi ekki þau yfirráð í félaginu sem hann telji sig hafa, þar sem hann geti ekki farið með atkvæðisrétt á grund- velli hlutabréfa sem hann hafi öðl- ast í andstöðu við ákvæði laga. Aðrir hluthafar í félaginu krefjast þess því að héraðsdómur staðfesti að Sveinn fari ekki með þann at- kvæðisrétt í félaginu sem fylgdi hinum umdeildu eignarhlutum. Beiðni um sérstaka rannsókn Hluthafarnir hafa að auki kraf- ist þess að fram fari sérstök rann- sókn á öllum viðskiptum með hlutabréf í Dagblaðinu hf. Er þess sérstaklega krafist að rannsökuð verði sala hlutabréfa þeirra Jónas- ar Kristjánssonar og Páls Hannes- sonar. Þá krefjast hluthafarnir þess að einnig verði tekið til sér- stakrar rannsóknar hvernig staðið var að sölu Dagblaðshússins að Þverholti 11-13 og annarra eigna félagsins sem voru seldar til Eigna, ráðgjafar og rekstrar ehf. Stjórn þess skipa þau Sveinn R. Eyjólfsson og kona hans, Auður Eydal. 50% eignarhlutur í Frjálsri fjölmiðlun hf. Þess má geta að Sveinn R. Eyj- ólfsson og Eyjólfur Sveinsson, sonur hans, skipa núverandi meirihluta stjórnar Eignarhalds- félagsins DB ehf. Að auki er Sveinn stjórnarformaður Frjálsr- ar fjölmiðlunar hf. og útgáfustjóri DV og Eyjólfur framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og útgáfustjóri DV og Dags. Eignarhaldsfélagið DB ehf. á 50% eignarhluta í Frjálsri fjöl- miðlun hf. sem meðal annars gefur út dagblaðið DV og er rekstrarað- ili að dagblaðinu Degi og Við- skiptablaðinu. Þá á Frjáls fjöl- miðlun 70% í ísafoldarprent- smiðju hf. og miklar húseignir við Þverholt og Stangarholt (Hamp- iðjuhúsin).“ Miklar endurbætur hafa verið unnar á Dyrhólaeyjarvita. MÁL hluthafa Eignarhalds- félagsins DB ehf., gegn Sveini R. Eyjólfssyni verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en það var þingfest í lok júní síðast- liðins. Stefnendur bera Sveini m.a. á brýn að hafa sniðgengið rétt annarra hluthafa til að neyta for- kaupsréttar. í Héraðsdómi Reykjavík- ur í dag á Sveinn að leggja fram greinargerð vegna málsins sem fimmtán hlut- hafar í DB ehf. hafa höfðað gegn honum. Hluthafarnir 15 eiga samtals um 15% hlut í DB ehf., áður Dagblaðinu hf., sem á meðal annars helmings hlut í Frjálsri fjöl- miðlun, útgáfufyrirtækis DV og Dags, en þar er Sveinn stjórnarformaður og útgáfu- stjóri. Gunnar Sturluson, lög- maður hluthafanna fimmt- án, segir að hluti hópsins sé á meðal þeirra tuttugu ein- staklinga sem voru stofn- hluthafar í Dagblaðinu hf. árið 1975. Sveinn, sem verið hefur framkvæmdastjóri fé- lagsins frá upphafi, hóf upp úr 1990 að kaupa litla hluti í félaginu en stærstu hlutir skiptu um eigendur þegar Jónas Kristjánsson, núver- andi ritstjóri, og Páll Hann- esson verkfræðingur seldu sína hluti í byrjun árs 1995. Forkaupsréttur ekki virtur? Gunnar segir að af skuldabréfum sem félagið gaf út þann 1. janúar 1995 til Jónasar að upphæð rúm- lega 13,5 milljónir króna og til Páls að upphæð 4 milljón- Sakaður um að mis- nota að- stöðu sína ir króna, verði helst ráðið að félagið hafi keypt hluti þeirra í félaginu og framselt þá síðan til Sveins. Við stofnun félagsins átti Sveinn um 17% í félaginu að sögn Gunnars og eftir kaup sín á hann og fjölskylda á milli 60 og 70% í félaginu, en á seinasta aðalfundi fór hann með tæp 80% hlutafjár í félaginu. Gunnar segir að í félaginu hafí verið í gildi forkaups- réttur þegar það yar stofn- að, og eftir því sem umbjóð- endur hans best viti, hafi forkaupsréttarákvæðin aldrei verið afnumin í félag- inu. „Sveinn hefur haldið því fram að á hluthafafundi í fé- laginu í ágúst árið 1982 hafi þessi ákvæði verið afnumin, en fundargerð þessa fundar ber það ekki með sér og ekkert slíkt var skráð hjá Hlutafélagaskrá," segir Gunnar. Á aðalfundi sem haldinn var 2. desember í fyrra mót- mælti lögmaður hluthafanna fimmtán þeirri hlutaskrá sem lögð var fram og benti á að vegna ólögmætra eig- endaskipta á hlutum í félag- inu, gætu hlutir sem skipt höfðu um eigendur fyrir 30. júní 1998 ekki veitt núver- andi handhöfum þeirra rétt- indi til atkvæða á hluthafa- fundi. Atkvæði greidd með umdeildum hlut Tilraunir hluthafanna fímmtán til að fá það sjónar- mið staðfest voru hins vegar að sögn Gunnars bornar of- urliði í atkvæðagreiðslu um málið, í krafti atkvæða Sveins. Gunnar kveðst þeirr- ar skoðunar að Sveini hafi verið óheimilt að greiða at- kvæði með þeim hlutum sem deilt er um hvort hann hafi öðlast réttöega. Sama máli gildi um kröfu hluthafanna á fundi í júní sl., þar sem þeir óskuðu rannsóknar á hvernig staðið var að sölu bréfanna. Eignir félagsins seldar Hálfum mánuði eftir aðal- fundinn, 16. desember í fyrra, seldi Eignarhaldsfé- lagið DB ehf. fasteignir fé- lagsins til Eigna, rekstrar og ráðgjafar ehf., sem Sveinn R. Eyjólfsson og eig- inkona hans stýra. Þessar fasteignir ásamt helmings hlutar í Frjálsri fjölmiðlun voru megineignir Eignar- haldsfélagsins DB ehf. Við söluna var veðskuldum á eignunum aflétt á ábyrgð fé- lagsins. I ársreikningum fé- lagsins 1997 eru þessar eignir bókfærðar á um 150 milljónir kr. Gunnar segir að umbjóð- endur hans hafi ekki fengið nein svör um málið frá Sveini, hvorki um hvernig staðið var að kaupum hlutar Jónasar og Páls, né hvernig staðið var að sölu eigna fé- lagsins til Eignar, rekstrar og ráðgjafar ehf. Þeir hafi heldur ekki fengið upplýs- ingar um söluverð eignanna. Vegna forsögu málsins hafi þeir talið sig knúna til að leita réttar síns fyrir dóm- stólum. „Það sem er alvarlegast í þessu að mínu mati fyrir minnihluta hluthafa, er að þarna stendur maður sem er kjörinn til að starfa sem trúnaðarmaður félagsins í framkvæmdastjórastöðu, í því að kaupa hlutabréf og hundsar ákvæði samþykkta í félaginu um forkaupsrétt. Við teljum að hann hafi mis- notað sér aðstöðu sína til að stunda viðskipti með hluti í félaginu, sem honum er óheimilt lögum samkvæmt.“ „Forkaupsrétt- arákvæði var fellt niður“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynn- ing frá Eignarhaldsfélaginu DB ehf.: „Vegna fréttatilkynningar um málshöfðun vegna ágreinings um afnám for- kaupsréttar í Eignarhalds- félaginu DB ehf. (áður Dag- blaðinu ehf.) er rétt að eftir- farandi komi fram: Á aðalfundi félagsins hinn 27. ágúst 1982 voru gerðar þær breytingar á samþykkt- um félagsins að forkaups- réttarákvæði var fellt niður. Tilkynning um þetta var send hlutafélagaskrá og er handskrifað á skjöl þessi að þau séu mótttekin af Ásberg Sigurðssyni, þáverandi for- stöðumanni hlutafélaga- skrár. Hinsvegar voru hinar breyttu samþykktir hvorki skráðar í hlutafélagaskrána né birtar í Lögbirtingar- blaði. Engar skriflegar upp- lýsingar liggja fyrfr um ástæður þessa en eftir hin- um breyttu samþykktum, sem vissulega voru á allan hátt lögformlega réttar, hef- ur verið starfað í félaginu öll þau 17 ár sem liðin eru, án þess að athugasemdum væri hreyft. Margar sölur og kaup í fé- laginu hafa átt sér stað síð- an, meðal annars hefur fyrr- verandi stjórnarformaður til 20 ára, Björn Þórhallsson, keypt bréf, einnig fyrrver- andi lögmaður félagsins svo og Kassagerð Reykjavíkur o.fl. Þannig er það efnislega rangt sem stendur í ofan- greindri fréttatilkynningu að Sveinn R. Eyjólfsson hafi einn keypt föl hlutabréf í fé- laginu. Þeir aðilar sem hafa stefnt Eignarhaldsfélaginu DB ehf. og Sveini R. Eyj- ólfssyni persónulega vegna ofangreindra atriða hafa setið flesta aðalfundi félags- ins á umræddu tímabili og stóðu sumir sjálfir árið 1982 að breytingum á samþykkt- um í þá veru sem hér er deilt um. Aldrei hefur verið hreyft athugasemdum um þessi atriði fyrr né heldur hafa aðilar að máli þessu sýnt áhuga á hlutabréfa- kaupum eða haft þá trú á fyrirtækinu að þeir vildu eignast aukinn hlut í því. Þess skal getið að áður en til þessara málaferla kom höfðu þeir aðOar sem hér um ræðir samband við lög- mann félagsins og óskuðu eftir því að vera keyptir út úr félaginu ella myndu þeir grípa til þeirra aðgerða sem nú eru orðnar ljósar. Jón Gunnar Zoéga hrl., lögmaður Eignarhaldsfé- lagsins DB. ehf.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.