Morgunblaðið - 21.09.1999, Side 66

Morgunblaðið - 21.09.1999, Side 66
H£6 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÚTSÝNIÐ var ekki af verri endanum. Ævintýraferð á Langjökul SÓLIN skein glatt á jöklinum og bjuggu menn sig undir ferðina með sólarvörn. KULDATREKKURINN var meiri en Þjóð- veijarnir áttu að venjast sem sumir voru að koma úr 30 stiga hita. KVIKMYNDATÖKUMENN voru á ferð og flugi um jökulinn. DANSINN dunaði upp á jökli og er eins og 12 metra hár ísbjörn í baksýn taki þátt í honum, NÁTTÚRUIEGT MEÐ RÓSABERJUM RÚTÍN OG BíOFLAVÓNÍÐUM 100 töflaí' Náttúrulegt C-vítamín eilsuhúsið Skðlavöröustíg, Kringlunnl, Smáratorgi Morgunblaðið/Golli KRÆSINGARNAR biðu Þjóðverjanna í veislutjaldi á Langjökli. Dansað í snjónum STEMMNINGIN var með besta móti á Langjökli síðastliðinn föstudag þegar 100 fjörmiklir Þjóðveijar voru ferjaðir upp á jökulinn þar sem beið þeirra 12 metra hár ísbjörn, dýrindis hlað- borð ásamt léttum veitingum í sannkölluðu veislutjaldi og plötu- sniíðar utan úr heimi sem spiluðu fyrir dansi í snjónum. Starfsmenn Langjökuls ehf. höfðu lyft sannkölluðu grettistaki um nóttina þegar þeir komu upp tjaldbúðunum þrátt fyrir hávað- arok uppi á jöklinum og var lengi útlit fyrir að dansveislan gæti að- eins farið fram í skálanum. Plöt- usnúðar komu sér einnig fyrir við skálann og léku fyrir dansi. I lok dagsins var haldin flug- eldasýning og svo var haldið í bæinn enda næturlífið framund- an. A laugardagskvöld skemmti hópurinn sér svo á skemmtistað- num Astró ásamt fjölinörgum ís- lendingnm sem boðið hafði verið til veislunnar. Fulltrúar sjónvarpsstöðvanna RTL og MTV fylgdust grannt með Islandsferð- inni, sem farin var til kynningar á Puschkin-vodka, og einnig fjölmargir ljósmyndarar er- lendra Qölmiðla, m.a. Pent- house.„Það kom okkur skemmti- lega á óvart hversu vel þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður eins og oft vill verða í september. Okkur fannst gaman að sjá hvað þetta unga fólk hafði ofboðslega gaman af þessu þrátt fyrir kulda og rok; það var afskaplega já- kvætt,“ sagði Þór Kjartansson, framkvæmdasljóri Langjökuls ehf. Hann segir mikla vinnu hafa legið í ísbirninum. „Snjórinn á jöklinum er mjög grófkristallað- ur og erfitt að binda hann saman á þessum árstíma þannig að við höfðum notað hálfan mánuð til að hnoða saman 14 metra háum siijóhóii. Svo tók það fjóra austurríska listamenn með að- stoð snjótroðara 10 daga að búa til listaverkið og var með ólíkind- um hvað þeir gátu gert. Við hefð- um aldrei trúað að þetta væri hægt, jafnvel við verstu aðstæð- ur. Þeir lentu í snjókomu, rign- ingu, roki og sól inn á milli en samt tókst þetta. Það var synd að ísbjöminn aflagaðist að hluta þegar að deginum kom en tignar- legur var hann engu að síður.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.