Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 51
þeim myndir af börnunum mínum.
Þá sagði Hulda: „Stebbi, nú verður
þú að gangast í jiað að Gréta fái
betra húsnæði. Eg ætla ekki að
deyja fyrr en það er gengið í garð.“
Við Stefán horfðumst í augu - Hulda
lést tveimur vikum síðar. Þessi sam-
verustund er mér ógleymanleg, er
hægt að gleyma svona orðum dauð-
vona konu? Stefán stóð við orð sín og
um það bil ári síðar flutti ég í íbúð
sem mér var úthlutað af húsnæðis-
nefnd Reykjavíkur. Eg lít svo á að
þar hafi Stefán lagt sitt af mörkum
og stutt umsókn mína við ráðamenn.
Eg er þakklát íyrir kynni mín af
þeim hjónum. Vegna fjarveru minn-
ar í dag kvaddi ég jarðneskar leifar
Stefáns við kistulagningu sem fram
fór þ. 14. september sl. Ég bið Guð
að blessa minningu þeirra og að þau
njóti hvíldar í friði.
Gréta Óskarsdóttir.
Fallinn er frá Stefán Þ. Gunnlaugs-
son; góður drengur og dyggur sjálf-
stæðismaður af eldri kynslóðinni.
Ég kynntist Stefáni þegar ég var
sjálfur að hefja störf með Heimdalli,
félagi ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, fyrir um tíu árum. Stefán
var áberandi í öflugum hópi, sem
starfaði undir merkjum Málfimdafé-
lagsins Óðins í Sjálfstæðisflokknum.
Við ungu mennimir áttum margvís-
legt samstarf við Óðinsmenn, jafnt í
kosningabaráttu sem og innra starfi
flokksins. Töluverður aldursmunur
var á okkur Heimdellingunum og
mörgum Óðinsmönnum en vandfund-
inn er sá hópur sem var eins traustur
félagsskapur og_ laus við kynslóðabil
og karlamir í Óðni. Stefán bjó yfir
eldmóði og reynslu í ríkum mæli,
sem hann var ætíð reiðubúinn að
miðla af og er óhætt að segja að hann
hafi þannig víkkað sjóndeildarhring
okkar unga fólksins. Stjómmálaskoð-
anir Stefáns mótuðust á miklum um-
brotatímum þegar þjóðfélagið tók
meiri breytingum á nokkmm áratug-
um en það hafði áður gert öldum sam-
an. Stefán gekk ungur til liðs við Óðin
sem var mikilvægur samstarfs- og
samkomuvettvangur reykvískra
launamanna og þar hlaut hann eld-
skím. Um miðja öldina var verkalýðs-
hreyfingin óspart notuð í pólitískum
tilgangi og var oft harkalega tekist á
um völdin í einstökum félögum eða
samböndum hennar. Tvær meginiylk-
ingar, kratar og kommúnistar, börð-
ust um völdin, en þeir, sem vom
óflokksbundnir eða fylgdu öðrum
flokkum að málum, m'ðu oftar en ekki
út undan í starfi verkalýðshreyfingar-
innar. Mörgum blöskraði að hreyfing-
in væri notuð í þessu skyni og var
Málfundafélagið Oðinn ekki síst stofn-
að til að berjast gegn þessu óréttlæti.
Sjálfstæðismenn í verkalýðshreyfing-
unni notuðu félagið sem vettvang til
að komast til áhiifa í reykvískum
verkalýðsfélögum og draga þannig úr
ofurvaldi krata og kommúnista.
Hinn harðsnúni hópur Óðins-
manna hafði oft erindi sem erfiði og
smám saman varð það sjaldgæfara
að verkalýðshreyfingunni væri beitt í
sérpólitískum tilgangi þeirra flokka,
sem réðu henni hverju sinni. Þegar
Stefán lýsti grjótharðri baráttu þess-
ara ára fyrir okkur ungu mönnunum,
var ekki laust við að honum þætti
kosningabarátta okkar tíma vera
hreinasti barnaleikur í samanburði.
Er ég raunar ekki frá því að hann
hafi saknað vopnaglamursins eins og
Egill Skallagrímsson forðum.
Þrátt fyrir að Stefán væri dyggur
sjálfstæðismaður var hann óhrædd-
ur við að gagnrýna það sem honum
fannst miður fara í starfi flokksins.
Hann var mikill fundamaður og var
ófeiminn við að láta rödd sína heyr-
ast. Hann vildi gjarnan að tekist
væri á um málefnin á almennum
flokksfundum og lét ekki sitt eftir
liggja í þeim efnum ef honum fannst
stefna í daufiegan fund. Hann taldi
að flokkurinn væri hinn rétti vett-
vangur til að takast á um menn og
málefni en vildi að flokksmenn sýndu
eindrægni og samstöðu út á við.
Engum gat dottið í hug að þar
færi maður á níræðisaldri, sem Stef-
án gekk um götur, kvikur í hreyfing-
um og með gamanyrði á vörum.
Stundaglas hans rann út er hann var
á skemmtiferðalagi um Vesturland
og ef það er ekki að deyja með reisn,
kann ég því ekki nafn að gefa.
Kjartan Magnússon.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi
INGVAR J. HELGASON
forstjóri,
lést í Reykjavík 18. þ.m.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Helgi Ingvarsson, Sigríður Gylfadóttir,
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Guðríður Stefánsdóttir,
Júlíus Vífill Ingvarsson,
Júlía Guðrún Ingvarsdóttir,
Áslaug Helga Ingvarsdóttir,
Guðrún Ingvarsdóttir,
Elísabet Ingvarsdóttir,
Ingvar Ingvarsson,
Svanhildur Blöndal,
Markús Möller,
Jóhann Guðjónsson,
Gunnar Hauksson,
Helga Hrönn Þorleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ELÍSABET ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Brekku,
Ingjaldssandi,
lést fimmtudaginn 16. september.
Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. september kl. 15.00.
Útför verður frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. september kl. 14.00.
Jarðsett verður í Sæbólskirkjugarði sama dag.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Oddbjörn Stefánsson,
Árilía Jóhannesdóttir,
íris Ósk Oddbjörnsdóttir, Ólafur Jakobsson,
Harpa Oddbjörnsdóttir,
Árelía Oddbjörnsdóttir,
Jakob og Heigi Ólafssynir.
t
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSA SIGURÐARDÓTTIR,
Bláhömrum 13,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 18. septem-
ber.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingólfur Sveinsson, Halla Hjörleifsdóttir,
Páiína Sveinsdóttir, Valgeir K. Gíslason,
Ásmundur Sveinsson, Tammy Ryan,
Jón Guðlaugur Sveinsson, Jóhanna Siggeirsdóttir,
Baldvin Sveinsson, Sigurlína Helgadóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EINAR G. ÞÓRÐARSON,
Vatnsleysu,
Vatnsleysuströnd,
lést sunnudaginn 19. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Alice Lid,
Geir Einarsson, Laila Park,
Halldór Einarsson,
Þórunn A. Einarsdóttir, Hannes H. Gilbert
og barnabörn.
t
JÓN GÍSLI HÖGNASON
frá Læk,
Hraungerðishreppi,
andaðist föstudaginn 3. september á hjúkrun-
arheimilinu Ási, Hveragerði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Guðný Guðnadóttir,
Hörður Harðarson.
+
Ástkær faðir okkar, sonur og bróöir,
HÖRÐUR ZOPHONÍASSON,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
19. september.
Hrönn Harðardóttir,
Erna Harðardóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir, Zophonías Kristjánsson,
Kristján Zophoníasson,
Viðar Zophoníasson,
Steinunn Zophoníasdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SNJÓLAUG REYNISDÓTTIR,
Engjaseli 70,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 14. september síðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 22. september kl. 10.30.
Ragnar Þorsteinsson,
Reynir Ragnarsson, Halldóra Gísladóttir,
Anna Nína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Hreggviðsson,
Þorsteinn Ragnarsson, Svava Sigurðardóttir,
Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, Ingimundur Einarsson,
Snorri Ragnarsson,
Elínborg Ragnarsdóttir, Michael Clausen,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valdimar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðír, tengdamóðir,
dóttir, amma og systir,
KRSTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR,
Rofabæ 45,
Staðarbakka,
Snæfellsbæ,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 23. september kl. 13.30.
Ingi Arnar Pálsson,
Ólafur R. Ingason, Steinunn Rut Ægisdóttir,
Eva S. Bjarnadóttir,
Arnar Logi, Sonja Lára,
Guðrún Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
RAGNAR S. GUÐMUNDSSON
fyrrv. birgðastjóri
hjá Lyfjaverslun ríkisins,
Spítalastíg 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. september kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Guðríður Stella Guðmundsdóttir,
Þorvarður Guðmundsson, Sigríður Sigbjörnsdóttir,
Þorbjörn Guðmundsson. Sigurrós Sigurðardóttir.
LEGSTEINAR
I rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
jj S.HELGASON HF
STEINSMIDJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
f
X