Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra Skref til að jafna fæðingarorlof karla og kvenna í SETNINGARÁVARPI ráðstefn- unnar um konur og lýðræði við ár- þúsundamót sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að ríkisstjórn Is- lands hefði ákveðið, í samvinnu við verkalýðsfélög og samtök atvinnu- rekenda, að jafna rétt til fæðingar- orlofs þannig að feður hefðu sama rétt og mæður að þessu leyti. Davíð greindi frá því að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir ferns konar úrbótum hér á landi og nefndi ofangreint fyrst. Hann vék einnig að því að ríkis- stjórnin mundi beita sér fyrir sér- stöku átaki til þess að tryggja að karlar og konur í þjónustu ríkisins hefðu jafna möguleika til launa og starfsframa. I þriðja lagi mundi ríkisstjórnin auka kennslu um jafnréttismál í skólum og í fjórða lagi hygðist ríkisstjórnin kynna sérstakar aðgerðir til að gera körl- um og konum betur kleift að sætta skyldur sínar gagnvart starfí og heimili. „Með þessum aðgerðum vonast ríkisstjórnin til þess að færa íslenskt þjóðfélag enn nær lýðræðislegum hugsjónum," sagði forsætisráðherra. Hann lauk ávarpi sínu á eftir- farandi orðum: „Við erum komin hingað til að hlýða á raddir hinna mörgu þátttakenda sem hér eru komnir saman frá öllum helstu sviðum samfélagsins. Með vali okkar á þátttökuþjóðum vonumst við til að hlúa að svæðisbundinni samvinnu í Norður-Evrópu og byggja um leið brýr til austurs og vesturs. Fyrst og fremst viljum við gera konum kleift að gerast mótendur samfélagsins í sama mæli og karlmenn. Það er mark- mið okkar á nýrri öld því við vitum að án fullrar þátttöku kvenna stendur lýðræðið ekki undir nafni.“ Morgunblaðið/Sverrir Hillary Clinton á Bessastöðum HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, heim- sótti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, á Bessastöðum skömmu eftir komuna til Islands síðla í gær. Ræddust þau frú Clinton og Ólafur Ragnar saman á tæplega klukkutíma löngum fundi áður en forsetafrúin hélt til málsverðar í Perlunni. Á fund- inum ræddu þau um verkefni nýrrar aldar og um verkefni í tengslum við Iandafundaafmælið og við- burði í Bandaríkjunum og Kanada. Það mun hafa komið forseta íslands á óvart hversu góða þekkingu Clinton hafði á þeim málum. Ennfremur var á fund- inum fjallað um Island í nútíð og fortíð og um kvennaráðstefnuna sem nú stendur yfír. Forsetinn notaði m.a. tækifærið til að sýna frú Clinton þau málverk, sem hanga uppi á veggjum Bessastaða, og kynna henni sögu staðarins. Skiptar skoðanir um sameiningu Orkuveitu og Vatnsveitu Uppsetning á Aidu í Kaíró Stefnt að sameiningu um næstu áramót BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld að Orkuveita Reykja- víkur og Vatnsveita Reykjavíkur yrðu sameinaðar í eitt fyrirtæki undir núverandi kennitölu og rekstri Orkuveitunnar. Undirbún- ingur sameiningarinnar hefst þeg- ar í stað og stefnt er að því að hún geti formlega átt sér stað um næstu áramót. Tillaga borgar- stjóra um skoðun á hagkvæmni þess að fela sameinuðu veitufyrir- tæki rekstur fráveitukerfis borg- arinnar var einnig samþykkt á Féll átta metra ofan af þaki KARLMAÐUR féll ofan af þaki nýju Select-verslunarinnar við Hagasmára í Kópavogi um hádegisbil í gær. Að sögn lögreglu var fallið um átta metrar. Maðurinn hlaut útlimabrot og var fluttur með meðvitund á slysadeild að sögn lögreglu og síðan lagður inn á Landspítalann. Að sögn læknis var hann ekki í lífshættu þrátt fyrir beinbrotin. fundinum. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sátu hjá við af- greiðslu málanna tveggja. Samein- ing Orkuveitu og Vatnsveitu hlaut samhljóða samþykki stjórnar veitustofnana 8. september síðast- liðinn. Borgarfulltrúar Reykjavíkur- listans telja öll rök hníga að því að eðlilegt og skynsamlegt sé að sam- eina Vatnsveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur af stjórn- unarlegum og fjárhagslegum ástæðum. Að mati borgarfulltrúa R-lista hefur verið sýnt fram á að fjárhagslegur ávinningur af sam- einingunni nemi 100 til 200 millj- ónum króna í rekstri á ári og þeir segja athuganir sýna að mikil hag- ræðing og sparnaður felist í því að sameina fyrirtækin undir einu þaki í stað þess að þau byggi yfir starf- semi sína hvort í sínu lagi; miðað við fyrirliggjandi athuganir yrði sparnaður í húsnæðismálum a.m.k. 500 milljónir króna. Vegna samein- ingar veitufyrirtækjanna verða fasteignir veitnanna á Grensás- vegi, í Ármúla og við Suðurlands- braut seldar, en fyrirhugað er að höfuðstöðvar hins sameinaða fyrir- tækis verði á Eirhöfða/Þórðar- höfða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn telja að hagræðingu í rekstri Orku- veitu og Vatnsveitu megi ná fram að stórum hluta með öðrum ráð- stöfunum en sameiningu fyrirtækj- anna, t.d þjónustusamningum. Sjálfstæðismenn á móti breytingunni I bókun sjálfstæðismanna frá borgarstjórnarfundinum kemur fram að veruleg breyting á skipu- lagi orkumála á Islandi sé fyrirsjá- anleg á næstu misserum. Stefnt sé að því að skapa skilyrði fyrir sam- keppni í vinnslu og sölu raforku en það muni leiða til þess að hlutafé- lagaform taki við í auknum mæli af núverandi rekstrarformi. Með væntanlegri samþykkt frumvarps iðnaðarráðherra um raforkumál sem kynnt hefur verið og byggir á tilskipun EES sé fyrirsjáanleg uppstokkun hjá Orkuveitu Reykja- víkur svo að fyrirtækið geti mætt nýjum aðstæðum og kröfum. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að sameining Vatnsveitu og Orkuveitu muni gera það ferli flóknara en ella þar sem fyrirtækin búi við gjörólíkt lagaumhverfi. Borgarfulltrúar R-listans telja þá staðreynd að vatnsveita telst til skylduverkefna sveitarfélaga og býr því við lagaumhverfí ólíkt raf- og hitaveitu hins vegar ekki hindra sameiningu fyrirtækjanna. Kristján syngur hlutverk Radamesar KRISTJÁN Jó- hannsson ópem- söngvari er þessa dagana staddur í Kaíró í Egyptalandi þar sem fyrir dyr- um stendur ein viðamesta upp- færsla á óperanni A'ídu eftir Verdi. Kristján syngur hlutverk Radames- ar en hlutverk A'ídu syngur hin franska Sylvie Valayre og sljórnandi er ítal- inn Giorgio Croci. „Framsýningin verður hinn 12. október og síðan verða sex sýningar á jafnmörgum dög- um og við skiptum með okkur sýningunum, ég og ítalski ten- órinn Nicola Martinucci," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Það eru ferða- málayfirvöld hér í Egypta- landi sem standa að þessari sýningu og ekkert er til spar- að. Hér hefur verið safnað saman stóram hópi alþjóð- legra listamanna og í allt taka nokkur þúsund manns þátt í þessu verkefni. Á sviðinu verður t.d. 500 manna egypsk- ur her og áhorfendapallar hafa verið reistir hér innan um píramídana fyrir 7 þúsund manns. Mér skilst að þegar sé búið að selja um 40 þúsund miða,“ sagði Kristján. Að sögn Krist- jáns hefur öll áhersla verið lögð á að gera þessa sýningu sem glæsilegasta og á næsta ári verður hún tekin upp á myndband til al- þjóðlegrar dreif- ingar. „Þetta á að verða sýning ár- þúsundamótanna, glæsilegri en nokkur þeirra A'ídu-sýn- inga sem færðar hafa verið upp til þessa,“ sagði Krislján. Þess má geta að Kristján er væntanlegur til íslands í febr- úar til að syngja hlutverk Radamesar í konsertupp- færslu Sinfóníuhljómsveitar Islands undir stjórn Ricos Saccanis í LaugardalshöIIinni. Frá Kaíró heldur Kristján til New York þar sem hann syngur í Tosca í Metropolitan- óperanni og kvaðst hann vera spenntur fyrir því. „Ég er bú- inn að syngja í Tosca yfír 150 sinnum en þetta er í fyrsta sinn sem ég syng hlutverkið í Metropolitan óperunni.“ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Frakkar ætla sér að skora strax / B3 ÍBV og Víkingur gerðu jafntefli í Eyjum / B7 í dag 10 Liístlil ALAUGARDOGUM LLaDl>i\

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.