Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Miðasölusími 552 3000 Leikdómar sýningargesta: ..enþá verður marnma alveg brjálu út af nágrönnunum skiluróu. ★★★★★★★★ „Ég skemmti mér svo vel á sýningunni og gef henni 8 stjörnur, 4 fyrir sviðsmynd og 4 fyrir alit hitt.“ Alexander Briem, leiklistargagnrýnandi Bylgjunnar (9 ára) ★★★★★★★★ „Mér fannst svo falleg Ijósin og hnettirnir í byrjuninni og tónlistin þá var alveg eins og stjörnur, ég held að hún hafi verið búin til með gítar.“ Brynja 6 ára. ★ ★★★★ ★★★★★ „Ég fór með afa mínum og honum fannst rosalega gaman. Eg gef leikritinu 10 stjörnur, 5 frá mér og 5 frá afa.“ Júlían 6 ára. ★★★★★★★★ „Mér fannst ógeðslega fyndið þegar hrekkjusvínið missti niður um sig buxurnar þegar Hattur og Fattur léku á hann og hann stóð bara alveg ruglaður á nærbuxunum, því þeir gátu gert sig ósýnilega." Höskuldur 6 ára. ★★★★★★★★ „En mér fannst nú langfyndnast þegar geimverurnar skiftu um forrit í týpíska jarðar-pabbanum og þegar það mistókst þá varð hann að hænu, þá settu þeir apa-forrit og svo þróaðist hann í mann. Mér fannst líka leikarinn leika mjög vel. Líka allir hinir leikararnir, þó sérstaklega Felix og Davíð Þór.“ Steini 10 ára. ★★★★★★★★ „Mér fannst svo ósanngjarnt þegar alltaf er verið að skamma Gumma hrekkjusvín, hann er líka bara barn og það er svo vont þegar alltaf er verið að skamma mann.“ María 8 ára. ★★★★★★★★ „Mér finnst þetta leikrit mjög skemmtilegt, lögin eru æðisleg, sérstaklega ef maður spilar þau svo hátt að þegar maður opnar gluggann þá heyrist alveg niður á Grettisgötu, en þá verður mamma alveg brjáluð út af nágrönnunum skilurðu." Kormákur 6 ára. ★★★★★★★★ „Ég var sko með snúða í hárinu og rauðar spennur voða fínar - og Hattur og Fattur voru að tala við spennurnar mínar.“ Sandra 3 ára. Geimverurnar eru lentar í Loftkastalanum! FRÉTTIR Frá verðlaunaafhendingu Bentley Systems. Á myndinni eru frá vinstri Joe Morray, forstjóri Trinity Technologies, Hólmþór R. Morgan, Greg Bentley, forstjóri Bentley Systems, Keith Bentley, yfirmaður höfuð- stöðva fyrirtækisins, og Yoav Etiel veislustjóri. Yerkfræðideild Varnarliðsins hlýtur verðlaun í alþjóðlegri keppni Fyrstu verðlaun fyrir land- fræðilegt upplýsingakerfi VERKFRÆÐIDEILD Vamar- liðsins hlaut nýlega sigur í al- þjóðlegri samkeppni um verk- fræðilegar úrlausnir í landfræði- legu upplýsingakerfí. Keppnin er haldin á vegum eins stærsta hugbúnaðarfyrirtækis í heimi tölvuvæddrar hönnunar og upp- lýsingakerfa, Bentley Systems, en fyrirtækið stendur fyrir slíkri keppni árlega. Verkfræðideildin fékk fyrstu verðlaun fyrir bestu tæknilegu úrlausn sveitarfélags og keppti þar við borgir á borð við New York, Baltimore og Sydney í Ástralíu. Landfræðilega upplýsinga- kerfi Varnarliðsins er unnið í samvinnu við kortagerðarfyrir- tækið ísgraf ehf. og hefur um- hverfisdeild Varnarliðsins einnig átt ríkan þátt í gerð þess. Kerfið felur í sér alla um- hverfisþætti bæjarfélagsins og Keflavíkurflugvallar sem felldir eru að korta- og ljósmynda- grunni í tölvutæku formi. Með kerfinu fæst nákvæmt yfirlit um legu flugbrauta, gatna, veitukerfa og annarra mann- virkja, gróðurfar, fuglabyggð og áhættuþætti vegna flugum- ferðar, sem nýtast jafnt við áætlanagerð um verklegar framkvæmdir sem og rannsókn- ir á umhverfisþáttum. Hjá verkfræðideild Varnar- liðsins starfa 17 starfsmenn sem allir eru íslenskir. Þeir annast hönnun og kortagerð fyrir stofnun verklegra fram- kvæmda sem hefur yfírumsjón með verklegum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Hólmþór R. Morgan, umsjón- armaður landfræðilega upplýs- ingakerfísins, tók við verðlaun- unum á alþjóðaráðstefnu Bentley Systems sem haldin var í Ffladelfíu 1. október sl. Hann tók við verðlaununum fyrir hönd yfirmanns stofnunar verk- legra framkvæmda Varnarliðs- ins, Kenneths G. Moncayos. Var sagt upp vegna rýrnunar Hefði átt að leita til lögreglu HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað veitingahús í Reykjavík af kröfum starfsmanns, sem hélt því fram að hann hefði verið þvingaður með ólögmætum hætti til að segja starfi sínu lausu. Maðurinn var kallaður fyrir for- svarsmenn veitingahússins og hon- um tjáð að þeir hefðu sannanir fyrir því að rýrnun í kassa veit- ingastaðarins væri hans sök, auk þess sem hann hefði tekið áfengi og sígarettur. Manninum var gert að undirrita uppsagnarbréf á staðnum, þar sem hann léti tafar- laust af störfum og félli frá öllum launakröfum, ella yrði málið kært til lögreglu. Engin gögn um verðmæti eða sekt Maðurinn kvaðst saklaus af ásökunum yfirmanna sinna. Þeir vísuðu til þess að þeir hefðu mynd- band úr eftirlitsmyndavél sem sannaði mál þeirra. Hann sagði viðtekna venju að starfsmenn tækju áfengi og sígar- ettur, en andvirðið væri dregið af launum mánaðarlega. Þá tækju starfsmenn fé úr kassa til að mæta útgjöldum, t.d. vegna hrá- efniskaupa fyrir veitingahúsið. í dómi Hæstaréttar segir, að með hliðsjón af því, að maðurinn taldi sig saklausan af þeim ávirðingum, sem á hann voru bornar, hafi ver- ið fullt tilefni fyrir hann að snúa sér til lögregluyfirvalda með beiðni um opinbera rannsókn á fullyrðingum fyrirsvarsmanna veitingastaðarins um refsvert at- ferli hans. Veitingahúsið sýknað af launakröfu mannsins Þegar litið væri til þessa yrði að fallast á það með héraðsdómi, að maðurinn hefði ekki haft neina skynsamlega ástæðu til að undir- rita uppsagnarbréfið, ef hann hefði ekki sætt sig við þá skil- mála, sem þar greindi frá. Veit- ingahúsið var því sýknað af kröf- um mannsins um launagreiðslur, en Hæstiréttur sagði að þar sem engin gögn lægju fyrir um verð- mæti þess, sem fyrirsvarsmenn veitingahússins teldu að maður- inn hefði tekið ófrjálsri hendi, og engin sönnun um, að hann hafí staðið þar að verki, væri rétt að fella niður málskostnað fyrir Hæstarétti. Staðfesti 5 ára dóm fyrir vopn- að rán HÆSTIRÉTTUR hefúr staðfest fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem framdi rán í matvöruverslun, vopnaður hnífi. Maðurinn, Hákon Rúnar Jónsson, 23 ára Reykvíkingur, fór inn í verslunina 11-11, Norðurbii'm 2, Reykjavík, að kvöldi 12. febrúar sl. vopnaður stórum hnífi og klæddur lambhúshettu sem huldi andlitið, ógnaði starfsmanni verslunarinnar með hnífnum og skip- aði honum að taka peninga úr tveimur peningakössum, samtals 158.500 kr., sem ákærði hafði á brott með sér. Hákon Rúnar var handtekinn skömmu eftir ránið ekki fjarri versl- uninni, í íbúð sem afbrotamenn vöndu komur sínar í. í fyrstu neitaði hann sök, en síðar játaði hann. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir skjala- fals, þjófnað og rán og framdi ránið í versluninni 7 dögum eftir að hann hlaut reynslulausn. í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur fyrr á árinu, þar sem Hákon Rúnar var dæmdur til 5 ára fangelsisvistar óskilorðsbundið, sagði að þetta brot hans væri mjög alvarlegt. Að fremja jafnalvarlegt af- brot 7 dögum eftir að hann gekk laus eftir langa refsivist þætti sýna styrk- an og einbeittan brotavilja. Hæsti- réttur vísaði m.a. til þessara for- sendna Héraðsdóms í dómi sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.