Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands ísland mun ætíð verða Lettum kært Valentina Matvienko Valentina Ivanovna Matvienko, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands Brýnt að fjölga konum á rússneska þinginu VAIRA Vike-Freiberga, for- seti Lettlands, er fyrsta kon- an sem gegnir þjóðhöfðingja- embætti í Austur-Evrópu- landi, en hún er hingað komin til að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við ár- þúsundamót. Avarp hennar á ráðstefnunni í gær hlaut mjög góðan hljómgrunn. „Að kona skuli vera kjörin til forseta er að mínu áliti áminning til allra kvenna um að konur séu færar um að gegna hvaða starfi sem er í þjóðfélaginu,“ sagði Vike- Freiberga í samtali við Morg- unblaðið eftir að setningarat- höfn ráðstefnunnar lauk. Samkvæmt stjórnarskrá lettneska lýðveldisins er það þingið sem kýs forsetann og 17. júní sl. var hún kjörin til að taka við embættinu af Guntis Ulmanis, sem hafði gegnt því frá því landið hlaut sjálfstæði á ný árið 1991. Hann sótti ís- land heim í apnl sl. Vike- Freiberga, sem er doktor í sál- fræði og kenndi við Montreal- háskóla í Kanada um áratuga skeið, hóf fjögurra ára kjör- tímabil sitt 8. júlí. Vike-Freiberga segist telja kjör sitt til þjóðhöfðingja lands síns vera til vitnis um að lettneskt þjóðfélag sé nú lýðræðislegt í raun og sann. „Á okkur var lagt að þola í 50 ár kerfi þar sem jafnrétti kvenna var yfirlýst sem algilt en lýsti sér fyrst og fremst í því að þær hefðu rétt til að leggja á sig erfiðisvinnu til jafns við karla, sem í öðrum löndum hefði ekki verið lögð á konur,“ sagði forsetinn. Hún bendir líka á, að ef rifjaðar eru upp myndir af stjórnmálaráði kommúnista- flokksins (áhrifamestu valda- stofnun Sovétríkjanna) eru konur þar vandfundnar. „Á hernámsárum Sovétríkjanna í Lettlandi hafði þetta auðvitað sín áhrif þar,“ segir hún. „Eg er þess fullviss að hefðum við sloppið við þetta hernáms- skeið og Lettland hefði fengið að þróast áfram sem frjálst ríki eins og það var milli stríða væri staða lettneskra kvenna nær því sem er hjá nágrönnum okkar í vestri." Norðurlöndin fyrirmynd Vike-Freiberga segh- að Sovétárin hafí ekki breytt því, hve nákomnir Lettar séu Norðurlandaþj óðunum í menningarlegu tilliti. „í Lett- landi deilum við sömu grund- vallargildum og eru í hávegum höfð á Norðurlöndum. Þar hefur margra alda sameiginleg hefð íyrir siðfræði og gildum lúthersku mótmælendakirkj- unnar sitt að segja meðal ann- ars.“ Samfélagsskipanin á Norð- urlöndum nútímans er að sögn forsetans „að sjálfsögðu mikil fyrirmynd", ekki sízt að því er varðar stöðu kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Það sé því sendifulltrúum Lettlands á ráðstefnunni hér í Reykjavík sérstaklega mikils virði að fá tækifæri til ítarlegra skoðana- skipta við íslenzkar konur og aðra ráðstefnugesti. Aðspurð um samskipti ís- lands og Lettlands almennt segir Vike-Freiberga: „ísland mun ætíð vera mjög sérstakt land í okkar huga vegna þess afgerandi hlutverks sem það lék á lokaspretti sjálfstæðis- baráttu okkar.“ Stuðningur NATO-landsins Islands við aðildarumsókn Lettlands að bandalaginu sé Lettum líka mjþg mikilvægur. I viðræðum Vike-Freiberga við forseta Islands á Bessa- stöðum í gær segir hún þau hafa verið sammála um að stefna beri að meiri óformleg- um samskiptum þjóðhöfðingj- anna „og vonandi tíðari en op- inberar heimsóknir leyfa“. MEÐAL gesta á ráðstefnunni Konm' og lýðræði er Valent- ina Ivanovna Matvienko, að- stoðarforsætisráðherra Rúss- lands. Hún segist telja að ráð- stefnan sé mjög mikilvæg, sérstaklega vegna þess hve mörg lönd eigi þar sendi- nefndir. „Hér er farið yfir hver staða kvenna hefur verið á öldinni sem er að líða og hver staða þeirra á að vera á næstu öld. Karlmenn hafa farið með völd í heiminum á þessari öld og hún hefur verið sú blóðugasta frá upphafi mannkynssögunnar. Ef við viljum að næsta öld verði frið- samari og farsælli verðum við að bæta stöðu kvenna í heim- inum og veita þeim stærra hlutverk í stjórnmálum. Það er meðal annars styrkur þess- ai-ar ráðstefnu að hún stuðlar að því að opna viðræður milli fulltrúa ríkja og fulltrúa frjálsra félagasamtaka kvenna. Sérstaða hennar er einnig fólgin í því að hér þurfa samskiptin ekki að fara fram eftir reglum diplómat- ískrar kurteisi, heldur getur fólk talað beint og opið.“ Hver er munurinn á Rúss- landi og öðrum Evrópulönd- um að því er varðar stjórn- máiaþátttöku kvenna? „Lagalega standa konur í Rússlandi jafnfætis karl- mönnum að öllu leyti, en í reyndinni standa konur víðast að baki körlum og skipa ekki valda- og áhrifastöður til jafns við þá. En þetta er vit- anlega eitthvað sem öll lönd í Evrópu búa að meira eða minna leyti við.“ Hverju getur alþjóðleg samvinna komið til leiðar til að bæta stöðu kvenna í stjórnmálum og hvernig geta ríki heims aðstoðað Rússa við að bæta stöðu rússneskra kvenna? „Fyrst og fremst eiga Rússar sjálfir að vinna að því að bæta stöðu kvenna heima fyrir. Til dæmis má nefna að sérstök nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar er nú að kanna leiðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. En við getum mai'gt lært af öðrum þjóðum í þessu efni og okkur ber að taka höndum saman um að breyta því hugarfari sem ger- ir konum í stjórnmálum erfitt fyrir. Þetta er sameiginlegt verkefni allra landa og þjóða og við höfum mikinn áhuga á að vinna með alþjóðasamfé- laginu að því að koma á nauð- synlegum breytingum.“ Hver eru næstu skref í bar- áttunni fyrir bættri stöðu kvenna í Rússlandi? „Á næstunni verða haldnar þingkosningar í Rússlandi og mjög brýnt er að fjölga konum á rússneska þinginu. Við bind- um vonir við að með því muni koma til aukin lagasetning til að bæta stöðu kvenna og að ríkisstjómin muni veita meii'i fjármuni til einstakra verkefna sem miða að því sama marki. Við erum bjartsýnar á fram- tíðina og ég bind vonir við að á næstu öld muni konur ná að yfirvinna þær hindranir sem nú koma í veg fyrir aukna stjómmálaþátttöku þeirra." Að hrökkva eða stökkva Morgunblaðið/Golli^ „Samleikur Halldóru og Kjartans var að flestu leyti mjög góður en á vafalaust eftir að þróast og dýpka enn frekar þegar líður á sýningar,“ segir meðal annars í dómnum. LEIKJLIST l>(“ i klélan íslands FRANKIE OGJOHNNY Höfundur: Terrence McNally. íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Viðar Eggertsson. Leik- arar: Halldóra Björnsdóttir og Kjart- an Guðjónsson. Rödd í útvarpi: Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Lýsing: Kjart- an Þórisson. Iðnó 8. október. TERRENCE McNALLY þekkja vafalaust margir íslenskir áhorfendur, ef ekki sem höfund Koss köngurlóarkonunnar eða MasterClass, leikritsins um Maríu Callas, sem Anna Kristín Arn- grímsdóttir túlkaði af list og sýnt var í Islensku óperunni fyrir tveimur árum, þá sem höfund vin- sællar bandarískrar kvikmyndar sem gerð var eftir þessu leikriti og ber sama nafn: Frankie og Johnny. Þar fóru þau AI Pacino og Michelle Pfeiffer á kostum í aðal- hlutverkunum; hann í hlutverki hins óbugaða, lífsglaða Johnnys og hún í hlutverki hinnar einmana og ráðvilltu gengilbeinu Frankie. Viðar Eggertsson, leikstjórí, fellur ekki í þá gildru að reyna að endurskapa vinsæla kvikmynd á leiksviðinu - enda væri slík tilraun fyrirfram dæmd til að mistakast. Hann velur að fara nýja, persónu- lega leið, styttir leikritið og hnit- miðar fléttu þess, svo að segja, þannig að samskipti persónanna tveggja eftir að þau rísa úr rekkju eftir ástarleik eru í brennidepli. Ekki er um eiginlega atburðarás að ræða, heldur fáum við að sjá á sviðinu samskipti parsins eina stutta kvöldstund - eða þá stund sem verkið tekur í flutningi. Leikurinn fer fram innan fjög- urra veggja, í lítilli og óhrjálegri íbúð Frankie. Þar takast persón- urnar tvær á um lífsviðhorf sín og tilfinningar. Bæði eiga þau sára lífsreynslu að baki en eru að flestu leyti afar ólíkar persónur. Það er einmitt í hinum mismunandi við- brögðum þeirra og væntingum til lífsins sem einn aðalkostur verks- ins liggur. Því upp úr þeim mis- mun sprettur spennan á milli per- sónanna sem verkið er meira og minna ofið úr. Halldóra Björnsdóttir fer með hlutverk Frankie og túlkaði hún afar vel von- og varnarleysi per- sónunnar sem beðið hefur skipbrot í ástarmálum og er skíthrædd við að tengjast annarri manneskju til- finningaböndum. Hún er fljót að skreppa inn í skel sína aftur um leið og Johnny gerist of nærgöng- ull á tilfinningasviðinu. Sýsl henn- ar með mat og drykk jók skemmti- legri dýpt við persónuna; þrátt fyrir það sinnuleysi sem blasir við á yfirborðinu leynist lífsnautna- vera innra með Frankie, en þær lífsnautnir eru hógværar og felast í því helst að horfa á góða bíómynd og borða. Johnny er gjörólíkur persónu- leiki, þótt hann reyni sífellt að draga athyglina einmitt að því sem þau eiga sameiginlegt. Kjartan Guðjónsson skapaði líflegan og skemmtilegan karakter á sviðinu, naut sín í kómískri túlkun en átti engu að síður góða spretti á hinum alvarlegri stundum. Áköf ágengni hans við Frankie var einlæg og sannfærandi, þótt maður skildi einnig vel að hún hrykki til baka við og við. Samleikur Halldóru og Kjartans var að flestu leyti mjög góður en á vafalaust eftir að þróast og dýpka enn frekar þegar líður á sýningar. Sviðsmynd Jórunnar Ragnars- dóttur er köld og fráhrindandi. Allt að því ýkt áhersla er lögð á ömurleika tilveru parsins. Lítið sviðið í Iðnó er þrengt enn frekar, hvítar óhreinar flísar eru á veggj- unum og rúmið tekur um þriðjung plássins (skagar að auki fram af leiksviðinu). Ég er ekki frá því að Jórunn hafi gengið hér fulllangt í túlkun sinni á umhverfi persón- anna; flísalagðir veggirnir minna fremur á salerni en herbergi; skít- ur og blóðslettur (?) eru uppi um alla veggi. En kannski var það ætl- unin að undirstrika það sinnuleysi og dáðleysi sem hefur einkennt líf Frankie (þetta er hennar íbúð) undanfarin ár. Frankie og Johnny fjallar um hræðslu við tilfinningar, um „brennda barnið sem forðast eld- inn“. í nöturlegri umgjörð kviknar eitthvað sem kannski gæti logað áfram ef hlúð er að. Það er bara að hrökkva eða stökkva. Verkið er áhugavert og flestir ættu að geta tengt glímu parsins við eigin reynslu. Og engum ætti að leiðast á sýningunni þar sem hið skoplega og hið harmræna vega sífellt salt í texta sem er næmlega skrifaður og án allrar tilgerðar, sem skilaði sér mjög vel í þýðingu Kristjáns Þórð- ar Hrafnssonar. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.