Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 53'
VIÐAR
ALFREÐSSON
+ Viðar Alfreðs-
son, tónlistar-
maður, fæddist 26.
maí 1936. Hann lést
11. september síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Háteigskirkju 17.
september.
Aðfaranótt 11. sept-
ember féllu fyrstu
snjókomin þetta haust
í efstu tinda fjalla-
kransins sem umlykur
Norðfjörð. Morgunn-
inn rann svo upp með
suðvestan hvössum vindi en hlýju
og björtu veðri. Skýjafar var mikið
allan daginn og augljós átök í há-
loftunum. Þegar leið að kveldi
lyngdi og austurhiminninn yfír
sjúkrahúsinu á Norðfirði var ægi-
fagur í ofanskini kvöldsólarinnar.
Það var eins og skaparinn væri að
flytja sinfóníu í háloftunum, þar
sem skýin, vindurinn og sólargeisl-
arnir voru hljóðfærin. Þetta kvöld
lést Viðar Alfreðsson tónlistarmað-
ur.
Atökin í háloftunum þennan dag
voru eins og upprifjun á síðasta
æviári Viðars, þar sem hann tókst á
við erfiða sjúkdóma. í þeirri bar-
áttu komu vel í ljós hans eðlislægu
kostir, glaðlyndi, ljúflyndi og
kímnigáfa. En hljómlist háloftanna
gat einnig minnt á lífshlaup Viðars
því það var einstakt á marga lund.
Þar skipaði tónlistin æðstan sess
frá upphafi. Segja má að hann hafi
hlotið tónlistarlegt uppeldi því Al-
freð faðir hans lék á píanó af snilld
þó ómenntaður væri á því sviði og
Theodóra móðir hans var söngelsk
með eindæmum. Á heimilinu var oft
fjör þegar komnir voru söngelskir
gestir og var þá títt að hljóðfæra-
leikarar slæddust með. Þetta leiddi
af sér að öll börnin sjö spiluðu á
hljóðfæri þó aðeins tvö þeirra, Við-
ar og Sonja, legðu hljóðfæraleik og
kennslu fyrir sig sem ævistarf. Við-
ar óx upp til að verða frábær tón-
listarmaður og naut hann þar auk
uppeldisins sinnar eðlislægu tón-
listargáfu. Til marks um hana má
geta þess, að við Guildhall School of
Music and Drama, þai' sem hann
stundaði nám, tók hann hæsta próf
sem tekið hafði verið í tónheyrn,
fékk 97 stig af 100 mögulegum.
Þegar leiðir okkar Viðars mágs
míns lágu saman árið 1976 bjó hann
á Urðarstíg 12 í miðbæ Reykjavík-
ur. Þar í litlu húsi undi hann vel
sínu piparsveinalífi. Á Urðarstígn-
um átti hann um tíma silunga í
tjörn í garðinum og mátti á honum
skOja að hann stundaði merkilegar
rannsóknir á sviði fiskeldis. Honum
var annt um þessa vini sína og háði
hetjuleg stríð gegn köttum hverfis-
ins, sem sýndu þessum búskap ekki
tilhlýðilega virðingu.
Á þessum árum spilaði Viðar í
Sinfóníuhljómsveit Islands sem
fyrsti hornleikarþog kenndi í Tón-
listarskólanum. I hópi tónlistar-
mannanna átti hann sína bestu vini.
Um þá talaði hann gjarnan sem
hálfguði að mér fannst. Þeir end-
urguldu honum það ríkulega ávallt
síðan, sumir með því að halda við
hann traustu vinasambandi en aðrir
með því að vera til staðar þegar
hann þarfnaðist þeirra. Og þeir
voru fleiri sem voru tO staðar þegar
hann þarfnaðist þeirra mest. Meðal
þeirra var Alfreð bróðir hans, sem
helgaði tíma sinn og krafta í um-
hyggju um bróður sinn þetta erfiða
veikindaár.
Þegar við Theodóra systir hans
komum í heimsókn utan af landi og
beiddumst gistingar þá sló hann
upp veislu og sagði sögur af náms-
og starfsárum utan úr heimi. Viðar
sagði sögur eins og honum einum
var lagið. Hann hélt athygli
áheyrandans gjörsamlega með sín-
um frábæra frásagnastíl, sem ein-
kenndist af glettni og ótrúlegu
næmi á athyglisverða eiginleika í
fari fólks. Þetta þýddi þó ekki að
hann haOmælti fólki.
Jafnvel þeir, sem mað-
ur vissi að gert höfðu á
hlut hans, guldu þess
ekki.
Og Viðar hafði frá
mörgu að segja. Hann
dvaldi þrettán ár er-
lendis þar sem hann
fyrst lærði og síðan
starfaði með fremstu
tónlistarmönnum álf-
unnar á jafnréttis-
grunni. Hann var ráð-
inn við Sadlers Wells-
óperuna í London um
fimm ára skeið, lengst
af sem fyrsti hornleikari. Síðar spO-
aði hann með Utvarpshljómsveit
breska útvarpsins, BBC, sem annar
hornleikari og kom auk þess víða
við sögu í bresku tónlistarlífi á
þessum árum. Það hlýtur að hafa
verið mikOl fengur að því fyrir Sin-
fóníuna er hann fluttist tO landsins
árið 1971. Þau voru hins vegar fljót
að líða þessi 10 ár sem hans naut
við á þeim vettvangi og því miður
urðu atvik til þess að hann hvarf úr
hljómsveitinni og hringiðu tónlist-
arlífs höfuðborgarinnar og flutti út
á land.
Sem frábær djassari og tónlistar-
kennari á Vopnafirði, Húnavöllum
en lengst af á Mývatni helgaði hann
dreifbýlinu krafta sína meðan heOs-
an entist. Fyrh' vini hans í Bret-
landi og marga kollega í Reykjavík
var þetta eins og að vita af konungi
í útlegð frá ríki sínu. Sjálfur var
hann aldrei fylhlega sáttur við
þessa skipan mála en hann átti
erfitt með að fyrirgefa misgjörðir í
sinn garð en var þeim mun betri
vinur vina sinna.
Upp úr 1990 fór að halla undan
fæti hjá Viðari í heilsufarslegu til-
liti. Á þeim tíma þurfti hann stund-
um aðstoð og dvaldi þá oft lang-
dvölum á heimili okkar Theodóru.
Þau systkin voru sérstaklega náin
og greiddist alltaf með einhverjum
hætti úr erfiðleikum hans. Þó oft
væri hann Ola stemmdur á þessum
stundum þá gerði skaplyndi hans
það að verkum að hann var alltaf
aufúsugestur hjá öllu heimOisfólk-
inu á Skorrastað. Minnist ég þess
er móðir mín varð sjötug að hann
greip til trompetsins um morgun-
inn í sumarkyrrðinni, fór út á bæj-
arhólinn og spOaði nokkur stef af
slíkum krafti að undir tók í fjöOun-
um.
Viðar settist að hér á Norðfirði
og átti hér heima tO hins síðasta.
Síðastliðið sumar kenndi hann sér
þess meins er lagði hann að velli
langt um aldur fram. Hin erfiða
sjúkdómslega bugaði hann þó
aldrei og hann hélt sinni alkunnu
Stofnað 1990
Utfararþjónustan ehf.
Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri
Sími 567 9110
Mimwigarltprt
‘Kmbbtunrmsjelaflsins
5621414
V. Krabbameinsfélagið
kímnigáfu bókstaflega fram í and-
látið. Hann sagði í gríni við mig
fjórum dögum áður en hann dó, að
það væri gaman hvað hann væri
vinsæll. Það væru bara allir að
heimsækja hann. Eg bað hann þá
um skýringu á því að ég væri ekki
svona vinsæll. Þá svaraði Viðar á
ensku: „You are not on the way, my
friend." Og þegar hann var nær því
orðinn meðvitundarlaus tveim dög-
um fyrir andlátið og Vilhelmína
systir hans sagðist ætla að skreppa
fram og fá sér kaffisopa þá sagði
Viðar: „Fáðu þér koníak út í, Villa
mín.“ Þetta var öllum vinum hans
sem upp á dauðastríðið horfðu
ómetanlegt og gerði hann þar með
ekki endasleppt við okkur.
Viðar hélt alltaf í vonina um bata
og átti nokkrar góðar vikur inn á
milli stríðanna. I öllum veikindum
sínum naut hann frábærrar umönn-
unar lækna, hjúkrunarfólks, ætt-
ingja og vina. Fyrir það var hann
afar þakklátur.
Nú þegar minningamar einar
standa eftir þá fyllist ég þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast jafn
góðum dreng og Viðari Álfreðssyni.
Þau kynni láta mig ekki ósnortinn
frekar en aðra sem honum kynnt-
ust. Það getur enginn ætlað sér þá
dul að lýsa lífshlaupi látins manns í
einni stuttri minningargrein, hvað
þá þegar Viðar á í hlut. Þessar fá-
tæklegu línur eru því aðeins brot af
því þakklæti sem ég hefði viljað
sýna látnum vini með því að minn-
ast hans. Guð blessi minningu Við-
ars Alfreðssonar.
Þórður Júlíusson.
Þú fluttir hingað norður í Mý-
vatnssveit haustið 1986, þá nýráðinn
skólastjóri Tónlistarskóla Mývatns-
sveitar og landsþekktur tónlistar-
maður. LQdega hittumst við fyrst
þegar ég og sonur minn fórum til að
innrita okkur í skólann hjá þér. Með
okkur tókst fljótlega góður kunn-
ingsskapur og vinátta. Þú hafðir
ekki gengið heOl tO skógar og spOað-
ir ekkert á þessum tíma. Eg man
þegar ég fór tO þín um veturinn og
bað þig að leika með okkur í smá-
hljómsveit sem átti að sjá um undir-
leik fyrir lítinn sönghóp á árshátíð
Kísiliðjunnar. Og e.t.v. leika eitt eða
tvö lög með okkur að auki. Þú tókst
því ljúfmannlega að vera með í und-
irleiknum þar sem lítið reyndi á, en
sagðist ekki geta lofað meiru. Það
yrði að koma í ljós þegar á hólminn
kæmi hvort þú treystir þér tO að
blása meira. Við æfðum samt nokk-
ur lög. Og árshátíðin hófst. Söngur-
inn tókst vel og hafði varla hljóðnað
þegar þú hófst að spila My Way og
laukst því með glæsibrag. Fögnuður
áheyrenda var mikOl og þessi stund
er mér ógleymanleg. Þú fórst að
spOa aftur og við áttum eftir að eiga
mai'gar ánægjustundir saman þegar
þú hóaðir í gamla félaga til að spOa
djass með þér og þá einnig á djass-
hátíðum á EgOsstöðum þar sem þú
fórst oftar en ekki fremstur í flokki.
Eg varð síðar formaður skólanefnd-
ar tónlistarskólans og við áttum náið
og gott samstarf í nokkur ár.
Eg man aOar skemmtOegu sög-
m-nar þínar frá ýmsu sem þú upp-
lifðir á löngum tónlistarferli. Ekki
síst frásagnir af frægðar- og ævin-
týraferðinni tO Moskvu með hljóm-
sveit Gunnars Ormslevs á heimsmót
æskunnar sumarið 1957, þar sem
þið unnuð frækOeg gullverðlaun fyr-
ir tónhstarflutning ykkar. Og ég*
man þegar ég fékk þig til að leika á
lokahófi ferðamálaráðstefnunnar
sem haldin var í Reykjahlíð haustið
1993. Jón Stefánsson lék með þér á
píanó. Þið höfðuð ekkert æft saman
en stemmningin var rafmögnuð og
trompetleikur þinn reis í hæstu
hæðir. Fagnaðarlátunum ætlaði
aldrei að linna. Síðar sagðir þú mér
að líklega hefði þér aldrei tekist bet-
ur upp en þama eftir að þú fluttir
heim frá London. Ég held að þeir
sem þarna voru viðstaddir minnist
þessa tónlistarflutnings lengi. En
það dró að lokum samstarfs okkar L
tónlistarskólanum. Þegar á leið
myndaðist dálítið bO mOli skóla-
nefndarinnar og þín sem okkur
tókst því miður ekki að brúa þó að
við reyndum. Þú hvarfst á braut. Við
hittumst á djasshátíð á EgOsstöðum.
Mér datt ekki í hug að handtakið
okkar þá yrði okkar síðasta kveðja.
Og mér féll þungt að frétta af erfið-
um veikindum þínum og hugsaði oft
tO þín.
Eg á örugglega eftir að hlusta oft
á meistaralegan tónlistarflutning
þinn á plötunni þinni og spólunni
sem þú gafst mér.
Kærar þakkir fyrir allar góðu
stundimar sem við áttum saman.
Ég tníi því að við eigum eftir að"
hittast á nýjum vettvangi og nýrri
djasshátíð. Þar munu lúðrai- hljóma
í hæstu hæðum.
Jón Illugason.
Morgunblaðið/Arnór
Sveit Landsbréfa, sigursveitin í bikarkeppni Bridssambandsins 1999. Talið frá vinstri: Þorsteinn Berg,
stjórnarmaður f Bridssambandinu, en hann afhenti verðlaunin, þá bikarmeistararnir Bjöm Eysteins-
son, Sigurður Sverrisson, Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen. Sveitarforinginn Jón Bald-
ursson var ekki til staðar er myndin var tekin.
Sveit Landsbréfa bikarmeistari
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
SVEIT Landsbréfa sigraði með
nokkrum yfirburðum í bikar-
keppni Bridssamþandsins sem
lauk um helgina. í sveitinni spil-
uðu Jón Baldursson, Aðalsteinn
Jörgensen, Sigurður Sverrisspn,
Björn Eysteinsson og Sverrir Ár-
mannsson. Magnús Magnússon
var einnig skráður í sveitina en
spilaði ekki.
Sveit Landsbréfa spilaði á laug-
ardag við sveit Jóhannesar Sig-
urðssonar sem kemur af Suður-
nesjum. Sunnanmenn áttu aldrei
möguleika og töpuðu með 69-156.
Svipað vai' uppi á teningnum í hin-
um leiknum. Þar vann sveit
Strengs sveit Stillingar mjög ör-
ugglega. Lokatölur 166 gegn 83.
Urslitaleikurinn var svo spilað-
ur á sunnudag og byrjaði sveit
Strengs vel og vann fyrstu lotuna
30-26. Eftir það var eitt lið á vell-
inum og lokatölurnar 146-64
Landsbréfum í vil.
I silfurliðinu spiluðu Júlíus Sig-
urjónsson, Sveinn R. Eiríksson,
Sigurður Vilhjálmsson, Tryggvi
Ingason, Ragnar Magnússon og
Guðmundur Sveinsson.
I fyrra sigruðu Guðlaugur Jó-
hannsson, Örn Arnþórsson, Ás-
mundur Pálsson, Jakob Kristins-
son og Aðalsteinn Jörgensen bik-
arkeppnina þannig að Aðalsteinn
einn spilara varði bikarmeistara-
titil sinn. Sveit Landsbréfa hefir
a.m.k. þrisvar áður orðið bikai'-
meistai-i. Það vai' 1990, 1991 og
1996 en forsvarsmaður sveitarinn-
ar, Jón Baldursson var fyrst bik-
armeistari fyrir 16 árum eða árið
1983.
Keppnisstjóri vai’ Jakob Krist-
insson, mótsstjóri Stefanía Skarp-
héðinsdóttir og Þorsteinn Berg af-
henti verðlaun í mótslok.
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
Miðvikudaginn 15. september
hófst þriggja kvölda tvímenningur
hjá félaginu og er staða efstu para
þessi.
Svala Pálsdóttir - Svavar Jensen 127
ÓliÞ.Kjartansson-GarðarGarðarsson 124
Þröstur Þorláksson - Birkir Jónsson 123
Gunnar Guðbjömsson - Kjartan Ólason 120
Miðlungur er 109.
Þar sem gilda tvö kvöld af
þremur eiga fleiri möguleika á að
koma og farið nú að láta sjá ykk-
ur.
Þess má geta að það er breyttur
tími og hefst spilamennska kl.
19.30.
Bridsfélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 16.9. var spilað-
ur eins kvölds tvímenningur og
mættu 14 pör. Lokastaðan:
Sigurður Sigurjónsson - Ragnar Bjömsson 176
Georg Sverrisson - Bernódus Kristinsson 173
Garðar V. Jónsson - Loftur Pétursson 165
BirgirÖ.Steingrímsson-ÞórðurBjömsson 164
Meðalskor var 156
Fimmtudaginn 23.9. hefst
þriggja kvölda tvímenningur Ca-
talínu-mótið. Allir spilarar eru
hvattir til að mæta, spilað er í
Þinghóli í Kópavogi og hefst spila-
mennska kl. 19.45.
Fréttasendingar
í bridsþáttinn
Að venju mun bridsþátturinn
taka við og birta helztu fréttir
bridsfélaganna, þ.e. þeirra sem
þess óska. Einu skilyrðin sem um-
sjónarmaðurinn setur er að föður-
nafn fylgi nöfnum spilai-anna.
Senda má fréttirnar á póstfaxi
og er númerið 569-1181 eða í
tölvupósti en þar er sendingin
norir@mbl.is.