Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 31 LISTIR Með mjúkum hljóm og TðWLlST Langholtskirkja EINLEIKSTÓNLEIKAR Peter Sykes lék verk eftir Jóhann Sebastian Bach. Sunnudag- kl. 16.30. ÞAÐ er sögulegur viðburður í ís- lensku tónlistarlífi að á einum degi skuli vígð hér tvö ný glæsileg orgel. Fritz Noack, orgelsmiður í Boston í Bandaríkjunum, smíðaði bæði org- elin. A vígslutónleikum í Langholts- kirkju á sunnudag lék bandan'ski organistinn Peter Sykes fjölbreytt verk eftir Jóhann Sebastian Bach, allt írá íhugulli þýskri sálmatónlist til veraldlegi'ar tónlistar í ítölskum stíl. Verkin voru Prelúdía og fuga í G-dúr BWV 541; Partítan 0 Menseh bewein dein Siinde grofi BWV 622; 0 Gott, du frommer Gott BWV 767; Fantasía og fúga i g-moll BWV 542; Konsert í G-dúr BWV 592; Allein Gott in der Höh sei Ehr BWV 662 og Prelúdía og fúga í h- moll BWV 544. Alla jafna er farið á tónleika til að hlusta á tónlist, en þegar svo mikið ber við sem vígsla orgels er er ekki laust við að græjan sjálf verði í aðalhlutverki og tónlistin verði ekki annað en kvarðinn sem notaður er til að mæla hvernig til hefur tekist. Það var að vonum mik- ill spenningur að heyra íyrstu hljóma orgelsins - og sannarlega var það indæl stund þegar upp laukst leyndardómurinn. Hljómur nýja orgelsins er mjúkur og þýður - ekki hvellur. Hljómgun kirkju- skipsins er mun minni en búast hefði mátt við, og eftirhljómur tón- listarinnar ekki mikill. Sumum kynni að þykja þetta galli - en að flestu leyti er þetta kostur. Það er ekki síst kostur í flutningi þétt of- innar og pólýfónískrar tónlistar á borð við verk Jóhanns Sebastians Bachs. Strax í fyrsta verki, Prelúd- íu og fúgu í G-dúr, var ljóst að hver einasti tónn myndi heyrast skýr og tær; og hver einasti tónn fúgunnar heyrðist svo greinilega, að auðvelt var að fylgja stefjum eftir gegnum þykkan tónvefmn. Val á röddum hljóðfærisins kom smám saman í ljós þegar á tónleikana leið og verk- unum vatt fram hverju á fætur öðru. Svo virðist sem mjög vel hafí tekist til. Partítan 0 Gott, du frommer gott, var eins og sýnisbók orgelsins, þar sem opinberaðist sér- staklega falleg blanda af flautu- röddum og reyrblaðsröddum í mörgum tilbrigðum verksins. Þótt orgelið sjálft hafí verið í að- alhlutverki á tónleikunum, verður ekki látið hjá líða að nefna organist- ann, Peter Sykes, sem lék feiknavel og virtist hafa barokktónlist Bachs í hendi sér. Partítan fyrrnefnda var vel leikin og tilbrigði í raddavali smekklega útfærð. Sálmurínn All- ein Gott in der Höh sei Ehr var leikinn með íhygli og tilbeiðslu. Konsertinn í G-dúr, í hefðbundnu þriggja þátta formi ítalska konsertsins sýnir allt annan, ver- aldlegan og móderne Baeh, og org- anistinn lék listavel. Orgel- og kirkjutónlist Bachs verður vafalítið vel sinnt í Langholtskirkju hér eft- ir, og vonandi einnig tónlist annarra meistara ungra sem gamalla. í Langholtinu er nú uppskorið eins og til var sáð. í tæpa fjóra áratugi hefur kirkjan verið orgellaus að kalla, en þrátt fyrir það hefur tón- listarfólk kirkjunnar með organist- ann Jón Stefánsson í fararbroddi haldið uppi mjög öflugu og metnað- aríúllu tónlistarlífi með flutningi marga tónverka stórra og smárra. þýðum Hvað útlit orgelsins varðar er hægt að segja í einu orði að það sé einstakt augnayndi. Það er gamal- dags, úr ljósum hlýjum viði, með út- skornu tréverki í gotneskum bog- um utan um tíu misstóra pípu- glugga. Það er alger andstæða kaldrar og berrar steypunnar í kirkjuskipinu, og ber við nýja steinda glugga á austurgaflinum. Orgelið er eins og vin í grámanum, og á örugglega efth’ að laða til sín bæði þá sem iðka tónlist og þá sem vilja hlusta á hana og efla tónlistar- líf kirkjunnar enn meir. Stóra glæsilega orgelið í Hallgrímskirkju heyi-ist stundum í hálfkæringi kall- að Stóri Kláus, efth- umfangi þess og hinum þýska Klais sem smíðaði það. I sama hálfkæringi mætti kalla orgelið í Langholtskirkju Gamla Nóa, eftir gamaldags stfl hljóðfær- isins og smiðnum Noack. En að gamni slepptu er ekki annað eftir en að hvetja fólk til að sækja org- eltónleika sem verða daglega í kirkjunni alla þessa viku, ekki bai-a í Langholtinu, heldur í Neskirkju líka, skoða hljóðfærin og hlusta á þau og njóta þessa viðburðar í ís- lensku tónlistarlífi. Bergþóra Jónsdóttir. Fjölbreyttur og fallegur tónn TÓNLIST IVeskirkja Einleikstónleikar Anders Bondeman Iék verk eftir Jó- hann Sebastian Bach, César Franck og Otto Olsson og lauk tónleikunum á að spinna af fíngrum fram yfir gamalt sálmalag sem hann fékk af- hent rétt þegar tónleikarnir hófust. Sunnudag kl. 20.30. HLJÓMBURÐUR Neskirkju hefur verið bættur töluvert og einnig gerðar miklar breytingar á kór kirkjunnar, m.a voru fjarlægð- ar svalir þær sem gamla Kemper- orgelið og kirkjukórinn voru áður staðsett. Nýja orgelið er niðri á gólfi og nýtir hæðina frá gólfi og jafnhátt upp og rými gamla orgels- ins leyfir og fær þar með meiri hæð og betra pláss en áður. Ekki get ég betur séð en að þessi breyting sé eingöngu af hinu góða. Anders Bondeman er organisti við St. Jacobs-kirkjuna í Stokk- hólmi og prófessor { spuna (improvisation) við Konunglega tónlistarháskólann og meðlimur Konunglegu sænsku tónlistaraka- demíunnar. Bondeman er frábær orgelleikari sem virkilega kann að nýta sér kosti orgelsins og láta tón- listina lifa og hljóma skýrt hvort heldur er í Hallgrímskirkju (17. sept.) eða Neskirkju. Bondeman er mikill kennari og hefm- án efa verið að sýna tónleikagestum á þessum vígslutónleikum hvaða möguleika og fjölbreytni orgelið hefur og það tókst honum svo sannarlega. Talið er að Bach hafi samið prelúdíuna og fúguna í h moll BWV 544 á árunum 1727-31 en þá starf- aði hann í Leipzig. Bondeman lék verkið með yfirvegaðri túlkun og sýndi að auðvelt er að „registrera" Bach fallega á orgel Neskirkju með skýi-um og tærum barokkhljóm, jafnt í sterku spili sem veiku og einnig að gott jafnvægi er á milli hljómborðanna. Ef til vill má segja að hann hafi breytt full oft um reg- istur en trúlega hefur það verið vegna sérstöðu tónleikanna. Næst á efnisskránni var róman- tískt verk eftir C. Franck. Franck var organisti við St. Clotilde-kirkj- una í París í tæp 40 ár. Franck samdi orgelverk sín mjög seint á lífsleiðinni og hina 3 orgelkórala sína samdi hann árið sem hann dó eða 1890. Bondeman lék hér hinn fyrsta í E dúr. Þessir kóralar eru ekki samdir yfu’ ákveðið sálmastef eins og hjá Bach og flestum öðrum tónskáldum heldur yfir sjálfstæða laglínu sem Franck samdi sjálfur. Hér kvað við allt annan tón í orgel- inu, hinn létti barokktónn sem hafði hljómað rétt áður hvarf og nú birt- ist sannur rómantískur tónn, þykk- ur og ákveðinn principalhljómur en samt mildur og fallegur. í þessu verki sýnir orgelið mest allan skala styrkleikans allt frá því veikasta til hins sterkasta. Hér spilaði Bondeman af mikilli yfirvegun og tónlistin náði að fljóta um húsið og hinn rómantíski tónblær orgelsins naut sín til fulls. Næst komu svo lít- il verk eða orgelkóralar yfii- 6 gamla gregorshymna eftir sænska organistann Otto Olsson. Olsson var organisti við Vasakirkjuna í Stokkhólmi 1908-56 og eftir hann liggja mörg kirkjuleg verk bæði fyrir orgel og kór svo og stór hljóm- sveitarverk. Trúlega hefur Bondeman valið þessa orgelkórala til flutnings til að kynna orgelverk Olssons og ekki síður til að sýna getu og fjölbreyti- leika orgelsins. Hér naut hinn róm- antíski hluti orgelsins sín virkilega og ennig sannaðist að veikari raddir orgelsins eru virkilega vel heppnað- ar, syngjandi fiauturaddir á báðum borðum, hinn sérstæða bjöllugamba og mjúki kornettinn í efra borðinu. Hér kom einnig í ljós að bæði borðin eiga fallegar sól- óraddir og einnig að undirleiks- raddir beggja borðanna standa fyllilega fyrir sínu. Að lokum spann Bondeman af fingrum fram litla orgelsynfoníu yf- ir sálmalagið Faðir á himna hæð. Á tónleikum í Hallgrímskirkju 17. sept. spann Bondeman yfii- tvö lög sem hann fléttaði saman. Þar spann hann meira í frönskum stíl og notaði sér kraft og stærð orgels- ins svo og hljómburð kirkjunnar. Þar notaði hann ekki síður hrynj- anda laganna til að búa til stef. I Neskirkju spann hann á allt annan hátt og sýndi hvað eitt lítið lag get- ur orðið stórt í einfaldleika sínum. Hér notaði hann tónstef til upp- byggingar og voru útfærslurnar fjölbreyttar, einfaldur orgelkórall, orgelkórall í stíl Bachs, barokk- fúga, og nútíma útfærsla svo eitt- hvað sé nefnt og endaði svo spuna sinn á fullu verki sem kallað er, þ.e. hann notaði flest allar raddir org- elsins. Nýa Noack-orgelið hefur 33 raddir sem skiptast á tvö hljómborð og fótspil og það er ekki ástæða til annars en að óska organista og söfnuði Neskirkju til hamingju með hljóðfærið og vona að það eigi eftir að verða öllum til gleði og ánægju bæði í kirkjulegum athöfnum og til tónleikahalds. Gaman hefði verið ef efnisskrá tónleikanna hefði gefið einhverjar upplýsingar um orgelið svo sem hver er orgelsmiður og op- usnúmer, að maður tali ekki um raddaval og hjálpartæki svo sem kombinasjónir og tengingar. En þetta er smáatriði sem má bjarga fyrir næstu tónleika. Jón Ólafur Sigurðsson Grafíkverk í Bflar og list NÚ stendur yfir sýning á grafík og ljósmyndacollace Önnu G. Torfa- dóttur í sýningarsal Bflar og list, Vegamótastíg 4. Sýningu sína nefnir Anna Mað- ur og land og segir í fréttatilkynn- ingu að viðfangsefnið, sem hún notaði við undirbúning sýningar- innar, byggist á jafnvægi milli manns og lands. Hvernig maður- inn getur sameinast landinu í hugsun, orði og athöfn, numið skilaboð um veður, atburði og ann- að sem ýmsum er hulið. Anna G. Torfadóttir stundaði nám í Myndlista-og handíðaskóla Islands, vefnaðarkennara- og graf- íkdeild, og í Myndlistaskólanum í Reykjavík, grafík. Hún hefur hald- ið sýningar hér heima og erlendis og verk eftir hana prýða opinberar stofnanir hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 og stendur til 24. september. Anna er einnig með sýningu á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. --------------- Píanó- tónleikar í Stykkishólms- kirkju JÓNAS Ingimundarson heldur tónleika miðvikudagskvöldið 22. september kí. 20.30 í Stykkis- hólmskirkju. Á efnis- skránni eru tvö verk eftir Ludwig van Beethoven og valsar eftir Fredryk Chopin. Beethoven samdi 32 sónötur fyrir píanó á starfsferli sínum sem sýna mjög vel þá miklu breidd sem tónskáldið hafði yfir að búa í listsköpun sinni, má segja að sónöturnar fyrir píanó séu eins konar ævisaga hans í tón- um, segir í fréttatilkynningu. Jónas mun að þessu sinni leika þá fyrstu sem Beethoven samdi um tvítugt og þá síðustu sem samin var á síðustu æviárum hans. Chop- in samdi 19 valsa og mun Jónas leika 14 þeirra. Jónas Ingiraundarson Orgelhátíð í Langholtskirkju 21. sept. kl. 20.00 - Kór/orgeltónleikar: Kór og Gradualekór Langholtskirkju. 22. sept. kl. 20.00 - Orgeltónleikar: Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju. 23. sept. kl. 20.00 - Orgeltónleikar: Jón Stefánsson, organisti Langholtskirkju. 26. sept. kl. 17.00 - Orgeltónleikar: Prófessor Michael Radulescu frá Vínarborg. Hádegistónleikar - opið hús þriðjudag 21. til föstudags 24. sept. kl. 12 - 12.30. Hádegistónleikarnir eru ókeypis. Aðgangseyrir á kvöldtónleikana er 1.000 kr. Geymið auglýsinguna STOR UTSALA UM ALLT LAND útivistar & vinnufatnaður 66°N Skúlagötu 51 Reykjavík • Akureyri • Vestmannaeyjum Hafnarbúðin ísafirði • SÚN Neskaupstað • Skipaþjónusta Esso Ólafsvík Vélsmiðja Hornafjarðar • Skeljungsbúðin Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.