Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 54

Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ O H-2b Smáfólk YE5,MAAM,HE 5 MY D05.. P065 CAN'í TAKE DANCE LE5SON5? '—ur THEN I 6UESS WE'LL HAVE T0 60 HOME., U)E HAVE SORTOF AN A6REEMENT..HE 60E5 WHERE I 60, AND I 60 WHERE HE GOES.. -----uc EXCEPT UIHEN HE S FLVIN6, BUT DON'T A5K ME TO EXPLAIN THAT.. Já, kennari, þetta er hundurínn minn. Geta hundar ekki farið í danstíma? Þá verð ég víst að fara heim. Við höfum eins konar sam- komulag. Hann fer þangað sem ég fer og ég fer þangað sem hann fer. Nema þegar hann flýgur, en biddu mig ekki um að útskýra það.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tónlistarviðburður í Skálholti Frá Birni Jónssyni: UM ÁRATUGA skeið hafa verið haldin á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar námskeið fyrir kirkjukóra og orgamsta í Skál- holti. I lok hvers námskeiðs er svo fjölbreyttur tón- listarflutningur í Skálholtskirkju ásamt guðsþjón- ustu. Oft hefir sá sem þessar línur lætur írá sér fara Björn lagt leið sína í Jónsson Skálholt til þátt- töku í þessum lokaþætti námskeiðs- ins, sem vel mætti nefna „uppskeru- hátið“, að hætti íþróttamanna. Merki-a tónlistarviðburða er jafn- an getið í blöðum og um þá fjallað af kunnáttufólki og fer vel á því. En stundum hefir það vakið undrun mína, að aldrei hefi ég séð einn ein- asta stafkrók í neinu dagblaði, þar sem fjallað er um eða getið þeirra afreka, sem innt eru af hendi á tón- listarsviðinu á þessum námskeiðum. Þessu sinni fór námskeiðið fram dagana 19.-22. ágúst síðastliðinn. Var það bæði fjölsótt og vel heppnað í alla staði, ekki síður en á hðnum árum. Sumir höfðu jafnvel á orði, að það hefði aldrei' tekist jafnvel. Á sunnudeginum 22. ágúst voru að venju tónleikar og guðsþjónusta. Tónleikarnir, sem hófust kl. 13, voru bæði fjölbreyttir og hrífandi. Ekki er það ætlun mín að fjalla um ein- staka þætti og listrænan flutning þeirra, enda hvorki þekking eða hæfni til þess hjá mér. Hinn fjöl- menni kór þátttakenda í námskeið- inu var voldugur, fagur og fagnaðar- fullur. Hljóðfæraleikur, bæði undir- leikur og einleikur, var frábær, en mest hreif mig þó fiðluleikur Rósu Jóhannsdóttur og Guðmundar Páls- sonar og síðast en ekki síst einsöng- ur Margrétar Stefánsdóttur. Guðs- þjónustan var látlaus og hátíðleg. Minnileg prédikun vígslubiskupsins og fáguð altarisþjónusta, sem féll vel að helgi Skálholtsdómkirkju. Kirkj- an ómaði af söng hins fjölskipaða kórs. Hjá því gat vart farið, að hinn almenni kirkjugestur væri sem haf- inn í hæðir á vængjum söngs og tóna. Svo var mér a.m.k. farið. Hæst fannst mér kórinn ná í söng síðasta sálmsins: „Minn herra Jesús, hvert fer þú?“ Það var ógleymanleg stund. Þá get ég ekki stillt mig um að minnast á tvo nýja sálma, sem sungnir voru í guðsþjónustunni: „Drottinn þú varst og verður“, norskt verðlaunalag vegna 2000 ára hátíðar eftir Svein Möller, við texta í lauslegri þýðingu frú Rósu B. Blön- dals. Bæði lag og ljóð hrífandi fag- urt, og „Drottinn dýrðarinnar", sálmur við altarisgöngu við texta eftir sr. Heimi Steinsson. Heim- sóknin í Skálholtskirkju þennan dag var sannkölluð andans upplyfting, sálarnæring og sálubót, sem sá er fékk að njóta, hlýtur að búa lengi að. Fram í hugann kemur saga, sem einn af fremstu söngmönnum í prestastétt (nú látinn) sagði mér ein- hverju sinni. Á sínum yngri árum var hann þjónandi í fremur afskekktu prestakalli úti á landsbyggðinni. Ná- grannapresturinn, sem einnig var mikill og einlægur tónlistarunnandi, var orðinn mjög við aldur. „Einu sinni kom ég og messaði hjá honum,“ sagði viðmælandi minn. „Eftir messu var gamli maðurinn innilega þakklát- ur, hrifinn og hrærður, klappaði mér öllum og sagði: „Þetta var nú á við sjö messur!“„ Svipað mætti segja um stundina í Skáíholtskirkju að breyttu því sem breyta þarf. Hún var á við marga tónleika og margar messur. Aug- ljóst var, að mikill undirbúningur og mikið starf lá að baki þeirrar ríku- legu uppskeru, sem þar var á borð borin. Þar á söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, og starfslið hans, ómældar þakkir þjóðar og kirkju. Hugheilar þakkir, með ósk um blessun og blómgun því tónlistar- starfi, sem söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar hefir með höndum og vinnur að. BJÖRN JÓNSSON, Akranesi. Tölvunefnd víki Frá Jóhannesi Tómassyni: EFTIRFARANDI bréf hefur verið sent Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra og umboðsmanni Al- þingis. Fyrirtækið deCode (íslensk erfðagreining) hefur starfað að heita má eftirlitslaust á íslandi sl. 3-4 ár. Einungis tvær opinberar eftirlits- nefndir hafa lagt takmarkaðar höml- ur á starfsemi fyrirtækisins, sem hefur annars vaðið á skítugum skón- um yfir heilbrigðiskerfi Islendinga í samstarfi við svokallaða samstarfs- lækna. Fyrr eða síðar mun koma að því, að krafist verður opinberrar rannsóknar á starfsemi fyiirtækis- ins og samstarfslæknanna. Þeir tveir aðilar, sem hafa haft eftirlit með fyrirtækinu, eru annars vegar vísindasiðanefnd og hinsvegar Tölvunefnd. Heilbrigðisráðherra vék, eins og frægt er orðið, vísinda- siðanefnd frá störfum, þegar nefnd- in hugðist loks taka sig til og bæta eftirlit sitt með fyrirtækinu. Ég hef á sl. 1(4 ári haft talsverð samskipti við fyrrverandi Tölvunefnd, sem var undir stjórn Þorgeirs Örlygssonar, og mér er vel kunnugt um misbresti í eftirliti nefndarinnar með íslenskri erfðagreiningu. Raunar hef ég þeg- ar vísað tilteknu erindi til ríkissak- sóknara til frekari skoðunar. Nú hafa hinsvegai- þau ósköp gerst, að nýskipuð Tölvunefnd undir stjórn Páls Hreinssonar hefur gert sig seka um þvílík mistök, að ekki verð- ur við unað. Öryggi sjúklinga má nú heita í fullkomnu uppnámi. Ég krefst þess því af yður að þér víkið þegar í stað nýskipaðri Tölvunefnd frá störfum. Ljóst er að hún mun aldrei geta notið trausts eftir þessi afglöp. Virðingarfyllst, JÓHANN TÓMASSON, læknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.