Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur stofnað fyrsta Netbankann á Islandi
Stefnan að bjóða
ávallt bestu kjörin
Morgunblaðið/Pétur Kristjðnsson
„Hér er um nvjög hagkvæma rekstrareiningu að ræða. Netbankinn
byggir ekki á útibúum og þarf því ekki dýrt dreifinet eða mikla yfir-
stjórn, sem gerir okkur fært að bjóða betri kjör en hingað til hafa
þekkst á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri, sem sést hér t.v. ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni,
verkefnisstjóra Netbankans.
Heimasíða Netbankans á Netinu hefur slóðina www.nb.is.
NETBANKINN, fyrsti bankinn á
íslandi sem starfræktur er að öllu
leiti á Netinu, tók foi-mlega til
starfa í gær. Fyrirtækið sem er á
ábyrgð og í eigu Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, verður rekið
sem sjálfstæð rekstrareining innan
SPRON. Yfirlýst stefna bankans er
að bjóða ávallt bestu kjör í vöxtum
og að sögn forsvarsmanna hans
verða innlánsvextir umtalsvert
hærri og útlánsvextir nokkuð lægri
en áður hefur þekkst hér á landi.
Þetta er unnt með lítilli yfirbygg-
ingu, miklu aðhaldi í rekstri auk
þess sem Netbankinn rekur engin
útibú. Aðgengi að bankanum verð-
ur eingöngu í gegnum Netið, tölvu-
póst, síma, sjálfsafgreiðslutæki
(snertibanka og hraðbanka) og fax.
Heimaslóð Netbankans er
www.nb.is en forsvarsmaður hans
er Geir Þórðarson.
Bankinn mun til að byrja með ein-
göngu þjónusta launþega. Ætlunin
er m.a. að bjóða upp á debetkorta-
reikning með stighækkandi vöxtum,
sparireikninga með markaðstengdri
ávöxtun, afborgunarsamninga,
veltukort hliðstæð því sem SPRON
hleypti af stokkunum í mars sl., og
fasteignalán til allt að 30 ára.
Lægstu innvextir á debetkorta-
reikningum verða 3,02% en hæstu
vextir 8,52%. Skiptingin verður
með þeim hætti að inneign upp að
500 þúsund krónum ber 3,02%
vexti. Fyrir inneign frá 501-1.500
þúsund krónum greiðast 8,02%
vextir og 8,52% vextir ef inneign er
hærri en 1,5 m.kr.
Þjónusta óháð búsetu
Kristinn Tryggvi Gunnarsson,
verkefnisstjóri Netbankans, segir
stighækkandi vexti á debetkorta-
reikningi vera nýjung á íslenskum
bankamarkaði sem miði að því að
hámarka þjónustu við viðskiptavini
sem þurfa ekki að færa peninga á
milli reikninga til að fá betri kjör.
„Fyrir þá sem vilja leggja fyrir til
lengri tíma, bjóðum við upp á
tvennskonar leiðir; Annarsvegar er
um að ræða óbundinn markaðs-
reikning sem tekur mið af ávöxtun
á millibankamarkaði (REIBOR) og
ber 9,02% vexti. Hins vegar er um
að ræða bundinn markaðsreikning
með 6,01% vexti og verðtryggingu
sem tekur mið af ávöxtun spariskír-
teina ríkissjóðs. Þá bjóðum við jafn-
framt sérstakt netkort sem er hlið-
stætt veltukorti SPRON. Þar eru
vextir 15% og færslugjald 11 krón-
ur. Stofngjald er 500 krónur og út-
tektarheimild allt að 2 milljónum
króna. Onnur nýjung eru afborgun-
arsamningar sem eru einskonar
skuldabréfalán til allt að fimm ára.
Þar er lántökugjald einungis 1% og
þau því hagstæðari en raðgreiðslur,
venjuleg skuldabréf og jafnvel bfla-
lán“, að sögn Kristins.
Líkt og innlánsvextirnir, eru út-
lánsvextirnir nokkuð breytilegir.
Vextir af yfirdráttarlánum eru á
bilinu 11,50-16%. Afborgunarsamn-
ingar af óverðtryggðum lánum eru
frá 10,50-15,20%, allt eftir greiðslu-
getu og veðsetningu. Vextir af
verðtryggðum fasteignalánum fara
efth’ veðsetningarhlutfalli og tíma-
lengd. Þar er um að ræða 5-30 ára
veðlán með föstum vöxtum frá
6,2-8,50%.
Að sögn Kristins, hafa allir ferlar
verið hannaðir með það fyrir aug-
um að auðvelda aðgang viðskipta-
vina sem mest. „Fólk skráir sig ein-
faldlega heima og fær kortið afhent
í ábyrgðarpósti innan fimm daga.
Þannig sitja allir landsmenn við
sama borð hvað þjónustu varðar,
óháð búsetu."
Stefnt á að þjónusta
stærri hópa
Ólíkt því sem tíðkast í hefð-
bundnum bankaviðskiptum krefst
Netbankinn ekki ábyrgðarmanna,
heldur er væntanlegum viðskipta-
vinum gert að fylla út umsókn á
Netinu og að lokinni eignakönnun
og greiðslumati er úthlutað lána-
heimild til viðskiptavinarins, sem
tryggð er tryggingabréfi í fasteign.
Að því fengnu getur viðkomandi
gengið að lánaheimildinni vísri og
það eina sem hann þarf að gera er
að senda tölvupóst um upphæð og
lánstíma og lánið er afgreitt um
hæl. Lánsheimildinni má ráðstafa á
milli ólíkra reikninga en til að við-
halda henni þurfa viðskiptavinir að
senda bankanum afrit af skatt-
skýrslu sinni árlega.
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri SPRON, segir aðdrag-
andann að stofnun nýja Netbank-
ans fremur stuttan, eða u.þ.b. tvö
ár. „Með þessu framtaki viljum við
byggja á nýrri og opinni hugsun
sem gerir okkur kleift að þróa
þessa tækni og samskipti við við-
skiptavininn inn í næstu öld. Við er-
um að sjá fjármálaþjónustu vera að
færast í auknum mæli á Netið og
þetta er einfaldlega liður í þeirri
þróun.“
Hann leggur áherslu á að þrátt
fyrir að bankinn þjónusti í upphafi
einungis einstaklinga, þá er ætlunin
að vinna áfram með hugmyndina og
stefnt á að þjónusta stærri hópa í
framtíðinni s.s. fyrirtæki, sjálfstæða
atvinnurekendur og verktaka. Að-
spurður um stofnkostnað Netbank-
ans segir Guðmundur að hann
hlaupi á tugum milljóna króna. „Hér
er um mjög hagkvæma rekstrarein-
ingu að ræða. Netbankinn byggir
ekki á útibúum og þarf því ekki dýrt
dreifinet eða mikla yfii’stjórn, sem
gerir okkur fært að bjóða betri kjör
en hingað til hafa þekkst á íslensk-
um fjármálamarkaði."
TÖLVUNAMSKEIÐ
Þekking í þína þágu
Microsoft
sérfræðinámskeið
Viö bjóöum gott úrval sérfræðinámskeiða hér á landi í samvinnu viö
Pygmalion Group i Englandi.
Námskeiðin eru hönnuö af Microsoft Education Services (MES) og
hafa hlotiö viðurkenningu um allan heim.
Þau eru góöur grunnur fyrir þá sem vilja taka próf og öðlast
viðurkenninguna Microsoft Certified Professional (MCP).
Námskeiðin eru kennd á ensku og námsgögn eru frá MES. Með
þeim fylgir oftast hugbúnaður til þess að nota við námið og til æfinga.
Deploying and Managing Microsoft Office
2000 (Course 1332)
Ómissandi og mjög yfirgripsmikiö námskeið fyrir þá sem vinna við
innleiðingu á Office 2000 í fyrirtækjum og stofnunum
Timi: 4.-8. október, 5 daga námskeió
Microsoft Exchange Server 5.5 Accelerated
Training for Admin and implementation
(Course 1313)
Námskeið sem kennir allt um hvemig á að setja upp og reka þetta
vinsæla tölvupóst- og hópvinnukerfi
Timi: 11.-15. október, 5 daga námskeiö
Accelerated Training for Microsoft Windows
NT 4.0 (Course 983)
Lykilnámskeið fyrir þá sem vilja verða góðir NT netstjórnendur
Tlmi: 18.-22. október, 5 daga námskeið
System Admininistration for Microsoft SQL
Server 7.0 (Course 832)
Á námskeiöinu er kennt að setja upp, stilla, reka og bilanaleita
Microsoft® SQL Server™ 7.0.
Timi: 1.-5. nóvember, 5 daga námskeið
Mastering MicrosoftVisual Basic 6
Development (Course 1013)
Kennt er að forrita i Visual Basic, búa til ActiveX og nota Intemettækni
I forritum.
Tlmi: 8.-12. nóvember, 5 daga námskeið
Creating and Managing a Web Server Using
Microsoft Internet Information Server 4.0
(Course 936)
Kennt er að setja upp, stilla og nota allar einingar Intemet Information
Server (IIS) vefmiðlarans.
Timi: 22.-24. nóvember, 3 daga námskeið
Námslýsingar á http://www.tv.is/serfraedi
Námskeið fyrirfagfólk og metnaðarfulla einstaklinga
Grensásvegi 16
108 Reykjavík
Síml: 520 9000
Fax: 520 9009
Netfang: tv@tv.ls
T ö I v u - o g
ðjðfE! verkfræðiþjónustan
Samningar FÍB-Trygginga við IBEX
Samningar standa yfir
RÚMLEGA 7.000 bifreiðar eru nú
tryggðar hjá FÍB-Tryggingum, og
stendur fyrir dyrum að semja um
hækkun samalagðra hámarksið-
gjalda við IBEX tryggingafélagið í
Bretlandi eða önnur félög sem
standa að Lloyd’s tryggingamark-
aðnum í London, að sögn Halldórs
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
vátryggingamiðlunarinnar Alþjóð-
legrar miðlunar ehf., sem rekur
FIB-Tryggingar fyrir hönd Félags
íslenskra bifreiðaeigenda og
Lloyd’s of London.
„Vegna mun betri viðbragða bif-
reiðaeigenda við FÍB-Tryggingum
en við bjuggumst við upphaflega
hefur tekið skemmri tíma að ná
upp í þann fjölda, sem ramma-
samningur FÍB-Trygginga við
IBEX tryggingafélagið í Bretlandi
kvað á um.
Slíkur samningur kveður á um
ákveðna hámarksupphæð trygg-
ingariðgjalda í heildina.,“ segir
Halldór.
Hann bætir við að það hafi verið
vitað löngu fyrirfram að fjöldi
þeirra sem tryggja bfla sína hjá
FIB-Tryggingum myndi fyrr eða
síðar ná þeim fjölda sem samið er
um við IBEX.
Halldór segir að IBEX og önnur
félög á Lloyd’s tryggingamarkaðn-
um í London starfi öðruvísi en
tryggingafélög hérlendis. Þau
tryggi sig ekki hjá endurtryggj-
endum heldur dreifí áhættu sín á
milli. Því sé hugsanlegt að samið
verði við fleiri fyrirtæki en IBEX í
næstu umferð, í samræmi tjónþol
viðkomandi félaga.
N ú t í m a
innheimtuaðferöir