Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ O H-2b Smáfólk YE5,MAAM,HE 5 MY D05.. P065 CAN'í TAKE DANCE LE5SON5? '—ur THEN I 6UESS WE'LL HAVE T0 60 HOME., U)E HAVE SORTOF AN A6REEMENT..HE 60E5 WHERE I 60, AND I 60 WHERE HE GOES.. -----uc EXCEPT UIHEN HE S FLVIN6, BUT DON'T A5K ME TO EXPLAIN THAT.. Já, kennari, þetta er hundurínn minn. Geta hundar ekki farið í danstíma? Þá verð ég víst að fara heim. Við höfum eins konar sam- komulag. Hann fer þangað sem ég fer og ég fer þangað sem hann fer. Nema þegar hann flýgur, en biddu mig ekki um að útskýra það.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tónlistarviðburður í Skálholti Frá Birni Jónssyni: UM ÁRATUGA skeið hafa verið haldin á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar námskeið fyrir kirkjukóra og orgamsta í Skál- holti. I lok hvers námskeiðs er svo fjölbreyttur tón- listarflutningur í Skálholtskirkju ásamt guðsþjón- ustu. Oft hefir sá sem þessar línur lætur írá sér fara Björn lagt leið sína í Jónsson Skálholt til þátt- töku í þessum lokaþætti námskeiðs- ins, sem vel mætti nefna „uppskeru- hátið“, að hætti íþróttamanna. Merki-a tónlistarviðburða er jafn- an getið í blöðum og um þá fjallað af kunnáttufólki og fer vel á því. En stundum hefir það vakið undrun mína, að aldrei hefi ég séð einn ein- asta stafkrók í neinu dagblaði, þar sem fjallað er um eða getið þeirra afreka, sem innt eru af hendi á tón- listarsviðinu á þessum námskeiðum. Þessu sinni fór námskeiðið fram dagana 19.-22. ágúst síðastliðinn. Var það bæði fjölsótt og vel heppnað í alla staði, ekki síður en á hðnum árum. Sumir höfðu jafnvel á orði, að það hefði aldrei' tekist jafnvel. Á sunnudeginum 22. ágúst voru að venju tónleikar og guðsþjónusta. Tónleikarnir, sem hófust kl. 13, voru bæði fjölbreyttir og hrífandi. Ekki er það ætlun mín að fjalla um ein- staka þætti og listrænan flutning þeirra, enda hvorki þekking eða hæfni til þess hjá mér. Hinn fjöl- menni kór þátttakenda í námskeið- inu var voldugur, fagur og fagnaðar- fullur. Hljóðfæraleikur, bæði undir- leikur og einleikur, var frábær, en mest hreif mig þó fiðluleikur Rósu Jóhannsdóttur og Guðmundar Páls- sonar og síðast en ekki síst einsöng- ur Margrétar Stefánsdóttur. Guðs- þjónustan var látlaus og hátíðleg. Minnileg prédikun vígslubiskupsins og fáguð altarisþjónusta, sem féll vel að helgi Skálholtsdómkirkju. Kirkj- an ómaði af söng hins fjölskipaða kórs. Hjá því gat vart farið, að hinn almenni kirkjugestur væri sem haf- inn í hæðir á vængjum söngs og tóna. Svo var mér a.m.k. farið. Hæst fannst mér kórinn ná í söng síðasta sálmsins: „Minn herra Jesús, hvert fer þú?“ Það var ógleymanleg stund. Þá get ég ekki stillt mig um að minnast á tvo nýja sálma, sem sungnir voru í guðsþjónustunni: „Drottinn þú varst og verður“, norskt verðlaunalag vegna 2000 ára hátíðar eftir Svein Möller, við texta í lauslegri þýðingu frú Rósu B. Blön- dals. Bæði lag og ljóð hrífandi fag- urt, og „Drottinn dýrðarinnar", sálmur við altarisgöngu við texta eftir sr. Heimi Steinsson. Heim- sóknin í Skálholtskirkju þennan dag var sannkölluð andans upplyfting, sálarnæring og sálubót, sem sá er fékk að njóta, hlýtur að búa lengi að. Fram í hugann kemur saga, sem einn af fremstu söngmönnum í prestastétt (nú látinn) sagði mér ein- hverju sinni. Á sínum yngri árum var hann þjónandi í fremur afskekktu prestakalli úti á landsbyggðinni. Ná- grannapresturinn, sem einnig var mikill og einlægur tónlistarunnandi, var orðinn mjög við aldur. „Einu sinni kom ég og messaði hjá honum,“ sagði viðmælandi minn. „Eftir messu var gamli maðurinn innilega þakklát- ur, hrifinn og hrærður, klappaði mér öllum og sagði: „Þetta var nú á við sjö messur!“„ Svipað mætti segja um stundina í Skáíholtskirkju að breyttu því sem breyta þarf. Hún var á við marga tónleika og margar messur. Aug- ljóst var, að mikill undirbúningur og mikið starf lá að baki þeirrar ríku- legu uppskeru, sem þar var á borð borin. Þar á söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, og starfslið hans, ómældar þakkir þjóðar og kirkju. Hugheilar þakkir, með ósk um blessun og blómgun því tónlistar- starfi, sem söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar hefir með höndum og vinnur að. BJÖRN JÓNSSON, Akranesi. Tölvunefnd víki Frá Jóhannesi Tómassyni: EFTIRFARANDI bréf hefur verið sent Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra og umboðsmanni Al- þingis. Fyrirtækið deCode (íslensk erfðagreining) hefur starfað að heita má eftirlitslaust á íslandi sl. 3-4 ár. Einungis tvær opinberar eftirlits- nefndir hafa lagt takmarkaðar höml- ur á starfsemi fyrirtækisins, sem hefur annars vaðið á skítugum skón- um yfir heilbrigðiskerfi Islendinga í samstarfi við svokallaða samstarfs- lækna. Fyrr eða síðar mun koma að því, að krafist verður opinberrar rannsóknar á starfsemi fyiirtækis- ins og samstarfslæknanna. Þeir tveir aðilar, sem hafa haft eftirlit með fyrirtækinu, eru annars vegar vísindasiðanefnd og hinsvegar Tölvunefnd. Heilbrigðisráðherra vék, eins og frægt er orðið, vísinda- siðanefnd frá störfum, þegar nefnd- in hugðist loks taka sig til og bæta eftirlit sitt með fyrirtækinu. Ég hef á sl. 1(4 ári haft talsverð samskipti við fyrrverandi Tölvunefnd, sem var undir stjórn Þorgeirs Örlygssonar, og mér er vel kunnugt um misbresti í eftirliti nefndarinnar með íslenskri erfðagreiningu. Raunar hef ég þeg- ar vísað tilteknu erindi til ríkissak- sóknara til frekari skoðunar. Nú hafa hinsvegai- þau ósköp gerst, að nýskipuð Tölvunefnd undir stjórn Páls Hreinssonar hefur gert sig seka um þvílík mistök, að ekki verð- ur við unað. Öryggi sjúklinga má nú heita í fullkomnu uppnámi. Ég krefst þess því af yður að þér víkið þegar í stað nýskipaðri Tölvunefnd frá störfum. Ljóst er að hún mun aldrei geta notið trausts eftir þessi afglöp. Virðingarfyllst, JÓHANN TÓMASSON, læknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.